Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 DV 7 Fréttir Ásgeir Trvggvi Jónas Þórður Magnússon. Haröarson. Guömundsson. Skúlason. Sveitarstjórnarmenn sýna nýju starfi áhuga: Þungavigt sækir í sviðs- stjórastarf - tveir bæjarfulltrúar meðal umsækjenda Húsbréfalán vegna notaðra íbúða bara 4% færri janúar - apríl í ár: Umsóknir 28% færri í apríl - og upphæð samþykktra lána sú lægsta í rúm tvö ár Umsóknir um húsbréfalán voru 28 færri í april heldur en í sama mánuði í fyrra (og 40% færri en í apríl 1999). Borið saman við síðasta ár fjölgaði um- sóknum mikið í janúar en hefur farið hraðfækkandi síðan. Fyrstu fjóra mán- uði ársins voru umsóknir um lán vegna notaðra íbúða um 11% eða (290) færri en í fyrra. Lánsumsóknum ein- staklinga vegna nýbygginga hefur þó fækkað enn þá meira, eða um 18% og þar af mest, eða 27% í mars og apríl. Á hinn bóginn hefur umsóknum bygg- ingaraðila fjölgað um fjórðung. Lægst í tvö ár Samþykkt skuldabréfaskipti íbúða- lánasjóðs voru þó litlu færri (4%) fyrstu fjóra mánuði ársins en í fyrra, enda ávallt nokkru seinna en umsókn- imar. En munstrið er það sama; vem- Lánaumsóknir - árin 2000 og 2001 Notaöar íbúöir 2000 2001 Janúar 425 465 febrúar 694 465 mars 846 742 apríl 643 460 Samt. 2.608 2.321 Samtals munur 11% Nýbyggjngaián einstaklinga 2000 2001 janúar 107 109 febrúar 144 126 mars 179 130 apríl 129 95 Samt. SS9 460 Samtals munur 18% leg fjölgun framan af en mikil fækkun í mars og apríl þegar bæði fjöldi lána og fjárhæð var lægri en nokkm sinni síðan í ársbyrjun 1999. Hætt að uppgreiða eldri lán Heildarupphæð samþykktra lána hefur lækkaö miklu meira; úr 10 millj- örðum niður í 8,8 milljarða. Öll lækk- unin og meira til er vegna notaðra íbúða þar sem lánsupphæðin er 20% lægri en á sama tímabili í fyrra. Þetta mun m.a. skýrast af því að á fyrstu mánuðum síðasta árs var mikið um uppgreiðslu eldri lána í sambandi við eigendaskipti og þar með hærri ný lán. Eftir mikla hækkun affalla af húsbréf- um varð síðan lítið um þetta. En auk- in skuldsetning íbúða gæti t.d. líka valdið lækkun nýrra lána. -HEI Þungavigtarmenn i sveitarstjómar- málum, þar á meðal tveir bæjarfulltrú- ar, eru í hópi umsækjenda um nýtt starf sviðsstjóra þróunarsviðs Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skömmu. Um- sækjendur em þessir: Anna G. Björns- dóttir, bæjarritari og forstöðumaður fjármála- og stjómsýslusviðs í Mosfells- bæ; Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi og bæjarfulltrúi á Akureyri; Birgir Loftsson, Hafnarfirði, fulltrúi í utanrík- isráðuneytinu; Björg Kjartansdóttir, nemi í frönsku; Bjöm Baldursson, sjálf- stætt starfandi lögfræðingur; Erla B. Sigurðardóttir, innheimtustjóri hjá Fé- lagsbústöðum í Reykjavík; Elsa Guð- mundsdóttir, flármála- og starfsmanna- stjóri SOCO á íslandi; Guðmundur Guð- marsson, skjalavörður hjá íbúðalána- sjóði; Helgi Einars Baldursson, kennari við Verzlunarskóla íslands; Ingunn H. Bjamadóttir, Kvistahlíð 17, sérfræðing- ur á þróunarsviði Byggðastofnunar; Jónas Guðmundsson, Bifröst, Borgar- flrði; Sigurður Guðmundsson, forstöðu- maður byggðaþróunarmála í Þjóðhags- stofnun; Tryggvi Harðarson, bæjarfull- trúi i Hafnarfirði, og Vilhjálmur Gríms- son, tæknifræðingur hjá söludeild BYKOhf. í þessum hópi em tveir bæjarfulltrú- ar, Ásgeir Magnússon og Tryggvi Harð- arson, og verði annar þeirra ráðinn mun hann væntanlega þurfa að hætta i pólitík. Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sá sem starfið hreppi muni starfa á skrifstofunni í Reykjavík. Stjórn sambandsins mun fialla um um- sóknimar um miðjan júnímánuð. -GG Prófað hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins-skýrsla H/85 216 Týpe „A" H/85 216 Type „B" KISÍLL Fyrstir með vatnsfælu á íslandi (síðan 1960) Ánanaustum 15. Sími 551 5960. 4 HLion-A LIVtD undirtónöhr sahskmuSL prentlausnir markaðslausnir © SKJÁR EINN If ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.