Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 25
.29
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001_________________________________________
DV Tilvera
Viöbragösfljót
Jennifer brást rétt viö þegar brauö-
biti festist í hálsi kærastans.
Jennifer
bjargaði
lífi
kærastans
Jennifer Lopez er ýmislegt til
lista lagt. Þegar hún var á dögunum
á veitingastað með nýja kærastan-
um sínum, dansaranum Chris Judd,
brást hún snöggt við þegar brauð-
biti sat fastur í hálsinum á honum.
Judd náði ekki andanum og að sögn
viðstaddra virtist ástandið alvar-
legt.
Jennifer stiilti sér upp fyrir aftan
kærastann og þrýsti fast að brjósti
hans. Brauðbitinn losnaði og þegar
Chris Judd var búinn að jafna sig
sagði hann: „Ég á þér skuld að
gjalda. Þakka þér fyrir engillinn
minn.“ Að þessum orðum töluðum
smellti dansarinn ástríðufullum
kossi á varir söng- og leikkonunnar.
Sjónarvottur sagði eftir atburð-
inn: „Hún bjargaði lífi hans. Hver
veit hvað hefði gerst hefði hún ekki
verið yfirveguð?"
Stærðfrædi-
klúbbur á Netinu
Táningastjörnurnar Justin Tim-
berlake og Britney Spears vilja að
allir ungir aðdáendur þeirra læri að
reikna. Þess vegna hefur parið sett
á laggirnra stærðfræði- og tónlistar-
klúbb á Netinu. Þegar klúbbgjöldin
hafa verið greidd fá aðdáendurnir
alls kyns dót sem framleitt hefur
verið til að auglýsa plötur Justins
og Britneys. Tónlist parsins á aö
hjálpa ungum aðdáendum í stærð-
fræðináminu.
Góöur sopi
Flökkuapinn á myndinni, sem drekkur
úr nestisflösku litla skólastráksins, er
einn af um 150 öpum sem rænt hafa
mat frá nemendum í Ban Chu Chee
skólanum í Samul Songkram héraöinu
í Taílandi undanfariö ár.
Thorvaldsensbasarinn eitt hundrað ára:
Afgreiðsla í sjálfboðavinnu
og ágóði til líknarmála
„Við höldum upp á daginn bæði
með þjóðlegum og nútimalegum
hætti,“ segir Guðlaug Jónína Aðal-
steinsdóttir, formaður Torvaldsensfé-
lagsins, en basar félagsins er hundrað
ára í dag. „Við félagskonur veröum
uppáklæddar í íslenska búninga og
bjóðum upp á kaffi, kleinur og pönnu-
THQRVALDSEN,'S BAZAR
^ AUSTURSTRATI 4
RHYKJflVlK
»< ft -fí-t fí ■!,'
JHAVE FOR SALE- H V;
.....
^ ^ítglandic Curíosiíles
Antiquc ðnd Modern
'Silver Ornaments
,Carved Work in Wood and~Horn
<*|s Oid . Coppcr WorJCf^..
~ - Skins and Furs
1
Stuffcd Blrds
lomcspun ,Woojlen ” • .
a X-r . .. Articies
AuglýSiOg-frá' 1904
; AHD vOTHKR ADTIOAW'Of V OOMWTtO
■ .......... m- €
Thorvaldsenskonur fagna
Dubbaö upp á gínu til aö hafa í
glugganum.
kökur. Svo fáum við
stúlknakór í heimsókn um
fjögurleytið og ætlum lika
að opna vefsíðu sem fimm
nemendur Margmiðlunar-
skólans hafa útbúið fyrir
okkur,“ heldur hún áfram.
Guðlaug Jónina telur
Thorvaldsensbasarinn
elstu verslun á íslandi sem
alltaf hafi verið á sama
stað og aldrei hafi skipt
um eigendur. „Hann var í
leiguhúsnæði hér við hlið-
ina fyrstu fjögur árin en
árið 1905 keyptu Thorvald-
senskonur Austostræti 4,
Auglýsingareikningur
frá 1908.
Sú auglýsing birtist í
Reykjavík, íslands langút-
breiddasta blaöi, bæöi í
höfuðstaðnum og úti um
land.
„Heykjavík^
íslonds lang-útbrciddn&la blað — bœði i
("7 Itöfnðsinðnnm og nl nm lnm(.
* T-.'íÁ-'' íy/'
AUGLÝSINGA-BEIKNINGUR
Jómfrúin:
Sumard j assinn
hefur göngu sína
Nú er komið sumar hugsa margir
djassgeggjarar þegar fyrstu tónleik-
ar sumarsins á Jómfrúnni eru aug-
lýstir. Þessi árvissa sumartónleika-
röð veitingahússins Jómfrúrinnar
viö Lækjargötu hefur heppnast sér-
lega vel, sérstaklega hefur myndast
góð stemning þegar veðrið er gott og
leikið er utan dyra. Tónleikaröðin
hefur göngu sína á morgun.
Þetta er sjötta sumarið í röð sem
sumardjassinn er haldinn og er
óhætt að segja að Reykvíkingar og
gestir borgarinnar hafi tekið þess-
um vorboða fagnandi undanfarin
ár. Á fyrstu tónleikum sumarsins
sem þá hét reyndar Veltusund 3, og
þar hefur hjarta félagsins slegið síð-
an,“ segir hún.
Basarinn hóf strax í upphafi mark-
aðssetningu á handunnum vörum og
nótur frá fyrstu dögum sýna að salan
fór vel af stað. Sem dæmi um verðlag
á þeim tíma má nefna að askur er seld-
ur á 3 krónur, balderuð hetta á 12
krónur og bæði útlendir og innlendir
skór á 1,80. Eins og í öndverðu sinna
félagskonur enn afgreiðslu í sjálíboða-
vinnu. „Við höfum ágæta utanfélags-
konu á launum sem verslunarstjóra en
félagskonur skiptast á um að standa
vaktina með henni og ágóði verslunar-
innar rennur allur til líknarmála," seg-
ir Guðlaug Jónína að lokum. -Gun.
leikur tríó gitarleikarans Ólafs
Gauks þekkta djassstandarda. Með
Ólafi leika Gunnar Hrafnsson á
kontrabassa og Guðmundur Stein-
grímsson á trommur. Tónleikamir
hefjast kl. 16 og standa til kl. 18.
Leikið er utandyra á Jómfrúar-
torginu ef veður leyfir en annars
inni á Jómfrúnni. Aögangur er
ókeypis. Sumardjass verður svo í
boði á Jómfrúnni alla laugardaga í
júní, júlí og ágúst á sama tíma.
BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996 - 2016,
Barðastaðir 1-5.
í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er
hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Tillagan lýtur
að því að breyta norðurhluta lóðarinnar nr. 1-5 við
Barðastaði úr svæði fyrir verslunar og
þjónustumiðstöð í íbúðasvæði.
Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og
byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga
kl. 10.00 - 16.00 frá 1. júní til 29. júní 2001. Þeim sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að koma með ábendingar og gera
athugasemdir við tillöguna. Ábendingum og
athugasemdum skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 13. júlí 2001.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 1. júní 2001.
Borgarskipulag Reykjavíkur
Föstudags- og laugardagskvöld
Olafur Gaukur
Hefur leikinn á Sumardjassinum á
Jómfrúnni.
ítmn
pub • skemmtístoður
Skemmtistaður
Stórdcinsleikur
Hin vinsœla hljómsveit
Bahoja
með sitt frábæra prógramm.
Gestasöngvari Rúnar Þór
Odd-vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867 4069