Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 8 ENSIMI imsmannalínan HÖLL FOSTUPaGINN 1. JÚNÍ Viðskipti________________X>V Unisjón: Uöskiptabla&id Utlánaaukn- ing 1,5 millj- arðar á árinu - vegna hærri húsbréfalána Útlánaaukning íbúðalánasjóðs er áætluö 1,5 til 1,8 milljarðar á árinu 2001 vegna fyrirhugaðrar hækkunar á hámarksfjárhæðum húsbréfalána. Endurskoðuð áætlun gerir ráð íyrir út- lánaaukningu um 2,5 til 3,0 mihjarða á ársgrundvelli, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá íbúðalánasjóði. í yfirlýsingunni kemur enn fremur fram að útlánaaukning á ársgrundvelli hefði orðið 3,5 tO 4 milljarðar ef breyt- ingar hefðu einnig verið geröar á við- miðun við brunabótamat eins og stjóm íbúðalánasjóðs lagði til. Vegna and- stöðu Seðlabankans varð ekki úr því að slík breyting yrði gerð. Þá vifl íbúðalánasjóður undirstrika að ekki sé um að ræða útgjöld íbúða- lánasjóðs eins og skilja megi á fyrir- sögn í frétt Morgunblaðsins um málið heldur sé um útlán að ræða. Breyting- ar á hámarksfjárhæð húsbréfa muni engin áhrif hafa á útgjöld íbúðalána- sjóðs en að öllum líkindum muni tekj- ur hans aukast lítillega vegna þeirra. Þá ber að leiðrétta misskilning sem boriö hefur á varðandi breytingar á ákvæðum um endurkaup íbúða. íbúðalánasjóður minnir einnig á að fram til þessa hafa seljendur íbúða ekki getað keypt sömu íbúð aftur fyrr en þremur árum eftir að afsal hefur verið gefið út. Með fyrirhugaðri reglu- gerðarbreytingu er slakað á þessari reglu á þann hátt að seljandi ibúðar getur keypt íbúðina aftur með fyrir- greiðslu íbúðalánasjóðs ef hann hefur gefið út afsal til kaupanda og sjálfur keypt eign í millitíðinni af þriðja aðila og fengið afsal þeirrar íbúðar í hendur. Um 19% landsmanna komið að stofnun fyrirtækis Um 19% allra landsmanna á aldrin- um 18-75 ára hafa komið að stofhun fyrirtækis, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar. Þetta er meira en tvöfalt hærra hlutfall en það sem hæst gerist í samanburðarlöndum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rit- inu Umhverfi til ný- sköpunar á fslandi sem kynnt var á mið- vikudag. Ritið er sam- starfsverkefni SA, Deloitte & Touche og Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins. Á heima- siðu SA kemur fram að markmiðið með útgáfu ritsins er að draga athygl- ina að aðstæðum til nýsköpunarstarfs og stuðla að bættum starfsskilyrðum frumkvöðla til hagsbóta fyrir íslenskt efiiahagslif. Stefnt er að reglulegri út- gáfu slíkrar athugunar. Við undirbún- ing útgáfunnar var meðal annars gerð könnun á viðhorfi almennings til ný- sköpunar. Úrtakið var 1200 manns á aldrinum 18 til 75 ára og í ritinu eru helstu niðurstöður könnuncU'innar bomar saman við fyrmefnda könnim sem gerð var i 21 landi. Þá var rætt við nokkra frumkvöðla og þeir beðnir að segja frá reynslu sinni af nýsköpun á íslandi. Jákvæðara viðhorf hér á landi Samkvæmt niðurstöðum könnunar- innar virðast viðhorf til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs almennt vera já- kvæðari hér á landi en i samanburðar- löndunum. Athygli vekur þó að við- horf til nýsköpunar virðist vera já- kvæðara meðal fólks á aldrinum 55 til 75 ára en í yngri aldurshópum og að það sama virðist vera uppi á teningn- um hvað varðar jákvæða afstöðu til tækifæra til nýsköpunar. Þá hafa um 47% karlmanna hugleitt að stofna fyr- irtæki en einungis 29% kvenna. í ritinu kemur einnig fram að á síð- ustu 4 til 5 árum hefur aðgangur að fiár- magni til nýsköpunar orðið mim greiðari hér á landi en áður var. Lánsfjármagn er þó enn frekar dýrt á ís- landi í samanburði við önnur lönd, sem dregur úr hagvexti þegar til lengri tíma er litið. íslensk fyrirtæki lögðu lengi vel minna í rannsóknir og þróunarstarf en erlendir keppinautar þeirra. Nýjar tölur, áætlanir og spár gefa til kynna að þetta sé að breytast og að framlag íslenskra fyrirtækja til rann- sókna og þróunar nálgist það sem gerist á meðal fremstu þjóða. Mestallar rann- sóknimar fara þó fram í tiltölulega fáum fyrirtækjum. Þá eru útgjöld æðri menntastofnana til rannsókna og þróun- ar óvíða meiri á hvem íbúa en hér á landi. Aukin útgjöld til rannsókna og þróunar virðast þó ekki skila sér á markaði en þannig sækja íslendingar tíu sinnum sjaldnar um einkaleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir. Stjómvöld geta til dæmis bætt starfs- skilyrði fmmkvöðla með breytingum á skattkerfinu. Eignarskattar, sem tíðkast óvíða annars staðar en á Islandi, eru mjög óhagstæðir frumkvöðlum. Miklu skiptir að Qármagnið sé „þolinmótt" því hagnaður er oftast lítill í upphafi. Fyrir- tæki greiða ekki tekjuskatt fyrr en þau fara að skila hagnaði en eignarskattur leggst með fullum þunga á fyrirtækin þegar í upphafi. Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 4.942 m.kr. - Hlutabréf 1.805 m.kr. - Húsbréf 1.464 m.kr. MEST VIÐSKIPTI SÍF 532 m.kr. £ Olíufélagið 342 m.kr. £ Baugur 257 m.kr. MESTA HÆKKUN OTalenta-Hátækni 15,4% QBúnaðarbanki 9,1% ©Baugur 4,3% MESTA LÆKKUN QSjóvá-Almennar 5,5% ©Flugleiöir 3,9% ©Eimskip 2,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.087 stig - Breyting 1,67% I335HJ3I 01.06.2001 kl. 9.15 KAUP SALA SÉjDollar 104,480 105,020 feSpund 148,180 148,940 11*! ÍKan. dollar 68,060 68,480 1 Dónsk kr. 11,8500 11,9150 HHNorskkr 11,1330 11,1950 SSJssnsk kr. 9,6530 9,7060 H~ln. mark 14,8563 14,9456 ■ lÍFra. franki 13,4661 13,5470 1 Bolg. franki 2,1897 2,2028 L_1 Sviss. franki 58,1300 58,4500 Lau^ajHoll. gyllíni 40,0832 40,3241 ™^jpýskt mark 45,1633 45,4347 it. líra 0,04562 0,04589 1 » Aust. sch. 6,4193 6,4579 iijr'-'Port. escudo 0,4406 0,4432 1 ISná- peseti 0,5309 0,5341 ö]jap. yen 0,88010 0,88540 1 jírskt pund 112,158 112,832 SDR 131,3700 132,1600 i ^ECU 88,3317 88.8625

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.