Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 28
NISSAN ALMERA www.ih.is FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 g—m Grensásvegi 3 C VnU s: 533 1414 Sér ekki eftir neinu í Helgarblaði DV á morgun er ítarlegt viðtal við Engilbert Jen- sen, trommara og tenór, sem söng sig inn í hjörtu landsmanna meö Hljómum frá Keflavík hér um árið. Engilbert lítur yfir farinn veg, sorgir og sigra og segist ekki sjá eftir neinu. Fjallað er um fjóra unga karl- menn sem orðið hafa morðingjar á stuttum tíma, sagt frá rang- feðruðum stóðhesti og rætt við Matthías Viðar Sæmundsson um Píslarsögu Jóns þumcds. Síðast en ekki sist er rætt við Kristin H. Gunnarsson um slaginn sem stendur um smábátana þar sem Kristinn leikur pólitískan einleik. KEA, FYRIR SJALF- ,STÆÐA AKUREYRINGAIJ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 DV-MYND HARI Sumariö hafiö af alvöru Borg og bæir um allt land eru heldur betur farnir aö grænka, enda fyrsti dagur júnímánaðar runninn upp. Þessar biómarósir voru aö störfum í Ártúnsbrekku þar sem Reykjavíkurmerkið er búiö til úr blómum. Veruleg bensínhækkun - en: Heimsmarkaðs- verð hríðlækkar Ekki varð af hækkun á bensínverði á miðnætti eins og gert hafði verið ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að bensín- verð hækki í dag. Samkvæmt heimild- um sem DV aflaði sér í morgun telja oliufélögin sig þurfa að hækka lítrann um a.m.k. 5 krónur. Telja þau þörf á þeirri hækkun vegna þróunar heims- markaðsverðs að undanfórnu og veik- ingar krónunnar gagnvart dollar. Samkvæmt upplýsingum Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda í morgun hef- ur heimsmarkaðsverð á bensíni farið hríðlækkandi undanfarinn hálfan mánuð. Heimsmarkaðsverð á 95 okt- ana bensíni á Rotterdammarkaði var komið upp í um 360 dollara tunnan í byrjun maí. Síðan tók það að lækka, en um miðjan maimánuð varð nokkur hækkun aftur og fór í um 355 dollara tunnan. Síðan hefur verðið verið i „frjálsu falli“ eins og talsmaður FÍB orðaði það við DV í morgun. Þá var tunnan komin niður i 300 dollara sam- kvæmt síðustu fregnum Reuters. Talsmenn olíufélaganna vUdu ekki staðfesta neinar tölur í morgun en sögðu að menn ættu eftir að reikna út síðustu breytingar. -JSS Lax á mettíma Laxveiði byrjaöi afkrafti í morgun. Noröurá: Lax á þrem- ur mínútum DV. SQRGARFIRDI: Laxveiði byrjaði af krafti í Norðurá í Borgarfirði í morgun. Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur, var aðeins þrjár mínútur að fá fyrsta laxinn. • „Þetta er stórkostlegt," sagði Bjarni við DV, lafmóður eftir glímuna við laxinn. Hann veiddi fískinn á flugu og sleppti honum eftir að staðfest hafði verið að skepnan vó 8,5 pund. Kukkan hálfniu í morgun höfðu veiðst 10 laxar en helmingi þeirra var sleppt. Stjórn og fyrrverandi formenn Stangaveiðifélagsins riðu á vaðið í laxveiðunum þetta árið. Kalsaveður var í Borgarfirðinum í morgun og hitastig við frostmark. Kuldinn náði þó ekki að afmá sólskinsbros veiði- mannanna sem nú eru skriðnir úr vetrarhíði sínu. „Góð byrjun," sagði einn veiðimannanna í morgun þegar hann fékk mælt fyrir glímuskjálfta. -G. BenderArt Krónan braggast Krónan braggaðist örlítið í gær. í morgun kostaði hver dollar 105,20 krónur og hafði lækkað úr 106,08 krónum. Pundið kostaði 148,94 krónur en var í gær á 150,35 krónur. Mikill hrollur er á markaðnum vegna yfirvofandi spár fiskifræð- inga um bágt ástand þorskstofnsins sem talið er að stuði krónuna enn -rt meira. Aðeins hluti Kjalvegar opinn Ástand vega er nú betra en í meðal- árferði og minni snjór á hálendinu en mörg undanfarin ár í byrjun júnímán- aðar. Allir helstu vegir í byggð eru vel færir. Björn Svavarsson, hjá Vegagerð ríkisins, segir að þrátt fyrir það séu fjallvegir ekki opnir að undanskildum Kjalvegi úr Blöndudal að norðan í Hveravelli en þar fyrir sunnan er veg- urinn víða ófær vegna bleytu. Búast má við að eftir sjómannahelgi fari fjallvegir að opnast. Hret gerði norð- austanlands í vikunni og þurfti að moka Hellisheiði, milli Vopnaíjarðar og Héraðs, af þeim sökum. Hún er nú opin og einnig Lágheiði, milli Ólafs- fjarðar og Fljóta. Engar þungatak- markanir eru á Lágheiði sem er óvenju snemmt. -GG i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i Krókódílaeldi skoðað Kennedybræður á Akureyri hætta að kaupa SS-pylsur: Pylsustríð á Akureyri Höldur ehf., sem rekur Essonestin á Akureyri, hefur hætt innkaupum á SS-pylsum þannig að viðskiptavinir fá nú KEA-pylsur þegar þeir panta eina með öllu. Það eru akureyrskir at- hafnamenn, svokallaðir Kennedy- bræður, sem reka Höldur en talsmað- ur söluskálanna vill ekki tjá sig opin- berlega um málið. Hallgrímur Hólmsteinsson, mark- aðsstjóri SS, segir að riftun kaupanna hafi verið einhliða ákvörðun hjá Höldi og væntanlega séu peningalegar ástæður fyrir ákvöröuninni. HaO- grímur telur góðar líkur á að SS-pyls- umar komi aftur inn í Esso-nestin á Akureyri. „Það standa yfir samninga- Ein meö öllu Pylsustríö milli KEA og SS. viðræður milli fyrirtækjanna sem vonandi enda með réttri ákvörðun. Is- lendingar borða SS-pylsur og það vita þeir hjá Höldi,“ segir Hallgrímur. Löng hefð er fyrir viðskiptum Höld- urs við SS en sláturfélagið hefur haft allt að 90% markaðshlutdeild í pyls- unum á landsvísu. Heimildamenn DV innan matvörugeirans segja ekki ólík- legt að norðanmenn séu með þessu að taka pólitíska ákvörðun en hörð sam- keppni hefur verið milli SS og KEA. Viðskiptavinir hafa lýst óánægju með umskiptin í samtölum við DV en starfsmaður Esso-nestanna kannast ekki við að hafa heyrt kvartanir frá neytendum vegna málsins. Markaðs- stjóri SS telur að skýringin á því sé einfaldlega sú að viðskiptavinirnir hafi snúiö sér annað. Þetta mál kunni jafnvel að hafa áhrif á ferðaþjónustu á Akureyri. -BÞ Landbúnaðarráðuneytið er að skoða umsókn Húsvíkinga um hvort til greina komi að ala krókó- dila i affallslóni í bænum. Eins og DV hefur greint frá hefur bæjar- stjórinn ásamt fleirum áhuga á að kanna þennan möguleika, bæði vegna ávinnings í ferðaþjónustu og fleiri þátta. Heimamenn líta til fyr- irmyndar i Colorado í Bandaríkj- unum þar sem slík tilraun hefur gefist vel þrátt fyrir talsvert norð- Krókódílar noröur Yfirdýralæknir skoöar erindi Húsvíkinga. lægari heimkynni en krókódílar eiga að venjast. Sigurður Örn, staðgengill yfir- dýralæknis, segir að málið sé komið á borð embættisins en hann geti ekkert tjáð sig um það á þessu stigi. Búið er að senda Húsvíkingum staðlaðan spumingalista þar sem m.a. er kannað hvort hætta sé fyrir hendi á blöndun við innlendar teg- undir. -BÞ X-TREÖÁÉ Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 Hafnarfjörður: Tryggvi hættir í bæjarstjórn Tryggvi Harðarson, einn af for- ingjum jafnaðarmanna í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar sl. 15 ár, lýsti því yfir á fundi hjá Samfylking- unni í Hafnar- firði í gær að hann myndi ekki sækjast eftir sæti á lista flokksins í næstu bæjar- stjómarkosning- um. Tryggvi sagðist þó ekki hættur afskipt- um af stjórnmálum þó hann vildi hætta í bæjarstjóm og taldi hann líkur á að hann myndi láta tfi sín taka í almennu starfi Samfylking- arinnar. Á þessum fundi var jafn- framt samþykkt að efna til skoð- anakönnunar meðal almennra flokksmanna Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um uppstillingu á lista fyrir kosningamar að ári. Skoð- anakönnuninni á að vera lokið eigi síðar en 14. október í haust. Nánar á bls. 7 -BG W*'I Tryggvi Haröarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.