Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001
Fréttir I>V
Sigrún Magnúsdóttir, formaöur borgarstjórnarflokks R-listans, telur viðræður flokka geta hafist fljótlega:
Fagnar ákvörðun
Vinstri grænna
- sem samþykktu viðræður um R-lista í gærkvöldi
„Málefni R-listans eru á réttri
leið og ég fagna niðurstöðu fundar
Vinstri grænna. Þaö er ekkert
óeðlOegt við það að hver hópur
sem kemur að þessu komi fram
með sínar áherslur og það er ná-
kvæmlega það sem við framsókn-
armenn ákváðum á fundi okkar
fyrr í vikunni," sagði Sigrún
Magnúsdóttir, oddviti Framsókn-
arflokksins í R-lista samstarfinu í
morgun, þegar borin var undir
hana niðurstaða fundar Vinstri
grænna í gærkvöldi.
„Það er mín tilfinning að viö-
ræður milli aðila muni hefjast
fljótlega eða í þessum mánuði, síð-
an taki menn sér frí í júli en komi
svo aftur að borðinu í ágúst eftir
að hafa skoðað málin betur. Ég er
mjög bjartsýn á að við náum sam-
Ingibjöeg Sólrún Sigrún
Gísladóttlr. Magnúsdóttir.
an og R-listinn geti haldið áfram
sínu góða starfi í borginni, fram-
boðsmálin ein og sér eiga ekki að
koma í veg fyrir slíkt,“ sagði Sig-
rún.
Reykjavíkurfélag Vinstri
grænna samþykkti í gærkvöld nán-
ast einróma að fara út i könnunar-
viðræður við Framsóknarflokkinn
Inga Jóna Sigríöur
Þóröardóttir. Stefánsdóttir.
og Samfylkinguna um samstarf í
Reykjavíkulistanum. Sigríður Stef-
ánsdóttir, formaður stjómar fé-
lagsins, sagði við DV í morgun að
ekki hafi verið tekið afstaða til
framboðs sem slíks.
„Framhaldið er ekki gefið en
fólk er sammála um að fara með
heilum huga í þessar viðræður.
Þetta er ekki afgerandi skref en
vilji félagsmanna er greinilega sá
að láta kanna hvort samstarfs-
grundvöllur sé meðal þessara
flokka,“ segir Sigríður.
Skoðanir hafa verið skiptar með-
al vinstri grænna um hvort þeir
ættu að bjóða fram sjálfstætt en á
fundinum í gærkvöld talaði enginn
opinberlega fyrir slikum sjónar-
miðum. Stjórnin fær umboð til að
kanna málið allt til 15. september
og þá mun stjóm gera félaginu
grein fyrir stöðunni.
Sigríður vill ekki meta líkumar
á því hvort Reykjavíkurlistinn
muni starfa áfram. „Nei, ég treysti
mér ekki til að leggja mat á þaö á
þessu stigi." Að sögn hennar voru
80-100 manns á fundinum.
-BÞ/gk
Hjólin að fara að snúast:
Atvinnu-
leysisskrá-
in tæmist
Hjólin eru að fara að snúast hjá
Bakkavík í Bolungarvík, rækju-
verksmiðjunni sem yfirtók rekstur
Nasco-Bolungarvík fyrir skömmu.
Stefnt er að því aö vinna allt að 100
tonn af hráefni í verksmiðjunni á
viku. Starfsemin verður algjör bylt-
ing í atvinnumálum Bolvíkinga þar
sem hefur verið mjög dapurt allt frá
því Nasco-Bolungarvík varð gjald-
þrota í árslok 2000. Samningar um
hráefniskaup eru í burðarliðnum en
verð á hráefni er nú allhagstætt.
Forsvarsmenn Bakkavíkur vinna
nú að því að koma vinnslunni af
stað, en stefnt er að því að fyrsti
vinnudagur verði eftir sjómanna-
daginn sem er 10. júní.
Lárus Benediktsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Bolung-
arvikur, segir að 43 fái vinnu í verk-
smiðjunni og eftir að auglýst hafi ver-
ið eftir starfsfólki hafi 36 manns
hringt og spurt um starf. 33 voru á at-
vinnuleysisskrá í Bolungarvík svo sú
óvinsæla skrá ætti að tæmast að
mestu. Á Vestíjörðum öllum voru um
70 manns á atvinnuleysisskrá. -GG
Sandlóu bjargaö úr grútarpolli
Ungir sveinar úr vesturbænum í Reykjavík fundu í gær sandlóu sem hafiö lent í grútarpoili viö hús Lýsis á Granda.
Þeir komu fuglinum inn í Húsdýragarö þar sem tekiö var til óspilltra málanna viö aö hreinsa hann en síöan stóö til aö
sleppa honum. Bjargvætturinn fremst á myndinni, Friörik, sem og félagar hans i bakgrunni, voru hinir ánægöustu
meö björgunina.
Lögregla og foreldrar með viðbúnað í Paradísardal:
At hjá sátta
í gær og í nótt
var 21 samninga-
fundur í gangi hjá
Þóri Einarssyni rík-
issáttasemjara.
Voru alls 14 kjara-
samningar undir-
ritaðir í þesari lotu.
Samið við Sinfóníu
Félag íslenskra hljómlistarmanna
og ríkiö hafa samið um nýjan kjara-
samning fyrir hljóðfæraleikara í Sin-
fóníuhljómsveit íslands. Samningur-
inn gildir til október 2004 og hefur i
för með sér miklar breytingar á
vinnutíma hljómsveitarmeðlima.
Hækkun hjá ÁTVR
Verð á áfengi og tóbaki hækkar í
dag. Bjór hækkar að meðaltali um
tæp 4% og annað áfengi að meðaltali
um 2,5%. Verð á tóbaki hækkar að
meðaltali um 3,3%.
Lítil framleiðní
Framleiðsla á vinnustund í krón-
um talið er töluvert minni hér á landi
en í helstu samkeppnislöndunum. Af
23 löndum er ísland í 18. sæti með
2.211 krónur í framleiðslu á hverja
vinnustund. I efsta sæti er Lúxem-
borg með 3.356 krónur á hvem vinnu-
tíma og síðan Belgía og Bandaríkin.
Auka Rammsteintónleikar
Þýska rokkhljómsveitin Ramm-
stein hefur samþykkt að halda
aukatónleika hér á landi en miöar á
tónleika þeirra þann 15. júní seldust
upp á rúmum klukkutima.
Litii karfaveiði
Karfaafli togara á Reykjaneshrygg
er og hefur verið afar dræmur. Marg-
ir togaranna eru hættir að reyna við
karfann og hafa leitað annað, einkum
i grálúðu.
Löggan á skólabekk
Nær 20 íslenskir lögreglumenn
sátu á skólabekk í gær hjá sérfræð-
ingi Europay Intemational í vörnum
gegn kortasvikum. Kynntu þeir sér
aðferðir við rannsókn á greiðslu-
kortamisferli.
Framtíð Landspítala
Jón Kristjánsson,
heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra,
hefur skipað þriggja
manna nefnd til að
fara yfir og leggja
fram tillögur um
staðsetningu og
hvernig standa beri
að uppbyggingu Landspítala - há-
skólasjúkrahúss.
Djammað í leyndu dalverpi
flestir til fyrirmyndar, segir foreldri
DV-MYND TEITUR
Allt meö kyrrum kjörum
Ungmenni leggja leiö sína í Paradísardal á vorin til aö sýna sig og sjá aöra.
Lögregla og foreldrafélag Árbæjar
verða með viðbúnað í Paradísardal í
kvöld en um síðustu helgi söfnuðust
um tvö hundruð unglingar þar sam-
an. Paradísardalur er dalverpi fyrir
norðan Rauðavatn. Þangað liggur
ekki akvegur og þar hefur, að sögn
Árbæinga, verið vinsæll samkomu-
staður ungmenna um þriggja áratuga
skeið, einkum að vorinu.
Fjöldi lögreglumanna stóð vaktina
í Paradísardal um síðustu helgi og fór
skemmtun unglinganna að mestu
leyti vel fram. Að vísu þurfti að hella
niður töluverðu áfengi og nokkrum
var vísað frá vegna þess að þeir höfðu
ekki aldur til að vera úti.
Gera má ráð fyrir að unglingar
safnist aftur saman í dalnum í kvöld
en lögregla dregur stórlega í efa að
fjöldinn verði viðlika mikill og um
síðustu helgi. Þá hefur verið í gangi
orðrómur um að unglingar hyggist
þess í stað efna til skemmtanahalds í
Elliðaárdal en á báðum þessum stöð-
um verður lögregla með eftirlit -
enda stendur ekki til að dalimir verði
fastir samkomustaðir unglinga á sið-
kvöldum.
Auk lögreglunnar var um sextán
manna hópur foreldra úr Árbænum í
Paradísardal um síðustu helgi. Að
sögn Bergþóru Valsdóttur, sem tók
þátt í foreldraröltinu, var kvöldið
mikil upplifun og hrósaði hún bæði
unglingum og lögreglu. „Langflestir
unglinganna voru til fyrirmyndar en
auðvitað er alltaf hópur sem vill
drekka en jafnframt vera í mannfjöld-
anum. Mér fannst lögreglumenn taka
vel á málum, þeir töluðu við ungling-
ana og um miðnætti voru allir farnir
sáttir til síns heima,“ segir Bergþóra
og bætir við að venjan sé að svo mik-
ill fjöldi unglinga komi jafnan saman
í Paradísardal einu sinni á ári. Eftir
það sé fjöldinn minni og síðan hverf-
andi þegar líður á sumarið. -aþ
Methagnaður ISAL
Hagnaður ÍSAL eft-
ir skatta árið 2000 var
3,1 milljarður króna.
Velta fyrirtækisins
var 22,9 milljarðar
króna. Skattgreiðslur
ÍSAL vegna ársins
2000 voru tæpir 1,4
milljarðar króna og er þetta mesti
hagnaður í sögu fyrirtækisins.
Ær láta lömbum
Um 150 ær á bænum Bjamanesi 2 í
Nesjum við Hornafjörð hafa látið
lömbum af völdum campylobakter-
sýkingar. Búist er við að allt að 300
lömb hafi drepist af þessum sökum og
er tjón ábúenda þvi tilfinnanlegt.
Síðasti dagur Kvótaþings
Síðasti starfsdagur Kvótaþings var
í gær, 31. maí, og verður starfsemi
Kvótaþings því aflögð frá og með 1.
júní. Talið er að afnám Kvótaþings
einfaldi flutning aflamarks á milli
skipa. -HKr.