Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001________________ DV ____________________________________________________________Neytendur Garðaúðun í fullum gangi -kostar 3-10.000 kr. á garð Nú er sá tími sem garðeigendur fara að huga að úðun garða sinna og er töluvert um að bankað sé upp á hjá fólki og því boðin úðun. Ekki ætti að kaupa slíka þjónustu nema að raunveruleg þörf sé á henni því notkun eiturefna ætti ávallt að vera í hófi. Rétt tímasetning á úðun er mikilvæg, ekki ætti að úða of snemma þar sem það hefur engin áhrif ef gróðurinn og þar með skor- dýrin eru ekki komin af stað. Tima- setningin er mismunandi eftir stað- setningu því gróður fer misfljótt af stað í landshlutum og hverfum. T.d. er gróðurinn mun fyrr á ferðinni i skjólsælum gróðursælum hverfum, eins og í Fossvogi, en í Árbænum. Óþarfi er að úða sumar tegundir plantna þar sem þær hafa sín eigin varnarkerfi gegn óþrifnaðinum. Meðal tegunda sem eru pöddusækn- ar eru víðir og birki en grenitré er algjör óþarfi að úða á þessum tíma árs. Best er að skoða garðinn vand- lega og ef mikið er af lús og maðk þarf að úða þar sem kvikindin geta hreinlega gengið af plöntunum dauðum ef þær fá að athafna sig að vild. Einn og einn maðkur gerir ekki mikinn skaða en séu blöð trjánna farin að rúllast upp eða étið hefur verið af þeim í einhverju magni um allan garð þarf að gripa til aðgerða. Fylgjast þarf með garðinum. Um mánaðamótin júní - júlí má ætla að hann sé sloppinn. Kostar 3-10.000 kr. Mikil samkeppni rik- ir í garðaúðun og þar sem hún felst í því að ná sem flestum görðum hefur það leitt til þess að ákveðnir aðilar fara sífellt fyrr af stað og úða eins og þeir eigi lífið að leysa. Heyrst hefur af aðilum sem voru byrjaðir á því verki fyrir þremur vikum og að sögn kunnáttumanna er það allt of snemmt og þeir garð- eigenduc sem létu glepjast hafa því kastað peningum sínum á glæ. Tölu- vert er um undirboð, yfirleitt kostar frá 6-8.000 kr. að úða meðalgarð við um og yfir 10.000 kr. Allir sem úða garða gegn greiðslu þurfa tO þess leyfl frá Hollustu- vernd. Fyrirbyggjandi aðgerðir Hægt er að spara hluta þessarar upphæð- ar með því að úða garð- inn sjálfur. Eigi að nota til þess eitur þá er Permasect tUvalið því það hefur breiða verk- un og drepur flest þau skordýr sem herja á garðinn. Eitrið er í hættuflokki C þannig að ekki þarf sérstakt leyfi til að nota það en flestir þeir sem eru í garðaúðun vinna með þetta efni. Glas af eitrinu kostar aðeins um fjórðung þess sem tekið er fyrir verkið hjá fagmönnum og getur það dugað í nokkur ár. Nauðsynlegt er að fylgja öUum leið- beiningum og varúðarráðstöfunum á umbúðum þess. Efninu er blandað í vatn og blandan síðan sett í úða- Garöaúðun Hana ætti ekki aö framkvæma nema nauösynlegt sé. Ekki er alltaf þörf á að nota eitur því til eru aörar aöferöir sem vinna á þæöi maöki og lús. einbýlishús en verðið er breytUegt eftir stærð og magni gróðurs en heyrst hafa tölur áUt niður í 3000. kr. I lauslegri könnun, sem gerð var i fyrra, kom í ljós að verðið var um 5-7.000 kr. og því virðist sem verðið hafi hækkað um 1000 kr. síðan þá. Sé um stóra garða að ræða getur kostnaðurinn orðið mun meiri eða dælu sem hægt er að kaupa í bygg- ingavöruverslunum og verslunum eins og Blómavali og Garðheimum. Verð þeirra er misjafnt en borgað getur sig að fjárfesta í vandaðri dælu því hana á að vera hægt að nota árum saman. Sé dælan þrifin vel eftir notkun má einnig nota hana tU annarra garðstarfa eins og t.d. að úða iUgresislyfi. Þeir sem ekki vUja eitur í garðinn sinn geta notað grænsápu í staðinn en þegar það er gert verður að ná að úða áður en maðkurinn hefur náð að vefla laufinu utan um sig. Græn- sápan virkar nefnilega ekki nema hún lendi á pöddunum sjálfum, þar harðnar hún og kemur í veg fyrir að þær geti andað. Notuð er ein slétt- fuU matskeið af sápunni í einn lítra af volgu vatni. Hræra þarf upp í blöndunni þannig að vatnið freyði. Önnur leið er að úða garðinn með Maxi-crop áburði. Sú leið er fyrir- byggjandi því áburðurinn leggst á blöð trjánna og breytir bragði þeirra þannig að skorkvikindin fæl- ast frá. Hægt er að nota Maxcrop gegn nær öUum kvikindum nema maðkinum. -ÓSB Geitungar í garðinum Um þessar mundir eru geitungar að fara á stjá og víst er að ekki hugsa aUir fallega til þeirra. Þessi óvelkomni gestur nam land hér fyr- ir um 15 árum og hefur fjölgað stöðugt síðan og nú er svo komið að þeir finnast í nær hverjum garði, sveimandi um í leit að æti. Hér sunnanlands var vetur mildur og því má búast við að stofninn verði nokkuð öflugur í sumar og því víst að þau verða mörg geitungabúin sem fjarlægja þarf þegar líða tekur á sumarið. Snemmsumars stafar yf- irleitt ekki mikU hætta frá einstök- um geitungum sem eru á sveimi en því lengra sem liður á sumarið verða þeir árásagjarnari og nær það hámarki í ágúst. Sé hins vegar hróUað óvarlega við búum þeirra getur verið hætta á ferð. Best er auðvitað að fá fagmenn til að fjar- lægja þau en hægt er að gera það sjálfur. Þá er hættuminnst að láta til skarar skríða að nóttu til þegar geitungarnir eru aUir inni í búinu. Þeir verða viðskotaiUir ef búið er fjarlægt að degi tU og þeir snúa heim og heimUi þeirra er horfið. Sólgnir í sætindi Bit geitunga eru yfirleitt ekki hættuleg en geta verið sársaukafuU en hafi sá sem bitinn er ofnæmi fyr- ir geitungabiti ætti hann að leita læknis sem fyrst eftir stunguna. Of- riæmið lýsir sér m.a. í doða í kring- um munn og getur sá doði færst ofan í kok og valdið öndunarerfíð- Geitungabú Þau eru úr pappírskenndu efni og geta oröiö nokkuö stór. Best er að fjarlægja þau aö nóttu til þegar geit- ungarnir eru inni í búinu. leikum. Eins getur komið fram kláði annars staðar á líkamanum. Þeir sem eru með ofnæmi ættu að umgangast geitungana með varúð allt sumarið. Eins þarf að gæta ungra barna, t.d. með því að setja flugnanet fyrir op barnavagna þegar böm eru látin sofa úti. Þá þarf að gæta þess sérstaklega vel að netið loki öUum opum vandlega því ef á því eru glufur geta geitungar ratað þangað inn og orðið Ulir ef þeir finna ekki leiðina út. Laugardagar, sem oft eru nammidagar hjá börn- um hér á landi, geta líka skapað hættu. Geitungar sækja í sætindi og lítið barn með sleikibrjóstsykur get- ur laðað þá að munni sér. Gos- drykki ætti heldur ekki að drekka beint úr ógagnsæjum dósum því heyrst hafa hryUingssögur af fólki sem drukkiö hefur gos beint úr slíkri dós og endað með geitungabit í munni eða hálsi. Þeir eiga það nefnUega tU að skríða ofan í dósirn- ar til að ná sér í sætindin sem þar eru geymd. Geitungabanar Til eru ýmsar leiðir tU aö minnka ónæðið af geitungum. Gott getur verið að setja kjötsneið, t.d. roast beef, í eitt horn garðsins þegar ver- ið er að nota hann, t.d. griUa. Þá sækja geitungamir í sneiðina og láta aðra hluti í friði á meðan. Eins má kaupa sérstakar geitungagildr- ur. TU eru gildrur sem duga í skamman tíma, og aðrar sem duga í nokkrar vikur. Þá er plastílát hengt í eitt hom garðsins og í það er sett efni sem dregur að sér geitunga. Op Uátsins er þannig að þeir komast ofan í en ekki upp úr. Á nokkurra vikna fresti er innihaldið endurnýj- að svo gildran geri fuUt gagn og lokki tU sín geitungana. Komi geitungar inn í hús er ráð að úða á þá með hárlakki. Oftast dugar ein góð gusa til að þeir verði ófærir um að fljúga og drepast skömmu siðar. Gott er að kaupa brúsa af ódýru hárlakki, helst svo- lítið klístruðu, tfl að eiga til þessara nota því enginn tímir dýra fina hár- lakkinu á þessi leiðindadýr. En geit- ungarnir eru komnir til að vera og því verður mannfólkið að reyna að lifa með þeim eins þægUega og kost- ur er. -ÓSB Trúlofunar- hringir Gott verð, mikið úrval Skartgripaverslun Laugavegi 5,sími 551 3383 Spönginni.Grafarvogi, sfmi 577 1660 S túden tas tjarn q I4k gull. Allt í sólpallinn og skjólvegginn Pallaefni 21x95 mm 102 kr. pr. m 28x95 mm 138 kr. pr. m 95x95 mm 385 kr. pr. m 200x37 cm 6.213 kr.l iWM I 200x167 cm -9J>48 krj 12QQx127 cm.. 10.371 krJ I 200x167 cm 11.193 krj Húsasmiðjan er leiðandi í sölu og þjónustu á girðingar- og pallaefni. Við kynnum nýjung sem er tilbúnar grindur í skjólveggi. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.