Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001 11 x>v Utlönd Ekki einn að verki Lögmenn Timothy McVeigh, sem dæmdur var til dauða fyrir spreng- inguna í Oklahoma City árið 1995, hafa farið fram á seinkun á aftöku skjólstæðings síns, sem fram átti aö fara 11. júní næstkomandi. Beiðnin kemur eftir að lögmennimir fund- uðu með McVeigh í gær. Eins og fram hefur komið láðist Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að leggja fram hundruð blaðsíðna úr rannsókn sinni á hryðjuverkinu. Lögmennirnir halda ekki fram sak- leysi skjólstæðings sins en telja að í þessum skjölum komi fram að McVeigh hafi ekki veriö einn um sprenginguna heldur hafi fleiri tek- ið þátt i að skipuleggja hana. Viðbrögð við beiðni lögmann- anna hafa verið blendin. Dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, John Ash- croft, lét hafa eftir sér að stjórnvöld myndu berjast hatrammlega gegn hvers konar seinkun þar sem ekk- ert í skjölunum sýndi fram á mögu- legt sakleysi McVeigh. Eftirlifandi fórnarlömb Okla- homa-sprengjunnar og aðstandend- ur fórnarlambanna eru æf yfir seinkunarbeiðninni. Þó eru raddir innan þeirra sem telja að komast þurfi til botns í þessu máli, hvort McVeigh hafl verið einn eða hvort hér sé um að ræða hóp hryðju- verkamanna. í skjölunum sem FBI hélt eftir eru meðal annars vitnisburðir fólks sem sagðist hafa séð McVeigh í hópi allt að þriggja manna dagana fyrir sprenginguna og telja margir Samsæriskenningar á lofti Svo viröist sem þaö stefni í aö mál Timothy McVeigh sé aö mynda hliöstæöur viö mál Lee Harvey Osvald, sem kæröur var fyrir moröiö á John F. Kennedy, þ.e. hvort hann hafi veriö einn að verki eöa ekki. að ekki séu öll kurl komin til graf- ar í málinu. 3ja DYRA HÁTT OG LÁGT DRIF Meðaleyðsla 8,01 2.040.000,- uoui^laiul Miðvikudaginn 13. júní nk. kemur út sérblað DV, Suðurland. í blaðinu að þessu sinni segir m.a. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu, frá uppbyggingunni eftir jarðskjálftana. Húsráðendur á Leirubakka segja frá því sem boðið er upp á fyrir ferðalanga á staðnum. Fæðingardeildin á Selfossi er komin á Netið. Nýjasta hverfinu á Selfossi gerð góð skil og margt fleira. Umsjón auglýsinga Harpa Haraldsdóttir, sími 550 5722. Netfang harpa@ff.is Umsjón efnis Sigurður Bogi Sævarsson, sími 891 7806. Netfang 1901 @visir.is Síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 8. júnf. Netfang auglýsingadeildar:auglysingar@ff.is Fax 550 5727 london á 13.000 kr. Lesendum DV býðst einstakt tækifæri á ferð til London með lágfargjaldaflugfélaginu Go. Fargjaldið kostar aðeins 13.000 krónur báðar leiðir með sköttum. Safnið merkjum Það sem lesendur þurfa að gera er að safna 4 sérstökum Go merkimiðum sem birtust í blaðinu síðustu daga* og bóka flug dagana 29. maí til 4. júní. Tilboðið gildir fyrir flug á tímabilinu 2. júní til 20. júlí. Go flýgur til London alla daga vikunnar. Hvernig á að bóka flug Farðu á heimsíðu Go á slóðina www.go-fly.com. Undir „what's new" er krækjan „offers" og þar er DV-tilboðið. Sláðu inn aðgangsorðið sumarleyfi og bókaðu flug. Við innritun í Leifsstöð þarf að sýna öll 4 Go merkin sem birtast í DV dagana 29. maí til 1. júní til staðfestingar á tilboði. Go merkin birtast í DV frá 29. maí til 1. júní 2001. TM go Ef ekki eru laus tilboðssæti þann dag sem þú óskar þér mælum við með því að þú hafir nokkurn sveigjanleika í vali á ferðadögum. Góða ferð með Go og DV! ódýri ferðamátinn til london Samkvæmt skilmálum* 350 kr. kostnaður v/greiðslukorts • Flogið er til Standstedflugvallar í London Skilmálar Lágmarksdvöl 2 nætur. Tilboðið gildir ekki á sunnudögum og föstu- dögum. Ekki er hægt að breyta bókuðu flugi né fá það endurgreitt. Merkin gilda fyrir 2 sæti. Heimferðerfyrir 20. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.