Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2001
5
Fréttir
Kaupmáttur þroskaþjálfa 9% lægri en árið 1987:
KJör þroskaþjálfa hafa
rýrnað á síðustu árum
- kaupmáttur annarra heilbrigðisstétta hækkað 130% til 210%
Kaupmáttur dagvinnulauna þroska-
þjálfa var 9% lægri í árslok 2000 en
árið 1987 og hefur enn lækkaö síðan.
Þroskaþjálfar eru einu opinberu starfs-
mennimir sem minna en enga kaup-
máttaraukningu hafa fengið á síðustu
árum. Frá 1987 hafði kaupmáttur allra
annarra háskólamenntaðra heilbrigð-
isstétta hækkað frá 130% til 210%,
samkvæmt fréttariti Kjararannsóknar-
nefndar opinberra starfsmanna sem
vinnur úr upplýsingum frá launa-
vinnslukerfum rikis og borgar. Kaup-
máttur þeirra lægstlarmuðu, heilbrigð-
ishóps innan BSRB, hefur aðeins
hækkað um 14% en hækkunin varð
mest hjá heilsugæslulæknum.
Meðallaunin 120 þúsund
Dagvinnulaun þroskaþjálfa voru að-
eins um 121 þús. kr. að meðaltali á síð-
ari hluta ársins 2000 og heildarlaunin
um 185 þúsund. Dagvinnulaun ann-
arra háskólamenntaðra heilbrigðis-og
umönnunarstétta en lækna voru á bil-
inu 163 til 180 þúsund á mánuði
(35-50% hærri). Og heildarlaunin frá
224 til 250 þúsund.
BSRB-hópurinn varð að
nægjast með 103 þús. að
meðaltali fyrir dagvinn-
una en 148 þús. kr. heild-
arlaun. Meðallaun
lækna voru u.þ.b. þrefalt
hærri.
-HEI
Þróun kaupmáttar dagvinnulauna heilbrigðisstótta
- ef kaupmáttur hafí verlö ÍOO áriö 1987
100 120 140 160 180 200 220
Heilsugæslulæknar 21$
Ljósmæöur 152
Sjúkrahússlæknar 14$
Tæknar 14$
Sjúkraliöar 140
Hjúkrunarfræöingar 136
! | 1
Þjálfar 131
Heilbrigöishópur BSRB 114
Þroskaþjáífar
Málefni fatlaðra:
Hef ekki
frumkvæöi
að frekari
viðræðum
- segir ráðherra
„Sem stendur eru málefni fatlaðra á
Akureyri hjá Akureyrarbæ sem
reynsluverkefhi sveitarfélagsins og
það hefur ekki verið ákveðið hvað ger-
ist þegar reynslu-
tímanum lýkur
um næstu ára-
mót,“ segir Páll
Pétursson félags-
málaráðherra en
félagsmálayflrvöld
á Akureyri hafa
skorað á Samband
íslenskra sveitar-
félaga og félags-
málaráðherra að
halda áfram við-
ræðum um flutn-
ing á félagsþjón-
ustu fatlaðra til
sveitarfélaganna.
Upp úr þeim
viðræðum slitnaði
fyrir skömmu og
sagði ráðherra þá
að hann hefði orð-
ið að slíta þeim vegna afstöðu stóru
sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð-
inu til málsins. Ekki eru aðilar þó á
einú máli um það og hefur Samband
íslenskra sveitarfélaga m.a. ályktað í
þá veru að viðræðumar verði teknar
upp að nýju.
Páll Pétursson segist opinn fyrir
þeim möguleika að gera samning við
Akureyrarbæ um að þessi verkefni
verði áfram hjá bænum, annaðhvort í
óbreyttu formi eða á annan hátt, og það
sé alveg burtséð frá því hvað gerist
varðandi aðra. „Það er ekki stefnan að
fara að taka þessi mál frá þeim sveitar-
félögum sem hafa haft með þennan
málaflokk að gera en það eru öll sveitar-
félög á Norðurlandi, á Suðausturlandi
og í Vestmannaeyjum," segir Páll.
Um möguleika á áframhaldandi við-
ræðum við önnur sveitarfélög segir
ráðherrann: „Það eru engar viðræður
við önnur sveitarfélög, það hefur verið
horfið frá því að færa þennan mála-
flokk yfir til sveitarfélaganna á lands-
visu og ég mun ekki hafa frumkvæði
að því.“
Félagsmálaráð Akureyrarbæjar hef-
ur eins og áður segir skorað á Sam-
band íslenskra sveitarfélaga og félags-
málaráðherra að halda áfram viðræð-
um um flutning á félagsþjónustu fatl-
aðra frá ríki til sveitarfélaganna og
flnna lausn á ágreiningsmálum. Fé-
lagsmálaráðið sagði enn fremur í nið-
urstöðu sinni að það teldi þessa þjón-
ustu best komna hjá sveitarfélögunum.
„Ég tek heils hugar undir þessa
ályktun ráðsins," segir Kristján Þór
Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri.
Hann segir málið hafa verið komið
mjög langt í vinnslu á vettvangi ríkis
og sveitarfélaga þegar viðræðum var
slitið af hálfu félagsmálaráðherra og
það sé ástæðulaust að leggja málið til
hliðar. „Þetta snýst fyrst og fremst um
að menn leggi meira á sig til að ná
samkomulagi um ýmsa hluti,“ segir
Kristján. -gk
Kristján Þór
Júlíusson.
Pallaolíutiiboð
1.245 kr.
3 lítrar af Jotun pallaolíu
fjöldi litamöguleika
HÚSASMIÐJAN