Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 Fréttir I>V Sakamál þar sem lögregla í Barcelona fann hass í hurðum komið fyrir dóm hér: Þrír lýsa sig saklausa í 30 kílóa hassmáli 30 kílóa hassmál sem fíkniefna- lögreglan eyddi miklum fjármunum í að rannsaka á árunum 1998-2000, m.a. með stöðugum símahlerunum og ferðum til annarra landa, var þingfest i Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þrír sakborningar mættu all- ir fyrir dóminn og lýstu því yfir að þeir væru saklausir af öllu því sem þeim er gefið að sök. Ljóst er að sterklega verður gripið til varna og þess krafist af hálfu verjenda að þeir verði allir sýknaðir þar sem fíkniefnin bárust aldrei í íslenska lögsögu. Það var lögreglan í Barcelona sem fann efnin í hurðum sem senda átti frá Spáni um megin- land íslands til Evrópu. Þegar spænsk yfirvöld fengu vörureikning yfir hurðasendinguna til íslands í hendur vantaði virðis- aukaskattsnúmer. Var þá haft sam- band við það fyrirtæki ytra sem vörureikningurinn tilheyrði. Þar könnuðust menn ekkert við að hafa selt hurðir til íslands. Komst þá lög- reglan í spilið, hurðirnar voru skoð- aðar og var ekki hætt fyrr en búið var að finna hassið sem vandlega hafði verið falið inni í einni af hurð- unum. Ákært fyrir samband viö „Yves“ Meintum höfuðpaur er gefið að sök að hafa haustið 1999 reynt að flytja 30 kg af hássi til íslands, efni sem ætlað var til sölu hérlendis. Öðrum manni í málinu er gefin að sök hlutdeild með þvi að hafa sum- arið 1998 komið hinum manninum í samband við mann í Frakklandi að nafni Yves. Sá maður hafi starfað sem sölu- eða milligöngumaður selj- anda fíkniefnanna ytra. Honum er einnig gefið að sök að hafa liðsinnt blaðamaður meðákærða í símaviðskiptum við téðan Yves. Þriðji maðurinn er einnig ákærð- ur fyrir hlutdeild með því að veita fyrstnefnda manninum upplýsingar um fyrirtæki hér á landi og fá svo samþykki grandalauss forráða- manns þess til að nota nafn fyrir- tækisins til að flytja inn hurðir - þriðji maðurinn hafi með öðrum orðum notfært sér velvilja manns sem ekkert vissi um fíkniefni til að flytja hurðirnar heim frá Spáni. Mennirnir þrír neita allir sakar- giftum. í vörninni verður mjög byggt á því að umrædd brot, það er innflutningur til íslands, hafi aldrei verið framin, enda hafi efnin aldrei komist til landsins og ekki einu sinni nálægt þvi. Ákæruvaldið gef- ur mönnunum hins vegar að sök að hafa undirbúið innflutninginn - þannig sé það nægilegt gagnvart sakfellingu að stuðla að eða reyna að koma fíkniefnum til landsins með skipulegum hætti. Snæfellsnes: Deilt um sorpið DV'STYKKISHÓLMÍ? Bæjarstjórn Snæfellsbæjar vill ekki taka þátt í sameiginlegu út- boð með bæjarstjórn Stykkishólms á sorphirðu og sorpeyðingu á Snæ- fellsnesi. Á síðasta fundi bæjarráðs Stykkishólms var lagt fram bréf frá bæjarstjóm Snæfellsbæjar þar sem tilkynnt var að hún hefði ekki áhuga á að taka þátt í sameiglnlega útboðinu. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar, bæjarstjóra Stykkishólms, er þessi niðurstaða vonbrigði. „Við erum virkilega svekktir að ekki skuli nást samkomulag um sameiginlegt útboð,“ segir Óli Jón. Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að ná því og meðal annars hafi málum verið frestað vegna þess. Hann segir að úttekt tæknimanna sveitarfélaganna hafí gefið ástæðu til að ætla að um töluverðan sparn- að væri að ræða ef af samstarfí yrði. „Ég reikna með því að við fórum í útboð fyrir okkur hér í Stykkishólmi á næstunni," segir Óli Jón. -DVÓ Loksins hafist handa! Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjórí á Akureyri, tók í gær fyrstu skóflustunguna aö viöbyggingu viö Amtsbókasafniö á Akureyri. Byggingaframkvæmdum, sem heljast innan skamms, á aö vera lokið eftir tvö ár, breytingum á eldra húsi í desember 2003 og verkinu aö fullu tokiö í ágúst áriö 2004. Ákærður fyrir að slá til nágranna með sleggju Karlmaður í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir árásir og hótanir gagn- vart barni sínu, fyrrum sambýlis- konu og nágranna sem honum er gef- ið að sök að hafa m.a. slegið til með stórri sleggju. í málinu er krafist 1 milljónar króna í miskabætur vegna barnsins enda er maðurinn einnig ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart þvi. Meint brot voru framin á sex mánaða tímabili á síðasta ári. Það sem í fyrsta lagi er ákært fyrir er líkamsárás í apríl 2000 gagnvart sambýliskonunni fyrrverandi. Mann- inum er gefið að sök að hafa farið á heimili hennar í öðru bæjarfélagi, barið hana með kústi og sparkað í hana og barið með hnefanum í andlit, hnakka og víðar. Rúmum mánuði síð- ar var maðurinn aftur á ferð í ná- grenni heimilis fyrrverandi sambýiis- konu. Ríkissaksóknari ákærir hann fyrir að hafa gengið í skrokk á ná- granna konunnar, slegið tO hans með stórri sleggju, slegið hann með hnefa í háls, hrint honum þannig að hann féll og slegið hann í síðu og fót. Mað- urinn var með barnið á heimili sínu eina helgi í ágúst síðastliðnum. í sakamálinu er honum gefið að sök að hafa káfað innan klæða á kynfærum barnsins. í ijórða lagi er maðurinn svo ákærður fyrir að hafa eftir þetta, kvöld eitt í október, ráðist inn á heimili barnsins og móður þess og hótað þeim báðum lífláti. Málið hefur verið dómtekið í Hér- aðsdómi Reykjaness. -Ótt Akureyri: Vilja listabraut við Háskólann Starfsnefnd um aðkomu Akureyrar- bæjar að myndlistarmenntun í bænum hefur skilað skýrslu sinni og telur það frumforsendu fyrir skynsamlegri skip- an myndlistamáms á háskólastigi í bænum að stofnuð verði listadeild við Háskólann á Akureyri. Sú listadeild myndi starfa í nánum tengslum við Listaháskóla Islands. Nefndin leggur tO að Akureyrarbær leggi fram 2,5-3 mOljónir króna tO Há- skólans á Akureyri tO undirbúnings þessu námsframboði. Nefndin telur eðlOegt að Akureyrarbær styrki áfram myndlistamámskeið við Myndlistar- skólann og við skóla Amar Inga. Þá segir að þar til lokið sé aðlögun Mynd- hstarskólans að nýjum aðstæðum, þeim að skólinn fái viðurkenningu menntamálaráðuneytisins sem einka- skóli á framhaldsskólastigi, sé eðlOegt að Akureyrarbær setji í hárveitingu sinni tO skólans sambærOeg skOyrði og öðmm menningarstofnunum, sem njóta opinberra styrkja, sé gert að starfa eftir. -gk ' sj \ 6“ 1 »V 8) > ?! Aft } 8° -5 3 8 8‘ j :J j Bjartviðri á Austurlandi Suðvestan 5 til 8 m/s og dálítil rigning eða súld vestan til en bjartviðri um landið austanvert. Hiti 4 til 14 stig, mildast á Austurlandi. Sólargangur og sjavarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.34 23.57 Sólarupprás á morgun 03.17 02.25 Síödegisflóö 16.01 20.34 Árdeglsflóö á morgun 04.16 08.49 Skýringar á veðurtáknum r^VINDÁTT 10V-HITI 5L -io° XVINDSTYRKUR VcancT f nietrum á sekiimlu í HEIÐSKÍRT -fe *$3 :0 LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKfJAÐ 'w/ R "S5 Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA z ===== ÉUAGANGUR RRUMU- VEDUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA pniMimr Ágætisveöur um helgina Það lítur út fyrir ágætisveður um helgina á flestum stöðum á landinu. Landsmenn ættu því að drifa sig út og gera eitthvað skemmtilegt: laga til í garöinum, fara í gönguferö, setjast út á bryggju aö dorga eöa út aö hjóla. Hlýjast á Noröausturlandi Suövestan og vestan 5 til 8 m/s og rigning eöa súld vestan- og sunnan til en annars hæg breytileg átt og skýjað með köflum, hiti 6 til 14 stig, hlýjast noröaustanlands. Manudagú; Vindur: ( 3-5 m/s \ Híti 4° til 13° Þriöjudagg r Vindur: / 3-8 tivs Kiii 3° til 11° Vindur; \ 3-8 m/s V Hiti 3” til 10° Fremur hæg norölæg átt norðan tll og dálltlar skúrir en hæg austlæg eöa breytileg átt og bjart veöur sunnanlands. Norðaustlæg átt og rlgning víöast hvar á landlnu. Heldur kólnandi. Noröanátt og él eöa skúrlr noröan- og austan til en annars skýjaö með köflum og úrkomulítlö. Kólnandl. AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR hálfskýjaö 5 B0LUNGARVÍK heiðskírt 6 EGILSSTAÐIR 6 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 10 KEFLAVÍK léttskýjaö 7 RAUFARHÖFN alskýjaö 3 REYKJAVÍK léttskýjaö 9 STÓRHÖFÐI skýjaö 10 BERGEN skýjaö 10 HELSINKI léttskýjaö 15 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 14 ÓSLÓ skýjað 15 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN skýjaö 8 ÞRANDHEIMUR hálfskýjaö 9 ALGARVE heiöskírt 28 AMSTERDAM alskýjaö 15 BARCELONA mistur 23 BERLÍN skýjaö 15 CHICAGO alskýjaö 10 DUBLIN súld 15 HALIFAX skýjaö 11 FRANKFURT skýjaö 18 HAMBORG skýjaö 14 JAN MAYEN skýjaö 0 LONDON skýjaö 17 LÚXEMBORG skýjaö 15 MALLORCA hálfskýjaö 27 MONTREAL heiðskírt 11 NARSSARSSUAQ rigning 7 NEW YORK skýjaö 13 ORLANDO skýjaö 23 PARÍS skýjaö 19 VÍN skúrir 13 WASHINGTON alskýjaö 14 WINNIPEG skýjaö 10 ggTo*.nikkVni;HiL',ti.->:i'».'.ii:ai.]jiimJÆai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.