Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plótugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þráhyggja þéttingar Ekki voru undirskriftir 35.000 Reykvíkinga fyrr búnar að stöðva byggingu skrifstofu- og bíóhúss í Laugardal en borgarstjórn er farin að gæla við hugmyndir um byggingu menntaskóla á svæðinu. Þannig er ekkert lát á þráhyggju borgaryfirvalda, þótt skoðun borgarbúa sé ljós. Með undirskrift sinni mótmæltu 35.000 Reykvíkingar hvers kyns óskyldri starfsemi í Laugardalnum, ekki að- eins skrifstofum og bíói, heldur öllu því, sem takmarkar opna svæðið í Laugardal. Mótmælin gilda því einnig um nýju ráðagerðirnar um menntaskóla á svæðinu. Er þráhyggja borgarstjórnar svo blind, að borgarbúar þurfi að mótmæla sams konar ráðagerðum á tveggja ára fresti? Er þessi þráhyggja skynsamlegt nesti borgarstjór- ans og meirihluta borgarstjórnar á leiðinni að næstu borg- arstjórnarkosningum að einu ári liðnu? Hugmyndir um menntaskóla á opna svæðinu í Laugar- dal stafa eins og aðrar slíkar hugmyndir af, að byggð hef- ur verið skipulögð of þétt í borginni. Skipulagsmenn borg- arinnar renna hýru augu til opinna svæða til að létta á þrýstingi vegna fyrri mistaka þeirra sjálfra. Við sjáum slík mistök sums staðar við mislæg gatna- mót, sem eru aðkreppt, af því að hús hafa verið skipulögð þétt við þau, til dæmis við Höfðabakkabrúna yfir Suður- landsveg. Við vitum, að senn verður að rífa hús við Mikla- torg vegna of þéttrar byggðar við torgið. Ef ráðagerðir borgaryfirvalda um bryggjuhverfi við Ánanaust og Eiðisgranda verða að veruleika, mun koma í ljós, að rífa verður húslengjur við Hringbraut til að þjóna aukinni umferð vegna aukinnar byggðar. Nýr miðbær í Vatnsmýri mundi hafa enn skelfilegri áhrif. Steypuvæðing opinna svæða er stundum varin með þvi, að borgarbúar noti þau ekki. Þannig er hugmynd um lista- háskóla á Klambratúni varin með því, að fólk sé ekki mik- ið þar á ferli. En opin svæði hafa ekki aðeins útivistar- gildi, heldur eiga þau að auka svigrúm og víddir. Raunar er steypuvæðing Skeifu og Fenja bein ástæða of lítiUar útivistar í Laugardalnum. Með þessum hverfum hefur dalurinn verið klipptur úr eðlilegu sambandi við útivist í Skerjafirði, Fossvogi, Elliðaárdal og Heiðmörk. Þétting byggðar í Blesugróf olli svipuðum skaða. Þótt bezt sé að gera strax í fyrsta skipulagi ráð fyrir endanlegum nýtingarstuðlum, getur þétting byggðar verið gagnleg við sérstakar aðstæður. Til dæmis eru áhugaverð- ar hugmyndir um svipmikil háhýsi við Skúlagötu, enda virðist umferðarsvigrúm vera gott við ströndina. Sumir vilja búa þröngt að evrópskum hætti, en aðrir vilja búa dreift að amerískum hætti. Borgin á að hafa mis- jafna nýtingarstuðla og þjóna báðum sjónarmiðum í senn. Þráhyggja í áherzlu á annað sjónarmiðið á kostnað hins má ekki vera í andstöðu við borgarbúa sjálfa. Dreifð byggð gerir gatnakerfið og almenningssamgöng- ur dýrari en ella, en það eru ekki einu hagsmunirnir, sem skipta máli í samanburði þéttrar og dreifðrar byggðar. Borgarbúar þurfa líka svigrúm og græn lungu í umhverf- inu, hvort sem þeir stunda útivist eða ekki. Nóg pláss verður fyrir alla þjóðina á höfuðborgarsvæð- inu og Reykjanesskaga, þegar hún hefur náð hámarks- fjölda. Reykjavík er ekki skylt að taka við fastri hlutdeild af íbúafjölgun svæðisins. Sveitarfélög á jaðarsvæðum byggðar geta tekið aukinn hlut í íjölguninni. Sífelldar hugdettur borgarstjórnar og skipulagsfólks um þéttingu byggðar eru fyrir löngu orðnar að þráhyggju, sem sumpart stríðir gegn yfirlýstum vilja borgarbúa. Jónas Kristjánsson ÐV Píkupopp pabbans Strákurinn tók því illa framan af að setjast niður með eldri kynslóðinni til að horfa á hetj- ur liðinna tíma. Það var ekki fyrr en faðir hans hafði ýjað að því að skera niður vasapeninga hans að hann féllst á að sitja fyrir framan skjáinn og hlýða á stórhljómsveit- ina Wings sem stjórnað var af bítl- inum Paul. Hjón í trans Loks rann upp stundin. Faðirinn hafði undirbúið kvöldið og ungling- urinn sat fýldur við hlið hans með skál af ostapoppi innan seilingar. Sjálfur nartaði faðir hans í vest- firskan harðfisk. Aðrir í fjölskyld- unni komu og fóru. Þegar fyrstu tónar Wings hljómuðu um stofuna var sem birti yfir föðurnum en strákurinn tuðaði eitthvað óskilj- anlegt ofan í barm sér. Móðirin var nú sest niður og augu hennar tindr- uðu sem stjörnur í frera. Andrúms- loftið varð eins og á hátíðarsam- komu Hvítasunnusafnaðarins. Paul, Linda og börnin liðu um skjá- Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi Andrúmsloftið varð eins og á há- tíðarsamkomu Hvítasunnusafnað- arins. Þar sem Paul, Linda og börn- in liðu um skjáinn í hverju mynd- skeiðinu af öðru féllu hjónin ýmist í trans eða vitnuðu um liðna tíma. ar þýsku tónlistar sem var sam- bland af öskrum og óskilgreindum hávaða. Engin leið var til þess að hann fengist til að loka herberginu sínu og þegar annað heimilisfólk gerði heiðarlega tilraun til að ein- angra hávaðann á bak við luktar dyr hækkaði drengurinn í græj- unum og opnaði aftur upp á gátt. Rammkvein Faðirinn vildi vera fynd- inn og hann sagði að hægt væri að þýða nafn þýsku grúppunnar. „Þeir gætu heitið Ramm- kvein miðað við þau ramm- fölsku ramakvein sem frá þeim koma,“ sagði hann. Feðgarnir fóru margoft í hár saman vegna þess. Sá eldri reyndi að þroska tón- eyra drengsins með því að bregða á fóninn hinum ýmsu plötum frá gullöld rokksins. Fleetwood Mac, Black Sabbath, Stuðmenn, Trúbrot og Frank Zappa voru meðal þeirra eðal- hljómsveita sem hann reyndi að láta drenginn hlusta á en kynslóðabilið tók á sig skýrari mynd við hverja tilraun og gargið í Rammstein tók sig stöðugt upp aftur. Hann reyndi meira að segja að spila Bítlana, BG og Ingi- björgu og Geir- mund fyrir strákinn en hann yppti bara öxl- um. Föðurlegar umvandanir hrukku af drengnum sem - vatn af gæs og tónlistarsmekk- urinn hélst óbreyttur. Faðirinn ákvað að gera lokatilraun til að snúa drengnum frá villu síns vegar. Ríkissjónvarp- ið hafði boðað þátt um hin geð- þekka bítil, Paul McCartney. Höfuð fjölskyldunnar sá þarna gullið tækifæri til að opna unga mannin- um heim eðalpoppsins. Hann not- aði hvert tækifæri í gegnum gný- inn af Rammstein til að hita upp fyrir kvöld opinberunarinnar. „Þetta er ekkert annað en píku- popp,“ rumdi í húsbóndanum um leið og hann teygði sig í fjarstýring- una og hækkaði I Paul McCartney og Wings sem voru um það bil að lúta í lægra haldi fyrir þýsku hljómsveitinni Rammstein. Ung- lingurinn á heimilinu horfði stór- um augum og opnum munni á föð- ur sinn. Nokkrar sekúndur liðu áður en hann kom upp einu orði. „Píkupopp hvað. Ertu fokking klikkaður?" spurði hann þegar hann loks kom upp orði fyrir hneykslan. orðinn fjúkandi Andrúmsloftid varð eins og á hátíðarsamkomu Hvíta- sunnusafnaðarins. Þar sem Paul, Linda og börnin liðu um skjáinn í hverju mynd- skeiðinu af öðru féllu hjón- in ýmist í trans eða vitn- uðu um liðna tíma. Faðirinn var reiður og hann sagði að Þjóð- veijarnir hefðu stolið nafninu frá Paul. „Ég veit ekki betur en Paul og Linda hafl gefið út plötu sem heitir Ram,“ sagði hann ill- kvittinn. Aðeins örlaði á sam- viskubiti yfir orðinu píku- popp sem hann hafði ekki notað síðan á bindindis- hátíð árið 1968 þar sem hann deildi við félaga sinn um hljómsveitina Ævintýri. Tónlist Rammstein hafði tröllrið- ið heimilinu um nokkurra daga skeið. Unglingurinn í herbergi þrjú virtist hafa endalausa þörf fyrir að leyfa öðrum að njóta með sér hinn- Islenski klámdraumurinn Fréttavikan sem nú er senn liðin hefur einkennst af ólíkum málum, s.s. bensínhækkunum, gengismál- um, verkföllum og vændi. Ekki er nýtt að þrjú fyrstu málin séu í kast- ljósi fjölmiðlanna en meint glæpa- starfsemi á kynlifssviöinu er til- tölulega nýlegt fyrirbrigði. Hins vegar hefur verið stutt í nornaveið- ar í þessu máli. Fjölmiðlar og al- menningur mega ekki gleyma því að menn eru saklausir uns sekt er sönnuð og það gildir um yfirmenn næturklúbbsins Bóhem líkt og aðra. Ennfremur er algengt að skatturinn komi óboðinn og skoði bókhald fyrirtækja. Það hefur gerst hjá vinnustöðum ofanritaðs án þess að nokkuð hafi fundist athugavert - en bölvanlegt hefði þótt ef hinir fjölmiðlarnir hefðu slegið því upp með offorsi. A undan samtíðinni ísland hefur umturnast á skömmum tíma. Fyrir örfáum árum var enginn nektardans- staður á landinu og almennt talið að ekki væri viðskipta- grundvöllur fyrir slíku. Því var aðeins hvíslað og helst ekki trúað að hér gæti nokkur maður eða kona haft viður- væri af sölu holdsins, enda höfðu slíkar tilraunir verið reknar fyrir dómstólum með vondum árangri. Jón Óttar Ragnarsson komst á sakaskrá fyrir að hafa sýnt gaman- myndir danskar á Stöð 2 með Ijósbláu ívafi. Panhópurinn svokallaði hafði skömmu áður verið úthrópaður og grýttur. Það var helst að fatafellur kæmust í lífvænlegan biss- ness úti á landi. Á sveitaböll- um voru dregin fram baðkör úr gleri og komst Susan nokk- ur í fyrirsagnir dagblaðanna fyrir þá iðju. Nú þætti lítið krassandi að bjóða upp á Sus- . an að baða sig. Jón Óttar og félagar voru á undan sínum sam- tíma. Andskotinn laus Síðan hafa fylgdarþjónustur fæðst og súlustaðir sprottið upp eins og gorkúlur. Erótískt nudd er "1. -I auglýst á Netinu, íslenskar klám- síður og klámmyndir hafa orðið til og allt orðið allsbert hjá tilteknum miðlum. Það er eins og andskotinn hafl orðið laus á einni nóttu, enda er svo komið að framkvæmdastýru jafnréttismála er nóg boðið. Hún i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.