Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 23
23 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 DV Helgarblað Snorri Guövaröarson, málari á Akureyri. Hefur málningu í gömlum sveitakirkjum sem sérgrein: Reyni að vera upprunanum trúr - segir Snorri Guðvarðarson. Gott að hugsa í gömlum kirkjum „Sjálfsagt eyði ég meiri tíma í guðs- húsum en velílestir prestar landsins. Mér líður ákaflega vel við þessa iðju, það gefst nægur tími til þess að hugsa í kirkjunum," segir Snorri Guðvarðar- son, málari á Akureyri, og er kíminn á svip. Hann hefur til íjölda ára haft það nánast sem sérgrein í iðn sinni að mála gamlar sveitakirkjur og er þessa dagana að byrja að munda pensilinn í einni þeirra, Uspakapeliu við Dalvík. Fleiri verkefni bíða Snorra á næstunni. Völdust út firá listrænum hæfileikum Snorri dregur enga dul á að vanda- verk sé að mála kirkjur svo vel fari. Fyrir það fyrsta sé mikilvægt að halda upphaflegum litum kirknanna og þá þurfi menn gjaman að leysa upp eldri málningu eða slípa sig niður á neðsta lag til að sjá hvaða litir voru notaðir, þá fyrir kannski 100 til 150 árum. „Ég reyni að vera upprunanum trúr og þá þarf að eltast við ótal hluti, eins og til dæmis liti, gljástyrk, áferð og svona gæti ég áfram haldið. Allt skal vera eins og i upphafi var. Ég hef átt sérstaklega gott samstarf við Magnús Skúlason hjá Húsafriðunamefhd. Ég hef komið nærri því að mála ótalmarg- ar eldri kirkjur og þegar ég fer að skoða handverk kirkjumálara fyrri tíð- ar verður ekki annað sagt en til þeirra starfa hafi menn valist afar mikið út frá listrænum hæflleikum. Handbragð- ið er víða fallegt. Þetta er talsvert ann- að en í dag þegar plastmálning er sett á alla veggi og menn reyna að hespa verkið af i sem mestum flýti til að standast útboð. Sjálfsagt er þetta í nokkm samræmi við almennt breytt viðhorf í þjóðfélaginu; að peninga- hyggjan hafi um margt borið hið list- ræna ofurliði." Blandar löginn sjálfur Annað sem Snorri nefnir er að á fyrri tíð hafi kirkjur gjaman verið málaðar með línolíumálningu, sem var eins konar fyrirrennari olíumálningar- innar. „Þetta er ákaflega meinlaust efni, þú gætir þess vegna fengið þér gúlsopa af þessu og haldið svo áfram að skrifa," segir Snorri við blaðamann. Efnin í línolíumálningunni em meðal m.a. femisolía, terpentína, títanhvíta, krít og þurrkefni. Þetta þurfa kunn- áttumenn að blanda þannig að úr verði nothæf málning. Segist Snorri raunar telja að afskaplega fáir kunni orðið að búa svona málningu til þannig að góð verði, en þetta blandar hann oft sjálfur til þess að vera upprunanum trúr, eins og hann kemst sjálfur að orði. Kapellan á Upsum, sem Snorri er nú að byrja að mála, er aðeins kórinn af gamalli kirkju sem þama stóð en fauk í ofsaveðri snemma á síðustu öld. „Ég get varla verið langan tíma með þetta verkefni því strax og þessu lýkur þarf ég að fara austur í Vopnafjörð og mála kirkjuna sem er þar í kauptúninu," segir Snorri sem hefúr í gegnum árin málað ótalmargar aðrar kirkjur vítt og breitt á Norður- og Austurlandi. Þar segir hann að óneitanlega hljóti kirkj- an á Grund í Eyjafirði að verða efst á blaði. Snorri segist hafa verið að mála í henni alltaf af og til síðustu tuttugu og fimm árin og um kirkjuna alla megi segja að hún sé eitt stórt listaverk. Gott að láta hugann reika Flestir þekkja sjálfsagt þá tilfmn- ingu að ganga inn í kirkju þegar sem dauðar fiskiflugur era í haugum í hverjum glugga. Þar sem stóísk ró er yfir ölfu. Við slíkar kringumstæður er gott að láta hugann reika, eins og Snorri raunar sjálfur segir. „Maður sem liflr jafnfiölbreyttu og flóknu lifi og ég þarf á slíku að halda. Hér á Ak- ureyri er ég kennari við tvo skóla, Verkmenntaskólann og Glerárskóla, auk þess sem ég er að mála kirkjur og spila síðan á böllum um nánast hverja helgi. Það er gott að geta átt næðis- stundir frá þessu amstri þegar maður er einn að mála í einhverri kirkjunni," segir Snorri sem nýlega hefur fest kaup á gömlu húsi í Innbænum á Ak- ureyri, Davíðsbæ, sem er frá 1877. Vinnur hann nú þegar stundir gefast að endurbótum á húsinu og er að koma því í sem upprunalegast horf, rétt eins og hann kappkostar í starfl sínum sem málari gömlu kirknanna. -sbs Blanchett á von á barni Leikkonan Cate Blanchett og eiginmaður hennar, handritahöf- undurinn Andrew Upton, eiga von á fyrsta bami sínu síðar á þessu ári. „Þetta eru dásamleg tíðindi og við gætum ekki verið hamingju- samari,“ segir í yfirlýsingu sem blaðafulltrúi Blanchett hefur sent út. Cate Blanchett, sem er 32 ára, var útnefnd til óskarsverðlauna 1999 fyrir leik sinn i myndinni El- ísabet I. Hún er nú við tökur á myndinni The Shipping News sem Kevin Spacey leikur einnig í. Cate hefur nýlokið leik í Charlotte Gray í Englandi og Frakklandi og hún leikir á móti Bruce Willis í Bandits sem tekin var í Bandaríkjunum. Hún hefur verið önnum kafin og býst nú við að hafa enn meira að gera þegar fjölskyldan stækkar. Hamingjusöm Cate Blanchett á von á barni síöar á árinu. lrmköllun: Rafræn skráning hlutabréfa Skeljungs hf. frá og meö 27. ágúst 2001 TVIánudaginn 27. ágúst 2001 veröa hlutabréf í Skeljungi hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu lslands hf. í samræmi viö ákvörðun stjórnar Skeljungs hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf i Skeljungi hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll i einum flokki, auökennd raðnúmerunum A -1 til A - 9000, og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært i hlutaskrá Skeljungs hf. að staðreyna skráninguna meö íyrirspurn til hlutaskrár Skeljungs hf. að Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, eöa í síma 560-3829, netfang: kj@skeljungur.is. Komi i ljós við slika könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Ennfremur er skoraö á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri viö fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfa- fyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf., iyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og þvi er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferii rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viöskipti með hluti sina í félaginu aö undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reiknings- stofnun umsjón með eignarhlut sinum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reiknings- stofnun mun i þessu skyni stofna VS-reikning i nafni viðkomandi hluthafa. Hluthafar félagsins fá nánari upplýsingar sendar í pósti. Stjóm Skeljungs hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.