Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 2. JUNI 2001
Fréttir
DV
Framhaldsfundar Mæðrastyrksnefndar beðið með eftirvæntingu:
Formaðurinn þarf að víkja
- svo nefndin verði ekki eyðilögð, segir fyrrverandi varaformaður
Asgeröur Jóna
Flosadóttir
„Formaðurinn
þarf að víkja ef
þetta á ekki að
eyðileggja nefnd-
ina alveg. Þetta
er afar sorglegt
og öll þessi um-
fjöllun fer illa
með nefndina,"
segir Ingibjörg
Snæbjarnardótt-
ir, fyrrverandi
varaformaður Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur, vegna þeirrar ólgu
sem ríkir vegna sólarlandaferðar
sem nefndin fór fyrir fé sem að öllu
jöfnu er notað til að styrkja fátækar
mæður.
Ásgerður Jóna Flosadóttir for-
maður hefur orðið tvísaga í málinu.
Hún hélt því staðfastlega fram í fjöl-
miðlum að nefndarmenn hefðu um
árabil farið í skemmtiferðir innan-
lands á kostnað nefndarinnar.
Þessu hafa aðrir nefndarmenn mót-
mælt sem staðlausum stöfum. Ferð-
ir sem nefndarmenn hafi farið hafi
verið með skjólstæðinga.
„Hún segir ósatt hvað eftir annað
og ruglar svo mikið með að við
sendum skjólstæðinga okkar í ferð-
ir. Einn eða tveir nefndarmenn fóru
með sem fararstjórar án þess að
þiggja annað en ánægjuna að laun-
um. Reyndar greiddu fararstjórarn-
ir ekki fyrir ferðina," segir Ingi-
björg sem á sínum tíma sagði af sér
vegna meints ofríkis formannsins.
Hún segir að þegar starfsmaður
nefndarinnar var rekinn hafi sér of-
boðið.
„Ég sagði af mér nokkru eftir að
þessi kona, Ásgerður, varð formað-
ur. Hún rekur konur miskunnar-
laust úr starfi ef þær ekki gera eins
og henni líkar. Á sínum tíma ofbauð
mér þegar hún rak gjaldkerann. Sú
kona var einstaklega samviskusöm
og mátti ekki vamm sitt vita. Hún
hafði starfað þama í rúm 20 ár og
passaði hvern einasta eyri svo varla
mátti kaupa kafFibrauð. Hún var í
senn heiðarleg og vinnusöm. Það
var náttúrlega byrjað á að reka
hana því henni fannst ekki allt gott
sem stungið var upp á. Einnig rak
formaðurinn endurskoðanda sem
við höfðum haft í áraraöir," segir
Ingibjörg.
Heilaþvegnar?
Hún segir að aðrar konur í nefnd-
inni hafi dáð hinn nýja formann
sökum þess hve ung hún var og
menntuð.
„Mér líkaði ekki hve leiðitamar
þær voru. Örfáar konur eru eftir en
þær eru einhvern veginn heila-
þvegnar, blessaðar gömlu konurnar.
Það er ekki hægt að stjórna með
þessum hætti,“ segir Ingibjörg.
„Þar eru ekki bara stórir menn
að styrkja heldur er þarna eyrir
ekkjunnar líka. Gamlar konur voru
að koma til okkar með smáupphæð-
ir sem þær gáfu vegna þess að
nefndin hafði hjálpað þeim þegar
Mæöur fá aöstoö
Mædrastyrksnefnd hefur um árabil aðstoðað skjólstæðinga sína, fátækar
mæöur. Nú gustar um nefndarmenn í framhaldi þess að formaður og fleiri
nefndarmenn brugðu sér í sótarferð til Portúgals á kostnað nefndar sinnar.
þær voru ungar og áttu bágt,“ segir
Ingibjörg.
Svo sem fram hefur komið í DV
tókst Mæðrastyrksnefnd Reykjavík-
ur ekki að ljúka aðalfundi sínum í
byrjun vikunnar. Framhaldsaðal-
fundur verður að líkindum haldinn
í næstu viku. Þess er beðið með
nokkurri eftirvæntingu hver verður
niðurstaða hans. Ingibjörg segist
ekki vita hvað standi í vegi fyrir að
fundinum ljúki. Hún hafi þó heyrt
ávæning af því að nefndarkonur
sitji yfir gömlum fundargerðum.
„Þær ku vera að leita í fundar-
gerðarbókum að ávirðingum á
hendur okkur en þær hafa væntan-
lega ekki fundið neitt,“ segir hún.
Ásgerður Jóna Flosadóttir hefur
lýst því við DV að hún vilji ekki tjá
sig frekar um málefni Mæðrastyrks-
nefndar fyrr en framhaldsaðalfund-
inum lýkur.
-rt
Lögregluskólinn:
Aldrei fleiri
konur
- meðal umsækjenda
Konur verða þriðjungur nema í
Lögregluskóla ríkisins á næsta ári
en alls hafa fjörutíu manns verið
valin úr hópi 122 umsækjenda. Tæp-
ur helmingur umsækjenda, eða 55,
stóðust inntökupróf og úr þeim hópi
hefur verið valinn 40 manna hópur
til að hefja nám í skólanum í janúar
á næsta ári - 28 karlar og 12 konur.
Ef allar konurnar skila sér til náms
verður hlutfall þeirra 30% sem er
það hæsta frá stofnun skólans. Árið
1999 náði hlutfall kvenna síðast há-
marki, var 26,6%, en konur eru að-
eins 17% þeirra sem hófu nám á
þessu ári. -aþ
Átök vegna verkfalls hjúkrunarfræðinga:
Sló í brýnu á FSA
Til átaka kom á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri í vikunni þegar
tveggja daga verkfall hjúkrunar-
fræðinga stóð yfir. Hjúkrunarfræð-
ingar töldu að verkfallsbrot hefði
verið framið og fjölmenntu á sjúkra-
húsið til að koma einni stallsystur
sinni frá störfum. Svo fór að lokum
að meintum verkfallsbrjóti var fylgt
út úr sjúkrahúsinu en ekki kom þó
til handalögmála.
Baldur Dýrfjörð, starfsmanna-
stjóri FSA, hefur ritað bréf til hjúkr-
unarfræðinganna vegna málsins.
Hann telur að ekkert verkfallsbrot
hafi verið framið
en málið er afar
flókið.
„Um ræðir
starfsmanna-
stjóra hjúkrunar
sem jafnframt er
hjúkrunarfræð-
ingur. Hún er
jafnframt starfs-
maður á skrif-
stofu fram-
kvæmdastjóra hjúkrunar en fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar er undan-
þeginn verkfalli. Viðkomandi starfs-
Baldur Dýrfjörö.
maður er jafnframt staögengill
framkvæmdastjóra hjúkrunar og
við vildum meina að hún mætti
vinna þess vegna en því voru hjúkr-
unarfræðingar ekki sammála og
þess vegna skarst í odda,“ segir
Baldur Dýrljörð.
Að sögn hans var starfsmanna-
stjórinn aðeins á staðnum en gekk
ekki í nein störf. Aðeins hafi verið
tekist á um viðveru hennar innan
spítalans.
Ekkert tjón varð á spítalanum í
verkfallinu en starfsemin raskaðist
verulega, að sögn Baldurs. -BÞ
Ný umferöarmannvirki á Reykjanesbraut:
600 milljóna
gatnamót við
Stekkjarbakka
- eru á vegaáætlun 2004 til 2005
Ný mislæg gatnamót á Reykja-
nesbraut á mótum Stekkjarbakka í
Breiðholti og Skemmuvegar í
Kópavogi eru enn á hugmyndastigi
á teikniborði Vegagerðarinnar.
Þau eru ekki á vegaáætlun fyrr en
árið 2004-2005. Þarna er um gríðar-
mikið umferðarmannvirki að ræða
en samt mun veigaminna í kostn-
aði en mannvirki á gatnamótum
Reykjanesbrautar og Breiðholts-
brautar sem nú er unnið að.
Á mótum Stekkjarbakka og
Reykjanesbrautar eru nú gatnamót
með umferðarljósum en harðir
árekstrar og slys eru þar mjög tíð.
Samkvæmt fyrirliggjandi hug-
myndum er þarna í raun um að
ræða tvær brýr auk undirganga
fyrir hjólreiða- og göngufólk og
flókinna að- og afreina. Áætlað er
að kostnaðurinn við gerð þessara
gatnamóta geti orðið um 600 millj-
ónir króna en til samanburðar
kosta gatnamót Reykjanesbrautar
og Breiðholtsbrautar um 1.200
milljónir króna.
Að sögn Jónasar Snæbjörns-
sonar hjá Vegagerðinni er vonast
til að hönnun verði boðin út á
næsta ári og ljúki ekki seinna en
2003 en í kjölfar þess fer fram
verkútboð.
-HKr.
Ný gatnamót á mótum Reykjanesbrautar, Stekkjarbakka og Skemmuvegar
munu leysa af hólmi ein af mörgum hættulegum og miklum
slysagatnamótum í Reykjavík.
Urnsjón: Hörður Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Algjör HORROR?
Mörgum íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins hefur yfirleitt þótt nóg að lesa úr
einum rafmagnsreikningi og öðrum
hitaveitureikningi til að átta sig á
því hvort verið
væri að snuða
hann eða ekki. En
þegar ákveðið var
að bjóða upp á einn
reikning fyrir bæði
hita og rafmagn
reyndist ófáum öllu
erfiðara að átta sig á '
öllu saman, ekki síst eldra fólki.
Sagt er að forsvarsmenn Orkuveit-
unnar, með Alfreð Þorsteinsson í
broddi fylkingar, hafi verið að velta
þessum sameiginlegu reikningum
fyrir sér og rissað ferlið upp en
brugðið mjög er eftirfarandi blasti
við: Hita- og Rafmagnsveita Reykja-
víkur, Orkuveita Reykjavíkur
...skammstafað HORROR...!
Úr launsátri
Katrín Fjeldsted, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, fékk það heldur
betur óþegið á Frelsisvef ungra sjálf-
stæðismanna fyrir skömmu. Þar var
Katrín kölluð
„hræðUegasti þing-
maður sjálfstæðis-
manna fyrr og síð-
I ar,“ í sérstakri ein-
kunnagjöf á frammi-
stöðu þingmanna
flokksins. Vermir
hún þar botnsætið
númer 26 með einkunnina 3,5. Um
hana var m.a. sagt: Bregst ekki röng-
um málstað. Er líkt og harður
vinstrimaður þegar kemur að menn-
ingarstyrkjum og álíka sjóðasukki.
Hvað er þessi kona að gera í Sjálf-
stæðisflokknum?" - Vfst er að þessi
einkunnagjöf fór fyrir brjóst margra
sjálfstæðismanna og á dögunum
svaraði Katrín fyrir sig i Mogganum
og skammaði Frelsisliða HeimdaUar
með þessum orðum: „Þeir vUja hafa
frelsi til að berja á samUokksmönn-
um úr launsátri..."
Davíð kommi?
Frelsisvefurinn er ekki af baki
dottinn í gagnrýni sinni á forystu
SjálfstæðisUokksins þrátt fyrir að
hann lofi Davíð í hástert, m.a. í
margfrægri ein-
kunnagjöf. Nú I
hlakkar Frelsarinn
til að mæta á lands-
fund Sjálfstæðis-
Uokksins í haust tU |
að taka til hendi.
Frelsarinn heldur I
síðan áfram og segir
m.a.: Á síðasta landsfundi varð um-
ræðan oft svo ótrúlega vinstrisinnuð
að Frelsarinn áttaöi sig á stundum
ekki á hvort hann væri á aðalfundi
Samfylkingarinnar eða á fundi
ungra sósíalista í MÍR-salnum.
Frelsarinn hvetur aUa frjálshyggju-
menn, sem hafa tök á, til að mæta á
landsfundinn og láta í sér heyra. Því
auðvitað muni byltingin koma frá
hægri! - Pottverjar velta því fyrir
sér hvort þeir séu þá að meina að
foringi landsfúndarins, sjálfur Dav-
íð Oddsson, sé kommúnistaleiðtogi
eftir aUt saman...!
Með krókódílahaus
Fréttir af fyrirhuguðu krókódíla-
eldi á Húsavík hefur vakið óskipta
athygli mörlandans, enda krókódílar
ekki dagsdaglega taldir til heim-
skautadýra
sem helst
í lifa á svo
; norðlægum
slóðum. Enn
meiri athygli
hafa þó vakið
varúðarráðstafanir yfirdýralæknis-
embættis sem sendi spurningalista
til væntanlegra krókódllaræktenda
nyrðra. Þar er meðal annars spurt
um hættuna á blöndun krókódíla við
innlendar tegundir..! Munu sumir
Húsvíkingar hafa orðið hvumsa yfir
svo fáránlegri spurningu. Sagt er að
þeir hafi ekki sett upp hundshaus
vegna þess heldur séu þeir hreinlega
með krókódílahaus og grænar bólur
út af heimsku yfirdýralæknis...