Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 42
50
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001
Tilvera DV
Sérhæföir veitingastaöir
Argentína og Hornið eru gróin og
traust veitingahús, sem fundu sér
stað í lífínu á fyrsta degi og hafa
verið þar síðan, Argentína i nauta-
steikinni og Hornið í pöstunni og
pítsunni. Fólk sækir þessa staði frá
þeim sjónarhóli og verður sjaldan
fyrir vonbrigðum, af því að stjórn-
endur staðanna hafa úthald til að
halda staðli ár eftir ár. Slíkum veit-
ingahúsum vegnar yfirleitt betur en
hinum, sem ekki hafa eindreginn
fókus.
Eggaldin
Eggaldin er ræktað i stórum stil við Miðjarðar-
hafið enda algengt í réttum þeirra þjóða sem þar
búa. Jurtin sem aldinið vex á er einær en getur
náð yfir tveggja metra hæð. Hún er upprunnin í
Indlandi en barst til Miðjarðarhafsins með aröb-
um og í Kína hefur hún verið ræktuð síðan fyrir
Krist. Algengasta tegund eggaldins er fjólublá og
eins og pera i laginu en miklu stærri. Aðrar teg-
undir eru hvítar og gular
og líkari gúrkum að lögun.
Aldinkjöt allra tegund-
anna er gulhvítt. Þótt
eggaldinið sé í raun
ávöxtur er það
sjaldan borðað hrátt, heldur gjarnan gufusoðið,
steikt á pönnu eöa glóðarsteikt. Áður en það er
mat-
reitt er það
skorið í sneiðar
eða teninga og salti stráð á til
að ná úr því vökva og bæta bragðið. Gjarnan
haft undir fargi á meðan. Erlenda nafnið á
eggaldini er aubergine.
Nautastelk Argentínu
lllCUli
ka
í
Argentína er með dýrustu veit-
ingahúsum landsins, 5800 krónur á
mann þríréttað með
kaffi áður en kem-
ur að víni. Húsa-
kynni eru ekki
aðlaðandi, farið
er um langan
undirgang til
að komast inn í
dimman matsal
með groddalegu
tréverki. Básum
hefur verið fækkað
til bóta, svo að salur-
inn er opnari en áður. Staðurinn er
samt áfram innilokunarlegur. Kost-
ur er þó við myrkrið á staðnum, að
maður sér illa, hversu ljótur staður-
inn er.
sinhæf kartafla bökuö
Ef fólk fer út að borða með því
íugarfari að fá sér nautasteik, er
Argentína kjörin, því að hráefni
nautakjötsins er þar jafnan
gott, en getur verið mis-
jafnt á hinum dýru
matstööunum í bæn-
um. Mestu máli
skiptir, að tímasetn-
ing nautasteikinga í
eldhúsi er nákvæm,
en meðlætið er ein-
hæft, bökuö kartafla.
Kryddlegið nautakjöt
carpaccio var fínn forréttur og
sömuleiðis hvítlauksgrillaðar risa-
rækjur. Eftirréttir voru afar sætar
og óhollar hitaeiningabombur.
Þjónusta er ágæt og fumlaus.
(Argentína, Barónsstíg 11, sími
551 9555)
Pöstur og pítsur Hornsins
Hornið er hversdagslegri og ódýr-
ari staður, sem selur pöstur á 1460
krónur, pítsur á 1300 krónur, fisk-
rétt dagsins með súpu á 1120 krónur
og hefðbundna
þrírétta
máltíð
með
kaffí
af
fasta-
seðli á
3700
krónur
áður en
kemur að vini. Ef frá eru taldir
skyndibitastaðir, er þetta fyrsti
pöstu- og pítsustaðurinn í bænum
og skartar enn óbreyttum innrétt-
ingum í kaffihúsastíl að baki stórra
útsýnisglugga að fáfornu Hafnar-
stræti.
Góðar tímasetningar
Hefðbundinn matur er frambæri-
legur á Horninu. Þorskurinn var
hæfilega skammt eldaður, mikið
pipraður og borinn fram með
sterkri tómatsósu, pastaræmum,
léttsteiktu grænmeti og miklu af
olífum. Lambafillet var líka hæfi-
lega skammt eldað, milt
kryddað og safarikt,
meö ágætu jafn-
vægi í bragði
blandaös með-
lætis annars
Suðræn matargerð í hávegum höfð:
Eggaldin kemur
einatt við sögu
vegar og
fiskjar hins'
vegar. Kokkur-'
inn missti hins'
vegar tökin á
hörpuskeljar-forrétti
og lét balsamsósu fljóta í
miklu magni um diskinn, en hörpu-
fiskurinn sjálfur var meyr.
(Homið, Hafnarstræti 15,
simi 551 3340)
Jónas Kristjánsson
„Eggaldin var svo til óþekkt hér á
landi til skamms tíma en þegar það
kom var það skemmtileg viðbót við
þær ávaxta- og grænmetistegundir
sem fyrir voru,“ segir Emil Örn Val-
garðsson, matreiðslumaður á Tapas
barnum. Hann eldar mikið af suð-
rænum mat þar sem eggaldin kem-
ur einatt við sögu og segir það
einnig henta mjög vel á grillið.
Hann gefur okkur uppskrift að
Moussaka sem er grískur
þjóðarréttur.
Moussaka
Extra Virgin-ólifuolía
eggaldin
4 kartöflur,
meðalstórar
4 hvítlauksgeirar
1 skalott-laukur
400 g blandað hakk
söxuð steinselja
20 g ferskt oregano
(eða 2 tsk. þurrkað)
1 tsk. kanill
1/2 tsk. múskat, rifiö
chilipipar, 2 rauðir
salt og pipar
100 g rifinn parmesanostur
Eggaldinið er skorið í sneiðar,
raðað í bakka og grófu salti stráð
yfir. Látið liggja undir fargi í tvo
tíma. Sneiðamar þerraðar og steikt-
ar upp úr Extra Virgin-ólífuolíu.
Kartöflumar eru skrældar, skomar
í jafnar sneiðar og síðan steiktar
upp úr olíu. Hvítlaukur, laukur og
finsaxaður chilipiparinn steikur á
pönnu og hakkinu bætt saman við.
Kryddað með steinselju, oregano,
kanil og múskati og steikt. Saltað og
piprað eftir þörfum.
Tomat concase
4 skalott-laukar
2 hvítlauksgeirar
100 g niðursoðnir tómatar
1 msk. sykur
salt og pipar
Skalott-laukarnir og hvítlauks-
geiramir finsaxaðir, svitað á pönnu
og tómötunum bætt út í ásamt
sykrinum. Saltað og piprað eftir
smekk. Þessu er blandað saman
við hakkið.
Becamel-
sósa
1/2
stór
laukur
3 neg-
ulnaglar
1/2 ltr.
mjólk
30 g smjör
20 g hveiti
Mjólkin, laukurinn og
negulnaglamir soðiö saman.
Þykkt með smjörbollu sem búin er
til úr smjörinu og hveitinu.
Emil Orn Valgarösson, matreiöslumaöur á Tapas bar
„Eggatdin er gott í ýmsa suöræna rétti."
DVWND HARI
Þessu er raðað upp líkt og
lasagne, nema hvað
eggaldinið kemur í
stað lasagne-platn-
anna. Kartöfl-
umar eru sett-
ar neðstar í
mótið, síð-
an hakk,
eggaldin,
Became-
sósa, aft-
ur hakk,
eggaldin
og svo
koll af
kolli. Rif-
inn ostur-
inn settur
efst. Bakað í
ofni í 35 mín-
útur við 180
gráðu hita. Þá er
rétturinn tilbúinn.
Bakað eggaldin
með tómötum
Þvoið og þerrið eitt stórt
eggaldin, skerið í sneiðar og
stráið 3 msk. af grófu salti yfir.
Látið það liggja þannig í hálf-
tíma. Setjið ofninn á 200' C.
Hálft kíló af tómötum er þvegið
og þeir eru skomir í sneiðar.
Síðan er þeim raðað í form til
skiptis við eggaldinið sem búið
er að þurrka saltið af. Hálfum
desilítra af olíu er hellt yfir og
hálfum öðrum desilítra af
brauðmylsnu stráð þar ofan á.
Bakað í um það bil hálfa
klukkustund.
Ratatouille
Þessi réttur er afar vinsæll í
Suður-Frakklandi. í hann eru
notuð 1-2 væn eggaldin og stór
gúrka, hvort tveggja skorið í
sneiðar eða teninga, salti stráð
yfir og látið standa í hálftíma.
Á meðan er hálft kíló af tómöt-
um sneitt niður, ásamt 2 stór-
um laukum og 2 hvítlauksrif-
um. Auk þess eru 2 grænar
paprikur fræhreinsaðar og
skornar í smáa bita. Hálfur dl
ólifuolía er hitaður á pönnu,
laukurinn steiktur létt í henni,
hvítlauk og papriku ásamt
eggaldini og gúrku sem áður
hefur verið þerrað vel bætt út í.
Eftir fimm mítútur er tómötun-
um bætt út í og látið malla und-
ir loki í hálftíma. Þrjár mat-
skeiðar nýsöxuð stein-
selja, 1/2 teskeið orega-
no og 1 teskeið þurrk-
að timjan, ásamt
nýmöluðum pipar,
er siðast bætt út í
og eftir það er
rétturinn látinn
sjóða án loks í
10 mínútur.
Ýmsar
útgáfur
eggald-
inrétta
Moussaka er grískur þjóöarréttur
Hér er hann borinn fram meö
sveitasalati og sósu úr íslensku
skyri.
Sveitasalat
1/2 haus Roman-salat
4 vorlaukar, finsaxaðir
1 búnt dill, finsaxað
1/2 sítróna
Hið mergjaða
bragð eggaldins fer
vel með ýmsum kjöt-
réttrnn. Gott er til dæmis
að pensla það með olíu og
grilla eða steikja á pönnu uns
það er gulbrúnt og stökkt.
Gjarnan má bera það fram ný-
steikt með einni matskeið af
fetaosti á milli tveggja sneiða.
ögn af tabaskósósu ofan á topp-
inn fer vel við. Þá er og upplagt
að skera eggaldinið í tvennt,
taka hluta af kjötinu úr og fylla
helmingana með kjöt- eða græn-
metiskássu og stinga helming-
unum í ofn í tíu mínútur.
Tzaktziki-
sósa
200 g skyr
3-4 hvítlauksgeirar,
finsaxaðir
150 g agúrka, kjamhreins-
uð og rifin
salt og pipar
Öllu blandað saman
3 msk.
ólífuolía
Sítrónan er
kreist í skál,
olíunni
blandað sam-
an við og
dillið rifið út
í. Þetta er fyr-
irtaksdress-
ing yfir Rom-
an-salatiö og
vorlaukinn.
-Gun.
Næringargildi
Eggaldin inniheldur B- og C-vítamín, járn og kalk. Það
er hiteiningasnautt í eðli sínu en dregur í sig fitu við
steikingu. Hins vegar má draga úr fitunni með því að
glóðarsteikja ávöxtinn.
Miöaö viö 100 g
Hitaeiningar 18 Prótein 10 g
Fita 0,4 Koivetni 2,2