Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001
I>V
Matvælum dreift
Hjálparstofnanir sjá um að dreifa
matvæium til flóttamanna.
Óvíst um afdrif
flóttamanna
Bardagar á milli Makedóniuhers
og albanskra skæruliða hófust á ný
um miðjan dag í gær eftir
átakalausa nótt.
Um átta þúsund óbreyttir
borgarar af albönsku bergi brotnir
eru innikróaðir vegna átakanna.
Þeir virðast þó ekki hafa notað
tækifærið og komið sér á öruggt
svæði á meðan bardagar lágu niðri.
Ekkert er vitað um aðbúnað
fólksins. Ættingjar fólksins segja
það frekar vilja standa af sér
skothríðina heldur en að eiga á
hættu að lenda i höndum
makedónskrar lögreglu sem ásökuð
er um grimmd gagnvart albönskum
flóttamönnum
Lítið virðist ganga að koma á
friði milli stríðandi fylkinga og er
óttast að borgarastyrjöld brjótist út.
íran:
Opinbert
samband
við Bandaríkin
Mahmoud Kashani, frambjóðandi
í komandi forsetakosningum í Iran,
lýsti því yfir að íran þyrfti á ný að
taka upp ríkjasamband við
Bandaríkin sem hafa ekki verið
kölluð annað en hinn mikli Satan af
íslömsku byltingunni í iran.
Hann hefur auk þess bent á að
einkavæðing atvinnulífsins sé
nauðsynleg til að draga úr
atvinnuleysi, óðaverðbólgu og
spillingu. Ríkið stendur undir um
82% hagkerfisins.
Blæs líka á móti
Það getur ekki alltaf verið Ijúfur
andvari eins og sést hér á Blair.
Smámótvindur
hjá Blair
Þrátt fyrir að lítið virðist geta
komið í veg fyrir stórsigur Tony
Blairs og félaga hans í
Verkamannaflokknum hefur
kosningabarátta hans lent í smá-
vegis mótvindi. Samtök
heimilislækna í Bretlandi hafa
samþykkt að íhuga úrsögn úr
opinbera heilbrigðiskerfinu nema
samningar við þá verði endur-
skoðaðir fyrir apríl á næsta ári.
Heilbrigðiskerfið breska er
alvarlega fjárþurfi. Langir biðlistar
eru eftir aðgeröum og mikill
skortur er á hjúkrunarfræðingum.
Palestínski fáninn
blaktir í Jerúsalem
Tugir þúsunda Palestínumanna
fylgdu kistu Faisal al-Husseini, eins
aðalsamningamanns Palestínu-
manna í deilunni við ísrael, eftir
götum Jerúsalem að grafhýsi hans á
Musterishæðinni.
Mikill viðbúnaður var i Jersúal-
em og hafði mikið lið ísraelskra lög-
reglumanna komið sér fyrir i borg-
inni þar sem búist var við því að
átök gætu brotist út. Þeir lokuðu af
hverfi gyðinga en héldu sig hins
vegar mestmegnis hlés til að koma
i veg fyrir að syrgjendum þætti sér
storkað.
Gangan fór að mestu friðsamlega
fram og veifuðu göngumenn palest-
ínska fánanum í þessari borg sem
er heilög í þeirra augum. Fréttir
bárust þó af því að nokkrir göngu-
menn hefðu ráðist að húsi í eigu
Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra-
els. Einnig munu nokkrir hafa
reynt að brjóta sér leið inn í versl-
un í eigu gyðings. Ferðamaður af
I gegnum Damaskushliö
Tugir þúsunda fylgdu al-Husseini til
grafar og veifuðu palestínska
fánanum.
gyðingaættum sprautaði á þá
táragasi og þurftu fjórir að flytjast á
sjúkrahús eftir að hafa andað því að
sér. Stuttu seinna var eldur borinn
að sömu verslun.
Fyrir jarðarförina hafði Yasser
Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lát-
ið hafa eftir sér að Israelar ættu sök
á dauða al-Husseini. Husseini lenti í
táragasárás Israela fyrir stuttu.
Hann þjáðist af asma og var auk
þess veill fyrir hjarta og telur Ara-
fat árásina hafa valdið dauða hans.
Israelsmenn þverneita öllum slík-
um ásökunum og hafa sakað Arafat
um að reyna viljandi að koma af stað
óeirðum á meðan á líkfylgdinni stóð
með helberum ósannindum.
Mikill heiður er fyrir múslíma að
fá að vera grafinn á Musterishæð
sem er einn allra helgasti staður
múslíma, sem og gyðinga. Faðir al-
Husseins og afi eru einnig grafnir á
sama stað.
Ungur talsmaöur fyrir baráttu gegn eyönl látinn
Suður-afríski drengurinn Nkosi Johnson, 12 ára, lést úr eyðni í gærdag. Nkosi varð nokkurs konar andlit baráttunnar
gegn eyðni þegar hann kom fram á ráðstefnu um eyðni sem haldin var í Afríku á seinasta ári, heimsálfunni sem
einna verst hefur orðiö úti vegna sjúkdómsins.
Skæruliðar segja tvo
gísla fallna eftir átök
Fréttir bárust i gær af átökum
milli skæruliða Abu Sayyaf-samtak-
anna, sem rændu 20 gíslum fyrir
stuttu, og liðsveita filippseyska
hersins á eynni Basilan.
Talsmaður skæruliðanna, sem
taldir eru vera um 100 talsins og vel
vopnum búnir, hringdi í útvarps-
stöð og tilkynnti að tveir gíslar
hefðu látið lífið átökunum og sagði
hann að þeir hefðu fallið fyrir skot-
um frá filippseyska hernum. Enn-
fremur hótaði hann að byrjað yrði
að aflífa gíslana ef árásum hersins
linnti ekki. Ein kona úr hópi gísl-
anna talaði einnig í útvarpið og
grátbað um að árásum yrði hætt,
annars myndu skæruliðarnir
standa við orð sín og hefja aftökur.
Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum
eru fréttir af dauða gíslanna tveggja
ekki staðfestar.
Ekki var tekið fram hvaða gíslar
Flytja fallna félaga
Hér sjást filippseyskir hermenn flytja
látna félaga sína eftir að þeir
höföu falliö í bardögum við
skæruliða Abu Sayyaf.
hefðu fallið en I hópnum eru þrír
bandarískir ríkisborgarar. Auk þess
hefur frést að skæruliöarnir hafi
tekið tíu gísla til viðbótar, flestalla
fiskimenn frá eyjunni sem skæru-
liðarnir halda til á.
Tveir hermenn féllu í bardögun-
um, auk þess sem á milli 20 og 30
manns særðust, bæði hermenn sem
og íbúar þorpa nálægt bardaga-
svæðinu.
Gloria Arroyo, forseti Filippseyja,
hefur fyrirskipað hernum að sækja
fram af fullri hörku og hætta ekki
fyrr en skæruliðarnir falla eða láta
gíslana af hendi.
Skyldmenni gíslanna hafa grát-
beðið hana um að slaka á en hún
stendur fast á sínu og segir meira
tapast á því að ganga að kröfum
skæruliðanna en að sýna þeim að
mannrán borgi sig ekki, hernaður
sé eina leiðin.
flM
ES beiti sér meira
Joschka Fischer,
utanríkisráðherra
Þýskalands, lýsti
því yfir áður en
hann lagði af stað
til viðræðna við
stríðandi fylkingar
Israels- og
Palestínumanna að
sér fyndist að Evrópusambandið
ætti að beita sér meira í lausn
átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Bjór ræðst á Finna
Finnskur náttúruunnandi slapp
með skrekkinn þegar villtur bjór
réðst á hann. Þykkur klæðnaður
bjargaði því að bjórinn ræki
oddhvassar tennurnar í háls
mannsins. Að sögn líffræðinga er
það afar sjaldgæft að bjórar ráðist á
fólk. Þeir flýi oftast eða í mesta lagi
berji breiðu skottinu í jörðina ef
þeim þykir sér ógnað.
Enn ókyrrð i Oldham
Bensínsprengju var varpað að
heimili Riad Ahmad, aðstoðar-
bæjarstjóra Oldham. Ahmad er af
asískum ættum og telur lögreglan í
Oldham að árásin sé tengd
kynþáttaóeirðunum sem áttu sér
stað um seinustu helgi.
Drekka eigið hland
Samkvæmt frétt frá kínversku
fréttastofunni Xinhua er talið að
rúmlega þrjár milljónir Kínverja
drekki eigið hland sér til
heilsubótar sem ráð úr gömlum
hefðum í kínverskum lækningum.
Áhrif urðunar könnuð
Sérstakt átak
hefur verið hafið
i Bretlandi til að
fylgjast með og
tryggja að fólki
verði ekki meint
af urðun dýra
vegna gin- og
klaufaveikifar-
aldursins. Fylgst
verður með ástandi drykkjarvatns,
lofts og matar.
Manntjón í ferjuslysi
Fimm eru látnir og eitt hundrað
er saknað eftir að farþegaferja með
um tvö hundruð farþega sökk úti
fyrir suðausturhluta Bangladess.
Björgunarstörf standa yfir.
Áfram í viðskiptum
George W. Bush,
forseti Banda-
ríkjanna, til-
kynnti banda-
riskum þing-
heimi í gær að
hann hygðist
framlengja við-
skiptasambönd við Kína í eitt ár til
viðbótar, þrátt fyrir erfið samskipti
þjóðanna upp á siðkastið.
Ekki tala og keyra
Sænska lögreglan vill banna alla
farsimanotkun í bílum þar sem
blaðrandi bílstjórar geri sér ekki
grein fyrir hraða bílsins.
í hungurhættu
Meira en hundrað þúsund börn
lítilla ættbálka úr fjallahéruðum
Víetnam eiga í hættu að þjást af
hungri vegna stopuls og einhæfs
fæðuframboðs.