Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 56
* Mlw,, , . vwó* '«.»IUV> NISSAN ALMERA Noröurá: 15 laxar fyrsta hálfa daginn - þrír 12 punda Þroskaþjálfi í fæðingarorlofi: Fær engin laun - í verkfalli „Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um,“ sagði Katrín Þórdís Jacobsen, yf- irþroskaþjálfl hjá Félagsþjónustu Reykjavikurborgar, þegar hún fékk t ekki launin sín greidd í gær, 1. júní. Katrín er í fæðingarorlofl og bjóst við útborgun launa. En sú varð ekki raun- in og hún mun ekki fá greidd laun svo lengi sem þroskaþjálfar eru í verkfalli. „Þeim er víst stætt á því að borga ekki, samkvæmt mati kjaraþróunar- nefndar Reykjavikurborgar, þótt ég sé búin að vinna mér þetta inn,“ sagði Katrín og bætti við: „Mitt starf liggur ekki niðri vegna verkfalls. Það var kona fengin til að gegna því þegar ég fór í fæðingarorlofið og hún er ekki í verkfalli,“ sagði Katrín sem kvaðst myndu hafa samband við stéttarfélag sitt vegna málsins. -JSS VERO Á LÍTRA í 0 0 0 Hafnfirskt bensín Bensínsölumaðurinn á Shell-stöð- inni við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði auglýsir bensínlítrann á 10 krónur og 9 aura á einni af dælum sínum. Þegar inn er komið kostar lítrinn hins veg- ar 102 krónur og 90 aura. „Tæknibúnaður okkar ræður ekki við svona háar tölur. Það var aldrei gert ráð fyrir að lítrinn færi yfir 100 krónur," segir Vignir Pétursson á Shell-stöðinni sem fékk Verðlagseftir- litið í heimsókn á dögunum og gerði það ekki athugasemdir við tilboð hans. Margir Hafnfirðingar hafa hins vegar látið ginnast af tilboðinu og staðið ánægðir við dæluna þar til upp ' fyrir þeim rann ljós. -EIR www.ih.is FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 2. JUNI 2001 Laxveiðin hófst með látum í Norð- urá í Borgarfirði í gær en á fyrstu vaktinni veiddust 15 laxar og voru þrír þeirra 12 pund. Bjarni Júlíusson setti í vænan lax á Eyrinni en fiskur- inn slapp eftir stutta baráttu. „Þetta var mjög góð byrjun, 15 lax- ar, og þremur var sleppt. Við erum hress hérna við Norðurá með þessa opnun,“ sagði Árni Eyjólfsson, vara- formaður Stangaveiðifélags Reykja- víkur, í samtali við DV í gær. „Flestir laxarnir veiddust fyrir neðan Laxfossinn en það veiddist lika lax i Kýrgrófarhylnum og það er merkilegt að lax veiðist þar svona snemma. Það verður spennandi að sjá hvernig næstu vaktir verða og hvem- ig veiðist," sagði Árni enn fremur. Blanda var líka opnuð í gærmorg- un en ekki fékkst fiskur á fyrstu vakt- inni. „Þetta gengur rólega," sagði Árni Baldursson við Blöndu í gær. -G.Bender Neyðaróp 15 fanga á almennum refsigangi: Fyrirmyndarfangar drottna á Litla-Hrauni slúðra í fangaverði og selja dóp Fimmtán fangar á almennum refsigangi á Litla-Hrauni kvarta sáran yfir samfóngum sínum á „fyr- irmyndargangi" fangelsisins í bréfi sem þeir hafa sent frá sér. Á „fyrir- myndarganginum" eru ellefu fangar sem allflestir hafa verið dæmdir fyr- ir stórfelldan fikniefnainnflutning til landsins; meðal annars í stóra fikniefnamálinu sem skók reykvísk- an eiturlyfjaheim fyrir skemmstu. Fangarnir fimmtán segja fyrir- myndarfangana stjórna öllu á Litla- Hrauni. Þeir séu með fangaverðina i vasanum og ljóstri upp öllum leyndarmálum sem í gangi eru í fangelsinu og ljúgi jafnvel til að ná sér niðri á öðrum. Fangaverðirnir beri jafnvel lotningu fyrir fóngun- um ell- l«.WfWllrtRA._ 'm,*n«*ta. efu en um þá segir orð- rétt í I bréfi fang- anna: „Þessir menn sjá hin- um fóngunum fyrir dópi í hagnaðarskyni. Það er óskiljanlegt hvað þessir menn geta haft það náð- ugt í fangelsinu. Þeir fá ýmis hlunnindi sem við hinir eigiun enga mögu- leika á, svo sem eins og frjálsan aðgang að símum, klefum er ekki lokað, svo eitthvað sé nefnt. Einnig fá svonefndir ■ llu Uí Hr- Bréf fanganna „ Viö erum aö hrópa á hjálp. Litla-Hraun Rimma er komin upp á milli fanga á fyrirmyndargangi og almennum refsigangi. fyrirmyndarfangar mun fleiri heim- sóknir og gefst þeim því kjöriö tæki- færi til að hitta bandamenn sína og skipuleggja glæpi eins og þeim er einum lagið. Hvað varðar eigin i fangelsinu sem minnst bréfs fanganna kannast ekki við neitt af þessu. Biörgun mistókst: Oenealogia gjaldþrota Tryggvi Pétursson, stjórnarfor- maður útgáfu- og ættfræðifyrirtæk- isins Genealogia Islandorum, óskaði í gær eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Lauk þar með langvinnu björg- unarstarfi sem miðaði að því að reisa fyrirtækið við eftir margs konar hremming- Tryggvi Pétursson ar sem aldrei sá Gafstuppígær fyrir endann a. —-......... DV-MYNDIR G.BENDER Lax, lax, lax og aftur lax ... Bjarni Júlíusson meö fjóra af fyrstu löxunum sem veiddust í Noröurá í gærmorgun þegar veiöin byrjaöi í ánni. Nú síðast var Páll Bragi Kristjónsson, viðskiptafræð- ingur og bókaútgefandi, kallaður til og reyndi hann árangurslaust að koma skikki á málin. Gjaldþrot fyrir- tækisins er mikið áfall fyrir marga af helstu viðskiptajöfrum landsins þvi meðal hluthafa voru stórfyrirtækin Burðarás og Sjóvá-Almennar. -EIR OZ tapar forstjórinn bjartsýnn „Bróðurparturinn af tapinu er til- kominn vegna kaupa okkar á kanadiska fyrirtækinu sem við greiddum fyrir fikniefnaneyslu þá passa þeir sig á því að nota LSD þar sem það lyf finnst ekki við mælingu...“ í lok bréfs sins segjast fangarnir fimmtán óska eftir því að starfsaðferðir stjórnenda og fanga- i varða á Litla- Hrauni verði teknar til endurskoð- unar og tekið verði fyrir yf- irgang og drottnunar- girni fyrir- myndarfanganna ellefu. Orðrétt segja þeir: „Við erum að hrópa á hjálp.“ Sigurður Stein- dórsson, deildarstjóri á Litla-Hrauni, vildi tjá sig um innihald en sagði þó: „Ég með hlutabréf- um. Þau hluta- bréf veröum við að afskrifa á þremur árum og þau koma því inn í bókhaldið sem kostnaður. En þetta eru ekki raunverulegir peningar," sagði Skúli Mogensen, forstjóri undra- fyrirtækisins OZ, Skúli Mogensen Á 500 milljónir handbærar. sem kynnti af- komutölur sínar fyrir síðasta ár og fyrsta ársfjórðung þessa árs í gær. Bókhaldslegt tap fyrirtækisins á tímabilinu nemur hálfum milljarði en séu hlutabréfin sem fóru í kaup á kanadiska fyrirtækinu dregin frá nemur tapið ekki nema rúmum hundrað milljónum króna. Vegna afkomunnar hefur stjórn fyrirtækis- ins gripiö til þess ráðs að loka skrif- stofum sínum í Stokkhólmi en þar voru starfsmenn rúmlega tuttugu talsins. Þrátt fyrir allt er forstjórinn bartsýnn: „Ég er ekki óánægður. Það var búið að spá því að við yrðum búnir með alla peninga í mars en það er öðru nær. Við eigum 500 milljónir handbærar í lausafé og viðskipta- kröfum. Peningar geta verið fljótir að fara en þeir geta líka verið fljót- ir að koma,“ sagði Skúli Mogensen, forstjóri OZ. -EIR -EIR / / Þrír menn játa innbrot í Svarthamar: Gemsinn kom upp um þá Þrír menn hafa játað fyrir lögreglu aðild að innbroti í málverkagalleríið Svarthamar við Skólavörðustíg þann 27. apríl síðastliðinn. Einn þremenn- inganna er sá hinn sami og var hand- tekinn á hlaupum skammt frá gallerí- inu skömmu eftir innbrotið. Hann sat í vikulöngu gæsluvarðhaldi strax en neitaði allri sök á þeim tíma. Að sögn lögreglu eru flest málverk- anna komin í leitirnar og virðast þau að mestu óskemmd. Meðal myndanna voru verk eftir Kjarval, Svavar Guðna- son, Ásgrím Jónsson og fleiri meistara. Bárður Halldórsson, eigandi Svart- hamars, sagðist í samtali viö DV vera DV-MYND ÞOK Innbrot og skemmdarverk Friðrik Stefánsson, starfsmaöur Svart- hamars, með málverk eftir Sigurbjörn Jónsson. Innbrotsþjófurinn lét sig hafa þaö aö stórskemma myndina. ánægður með að málverkin væru kom- in í leitirnar en Ijóst væri að nokkur vantaði enn. Hann sagði gsm-síma hafa komið upp um þjófana. „Þeir hringdu nokkrum sinnum í mig og buðu mér verkin til sölu. Þeir notuðu talfrelsi og þess vegna var ekki hægt að átta sig á númerinu sem hringt var úr. Ég tók því upp á því að skrifa hjá mér tíma- setningar símtalanna og með þær upp- lýsingar komst lögreglan á sporið. Ég er feginn að það sér fyrir endann á þessu máli og lögreglan hefur staðið með afbrigðum vel að rannsókninni," sagði Bárður Halldórsson, eigandi Svarthamars. -aþ Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.