Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 14
14 Helgarblað LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 DV Tugir manna sofa undir berum himni í Reykjavík: Fleiri heimilislausir - erfitt að horfa upp á þetta ástand, segir Guðbjörg Sveinsdóttir í athvarfinu Vin Mannslíf í húfi Úrræðaleysi og neyð eru orð sem koma upp í hug flestra sem starfa að þessum málum. Starfsmaður í athvarfi í miðborginni orðaði það svo að þrátt fyrir að hið opinbera heíði vilja til að leysa þessi mál þá væri kerfið þungt og hiutirnir tækju alltof langan tíma. Menn gleymdu því að mannslíf eru i húfi en ekki bara verið að fást við töl- ur um fólk án fastrar búsetu í þjóð- skránni. Guðbjörg Sveinsdóttir segir ástand mála ekki gott og fremur hafa versnað síðustu misserin. Hún segir vanda heimiiislausra fara lágt og kallar eftir viðbrögðum. „Spumingin hlýtur að vera: hvað ætlum við að gera til að koma þessu fólki til hjálpar. Það kem- ur fólk til okkar að morgni með svefn- pokann sinn eftir að hafa dvalið ut- andyra alla nóttina. Það þarf ekki að segja nokkrum manni að tilvera þessa fólks er ansi döpur. Starfsmenn hér hafa í auknum mæli orðið þess áskynja að gestimir eiga sér ekkert heimili. Það hljóta allir að vera sam- mála að það er grundvallarþörf og mannréttindi hvers manns að eiga þak yfir höfuðið og það er afskaplega erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Guðbjörg og bætir við að Félagsþjónustan sé vissulega að vinna að þessum málum en hún efast um að nóg sé að gert. Þá segir Guðbjörg sumarlokanir geðdeildanna hafa sín áhrif en vanda- málið sé fiölþætt, það er að segja bæði af heil- brigðistoga og fé- íagslegt. „Það er bráðnauðsynlegt að efla þjónustu •Og aðgengi fólks | 'að henni. Ef ekk- ert verður að gert .., er það sambæri- legt við að segja að þetta fólk komi okkur ekkert við,“ segir Guðbjörg Sveinsdóttir. Kemur á óvart Athvarfið Vin tekur að jafnaði á móti um 30 manns á dag en þar er hægt að dvefia daglangt við ýmsa iðju auk þess að njóta þjónustu. Handan Hverfisgötunnar rekur Samhjálp ann- að athvarf sem hefur verið Qölsótt í mörg ár og fiöldi gesta hefur farið yfir hundraðið á dag undanfarið. „Við sem störfum hér fáum ekki betur séð en heimilislausum hafi fiölgað í maí og munurinn frá því í apríl sé marktæk- ur. Þetta kemur svolítið á óvart því venjan er að sumrin séu rólegri tími hjá okkur,“ segir Heiðar Guðnason, Heimilislausum fer fjölgandi Starfsmenn athvarfa í miöborginni fullyröa aö vandi heimilislausra fari vaxandi. Neyöin blasir viö alltof mörgum og því miöur er ekki margt til ráða. Myndin er sviösett. Guðbjörg Sveinsdóttir hjá Vin „Þaö erumannslíf í húfi og til dæmis kemur fólk til okkar aö morgni meö svefnpokann sinn eftir að hafa dvaliö utandyra alla nóttina." limlent frettaSjös Arndís Þorgeirsdóttir blaöamaöur forstöðumaður .Samhjálpar við Hverf- isgötu. Heiðar þekkir vel til málefna heim- ilislausra enda eru þeir daglegir gest- ir í athvarfinu. Hann segir hlutfall heimilislausra af heildarfiöldanum rétt rúmlega 30 prósent og það fari hækkandi. Það þýðir að nokkrir tugir gestanna hjá Samhjálp eiga ekki þak yfir höfuðið. „Hér er fullt út úr dyrum á degi hverjum og það sem er óvenjulegt við maímánuð er að fiöldinn var meiri en vant er í byrjun mánaðarins. Venjulega dettur aðsókn- in niður í fyrstu viku mánaðar á með- an margir eiga enn styrkinn sinn. Nú bar svo við að það fiölgaði hjá okkur,“ segir Heiðar. Neyðin er mikil að sögn Heiðars og úrræðin fátækleg. Eitt þeirra er gisti- skýlið við Þingholtsstræti sem hefur upp á fimmtán rúm að bjóða. Þar hef- ur verið full nýting mánuðum saman og oftar en ekki sem fólk verður frá að hverfa sökum plássleysis. „Það hefur alltaf verið til hópur manna sem sefur úti og á sér ekkert heimili. Hversu margir þeir eru, er erfitt að segja til um, en líklega hleyp- ur það á nokkrum tugum. Hópurinn sem lendir tímabundið í vandræðum er stærri, það er fólk sem lendir í vandræðum tímabundið, flakkar á milli og reynir að bjarga sér frá degi til dags. Ef ekki verður gripið til ein- hverra ráða á næstunni kæmi mér ekki á óvart að báðir þessir hópar fari vaxandi," segir Heiðar Guðnason. Ný kynslóð fíkla Stuðningsþjónusta Geðhjálpar hefur um þrjátíu skjólstæðinga undir sínum verndarvæng og um fimmtíu manns bíða þess að komast að. Biðlistinn er ekki nýr af nálinni. „Neyðin er gríðarleg og margir bók- staflega á húninum hjá okkur. Sem betur fer geta sumir okkar skjólstæð- inga dvalið hjá ættingjum en einhverj- ir búa á götunum, svo mikið er víst. Það kemur manni ekki lengur á óvart að fólki sofi úti, þannig hefur það ver- ið í mörg ár og engin ný sannindi þar,“ segir Tryggvi Bjömsson, starfsmaður Stuðningsþjónustu Geðhjálpar. Tryggvi kveðst óttast framtíðina ef ekki verði gripið í taumana. Hann seg- ir smnarlokanir á geðdeildum einn anga vandans en fleira komi til. „Það er að koma upp ný kynslóð eitur- lyfiafikal sem margir hverjir þjást af geðröskunum. Vandinn sem blasir við Stuðningsþjónustunni er húsnæðis- skortur en nú er unnið hörðum hönd- um að því að bæta þar úr. Vonandi tekst okkur að stytta biðlistana á næstu mánuðum - en menn virðast ofl gleyma því að það er mun ódýrara að hýsa fólk á sambýlum en á spítölum. Munurinn hleypur á tugum þúsunda á Fullt út úr dyrum Fjöldinn sem sækir athvarf Samhjálpar viö Hverfisgötu hefur sjaldan eöa aldrei veriö meiri en í maímánuöi. Gisting ffyrir heimilislausa Gistiskýiiö viö Þinghoitsstræti getur tekiö fimmtán i rúm. dag fyrir utan hvað sambýlið er mann- eskjulegra form,“ segir Tryggvi Bjömsson stuðningsfulltrúi. Staðan ekki nógu góð „Félagsþjónustan hefur haft áhyggj- ur af þessum málum eins og aðrir. Við finnum fyrir vandanum á skrifstofum okkur í borginni og höfum verið að kortleggja þetta í dálítinn tima,“ segir Ellý Þorsteinsdóttir, formaður vinnu- hóps um heimilislausa hjá Félagsþjón- ustunni. Ellý segir vinnuhópinn hafa fundað með félagsmálaráðherra í febr- úar síðastliðnum. „Þar lýstum við því yfir að staðan er ekki nógu góð og úr- ræða er svo sannarlegatþörf. Síðan þá hefur Félagsmálaráð samþýkkt að komið verði á fót tveimur heimilum fyrir heimilislausa sem samanlagt munu hýsa 10 til 15 manns," segir Ellý. Félagsþjónustan hefur kortlagt vanda heimilislausra og samkvæmt þeirra tölum eru rúmlega fiörutíu manns skilgreindir heimilislausir. „Það kann að vera að talan sé hærri en þetta er fólk sem við vitum um. Okkar hlutverk er að koma þeim sem eiga í ekkert hús að venda til aðstoðar. Við vitum að fleiri eru heimilislausir en við leggjum á það áherslu að forgangs- raða og byrja á að leysa brýnasta vand- ann. Þessi mál verða hins vegar aldrei leyst með einu handtaki," segir Ellý Þorsteinsdóttir en hópur hennar skilar niðurstöðum í þessum mánuði og von- ir standa til að stofnað verði til samýl- anna tveggja í framhaldi af því. „Fjöldi heimilislausra sem sækja þjónustu hjá okkur hefur tvöfaldast frá því í byrjun árs. í janúar voru þeir átta en eru nú sextán. Það segir sína sögu. Þvi miður rikir mikið úrræðaleysi í þessum málum og ég óttast að okkar gestir séu bara toppurinn á ísjakan- um,“ segir Guðbjörg Sveinsdóttir, for- stöðumaður í athvarfinu Vin við Hverfisgötu. Heimilislausu fólki virðist fara fiölg- andi í Reykjavík og dæmið hér á und- an er ekki einstakt. Fleiri hafa sömu sögu að segja. Spurningunni um hversu margir séu í raun heimilislaus- ir i Reykjavík, búi á götunni og eigi ekki í nein hús að venda, verður hins vegar ekki svarað svo auðveldlega. Það hefur einfaldlega ekki verið rannsakað en samkvæmt opinberum tölum voru rúmlega fiörutíu manns heimilislausir í Reykjavík um síðustu áramót og hef- ur að líkindum fiölgað fremur en hitt. Liklegt þykir að talan sé enn hærri því sá hópur fólks sem lendir tímabundið í hrakningum er ekki tekinn með i reikninginn. Hvemig sem á það litið eru þessar tölur ískyggilegar og ættu ekki að þekkjast í okkar góða þjóðfé- lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.