Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001 11 Skoðun inn í hverju myndskeiðinu af öðru og hjónin ýmist féllu í trans eða vitnuðu um liðna tíma. „Linda var nú aldrei neitt sér- stök frekar en Yoko,“ sagði kon- an og botnaði ekkert í hjóna- bandsmálum Bítlanna. Eigin- maður hennar tók undir það sjónarmið en taldi þó að hún hefði haft yfir sér einhvern sjarma. Bæði tóku þau andköf þegar upp- lýst var að Paul og Linda hefðu búið í kofa á fyrsta skeiði hjónabands sins. „Guð, hvað hefur verið erfitt hjá þeim,“ sagði konan innlifuð. Þegar upplýst var að Paul hefði verið handtekinn í Japan með dóp og fangelsaður dögum saman vissu hjónin ekki alveg hvernig þau ættu að tjá sig um það mál og þau þögðu. En unglingurinn í sófanum þagði ekki. „Þetta var þá bara dópistapakk að spila píkupopp," sagði hann og bætti við að Þjóðverjarnir í Ramm- stein væru ekki mikið að veifa dópi þar sem þeir ferðuðust um ókunn lönd. Hjónin reyndu að halda því fram að þetta hefði verið einhver misskilningur en vörnin hrundi þegar Paul tók af þeim orðið og lýsti samviskubiti sínu eftir að hafa ver- ið tekinn í tvígang með eiturlyf. „Já, það er ljótt að nota eiturlyf. Hann hefur áttað sig á því,“ sagði faðirinn ábyrgur en hikandi. Þegar tónar Band on the Run sáldruðust sem gullregn um íbúðina risu miðaldra hjónin á fætur og þau dönsuðu sambland af polka og fugla- dansinum. „Ég æli,“ æpti unglingurinn og spratt á fætur svo poppkornið gekk eins og skæðadrífa yfir sófaborðið. Hann fór I loftköstum inn í herbergi sitt og skömmu síðar heyrðust drunur sem einkenna Rammstein úr herberginu. Hjónin hrukku út af sporinu. „Hvað er eiginlega að þessum dreng?“ kallaði maðurinn til konu sinnar og reyndi að yfirgnæfa Paul og Rammstein. Móðirin tók þann kost að svara með táknmáli og hristi höfuðið. Ánægja þeirra með að horfa á sjónvarpsþáttinn var enn til staðar þrátt fyrir upphlaupið. Drengurinn sýndi þeim þá tillits- semi að hafa græjur sínar aðeins á styrk sex með dyrnar luktar. Hagsýni Þau náðu að horfa á lokaskeið sjónvarpsþáttarins og þeim til undr- unar birtist strákurinn prúður í fasi og settist niður í poppkornshauginn áður en þátturinn var á enda. Sá grunur læddist að foreldrunum að endurkoma hans væri vegna hag- sýni og hann kysi að stefna ekki vasapeningum sínum í óvissu. Þegar þættinum lauk bað dreng- urinn föður sinn að koma á eintal inn í herbergi sitt. Hann valdi lag af Rammsteindiskinum en lét ógert að stilla mjög hátt. „Ég vil bara að þú áttir þig á því að þetta er góð tónlist 'og á ekkert skylt við píkupopp," sagði hann í umvöndunartón og hélt áfram: „Okkur börnunum er ekki hollt aö hlusta á tónlist þar sem eiturlyf koma mikið við sögu,“ sagði hann við undirleik Þjóðverjanna. Faðir- inn samsinnti því og þrátt fyrir ör- væntingarfulla leit að rökum fann hann engin sem réttlætt gætu það að börnin ættu frekar að hlusta á breskan poppara en þýska þung- arokkara. Hann ákvað að grípa seinasta hálmstráið. „Eru Þjóðverjarnir ekki á skrá vegna eiturlyfjaneyslu?" spurði hann og fékk svar um hæl. „Það fer engum sögum af því,“ sagði dreng- urinn alvarlegur. Næstu mínúturnar sátu feðgarnir þögulir í bragði og hlýddu á Ramm- stein. Unglingurinn teygði sig í græjurnar og hækkaði. Söngvarinn urraði svo við lá að hátalarnir gæfu sig. En hann hélt lagi og faðirinn lét af andstöðunni. „Þeir eru kannski ekki sem verstir," sagði hann og sig- urbros fæddist á andliti drengsins. Það er ekki langt síðan Pan-hópurinn var grýtt- ur ogjón Óttar komst á sakaskrá vegna Ijósblárr- ar myndar á Stöð 2. Nú er öldin önnur. hefur lagst i víking gegn nektar- stöðunum en beitir þar mjúku leið- inni fremur en atgeirnum líkt og klókra kvenna er háttur. Hún ein- faldlega heimsækir nektarbúllurnar í eigin persónu og heilsar upp á kúnnana, sbr. frétt DV sl. fimmtu- dag, og þegar jafnréttisstýran fer í slíkar vettvangsathuganir roðna karlamir á klámstöðunum og lofa því með sjálfúm sér að láta aldrei góma sig við slíka iðju aftur. Það eru nefnilega ekki bara undirmáls- menn sem góna á súlumeyjarnar heldur er líka að finna þarna hátt- setta bissnesmenn. Kannski hugsa þessir gaurar að það skapist ein- hvers konar innbyrðis traust við að stelast saman i pornóið en það sam- band fer fyrir lítið þegar jafnréttis- stýran truflar þá í anatómíunni og býður góða kvöldið. „Þeir voru hreinlega ekkert nema skömmin yfir að vera staddir þarna,“ sagði jafnréttisstýran i DV um góðborgar- ana á akureyrskum súlustað. Draumur doktors Hannes Hólmsteinn Gissurarson, pólitískur prófessor og seðlabanka- maður, vill engar hömlur á þessa staði og telur rétt að lögleiða vændi. Hannes bendir á aö vændi sé elsta atvinnugrein kvenna og miklu betra sé að þær geti séð sér farborða með sölu líkamans en að þær hafi enga vinnu, veslist upp og deyi úr sulti. Prófessorinn á sér einhverja skoðanabræður en kannski áttar hann sig ekki á því að nú eru breyttir tímar og enginn á að þurfa að selja líkama sinn fyrir fé. Spyrja má einnig hvort drjúgur hluti kaup- enda kynlífsþjónustunnar sé ekki allt eins í hlutverki fórnarlambsins líkt og seljendurnir. Meirihluti þjóðarinnar er alla vega á öðru máli en Hannes samkvæmt skoðana- könnunum og vill þessa staöi burt líkt og jafnréttisstýran. í draumi... Margir hafa því áhyggjur af þess- ari þróun en söguleg rök eru fyrir hendi sem benda til að þetta sé bara enn ein bólan. Islendingar hafa alltaf tekið nýmælum með offorsi þegar kemur að hugsanlegri gróða- von og það er ekkert sem segir okk- ur að klámkóngarnir verði ríkir til frambúðar - ekki frekar en loðdýra- bændurnir, laxeldisstjórarnir eða sígarettuinnflytjandinn í kvik- myndinni íslenska draumnum. Klámbylgjan er bara enn einn kafl- inn i furðusögu þjóðar sem trúir því að allir geti orðið millar á einni nóttu. Við eigum eftir að sjá mörg fleiri dæmi ganga yfir áður en ís- lendingar ná áttum og skilja að is- lenski draumurinn getur ekki ræst. Orð Steins Steinarrs gætu átt við í þessu efni: í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Fjölbreytni og neikvæðni Ritstjórnarbréf verkamaður telur sig knúinn til að grafa undan nýjungum í fjölmiðl- um. Ég hef í nokkra mánuði fylgst í fjarlægð með undirbúningi og fyrsta mánuði í útgáfu Fréttablaðsins. Þó enn sé of snemmt að segja til um framtíð hins nýja dagblaðs er ekki hægt annað en að hrósa starfsmönn- um þess fyrir það hvernig til hefur / stað þess að gleðjast yfir því að nýtt dagblað - Fréttablaðið - hafi litið dagsins Ijós er reynt að gera útgáfu þess tor- tryggilega - Þó enn sé of snemmt að segja til um framtíð hins nýja dag- blaðs er ekki hœgt annað en að hrósa starfsmönn- um þess fyrir það hvernig til hefur tekist. Ég hef aldrei skilið fólk sem er mótfallið fjölbreytileika mannlífs- ins, auðlegð lista og menningar, úr- vali lífsins eða margbreytileika við- skiptalífsins. Fyrir blaðamann er fátt nöturlegra en einlitt þjóðfélag þar sem ekkert gerist - þar sem all- ir eru steyptir í sama mót. Og fyrir blaðamann, eins og allar aðrar stétt- ir, skiptir miklu að viðskiptalífið sé öflugt og traust, þannig að eftir- spurn og samkeppni sé eftir þeim sem starfskröftum. Engin betri trygging er til fyrir launafólk en samkeppni um vinnuaflið. Fjölskrúðug flóra fjölmiðla er ekki aðeins mikilvæg fyrir almenn- ing heldur ekki síður fyrir þá sem valið hafa sér starf í fjölmiðlun sem ævistarf. Því hljóta allir sem starfa við fjölmiðlun að fagna þegar full- hugar taka sig til og stofna ný fyrir- tæki sem keppa um vinnuafl þeirra - auka eftirspurnina og hækka þar með verðið (launin) á blaða- og fréttamönnum. Allt á hornum sér Gamall félagi minn á Viðskipta- blaðinu, Sigurður Már Jónsson, birti nýlega grein í tímariti þar sem hann fjallar á fremur' nöturlegan hátt um íslenska fjölmiðla. Fátt vek- ur gleði í huga blaðamanns sem síð- ustu ár hefur sérhæft sig i frétta- flutningi af íslensku viðskiptalífi. I stað þess að gleðjast yfir því að nýtt dagblað - Fréttablaðið - hafi litið dagsins ljós er reynt að gera útgáfu þess tortryggilega. Eigendur og starfsfólk Skjás eins eiga ekkert hrós skilið annað en sjálfum- gleðina og Stöð 2 er miðill glyssins og ófrumleikans Ekki er minnst einu orði á ójafna sam- keppnisstöðu einka- sjónvarps gagnvart rikisvernduðu rikis- sjónvarpi sem fengið hefur eigið skattlagn- ingarvald í hendur. Morgunblaðinu er líkt við amöbu sem trúi því að það sé betra en um- hverfið og dregið er I efa að DV hafi einhvern grund- völl til að starfa á. Eins og alltaf er hægt að nálg- ast mál út frá ýmsum sjónarhornum og greinilega hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því við Sigurð- ur Már áttum samleið á Við- m tekist. Auðvitað er Fréttablaðið keppinautur DV eins og annarra fjölmiðla, bæði í því að ná athygli auglýsenda og hylli lesenda. Ég er hins vegar einn þeirra sem hef tröllatrú á að samkeppni laði fram hið besta í öllum, ekki síst blaða- mönnum. Verst þykir mér þó að blaðamað- ur sem síðustu ár hefur sérhæft sig í fréttum af viðskiptalífmu skuli ekki sjá hinar jákvæðu hliðar þeirra miklu umbreytinga sem hafa og munu verða á islenskum fjöl- miðlamarkaði. Fjölbreytni I upphafi sagðist ég ekki skilja fólk sem væri á móti fjölbreytileika. Umrædd skrif Sigurðar Más verða ekki skilin á annan veg en þann að hann sé í hjarta sínu á móti marg- beytni. Auðvitað vekur það upp spurningar af hverju hann kjósi að ráðast eingöngu á frjálsa fjölmiðla en þegja þunnu hljóði um ríkis- rekna fjölmiðlun sem öðru fremur hefur sniðið íslenskum fjölmiðlum þröngan stakk. En svona er liflð. Á meðan sumir sjá aðeins neikvætt við nýjungar og litskrúðugri flóru í fjölmiðlun eru aðrir sem vilja njóta fjölbreytileik- ans. Ég er í síðari hópnum. Óli Björn Kárason ritstjóri skiptablaðinu. Þar var (og er enn) meginreglan sú að flytja fréttir og stunda fréttaskýringar með jákvæð- um en gagnrýnum hætti. Minn gamli félagi er því miður í stelling- um þess sem hefur allt á hornum sér og auðnast að sjá fátt jákvætt. Kaldar kveðjur Ég verð að viðurkenna að grein Sigurðar Más olli mér miklum von- brigðum, ekki vegna þeirrar köldu kveðju sem hann sendir mér undir rós, heldur vegna þeirrar nei- kvæðni sem hann virðist hafa til- einkað sér. Fyrir liðlega sjö árum stofnaði ég Viðskiptablaðið og fékk til liðs við mig marga ágæta menn. Þeir höfðu annað hvort trú á að hægt væri að gefa út lítið sérhæft vikublað um viðskipti og efnahagsmál eða þá að þeir höfðu gaman af bröltinu í mér og voru tilbúnir til að leggja nokkuð af mörkum til að ég gæti spriklað dálítið í blaðamennsku. Fyrstu árin voru Viðskiptablað- inu erfið, eins og gengur og gerist. í erfiðleikum reyndi á þolrif hluthaf- anna, sem í gegnum súrt og sætt voru tilbúnir að halda þrautagöng- unni áfram. Meðal stofnenda var Fi'jáls fjölmiðlun sem alla tíð studdi með ráðum og dáð við bakið á þessu litla blaði sem hefur slitið barns- skónum og raunar skilað stórglæsi- legum rekstrarárangri undir for- ystu Arnar Valdimarssonar síðustu misseri. Þessa sögu þekkir Sigurður Már ágætlega enda tekið nokkurn þátt í uppbyggingu blaðsins síðustu ár og haft af henni lifibrauð. Hinn fúli pyttur Þvi miður fellur Sigurður Már í hinn fúla pytt sem róttækir vinstri menn voru fastir í á árum áður, þeg- ar þeir fundu öllu allt til foráttu og þá ekki sist því sem til framfara horfði. Mér er það óskiljanlegt hvernig þrautreyndur blaðamaður reynir að grafa undan nýju dagblaði með þeim hætti sem Sigurður Már gerir til- raun til. Enn síður skil ég af hverju minn gamli sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.