Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2001, Blaðsíða 40
48
Helgarblað
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2001
I>V
Skipulagðar gönguferðir á íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn:
Ný vegahand-
^rbók um Dan-
mörku
Þeir sem hyggjast aka um hinar
grösugu eyjar Danmerkur í sumar
ættu að huga að því að næla sér í
gott vegakort. Út er komin ný og
vönduð 200 síðna vegahandbók í A-
4 formi frá Kraks í Danmörku þar
sem er að finna kort af u.þ.b. 7000
km vegalengdum vítt og breitt um
Danmörku. í þessari þriðju útgáfu
Kraks hefur verið bætt inn nýjum
merkingum sem segja hvar geti ver-
m_ ið spennandi að beygja út af þjóð-
veginum langi ferðalanga að hvíla
sig á hraðbrautinni og keyra hluta
af leiðinni í gegnum fallegt landslag.
Þá eru einnig á kortunum sérstakar
merkingar um ferðaskrifstofur,
sögufræga staði, kastala, herra-
garða, skemmtigarða, golfvelli, far-
fuglaheimili, tjaldstæði, smábáta-
hafnir og fleira áhugavert fyrir þá
sem vilja sjá sem mest á leið sinni
um hina dásamlegu Danmörku.
Muniö eftir
brúnni til Sví-
þjóöar
Akandi ferðamenn í Danmörku
ættu að hafa í huga þann möguleika
að geta ekið yfir Eyrarsundsbrúna
til Svíþjóðar. Það getur verið
skemmtilegt að skreppa í lautarferð
til Suður-Svíþjóðar og það er mjög
fallegt á Skáni, ekki síst núna þegar
eplatrén eru í fullum blóma en á
Skáni eru miklir eplaframleiðend-
ur. Þegar ekið er yfir brúna skal
halda sig lengst til hægri og þegar á
að rukka veggjaldið skal taka það
fram að um dagsferð sé að ræða en
gjaldið fyrir dagsferð er 350 d.kr.
Allt frá því árið 1973 hafa verið
haldnar djasshátíðir í ítalska bæn-
um Perugia. Djasshátiðirnar ganga
undir nafninu Umbria Jazz og eru
haldnar bæði innandyra og utan á
götum bæjarins og litlum torgum
hér og hvar. Djassinn í Perugia dun-
«4, ar í sumar daglega frá morgni til
kvölds í tíu daga, frá 13. til 22. júlí,
og fyrir áhugasama eru einnig í
boði djassnámskeið á tímabilinu.
Lúxusvillur
fyrir hálfvirði á
! Spáni
Á vefsíðunni planet.co.uk er
þessa dagana verið að bjóða lúx-
' usvillur á Spáni til leigu í vikutíma
fyrir hálfvirði. Um fjölmarga staði á
Spáni er að ræöa og má nefna sem
dæmi Andalúsíu, Costa Blanca,
Ibiza, Menorca og Mallorca en á öll-
um þeim stöðum er einkasundlaug
við villuna og bílaleigubíll innifal-
inn í verðinu. Allt að átta manns
geta gist á hverjum stað og því til-
valiö fyrir fjölskyldur að leigja sam-
an. Um nokkra verðflokka er aö
ræða og gildir tilboðið til 24. júní.
Djassað á Ítalíu
„Jónas“ í boði hússins
Islands Center í Kaupmanna-
höfn hefur nú hafið skipulagðar
gönguferðir á íslendingaslóðir í
Kaupmannahöfn að nýju. Nokkrar
breytingar hafa verið gerðar á
þessum ferðum frá síðasta sumri
sem felast aðallega í því að nú eru
fleiri ferðir í boði, eða fjórar á
viku í stað tveggja áður. Utan
fastra ferða geta hópar og fyrir-
tæki pantað sérstakar ferðir, bæði
gönguferðir og rútuferðir um borg-
ina sniðnar að óskum hvers og
eins.
Þar voru Fiölnismenn og
flelri
Gönguferðirnar hefjast alltaf á
Ráðhústorgi, fyrir framan Ráðhús-
iö, en síðan er stikað yfir Vestur-
vegg og inn í gömlu Kaupmanna-
höfn, þar sem þorri íslendinga bjó
á öldum áður. Við sögu koma
menn eins og Baldvin Einarsson,
Jón Sigurösson, Fjölnismenn
ásamt fleirum. Á leiðinni er farið
fram hjá síðasta bústað Jónasar
Frá Kaupmannahöfn
Margir frægir íslendingar hafa alið manninn í Kaupmannahöfn,
Hallgrímssonar, Háskólanum,
Gamla Garði og Sívala tuminum,
svo eitthvað sé nefnt. Komið er
inn á handritabrunann árið 1728
og sagan skoðuð í ljósi hans. í öll-
um ferðum er gerður stuttur stans
hjá Nacho’s Cantina á Kolatorg-
inu, þar sem hægt er að svala
þorsta sínum. Þá hefur verið fitjaö
upp á þeirri nýjung að bjóða upp á
síðdegisgöngu á laugardögum sem
enda á einu af vinsælustu veit-
ingahúsum Kaupmannahafnar,
Restaurant Philippe við Grá-
bræðratorg. Veitingamaðurinn og
íslandsvinurinn Morten Sorensen
hefur sett saman sérstakan mat-
seðil fyrir göngulúna íslendinga
þar sem flestir ættu að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi en fyrst fá
allir einn „Jónas“ í boði hússins.
Leiðsögumaður í gönguferðun-
um er Guðlaugur Arason rithöf-
undur. Allar nánari upplýsingar
er að finna á heimasíðu Islands
Center: www.islandscenter.dk eða
í síma +45 21908207. W
Stuttar dagsferðir um hvítasunnuna:
Gengið eftir Atlantshafs-
hryggnum á þurru landi
Áð í fjallgöngu
Jónsmessugangan um Fimmvörðuháls er án efa sú vinsælasta á landinu af
styttri ferðum.
Það er fátt yndislegra en að vera
einn með sjálfum sér á gangi ein-
hvers staðar úti í náttúrunni á þess-
um tíma árs og fylgjast með því
hvernig allt er í óðaönn að lifna við
eftir vetrardvalann. Að hlusta á
grasið spretta, lækina fossa í leys-
ingunum, finna dásamlegan ilminn
frá gróðrinum, fylgjast með fuglum
1 hreiðurgerð, hlusta á suðið í flug-
unum og finna að þetta er lífið
sjálft. En það er ekki síður gaman
að ganga í félagsskap með vini á
uppáhaldsstaðina sína eða fara í
fyrir fram skipulagðar gönguferðir
með ferðafélögum en ferðafélög viðs
vegar um landið bjóða upp á fjöl-
breyttar styttri eða lengri göngu-
ferðir með leiðsögn.
Gönguferðir á hvítasunnu
Á hvítasunnudag er hægt að fara
í göngu um hluta af gamalli þjóðleið
sem kallast Reykjavegur. Þá er
gengið frá Eldvörpum, sem eru
norðaustan við Grindavík, að
Méltunnuklifi austan megin og tek-
ur gangan 6 tíma. Reykjanesskaginn
er nokkurs konar framhald af Mið-
Atlantshafshryggnum á landi og þar
rekur risastórar plötur jarð-
skorpunnar í sundur um 2 cm á ári.
Reykjavegurinn er gönguleið eftir
miðbiki skagans og má því segja að
þar sér gengið eftir Atlantshafs-
hryggnum á þurru landi. Gönguleið-
in er 130 km löng og nær frá einu
jarðhitasvæði til annars í öllum
fjórum eldstöðvakerfum skagans.
Hún liggur meðfram helsta þéttbýli
landsins en ber samt yfirbragð ör-
æfa. Lagt verður af stað frá BSÍ með
Útivist kl. 10.30 á hvítasunnudags-
morgun.
Á annan í hvitasunnu verður svo
gengið yfir Þríhnúka að Stórabolla í
Grindaskörðum sem er suðvestur af
Bláfjöllum og eru u.þ.b. 550 metrar á
hæð. Þessi ganga tekur einnig 6
klukkustundir og er lagt af stað frá
BSÍ kl. 10.30 á mánudagsmorgun.
Ekkert er um að ræða hættuleg
klifur í þessum leiöum og ættu flest-
ir sem treysta sér í nokkurra
klukkustunda göngu að geta verið
með. Það er mjög mikið atriöi að
vera vel skóaður, í góöum og þægi-
legum hlífðarfatnaði og hafa með
sér nesti. Ferðirnar eru ekki bara
fyrir skráða félaga í ferðafélögum
en það getur munað 10 til 15 pró-
sentum á þátttökugjaldi.
Jónsmessuganga
Það eru einnig farnar lengri
gönguferðir, eins og t.d. yfir Fimm-
vörðuháls og er þá bæði um að ræða
tveggja og þriggja daga ferðir. Þá er
lagt af stað upp frá Skógum, gist
eina nótt í skálanum á Fimmvörðu-
hálsi og gengið niður í Bása í Þórs-
mörk næsta dag. Næturgöngur eru
líka vinsælar yfir Fimmvörðuháls
og er Jónsmessugangan svokallaða
þeirra vinsælust en aðsóknin í hana
hefur verið mjög mikil á undanförn-
um árum og í sumar lítur út fyrir
að hún muni slá öll aðsóknarmet
því hátt í 300 manns hafa nú þegar
skráð sig í hana.
í Jónsmessugöngunni er gengið
alla nóttina án þess að gista á miðri
leið eins og tiðkast i öðrum nætur-
göngum og tekur gangan á að giska
10 klukkustundir. Veður getur veriö
misjafnt, allt frá slagveðursrigningu
í blíðviðri með rómantísku sumar-
tungli svo það er um að gera að vera
vel búinn. -W
Reykjavík:
Hvalaskoðun og
skemmtiferðir
Nýtt og glæsilegt hvalaskoðunar-
og skemmtiferðaskip, Hafsúlan, hef-
ur bæst í skipaflota höfuðborgarinn-
ar. Þetta er tvíbolungur (katamar-
an) sem gerir það mjög stöðugt í sjó
og fer vel með farþegana.
Hafsúlan verður gerð út frá
Reykjavík, en þar sem ganghraðinn
er 23 milur er athafnasvæði skips-
ins allt Faxaflóasvæðið. Hafsúlan er
í föstum áætlunarferðum á hvala-
skoðunarslóðir og siglir daglega kl.
10.30 frá Reykjavíkurhöfn. Hver ferð
tekur 2,5-3 tíma og sést til hvala í
flestum ferðum. Gerist það ekki er
fólki boðiö að fara í aðra ferð frítt
þegar því hentar. Yfir sumartimann
eru það mest útlendir ferðamenn
sem sækja í þessar ferðir, en þó er
mjög vaxandi að íslendingar komi
með.
Hafsúlan tekur 150 farþega og er
búið glæsilegum veitingasal sem
tekur um 110 farþega til borðs. Ofan
þilja er rúmgott útsýnissvæði þar
sem hægt er að njóta útsýnisins.
Yfir sumartímann eru það mest út-
lendir ferðamenn sem sækja í þess-
ar ferðir, en þó er mjög vaxandi að
íslendingar komi meö.
I sumar verður einnig boðið upp
á miðnætursiglingar þar sem siglt
verður frá Reykjavík og fylgst með
sólarlaginu.
f WHAU’WATCHINGÍffi
Hafsúlan
Gerö út frá Reykjavík.