Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 Fréttir I>V Bróðir borgarstjóra ráðinn rekstrarstjóri Orkuveitunnar: Menn eiga ekki aö gjalda tengsla viö borgarstjóra - segir forstjórinn um gagnrýni á ráðninguna DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Erfitt vor fyrlr ungviöiö Féð sótti í auöu blettina meö iömbin til aö fá næringu þegar veörinu slotaði. Kristinn Gíslaon, fyrrum starfs- maður Orkuveitu Reykjavikur á Nesjavöllum, hefur verið ráðinn rekstrarstjóri framleiðslusviðs Orkuveitunnar. Kristinn er bróðir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Alls sóttu fimm innan- hússmenn um stöðuna og hefur einn þeirra sent forstjóra Orkuveit- unnar bréf þar sem hann fer fram á rökstuðning fyrir því hvers vegna bróðir borgarstjórans var talinn hæfari til starfans en hann sjálfur. „Ég hef fengið þetta bréf i hendur og sent það áfram til þeirra sem aö ráðningunni stóðu en það voru aöstoðarfor- stjórinn, starfs- mannastjórinn og yfirmaður framleiöslusviðs- ins,“ sagði Guð- mundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitunnar. „Kristinn Gísla- Guömundur Þóroddsson Menn eiga ekki aö gjalda tengsla viö borgarstjórann. Alfreö Þorsteinsson Skipti mér ekki af þessu. son er vinsæll maður og dugleg- ur. Menn eiga ekki að gjalda þess að vera tengdir borgar- stjóranum." Alfreð Þor- steinsson, stjórn- arformaður Orkuveitunnar, segist ekki á nokkurn hátt hafa komið ná- lægt ráðningu bróður borgarstjór- ans: „Ég skipti mér ekki af manna- ráðningum sem þessum,“ sagði Al- freð. Auk Kristins sóttu um umrædda stöðu þeir Olgeir Helgason, Kristján Gíslason, Sigurður Guðmundsson og Sigurjón Ásgeirsson en það var hann sem sendi forstjóranum bréfið með ósk um rökstuðning fyrir vali á nýjum rekstrarstjóra framleiðslu- sviðs Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét ekki ná í sig vegna málsins. -EIR Nýjar tölur um kynferðisofbeldi: Flestar nauðganir í gleðskap unglinga - fórnarlömbum í áfengisdauða fjölgar Þriðjungur þeirra sem leita til bráðamóttöku vegna kynferðisotbeldis var í áfengisdauða þegar atburðurinn átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum tölum frá Neyðar- móttöku Landspítalans i Fossvogi.sem kynntar voru á blaðamannafundi í Grasagarðinum í gær. Neyðarmóttakan skrásetur um 100 nauðgunarmál árlega. „Það virðist ekki eins mikið tiltöku- mál og áður að segja írá áfengisdauða. Við óttumst hins vegar að þessi fjöldi sé aðeins toppurinn á ísjakanum því mörg fómarlömb hika við að tilkymia um atburð sem þau muna ekki al- mennilega eftir,“ segir Katrín Pálsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur á Neyðarmót- töku um kynferðisofbeldi. Samkvæmt tölum Neyðarmóttök- unnar eiga flestar nauðganir sér stað í ágúst og næstflestar í júli og septem- ber. „Ástæðumar fyrir því að sumar- tíminn er svo slæmur má meðal ann- ars rekja til þess að þá em haldnar úti- hátíðir, auk þess sem unglingar em oft einir heima og geta því haldið gleð- skap að viid.“ Á fundinum kom einnig fram að við tíundu hverja nauðgun er fleiri en einn gerandi. „Þetta em sláandi tölur en það geisar lika kynlífsbylting. Um- ræðan um kynlíf er annars staðar og svo virðist sem strákum þyki sjálfsagt að stunda kynmök í hóp, jafnvel Blaöamannafundur um kynferöisofbeldi Hildur Björg Hafstein, Siguröur Guömundsson landlæknir, Óli H. Þórðarson og Katrín Pálsdóttir. nauðgun," segir Katrín. Forvamarstarf skilar alltaf ein- hverju að sögn Katrínar en i því sam- bandi er mikilvægast að unglingar dragi úr drykkju. „Það er ekki síður mikilvægt að unglingar skilji ekki eft- ir félaga í áfengisdauða eða ósjálf- bjarga - slíkt getur boðið hættunni heim,“ segir Katrín Pálsdóttir hjúkr- unarfræðingur. -aþ Verslunarskólanemar í útskriftarferö: Skornir og lamdir á Krit - una hag sínum samt vel Um 200 Verslunarskólanemar sem verið hafa í útskriftarferð á Krit hafa lent í hremmingum þrátt fyrir ánægju- lega dvöl á eyjunni hvítu. Einn þeirra var skorinn í andlit með brotinni flösku af heimamanni á diskóteki Chania og annar var barinn í höfuðið af farþega á vespu sem slengdi til hans hendi þegar hann átti leið hjá. Vankað- ist Verslunarskólaneminn við höggið en féll þó ekki í öngvít. Sá sem var skorinn i andlit lætur sár sín gróa í sólinni. Að öðm leyti bera Verslunarskóla- nemamir eyjarskeggjum vel söguna og una hag sínum ágætlega á Malov-hótel- inu skammt utan við gömlu höfuðborg- ina Chania. Segjast þeir vera bomir á höndum heimamanna sem kunna vel að meta íslenskt lundarfar og umgengnis- hætti. Með Verslunarskólanemunum 200 era tveir kennarar sem gera sitt til að halda hópnum réttu megin við vandræðalínuna. Þá er von á 100 Kvennaskólanemum á staðinn og er gert ráð fyrir fagnaðarfundum á ströndinni þar sem Verslunarskóla- Frá Krít íslenskir útskriftarnemar svo hund- ruöum skiptir á ströndinni. nemamir hafa legið undanfamar tvær vikur, brúnir og sælir. -EIR Versta vor- hret í mörg ár DV, SKAGAFIRÐI: Oveðrið sem hófst á annan í hvíta- sunnu og endaði á miðvikudagsmorgun- inn er eitt það versta sem komið hefur í Fljótum um árabil. Bændur vora í sum- um tilfellum búnir að sleppa fé til flalla og í öðram tiifellum var þaö á túnum. Það sem næst var byggð náðist í sumum tilfeflum i hús við mikinn barning og var í sumum tilfellum grafið úr fónn. Ljóst er að lömb hafa drepist í veðr- inu. Ekki er vitað hvaða áiuif veðrið hefur á æðarvarp en í samtali við Pétur Guðmundsson, bónda á Hraunum, kom fram að eitthvað af kollum hefur yfirgef- ið hreiðrin. -ÖÞ Barnaverndarstofa: Engin börn heimilislaus Niðurstaðan er sú að það era eng- in böm heimflis- laus,“ sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bama- verndarstofu, við DV vegna athug- unar sem Bama- vemdarstofa hefur látið gera í kjölfar ummæla Þórhildar Líndal, umboðsmanns barna, um að a.m.k. tugur bama hafi þurft að hafast við utan heimilis á nætumar og jafn- vel sofið í bflhræjum. Umboðsmaður lýsti jafnframt óánægju sinni með ýmsa starfshætti barnaverndaryfir- valda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Bamavemdarstofu, skrifaði umboðs- manni teéf vegna þessa og óskaði eftir upplýsingúm. Umboðsmaður skrifaði Braga tflhaka og spurði bamavemdar- yrirvöld allmargra spuminga. Bama- vemdarstofa leitaði þá tfl Rauða kross hússins, þar sem heimflislaus böm leita gjaman athvarfs. Niðurstaða hennar var sú að ummæli umboðs- manns stæðust ekki. Bragi gagnrýndi vinnubrögð umboðsmanns harkalega, sagði þau oft og tíðum óvönduð og full- yrðingar oft órökstuddar. Ekki náðist í Þórhildi Líndal vegna málsins. -JSS Léttskýjað á landinu Vestangola veröur á landinu i dag. Víðast léttskýjaö en viö vesturströndina verður súld á köflum. Hiti um 10 stig. REYKJAVlk t AfJi ■■ LKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.49 23.51 Sólarupprás á morgun 03.05 03.03 Síðdegisfióð 20.07 24.40 Árdegisflóð á morgun 08.25 12.58 Skýíingar á veðuriáhmirn Í*^-VINÐÁTT -10 "'^VVlNDSTyRKUR N. í nietrum á sekúndu FROST HHIÐSKÍRT O £> Ö LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAO í?- W ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA 't’ j ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Kambanesskriður opnaðar Aöalvegir á landinu eru allir færir og einnig er fært um Kjöl. í Landmannalaugar er fært um Sigöldu og í Eldgjá úr Skaftártungum en ófært þar á milli. Til stendur að opna Kambanesskriður síödegis, aö minnsta kosti yfir helgina. snia»tinCTHMitai3tTOro6r.t-iiaHCM Hlýjast í innsveitum Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjaö meö köflum og hætt viö lítils háttar skúrum. Hiti 7-15 stig, hlýjast í innsveitum noröaustan til. Siiiiiiiulagti! Hitl 10" til 18° Maiiiitlagiir Vindur: 4-7 m/s Hiti 10° tii 16° Breytileg átt á landlnu, víða léttskýjað tll landslns en smásúld vlð ströndlna, elnkum vestanlands. Hltl 10-18 stlg Vestlæg átt, víðast léttskýjað en hætt vlð skúrum við vesturströndina. Hitl 10-16 stlg Þriðjiitlagtii Vindun 5-7 fri/* Hiti 10° til 18° Vestlæg átt, léttskýjað víðast hvar. Hætt vlð skúrum vlð vesturströndina en þó bjart á mllll. Hitl 10-18 stlg AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR skýjaö 6 BOLUNGARVÍK skýjaö 4 EGILSSTAÐIR 6 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 6 KEFLAVÍK úrkoma í gr. 7 RAUFARHÖFN alskýjaö 5 REYKJAVÍK skúr 7 STÓRHÖFÐI súld 6 BERGEN rigning 7 HELSINKI Skýjaö 13 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 10 ÓSLÓ rigning 9 STOKKHÓLMUR U ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEWYORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG léttskýjaö 3 rigning 10 heiöskírt 18 léttskýjað 13 léttskýjaö 20 rigning 11 heiöskírt 12 léttskýjaö 5 heiöskírt 12 rigning 11 léttskýjað 11 skýjaö 0 léttskýjaö 8 rigning 8 heiöskírt 17 heiöskírt 14 súld 7 hálfskýjaö 21 heiðskírt 23 rigning 11 léttskýjaö 16 heiðskírt 14 heiöskírt 14 ■ifHÁHiiirv'vni.'Hii'jnM'itriiLW-iinmLTCa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.