Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001______________________________________________________________________________________________ DV___________________Útlönd taeknival.is FUjÍTSU ooMPuim SIEMENS Ferdatölva Timothy McVeigh Áfrýjar ekki. Tim McVeigh vill deyja á mánudag Hryöjuverkamaöurinn Timothy McVeigh, sem taka á af lífi næst- komandi mánudag, hefur ákveðiö að sætta sig við yfirvofandi dauða sinn. Lögfræðingar hans hafa róiö lífróðri að því að fá aftökunni frestaö en áfrýjun þeirra til alríkis- dómstóls í Denver var synjað á dög- unum. McVeigh hefur nú beðið lög- menn sína að áfrýja ekki til Hæsta- réttar Bandaríkjanna. Eftirlifendur og ættingjar spreng- ingarinnar í Oklahomaborg, sem McVeigh er fundinn sekur um, glöddust yfir fréttum um að aftakan kynni að verða að veruleika á mánudag. Nú standa yfir prófanir á sjónvarpsútsendingarbúnaði fang- elsisins þar sem McVeigh verður tekinn af lífi en 300 manns, sem hlutu skaða af Oklahomasprenging- unni, fá tækifæri til að fylgjast með aftökunni í beinni útsendingu. Olíufyrirtæki krafin um nöfn Dönsk samkeppnisyfirvöld hafa krafið þarlend olíufyrirtæki um nöfn og titla fyrrverandi starfs- manna sem létu af störfum frá 1. janúar 1998. Olíufyrirtækin hafa verið sökuð um verðsamráð og ætl- unin með kröfu samkeppnisyfir- valda er að komast í tæri við lykil- menn í sölu og stjórnun innan fyrir- tækjanna. Þau ætla öll að skila inn upplýsingunum og segjast ekkert hafa að fela. Líklegt þykir að sam- keppnisyfirvöld muni yfirheyra starfsmennina fyrrverandi en þau hafa áður lýst eftir vitnum sem gætu gefið upplýsingar um verð- samráðið. Fujitsu Slemens Ufebook Intel Cel 450MHz 6.0 GB harður dískur 64 MB stækkanleg í 192MB 10.4” TFT SVGA 800x600 Snertiskjár 2.5 MB Trident skjákort 56 kbs mótald 10/100 netspjald Þyngd aðeins 1.4 kg. Utanáliggjandi geisladrif 169.700,-, Tæknival Akureyri • Sími 461 6000 Keflavík • Símí 421 4044 Reykjavík • Sími 650 4000 Harmleikur í japönskum grunnskóla: Nunnur mótmæla komu páfa Úkraínskar nunnur mótmæla væntanlegri komu Jóhannesar Páls II páfa til heimalands þeirra i lok júní. Þær eru grísk- kaþólskar og hlíta ekki páfa sem æðsta valds á jörðu. Til að undirstrika mótmælin hatda þær á ikonum sem eru menningararfur grískkaþólskrar kristni. Ungbarnalík í tilraunum með geislavirkni Um 6000 látin ungbörn voru notuð í tilraunum með geislavirka efnið Strontium 90 i Bandaríkjunum á sjötta, sjöunda og áttunda áratugn- um. í gögnum bandaríska orkumála- ráðuneytisins kemur fram að ýmist líkamshlutar eða heil lík ungbarna hafi verið send frá Ástralíu, Kanada, Hong Kong og víðar til Bandaríkj- anna til notkunar í tilraunum með áhrif geislavirkni á mannslíkamann, án samþykktar foreldra. Tilraunirnar hlutu nafnið Sólskinsverkefnið og fékk stjórnandi þeirra nóbelsverð- laun í efnafræði nokkru síðar fyrir aðra rannsókn. Þrýstingur eykst nú á yfirvöld í Hong Kong að láta fara fram rann- sókn á fregnunum um tilraunimar ógeðfelldu. Fyrrverandi forseti Argentínu handtekinn Maður á fertugsaldri réðist í morgun til inngöngu í grunnskóla í Ikeda sem er úthverfl borgarinnar Osaka í Japan. Með hníf á lofti æddi maðurinn inn í bekk í miðri kennslustund og hjó til þeirra sem hann náði í. Átta börn biðu bana og að minnsta kosti 20 særðust. Voru mörg þeirra í lífshættu í morgun. Börnin eru á aldrinum sex til átta ára. Kennari barnanna særðist einnig alvarlega og gekkst hann undir að- gerð í morgun. Lögreglan handtók árásarmanninn. Samkvæmt fréttum frá Japan tjáði árásarmaðurinn lögreglunni að hann hefði tekið inn tífaldan skammt af róandi lyfjum. „Við vorum að hlusta á tilkynn- ingu í hátalarakerfinu þegar við heyrðum allt í einu óp og skell eins og borð hefði fallið í gólfið,“ sagði einn nemendanna i skólanum við fréttamenn. Sjónarvottar greindu frá því að Við grunnskólann í Osaka í Japan Árásarmaðurinn stakk átta nemendur til bana í miðri kennslustund. Mörg börn eru lífshættulega særð. kona með blóðbletti á blússunni hefði hlaupið inn í nálægan stór- markað. Sjúkrabílar streymdu til skólans sem er í rólegu íbúðarhverfl og þyrlur sveimuðu yfir vettvangi glæpsins. Óttaslegnir foreldrar tóku að streyma í skólann skömmu eftir harmleikinn til að sækja börn sín sem safnað hafði verið saman á skólalóðina. Japanir eru harmi slegnir yfir at- burðinum. Junichiro Koizumi for- sætisráðherra kvaðst hafa miklar áhyggjur af börnunum. Stjórnvöld sendu embættismenn á staðinn og menntamálaráðherrann, Atsuko Toyama, sagði svona harmleiki ekki eiga að geta komið fyrir. Skólar ættu að vera öruggustu staðimir. Einu sinni áður hefur glæpur ver- ið framinn í japönskum skóla. Árið 1998 stakk 13 ára piltur kennslu- konu sína til bana eftir að hún hafði spurt hann að því hvers vegna hann hefði komið of seint í enskutíma. Carlos Menem, fyrrverandi for- seti Argentínu, var í gær hnepptur í stofufangelsi þegar hann var yfir- heyrður af rannsóknardómara vegna gruns um ólöglega vopnasölu til Króatíu og Ekvador á tíunda ára- tugnum. Um er ræða sölu á 6500 tonnum af vopnum. Menem vísar á bug öllum sakargiftum. Friðargæsluliðar frá Argentínu voru á Balkanskaga á tíunda ára- tugnum þegar alþjóðlegt vopnabann hafði veriö sett á Króatíu. Argent- ína var jafnframt eitt þeirra landa sem átti að tryggja vopnahlé milli Ekvadors og Perú. Auk Menems, sem var forseti 1989 til 1999, eru þrír fyrrverandi ráðherrar, fyrrverandi mágur Menems og fyrrverandi yfirmaður hersins, grunaðir um aðild að vopnasölunni. Þrír samstarfsmenn Carlos Menem Forsetinn fyrrverandi var að undir- búa brúðkaupsferö. Menems höfðu áður verið gripnir. Verði Menem fundinn sekur á hann yfir höfði sér fimm til 10 ára fang- elsi. Menem, sem er 70 ára, hafði ráð- gert að fara í brúðkaupsferð á næst- unni. Hann gekk í hjónaband í lok síðasta mánaðar. Eiginkonan, Cecil- ia Bolocco, er 36 ára fyrrverandi al- heimsfegurðardrottning. Menem ætlaði að kynna hana fyrir ætt sinni í Sýrlandi. En þar sem ekki er neitt samkomulag um framsal á milli Argentinu og Sýrlands grun- aði rannsóknardómarana í Buenos Aires að hætta væri á að forsetinn fyrrverandi hygðist ekki snúa aftur heim til Argentínu. Hann hefur vís- að öllum slíkum grunsemdum á bug. Menem mun að öllum likind- um sitja í stofufangelsi þar til réttað verður í málinu. Gekk berserksgang og stakk nemendur til bana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.