Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 DV Neytendur Endalausar hækkanir á matvöru: Astandið ótrúlegt • • i A • • i - segir innkaupastjóri einnar verslunarinnar Það hefur væntanlega ekki far- ið fram hjá neytendum að verð á matvöru hefur hækkað mikið frá áramótum. Hækkanir í byrjun árs eru ekkert nýnæmi hér á landi en á þeim tíma hafa mörg stór inn- lend fyrirtæki kosið að breyta verði sínu og önnur síðan fylgt í kjölfarið. En nú bregður svo við að ekkert lát er á þessum hækk- unum og síðustu tvo mánuði hef- ur ástandið verið alveg sérstak- lega slæmt. Þar er helst um að kenna margumræddu gengissigi, eða falli, krónunnar. Þessar hækkanir hafa auðvitað komið verst niður á innfluttum vörum en um þessar mundir er innlend framleiðsla einnig að hækka þar sem aðföng til hennar hafa einnig hækkað. Neytendasíðan heyrði í nokkrum forsvarsmönnum versl- ana í gær til að heyra hvað þeir hefðu um málið að segja. Verðbólguvæntingar Gísli Sigurbergsson, fram- kvæmdastjóri Fjarðarkaupa, segir að hann hafi ekki undan að breyta verði í hillum verslunarinnar. „Við erum tveir sem sjáum um þennan þátt í rekstrinum og við erum á fullu úti um alla búð að hækka verðið. Hann segir hækkan- ir á erlendum vörum vera frá 8-20% og á þeim innlendu 5-10% og þaðan af meira. „Bæði heildsalarnir og flestir smásalar velta þessum hækk- unum beint út í vöruverðið. Þegar gengið hefur verið á svona mikilli ferð og virðist ekki vera á leið til baka er engin önnur leið fær. Þetta er mjög leiðinlegt ástand en ekki verður við það ráðið.“ Gísli segir hækkanir frá heildsölum vera í fullu samræmi við hækkun á gengi en þegar gengisþróun varð stöðugri, og menn sáu fyrir sér að það gæti lækkað, héldu þeir oft að sér hönd- um og biðu með að hækka verð i þeirri von að ástandið lagaðist. En nú séu menn svartsýnir og skelli hækkunum beint út í verðlag til að sitja ekki uppi með þær. „Það er ekki laust við að í mann séu komn- ar verðbólguvæntingar," segir Gísli. Gráti nær „Það liggur við að nánast allt hafi launahækkanir,1' um. segir Elís að lok- Innkaupakarfan æ dýrari Sú hrina hækkana sem verið hefur undanfarið kemur illa við buddur neytenda enda er um að ræða 4-25% hækkun á fjölmörgum vörutegundum, jafnt innlendum sem erlendum. hækkað,“ segir Elías Þorvarðarson, verslunarstjóri Nettó í Mjódd. „Og hækkanirnar eru mjög miklar, það liggur við að maður gráti þegar til- kynningarnar um hækkanir streyma inn, svo til á hverjum degi.“ Hann segir hækkanirnar vera á bilinu 7-15% og að sumir heildsalar hafi þegar hækkað vörur sínar tvisvar til þrisvar sinnum á árinu. Skýringarnar sem fást á þess- um hækkunum eru óhagstætt gengi og segist Elías ekki hafa ástæðu til að ætla að heildsalar séu að hækka verð umfram það. „Þetta kemur mest niður á smásölunni þar sem við þurfum að brúa bilið þar til hækkanirnar fara út i verðlagið því við hækkum ekki fyrr en við sjáum að aðrar verslanir eru búnar að hækka hjá sér. Því geta liðið tvær til þrjár vikur þar til varan er komin í rétt verð í hillum hjá okkur.“ Hann er þó sam- mála því að hækkanir fari hratt út í verðlagið núna og segir það vera vegna þess að smásalan hafi hrein- lega ekki svigrúm til að greiða með vörum. „Maður vonar bara að þetta taki enda, annars er til lítils að fá Beint út í verðlagið Sigurður Reynaldsson, inn- kaupastjóri matvöru i Hagkaupi, segir að ástandið sé búið að vera alveg ótrúlegt undanfarið. „Heildsalar sem eru að flyta inn vörur frá Bandaríkjunum eru margir hverjir nýbúnir að hækka verð í þriðja sinn frá áramótum, auk þess sem vörur frá öðrum löndum hækka líka. Innlendir framleiðendur feta svo í fótspor þeirra, t.d. hefur verð brauða, gos- drykkja og kjúklinga nýverið breyst. Aðspurður segir Sigurður hækkanirnar nema um allt að 20% frá áramótum en algeng hækkun sé 4-12% og telur hann að síðustu tveir mánuðir hafi ver- ið sínu verstir í þeim efnum. „Það liggur við að við séum með einn starfsmann i fullri vinnu ein- göngu við verðbreytingar." Hækk- ununum hefur verið velt beint út í verðlagið því að sögn Sigurðar eru þær það miklar að hvorki heildsalar né smásalar hafa getað tekið þær á sig eins og stundum hefur verið gert. „Stöðugleikinn í gengismálum verður að komast á en þar til það gerist er ástandið svona,“ segir Sigurður. -ÓSB Trjágreipin Þegar búið er að taka plöntuna upp er rótarhnausnum pakkað í grisju og hún sett á grind til flutnings. Upptökutæki fyrir stór tré: Trjágreip Vorið 1999 flutti Pétur Þorvalds- son, garðyrkjubóndi á Laugarströnd á Laugarvatni, inn tæki til að flytja stór tré. Trjágreipin, eins og Pétur kallar tækið, getur tekið upp allt að 7 metra háar aspir og 4 metra há grenitré. Pétur segir að með tækinu gefist fólki tækifæri til að fLytja stór tré úr garðinum og upp í sumarbústað í stað þess að fella þau. „Ávinningur- inn af tækinu er margvíslegur, það er til dæmis hægt að flytja stór tré með betri árangri en áður þar sem tækið fer mjög vel með rótarhnaus- inn, afköstin eru líka miklu meiri en með skóflu og álagið minna. Þeg- ar búið er að taka plöntuna upp er rótarhnausnum pakkað í grisju og hún sett á grind til flutnings." í vor verður gerð tilraun með að flytja stórar aspir úr skógi með tæk- inu. Aspirnar verða síðan settar niður og látnar mynda skjólbelti. „Með þessu móti fæst fullvaxið skjólbelti strax.“ -Kip Burt með fíflana - með breyttri áburðargjöf Falleg grasflöt er stolt hvers garðeiganda og leggja margir mikla vinnu í að halda þeim sem fallegustum. Hluti af þeirri vinnu felst i því að uppræta hvers kyns illgresi eða aðrar óEéskilegar jurtir sem vilja spretta upp. Meðal þessara teg- unda eru hin illræmda skriðsól- ey, smári og túnfifill. Til eru sér- stök áhöld sem ætluð eru til að stinga upp fifilinn, svokölluð fiflajárn, en það getur verið bæði erfitt verk og seinlegt sé mikið um fifilinn í flötinni. En svo virðist sem til séu önnur ráð og í febrúarhefti búnaðarblaðsins Freys er grein eftir Bjarna E. Guðleifsson, sérfræðing á Möðruvöllum, þar sem sagt er visindagrein i IVIeð blóm handa mömmu Þær eru margar mæðurnar sem fengið hafa fallega gula vendi frá börnum sínum en ekki eru allir jafnhrifnir af þessari plöntu og gera rnikib til að halda henni frá görðum sínum. frá erlendu tímariti þar sem fram kemur að halda megi tún- fifli niðri með því að takmarka að- gang hans að kalíáburði. Athuganir hafa sýnt fram á að K- áburður valdi „allt að tvítugfaldri aukningu í hlutdeild túnfífla". Ekki er talið að önnur áburðarnotkun hafi afgerandi áhrif nema hvað hlutdeild fífla verður heldur meiri við aukið kalk og hækkað sýrustig. Búfjár- áburður er ríkur af kalium og öðrum næringarefnum og því ætti að tak- marka notkun hans en talið er að fifl- arnir spretti best í vel frjósömum túnum í góðu næringarásigkomulagi. Annað atriði, sem samkvæmt grein- inni er taliö hafa áhrif á útbreiðslu og vöxt fifla, er hvemig grasflötin er slegin. Sé slegið oft og nálægt sverð- inum eru meiri líkur á að fræ fífils- ins nái fótfestu og upp spretti nýr einstaklingur. Samkvæmt framan- sögðu ættu þeir sem eru í vandræð- um með túnfifil á blettinum að minnka kalíummagn í áburði og slá sjaldnar og ekki eins nálægt sverði. Þær aðgerðir ættu a.m.k. að draga nokkuð úr vexti fiflanna, afganginn ætti síðan að slíta upp með fiflajárni eða öðru hentugu áhaldi. Heimild: Búnaðarblaðið Freyr 1. tbl., 97. árg. Nú hlöðum við vopnabúrið AEG ^copcc 30SCH AEG BOSCH Úrvalið af handverkfærum hjá okkur, fyrir hinn handlagna heimilismann, jafnt sem lengra komna, er slíkt að líkja má við vopnabúr. Og það engin smá tæki, Bosch og Atlas Copco frá AEG, margreynd verkfæri í höndum íslenskra afreksmanna til sjávar og sveita. Nú höfum við tekið ærlega til á lagernum og bjóðum af því tilefni til verkfæraveislu. AEG Jp VOPNABUR AF HANDVERKFÆRUM AEG BS2E12T 12w - hleðsluborvél 8.600 SBE 570R Bor- og skrúfvél m/höggi og hraðastilli í rofa 4.900 STEP 570X Stingsög - 570w 8.700 Gott úrval Verð frá Borvélar 8.600 Bandslípivélar 9.900 Juðarar 6.785 Stingsagir 8.700 Slípirokkar 11.900 Borhamrar 16.900 Sverðsagir 17.900 Hjólsagir 15.985 Fræsarar 13.685 Kassann þarf að fylla daglega, þvi varan stoppar stutt við. Ástæðaner: 50-70% afsláttur BOSCH HÚSIÐ BRÆDURNIR ORMSSON Lágmúla 9, sími 530-2801

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.