Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 S j ómannadagurinn: Konur ávarpa sjómenn Konur ávarpa sjómenn á sjó- mannadaginn að þessu sinni. Fjóla Sigurðardóttir, sjómannskona úr Grindavík, og Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofn- unar Háskóla íslands, halda hátíð- arræður sjómannadagsins í Reykja- vík að þessu sinni ásamt Jóni Gunnarssyni, forstöðumanni Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og leysa þannig af ráðherra og fulltrúa útgerðar að þessu sinni. -HEI Nánast fölsun Magnús Scheving gekk of langt að mati Seðlabankans í því aö líkja eftir íslenskum peningaseðlum í útgáfu nýs gjaldmiðils, Lató, fyrir íslenska krakka. Útgáfa Latabæjar var stöðvuð en í dag hyggst Magnús kynna nýja hagkerfið, Latóhagkerfið. Lató er ætl- að að stuðla að hollari neysluháttum hjá íslenskum börnum en hægt verð- ur að kaupa Lató fyrir alvöru peninga og nota gervigjaldmiðilinn til kaupa á hollustuvörum eða borga aðgangseyri í sund sem dæmi. Vegna athugasemda Seðlabankans neyddust Latabæjar- menn til að breyta útliti seðlanna. -BÞ Ráðherra talar ekki Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra og dýralæknir hefur átt erfiða viku. Á sunnudaginn er sjómannadag- ur og þá flytur ráðherra ekki ræðu við hátíðahöldin í Reykjavík í fyrsta sinn síðan 1938. Árni er í ítarlegu við- tali í Helgarblaði DV á morgun. í blaðinu er einnig forvitnilegt við- tal við Ragnhildi Gísladóttur söng- konu og leikara. Blaðamaður DV fer í heimsókn að Staðarfelli i Dölum þar sem verið er að hætta áfengismeðferð vegna tjárskorts SÁÁ og ræðir við staðarhaldara og unga fikla í haröri baráttu. Forvitnileg og ný leiðsögubók um hálendið, Hálendishandbókin, er ítar- legakynnt. í morgun Magnús Scheving meö Latóseöla í Seölabankanum í dag Nýir seölar frá Latabæ sem börn geta notaö á ýmsum stöðum til að kaupa hollar vörur og hreyfingu veröa skoöaöir í Seölabankanum i dag. Þetta er ný prentun af Latabæjarseðlum. Fyrri prentunin þótti of lík venjulegum seölum, lög- fræðingar bankans töldu þá reyndar brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Strákarnir i Seðlabankanum eru svo stálhraustir og barngóðir aö viö hljótum aö ná samkomulagi um þetta, “ sagöi Magnús í morgun. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu bregðast við samdrætti: Uppsagnahrina skrifstofufólks - vantar hundruð starfa hjá Smáralind en aðrir skera niður Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur hefur fundið fyrir töluverðum hræringum á vinnumarkaði undan- farið og er ljóst að fyrirtækjaeigend- ur eru að fækka starfsfólki sínu um einhverja tugi. Að sögn Elíasar Magnússonar, deildarstjóra kjara- deildar VR, hófst þessi þróun um áramótin og endurspeglar staðan minnkandi bjartsýni gagnvart fram- tíðinni. „Fyrirtæki eru töluvert að minnka við sig og þá einkum í skrif- stofugeiranum. Menn eru greinilega að gera þetta vegna samdráttar," segir Elías. Bæði stór og lítil fyrirtæki eru að segja starfsmönnum upp og berast margar fyrirspumir um uppsagnar- frest þessa dagana til VR. Félags- menn VR skiptast í verslunar- og skrifstofufólk og þótt lítil hreyfing hafi verið merkjanleg á högum verslunarfólks undanfarið tengjast ýmis skrifstofustörf verslun. Sam- dráttur er hafinn í ýmiss konar sér- vöru og bílainnflutningur dróst saman um 40% í ársbyrjun. í haust stendur tU að opna risakringluna Smáralind og verða þar um 800-1000 störf í boði. Erfitt gæti reynst að manna í aUar þessar stöður og segir markaðsstjóri Kringlunnar, ívar Sigurjónsson, að verslunareigendur muni væntan- lega finna fyrir ásókn keppinaut- anna í starfsmenn Kringlunnar næstu mánuði. Líklegt sé enn frem- ur að tímabundið launaskrið verði að minnsta kosti hjá yfirmönnum vegna þeirrar umframeftirspurnar sem hljóti að skapast á markaðin- um. Ivar segir að stórbreytingarnar í haust muni óneitanlega gjörbreyta verslunarlandslaginu en vill ekki leggja mat á hvort markaðsgrund- vöUur sé fyrir þessari viðbót. Þorvaldur Þorláksson, markaðs- stjóri Smáralindar, segir að auðvit- að geti efnahagsumhverfið haft ein- hver áhrif en almennt ríki bjartsýni gagnvart opnuninni, 10. október nk. Starfsmannamálin standa mismun- andi eftir verslunum að sögn Þor- valds en ekki verður um hreina fjöigun starfa að ræða heldur í sum- um tilvikum tilfærslu. Heildarfer- metrafjöldi Smáralindar er 63.000 fermetrar og er reiknað með 70-80 verslunum. „Við erum að ganga frá samningum sem fara mjög langt meö að ráðstafa öilu húsinu," segir Þorvaldur. -BÞ Norðurál þrýstir á um stækkun: Gott ef áætlanir standast - segir iðnaðarráðherra „Ég fæ ekki séð að hægt sé að flýta þessari 90 þúsund tonna stækkun Norðuráls. Mér þætti það raunar mjög góður árangur ef tíma- áætlanir um stækkun álversins fyr- ir árið 2004 stæðust," sagði Valgerð- ur Sverrisdóttir iðnaðarráðherra í samtali við DV. Hún segir að allir fletir á því að tryggja álverinu næga orku hafi verið skoðaðir, en auk vatnsaflsvirkjana á hálendinu segir Valgeröur að jafnframt hafi verið rætt við forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja um orkuöflun frá virkj- uninni í Svarts- engi. í DV í gær sagði upplýsinga- fulltrúi að eina raunhæfa leiðin til að tryggja Norðuráli orku á tilsettum tíma væri með Norð- lingaölduveitu og Búðahálsvirkjun. „Það hafa verið í gangi stöðugir fundir með Norður- áli og málið er i fullri vinnslu," sagði Valgerður Sverrisdóttir, sem telur mjög ofmælt að kergja sé í samskiptum milli þess fólks sem kemur helst að þessu máli. -sbs Skoðanakönnun DV: Samfylking minni en Framsókn í skoðanakönnun DV sem gerð var í gærkvöld ber hæst að Vinstri- grænir hafa misst flugið frá fyrri könnun blaðsins. Framsóknarflokk- urinn bætir við sig fylgi aðra könn- unina í röö. og er á ný orðin stærri en Samfylking. Frjálslyndir bæta einnig við sig fylgi. Góö tíðindi „Þetta eru sér- lega góð tíðindi," sagði Sverrir Her- mannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins. „Harðnandi af- staða flokksins bæði vegna sjó- mannadeilunnar og kvótamálanna veldur því að við fórum aftur upp á við,“ sagði Sverrir. Endurspeglar umræðuna „Eins og venju- lega endurspegla skoðanakannanir umræðu líðandi dags. Hjá okkur hafa verið erfið mál en það hlýtur að vera áberandi að Samfylkingin lyftist ekkert. Vinstri grænir eru að minnka við sig og Framsókn er að sækja í sig veðrið," sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Stórir síðast „Þetta er ár- angur sem erfitt er að túlka sem tap þar sem við mældumst mjög stórir siðast. Við mælumst stöðugt ofan við 20% og erum næststærsti flokkur landsins", sagði Steingrím- ur J. Sigfússon formaður VG. Höfum tvö ár „Við höfum 2 ár til að lagfæra þetta og lagfæra okkar stöðu. En það vek- ur athygli hversu margir eru óá- kveðnir í þessari skoðanakönnun DV,“ sagði Krist- ján Möller þingmaður Samfylkingar. Meira að komast til skila „Við höfum haft á tilfinningunni kringum flokks- þing og fundi að okkar verk séu meira að komast til skila," sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins. Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.