Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 I>V 5 Fréttir Steinunn Truesdale er í strangri þjálfun sem landgönguliöi í Bandaríkjaher: Gömlum Skipað að taka armlyftur í símtali við eigmmann munum stolið af eyöibýli DV, SKAGAFIRÐI:_____________ Óboðnir gestir gerðu sig heima- komna að eyðibýlinu Miðhúsum í Óslandshlíð síðdegis á hvítasunnu- dag, rótuðu þar í dóti og höfðu á brott með sér eitthvað af gömlum munum. Fánum prýddur I heimahöfn dv-myndir pétur s. jóhannsson Hér siglir Aðalvíkin inn til hafnar í Ólafsvík í vikunni fánum prýdd enda hátíðisdagur þegar nýr bátur bætist í heimaflotann. Jóhannes Sigmundsson, bóndi í Brekkukoti, segir að íbúar í Hlið- inni hafi séð til ferða bíls heim að Miðhúsum. Málið hefur verið kært til lögreglunnar á Sauðárkróki og er þar til rannsóknar. Jóhannes í Brekkukoti segir aö engu líkara sé en moldvarpa hafi verið á ferðinni, slíkt var umrótið. Um eiginlegt tjón kvaö Jóhannes erfitt að meta en munirnir hefðu trúlega eitthvert sögulegt gildi. Húsin í Miðhúsum voru ólæst og því greiður aðgangur fyrir þá óboðnu en þetta atvik sýnir að eins gott er fyrir sveitafólk jafnt sem aðra að læsa ef ef menn bregða sér af bæ. -ÞÁ - eina símtaliö svo vikum skipti Kafbátasjá finnst á Garðsandi Aðalvík SH 443 til Ólafsvíkur DV, ÓLAFSVÍK: A mánudag kom til Olafsvíkur Aðalvík SH 443. Það Snoppa ehf. í Ólafsvík sem kaupir bátinn. Aðal- víkin, sem er um 240 lestir að stærð, hét áður Jói Bjama SF og kemur frá Hornafirði. Báturinn kom til hafnar fánum prýddur í góðu veðri og fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sina á bryggj- una til að skoöa hið nýja og glæsilega skip sem bættist við flota Ólsara. Kristján Krist- jánsson, eigandi Snoppu ehf., sagði að báturinn færi fljótlega á togveiðar en hann’ er vel búinn til þess. Krist- ján á fyrir tvo stóra báta, Klettsvík SH og Bervík SH, og eru þeir á trolli og dragnót. Skipstjóri á Aðalvík- inni er Gísli Hallgríms- son en hann er vanur togveiðiskipstjóri. Alls verða 9 menn í áhöfn- inni. -PSJ. Ánægðlr Hér eru skipstjórinn á Aðalvík, Gísli Hallgrímsson, og útgeröarmaðurinn í Snoppu, Kristján Kristjáns- son, vel ánægðir með daginn. Duglegir krakkar Ungir krakkar á Grundarfiröi voru duglegir við að flytja bækur í nýja bókasafnið. Vélsmiðja Bærings verður að bókasafni 27 ára íslenskri konu var skipað að taka armlyftur á meðan hún átti einnar mín- útu símtal við eiginmann sinn þar sem hún er stödd í strangri þjálfun sem land- gönguliði í Bandarikjunum. Þetta er eina símtalið sem konan, Steinunn (Kjartans- dóttir) Truesdale, sem fædd er i Keflavík, hefur átt við sína nánustu frá þvi hún hóf þjálfunina í lok apríl. „Þessi þjálfun er algjör geðveiki. Það þýðir ekkert að malda í móinn,“ sagði Ríkey Ingimundardóttir myndlistarkona, móðir Steinunnar. Allan, eigin- maður Steinunnar, sagði Ríkey að þegar hann, sem sjálfur er yflrmaður í land- gönguliði Bandaríkjahers, hefði fyrir náð og miskunn fengið þetta eina símtal við hina íslensku eiginkonu sína hefði greinilega ým- hún ekki - hún átti að biðja um leyfi. Þá elti liðþjálflnn hana og skipaði: „On your face, Truesdale!" Hún átti sem sagt að taka armlyftur á meðan hún talaði við eig- inmann sinn í þessa einu mínútu,“ sagði Ríkey. Syndir með 25 kíló á bakinu Dóttirin, sem er búsett með manni sínum og 4 ára dóttur í San Diego, hefur náð að senda móður sinni í Reykjavík eitt bréf í þjálfuninni. Hún hefur að- eins 30 mínútur á dag fyrir sjálfa sig og er vakin klukk- an 4 á hverjum morgni - þegar flestir sofa sem fast- ast. Allar stúlkurnar eru þá ræstar. Séu þær ekki allar með tölu komn- ar á fætur og í sokkana innan tíu On your face, Truesdale! Þessi orð æpti liðþjálfinn þegar hin íslenska stúlka fór í símann til að tala viö eiginmann sinn. Hún mátti tala við hann en þá varð hún að taka armtyftur á meðan. islegt gengið á. „Hann sagði að Steinunn hefði gripiö símann strax en það mátti sekúndna frá því þær voru vaktar þurfa þær allar að klæða sig úr og fara aftur í innan tiltekins tíma. „Þetta er mjög erfitt, lítill svefn og lítið að borða," segir Ríkey. í vik- unni sem er að líða átti Steinunn að synda í vatni með 25 kílóa byrði á bakinu, í fullum herklæðum með hjálm og í uppreimuðum skóm. Þjálfunin stendur yfir allan daginn en þegar skyggja tekur fer fram kvöldskóli. Stúlkur eru þjálfaðar á nákvæmlega sama hátt og piltar. í bréfinu sem Steinunn sendi móður sinni sagði hún m.a. að hún hafi lært svokallað „deadly force“, það er að verjast með berum hönd- um. Um þetta sagði hún í gríni: „Það er eins gott að strákarnir eru ekki að reyna mikið við mig núna.“ Útskrift hjá landgönguliðunum verður þann 20. júlí. „Við fáum von- andi meiri fréttir af Steinunni," sagði móðir hennar. -Ótt DV, SAUÐÁRKRÓKI: „Ég hélt fyrst að þetta væri eitt- hvert drasl þarna í sandinum en ákvað að grafa frá því og skoða. Þá kom í ljós að þetta var grænn metra langur hólkur með bandaríska fánanum og á því stóð Concord eitt- hvað,“ sagði Hall- dór Bjamason, bifvélavirki á Sauðárkróki, en hann fann tor- kennilegan hlut vestarlega á Garðsandinum þegar hann var á sunnudagsgöngu með fjölskyldunni. Landhelgisgæslan sótti duflið annan í hvítasunnu. Samkvæmt upplýsingum frá sprengisér- fræðingi Land- helgisgæslunn- ar var þarna ekki um sprengidufl að ræða heldur einhvers konar sónar, trúlega af kafbáti, e.t.v. íjarstýröum, frekar en. öðr- um skipum, en fullnaðarniður- staða lá ekki fyrir í gær og ekki var búið að hafa uppi á eiganda sjárinnar en hún var ekki merkt bandaríska hernum og talið er útilokað að um njósnatæki sé að ræða. -ÞÁ DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Torkennllegt Þetta er hluturinn torkennilegi sem Hall- dór Bjarnason fann á Garðsandi á sunnudagsgöngu sinni. Keppir við þann þyngsta og sterkasta Ingvar Jóel Ingvarsson verður einn þátttakendanna í Kvöldi meistaranna, stórmóti í vaxtarrækt sem fram fer á laugardagskvöldið í Laugarásbíói. Þar berjast nánast allir bestu vaxtarræktarmenn þjóðarinnar um titilinn Meistari meistaranna en auk þeirra kemur Greg Kovacs fram á mótinu. Að sögn mótshaldarans, Hjalta Úrsusar Árnasonar kraftlyftingakappa, er Kovacs þyngsti og sterkasti vaxtarræktarmaður sögunnar og því mikill fengur fyrir áhugamenn um vöðva og kraftaíþróttir að fá aö berja hann augum. DV, GRUNDARFIRÐI:____ Það stækkar verulega, húsnæði bókasafnsins í Grundarfirði, en það er nú flutt í nýtt og stærra húsnæði að Borgarbraut 16 þar sem áður fyrr var vélsmiðja Bærings Cecilssonar, vélsmiðs og fréttamanns, og nú síð- ast Vélsmiðjan Berg. Þetta er þre- foldun á rými en undanfarna tvo áratugi hefur bókasafnið verið í 45 fermetra húsnæði í grunnskólanum og nú síðustu þrjú ár að Borgar- braut 18 þar sem áður bjuggu Ingj- aldur og Guðrún Ólafsdóttir. Það var þvi langþráð stund að byrja flutninginn á mánudagsmorg- uninn og tilhlökkun mikil hjá mannskapnum. Mættur var formað- ur bókasafnsstjómar, Bryndís Theo- dórsdóttir, og undirrituð og var far- ið með fyrstu bækurnar yfir götuna með viðhöfn. Síðan var unnið daglangt í tvo daga með hjálp nokk- urra húsmæðra og barna og eins afa og var unga kynslóðin sérlega dug- leg. Þarna endurtók sig sagan frá síðasta flutningi þegar hraustir strákar og stelpur báru kassa og röðuðu í hiflur eins og í akkorði. Opið verður út júní alla virka daga frá 15-18. -SHG/DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.