Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 Skoðun DV Eru Akureyringar öðruvísi en annað fólk? Helga Björg Gunnarsdóttir húsmóöir: Nei, Akureyringar eru bjartsýnir og góöir. Helena Eydal: Þeir eru montnari en aörir. Jónas Kristjánsson vélstjóri: Þaö held ég ekki. Og ekki montnir, nema þaö séu aöfluttir Þingeyingar. Steinn Gunnarsson nemi: Akureyringar eru miklu skemmtilegri og opnari en annaö fólk. Anna Guðrún Grétardóttir ritari: Hér býr gott fólk en lífsklukkan snýst hér hægar en annars staðar. Marteinn Gunnarsson nerni: Þeir eru skemmtilegri en aörir, ef eitthvaö er. Verðbólgan - menn misstu tökin Dollarinn yfir 100 kr. markiö - og verðbólgan á fullt skrið... „Þegar verðbólga verður skyndilega staðreynd í einu samfélagi kallar það d ann- að. Fólk fer eðlilega að gera auknar kröfur um að halda í kaupmdtt launanna. Og þá er stutt í að hér verði gerðir kjarasamningar til þriggja mánaða í senn, eins og var á árum áður. “ Konráð Rúnar Friðfinnsson skrifar: Svo er að sjá aö gamla meinsemd- in í íslensku samfélagi hafi tekið sig upp og sé byrjuð að skekkja útreikn- inga og plön manna. Og finnst manni þetta hryggilegt eftir 10 ára tímabil þegar menn sáu svart á hvítu að hægt er að reka samfélag sem ræður við hlutina og getur haft skikk á fjármálunum. En svo er að sjá að einhverjir vilji hafa hlutina í ólagi og sjá hér verðþenslu. Já, ég er að tala um verðbólguna sem illu heilli er komin á fullt skrið. Til marks um þessi ótíðindi má benda á þá staðreynd að miðviku- daginn 30. maí síðastliðinn var doll- arinn seldur á 105 krónur og hefur ekki áður verið dýrari hér á landi. Ef marka má fréttir er verðbólgan talin vera um 30% þessa dagana. Og það finnst mér vondar fréttir miðað við þann árangur sem náðist á ti- unda áratugnum. En hver er aðdragandinn að verð- bólgu og hvernig er unnt að verjast þessum vágesti fyrir efnahagslíf einnar þjóðar? - Auðvitað er eríitt að gefa eitthvað eitt svar við spum- ingunni. Samt geta menn leitt líkur að ýmsu sem orsakavaldi. Horfum til að mynda á byggingar- framkvæmdirnar á höfuðborgar- svæðinu, í Smáranum i Kópavogi, á síðustu tveimur árum eða svo. Þá sjáum við að þær eru án nokkurs hófs. Að reisa allar þessar verslun- arbyggingar á örstuttum tíma er einungis verðbólguhvetjandi að- gerð. Og því miður virðist einnig vera bein tenging á milli of mikils framboðs atvinnutækifæra fólks og verðbólgu. Nokkuð sem sagan ætti að hafa kennt okkur. Það virðist svo vera að „framkvæmdaflipp" manna komi niður á stöðugleikanum í efnahagslífi þjóðarinnar. Þegar verðbólga verður skyndi- lega staðreynd í einu samfélagi kall- ar það á annað. Fólk fer eðlilega að gera auknar kröfur um að halda í kaupmátt launanna. Og þá er stutt i að hér verði gerðir kjarasamningar til þriggja mánaða í senn, eins og var á árum áður. Ég tel að enn sé hægt að koma skikki á verðbólguna í landinu. Eina sem til þarf er að menn taki höndum saman og viðurkenni að vandi er fyrir dyrum, verði ekkert að gert, og hasti í sameiningu á þetta mein sem mun skekkja hér margt og rugla útreikninga speking- anna. - Verjum efnahagslíf lands- ins, fólkinu til heilla. Lögin og stjórntæki samfélags Nú á dögum erum við vön lög- um sem stjórn- tækjum samfé- lagsins. En svo var ekki alltaf. Lög manna giltu óbreytt svo lengi sem sami siöur var. Lög sögðu til um siðinn. Nú á dögum er orðið nauðsynlegt að setja lög sem setja mönnum sið í samskiptum. Þessi lög þurfa að vera grunnlög sem þing og stjórnir breyta ekki og túlka að hentugleik- um. Dæmi eru um slík siðunarlög í takmörkuðu samfélagi eins og t.d. hjá AA-samtökunum. Þar gildir sami siður að gefnu viðfangsefni, alls staðar. En hvað tekur svo við? Við erum „Á þróunarferli þekkingar verður misbeiting hennar sífellt hœttulegri. Vanþekk- ing verður í sjálfu sér hœttuleg. En við erum til- finningaverur og við vitum að endalaust getum við afl- að þekkingar. “ tegund sem höfum þekkingu á vist- kerfi. Viö notum litla orku í heila til hugmyndagerðar, áður en við not- um mikla orku í vöðvum og vélum. Við skráum hugmyndir okkar og gagnrýnum, setjum þær fram kerfis- bundið og höfum uppeldi og skóla- kerfi til að flytja þekkingu á milli kynslóða. Þekkingin gefur afl til þess að við getum verið fjölmenn og fjölmennið gefur aftur til baka hraða sköpun hugmynda og mikla sérhæfingu ein- staklinga. Á þróunarferli þekkingar verður misbeiting hennar sífellt hættulegri. Vanþekking verður í sjálfu sér hættuleg. En við erum til- finningaverur og við vitum að enda- laust getum viö aflað þekkingar. Því er sátt okkar við hvert annað, lífið, við lifandi sambýlinga, þekkingar- leg nauðsyn. En jafnframt, og frem- ur þá, ræður hjartalag og velvild, til þess að við getum lifað af sem fjöl- menn tegund. Því ber að setja fram lög sem ekki eru stjómarathafnalög heldur siðlög milli manna. Þau lög þarf að setja fram án afskipta embættismanna, án afskipta dómara og án afskipta löggjafarvalds. Þar skyldi gilda að framsetningin sé sönn en ekki rétt- arskipting á milli manna eins og stjórnarfarslög. Þorsteinn Hákonarson, framkvstj. skrifar: Anarkistarnir Garri hefur haft mikið dálæti á Sverri Her- mannssyni allt frá því að hann tók æöiskastið hér um árið og skammaði mann og annan í sam- ansúrruðum fúkyrðaflaumi í Morgunblaðinu. Sverrir var þá nýbúinn að missa starfið í Lands- bankanum og var ósáttur, enda sá hann ekki muninn á því meinta spillingarathæfi sem hann stóð fyrir og því spillingarathæfi sem aðrir í sambærilegum stöðum og hann, eða hærri stöð- um, stóðu fyrir. Fallið var hátt og það var erfitt en huggun var það harmi gegn að Sverrir átti aðgang að Mogga sem samviskusamlega birti greinar hans og studdi við bakið á honum í hví- vetna. En svo leið að því að Sverrir jafnaði sig, blessaður, og hefur hin síðari misseri legið held- ur betur á honum en áður, enda orðinn þing- maður og flokksformaður í hinum nýja Frjáls- lyndaflokki. En „kjörin settu á manninn mark“, eins og segir í kvæðinu, og þótt Sverrir hafi bæði ástundað útilegur og skútuhark þá er það fyrst og fremst brotthvarfið úr Landsbankanum sem nú einkennir stjómmálamcmninn Sverri. Fyrrum kerfiskarl Fall landsbankastjórans, ráðherrans og kommissarsins hefur haft afgerandi áhrif á stjórnmálaskoðanir hans og litar alla hans af- stöðu til kerfisins sem hann eitt sinn tilheyröi. Maðurinn, sem eitt sinn var í raun holdgerving valdakerfisins og tefldi með örlög manna og fyr- irtækja á pólitísku taflborði stórhagsmunanna, var skyndilega orðinn utangátta og einn. Þau umskipti hafa síðan þróast yfir í pólitíska and- spymuhreyfingu þar sem Sverrir situr og gagn- rýnir kerfið utan frá. Maðurinn sem þekkir leik- reglur hákarlanna er nú genginn í lið með smá- fiskunum og heldur upp viðstöðulausri skothríð á sína fyrrum félaga og unnir sér ekki hvíldar í baráttunni gegn spillingu og ranglæti. Að sumu leyti minnir Sverrir á mann sem hefur frelsast, mann sem lifað hefur í botnlausri óreglu og synd en hefur nú séð að sér, fundið Guð og frelsast. Frjálslyndi - stjórnlyndi Andstaða Sverris og raunar flokksbræðra hans allra við kerfiö, hið syndumspillta og illa ríkis- vald, hefur eiginlega skipaö honum á bekk meö byltingarsinnum heimsins. Þeir kalla sig að vísu Frjálslynda, sem þeir sjálfsagt sjá fyrir sér að geti verið andheiti við stjórnlyndi. I huga Garra er Sverrir hins vegar ekki frjálslyndur í gamal- dags merkingu þess orðs, hann er of róttækur til þess. Sverrir er í raun og sann anarkisti. Og það sem meira er, Sverrir er sennilega eini almenni- legi anarkistinn á íslandi, eftir að Hannes Hólm- steinn gafst upp á aö vera anarkískur frjáls- hyggjumaður. Sverrir hefur smám saman verið að sýna sínar anarkísku hliðar og nú síðast um daginn þegar hann stóö upp á fjöldafundi suður með sjó og hvatti menn til að virða aö vettugi samþykktir löggjafarþings landsins. Hann hvatti smábátakarla til að róa í trássi við lög! Slíkt gera einungis róttækir byltingarmenn - marxist- ar, lenínistar eða þá anarkistar. Garri bíður þess nú spenntur að Sverrir og Guðjón Amar Krist- jánsson, félagi hans, taki um það ákvörðun að bæta viðskeyti við flokksnafnið hjá sér: Frjáls- lyndi anarkista- flokkurinn. Garri Vatnsmýrarsvæðið Bíður mikilvægra umsvifa. Virkjum Vatnsmýrina Birgir hringdi: Stórkostleg er hugmynd Kára Stef- ánssonar. Auðvitað á Háskólinn að taka Kára á orðinu og sameina hinar verklegu framkvæmdir og uppbygg- ingu í Vatnsmýrinni til framfara fyrir land og þjóð. Þekkingariðnaðurinn er talsvert afskiptur í dag því það er fisk- urinn og aftur fiskurinn sem allt snýst um hjá okkur. Þekking í sjávar- útvegi er auðvitað mikilvæg og hún getur þróast ásamt öðrum þáttum í því umhverfi fyrirtækja og stofnana sem í Vatnsmýrinni verða, ásamt íbúðahverfi þar sem fólk hefur at- vinnu sína nálægt starfsvettvangi. - Ég trúi ekki öðru en að þetta geti gengið eftir. En til þess verður flug- völlurinn að víkja, enda staðsetning hans orðin þröskuldur í framþróun- inni á svæðinu. Ararat enn óklifið Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Þessa dagana hefur talsvert verið flallað um flallaklifur, ekki síst vegna ferðar hins unga íslendings, Haraldar Arnar Ólafssonar, til nokkurra landa til að reyna við heimsmet í klifri hæstu fjalla heims. Mér datt í hug hvenær hið fræga fjall Ararat í Suður- Armeníu verður klifið. Og í leiöinni að kanna leifar Arkarinnar hans Nóa. En meira að segja hefur NASA gefið út vitneskju um að þar sé eitthvað áhúgavert að finna. Það er eiginlega furðulegt að mannkynið skuli ekki enn hafa meiri vitneskju um hvað þetta fjall geymir. Ófullkomin frétt M.K.P. skrifar: í fréttum út- varps og sjón- varpsstöðvanna sl. þriðjudags- kvöld var greint frá „stórhættu- í Sundahöfn legum" leka og Fylgst meö eitur- viðbúnaði lög- gámi einhvers. reglu, sjúkrabfla og slökkviliðs í Sundahöfn. í skipsgámi var að sögn mikið og hættulegt eiturefni sem lak og var hættulegt við snertingu og inn- öndun. Allt var þetta sundurgreint og til skila haldið. Eitt vantaði alveg í fréttina: Hver var að flytja þetta inn? Ekki greindu blöðin daginn eftir held- ur frá eigandanum. Einhvem tíma hefði nú verið greint frá því í hvað þessi efni átti að nota svo og eiganda efnanna. , - Þrjar mega hverfa Friðrik Friðriksson skrifar: Nú er komið að ríkinu að taka vel á og leggja niður ríkisstofnanir, sem virðast ekki koma að miklum notum. Byrja auðvitaö á Hafró, um hana þarf ekki mörg orð og óþarfi að hnýta í hana héðan af. Burt með hana. - Næst nefni ég Veðurstofu íslands, hún er líka bákn sem ekki nýtist okkur nægi- lega vel. í jarðskjálftunum síðustu fengum við t.d. skilaboð um væntan- legan skjálfta í gegnum CNN, amer- isku fréttastöðina. Veðurstofan svaf á verðinum. Burt með hana. - Að lokum nefni ég Ríkissjónvarpið. í því er ekk- ert bitastætt og það kemur í veg fyrir að maður geti keypt aðra sjónvarps- dagskrá vegna skylduáskriftarinnar. Burt með Sjónvarpið. Þetta nægir í bili en það verður að hafa hraðar hendur í málinu, annars gleymist það og mosinn er fljótur að vaxa. wwÆmmam Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.ís Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.