Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 27 Tilvera Barbara Bush 76 ára í dag verður fyrrver- andi forsetafrú Banda- ríkjanna og móðir nú- verandi forseta sjötíu og sex ára. í Hvíta hús- inu kom Barbara frek- ar fyrir sem hin dæmi- gerða húsmóðir og eiginkona. Bar- bara Bush fæddist í New York-ríki og var skírð Barbara Pierce. Hún hitti eiginmann sinn, George Bush, í New York og giftist honum í janúar 1945. Þau áttu sex böm, elsta barn þeirra, Robin, dó úr hvítblæði barn að aldri 1953. Eftirlifandi börn þeirra fimm eru George W. forseti, Jeb ríkisstjóri, Marvin, Neil og Dorothy. i viumoiim Gildir fyrír iaugardaginn 9. júní Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.n . Rómantíkin blómstrar á næstu dögum en þú skalt vera á verði og gæta þess að særa ekki tilfinningar annarra. Happatölur þínar eru 1,13 og 27. Fiskarnir(19. febr.-20. marsl: Þú upplifir eitthvað Iskemmtilegt í dag og átt góðar stundir með vinum þínum. Vertu þolinmóðúr við yngstu kynslóð- ina. Hrúturinn (21. mars-19. apríll: . Fremur viðburðalítill * dagur en þó berast þér góðar fréttir af göml- _ um vini. Leggðu þig fram um að halda friðinn á heim- ilinu. Nautið (20. apríl-20. maíl: Reyndu að vera bjart- sýnn þó að úthtið sé svart um þessar mund- ir. Erfiðleikamir eru ekkí eins mikUr og þér virðist við fyrstu sýn. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Vinur þinn heldur ein- ’hverju leyndu fyrir þér og þú vilt ólmur reyna að komast að þvi hvað þaö er. Sýndu þoUn- mæði. Krabblnn (22. iúni-22. iúiíi: í kringum þig er mikið I af óþolinmóðu fólki sem ætlast til mikils af þér. Þú gætir átt ferða- lag fyrir vændum. Uónlð (23. iúlí- 22. áeústl: Ef þú hyggur á f]ár- festingu skaltu fara ró- lega í sakimar og vera viss um að alUr aðilar séu heiðarlegir. Mevian (23. áeúst-22. seoU: Þú nýtur góðs af hæfi- leikum þínum á .ákveðnu sviði í dag. Fólk kann vel að meta ákveðni þína í vinnunni. Happatölur þínar em 6, 7 og 19. Vogln (23. sept.-23. okt.l: Taktu það rólega í dag þar sem þú átt anna- sama daga fram und- an. Kvöldið verður skemmtilegt i góðra vina hópi. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: | Forðastu að vera upp- I stökkur þvi að það pmun hafa neikvæð J áhrif á fólkið í kring- um þig. Happatölur þínar em 5. 21 og 33. Bogamaður (22. nðv.-2l. des.l: LÞað er mikið xun að vera rþessa dagana og þvi mik- j ilvægt að þú haldir vel á spöðunum. Fjölskyldan •lega í huga um þessar mundir og það er af hinu góða. Stelngeitln (22, des,-l9, ian.): ^ . Þú ert ef til vill hald- f inn dáUtilU ævinta- rýraþrá í dag og það kann að koma fram í vinnu þinni. Ekki skipuleggja daginn í smáatriðum fyrir fram. er þér Börn á sýningu Brúðubílsins Þaö var ekki sumarlegt síöastliöinn miövikudag þegar Brúöubíllinn var meö frumsýninguna. DV-MYND: E.ÓL. Brúðubíllinn kemur með sumarið á leikskólana: Nornir, ljón og pulsur BrúðubUlinn er lagður af stað eitt sumarið enn og sem fyrr er hann með fuUt af spenn- andi persónum innanborðs. Úlfur, ljón, Kobbi káti, mús, kiðakið, fjórar nornir í mismunandi stærðum, kóngur og galdrakarlinn Jóki eru meðal persónanna. Þær sem stjórna brúðun- um eru Helga Steffensen, sem einnig semur handrit og býr tU brúðurnar, og Aðalbjörg Ámadóttir. Þriðji maðurinn í hópnum er Björn Kristjánsson, tæknimaður, bílstjóri og sviðsmaður með meiru. Sýningin í ár heitir Nornir, ljón og pulsur og er leikstjóri hennar Harpa Ámadóttir. Um tónlist og upptöku sér Vilhjálmur Guðjónsson. Margir leikarar ljá brúðunum raddir sínar, meðal annars Júlíus Brjánsson, Felix Bergs- son og Steinn Ármann. Fyrsta sýning var á miðvikudaginn í Grafarvoginum og mun BrúðubíUinn síðan halda áfram ferð sinni á hverjum degi um leikskóla Reykjavikur og eru yfirleitt tvær sýningar á dag. Þetta er 21. sumarið sem Helga Steffensen stjórnar leikhúsinu. Fyrstu þrjú árin var það undir stjórn myndlistar- og brúðugerðar- mannsins Jóns E. Guðmundssonar, frumkvöð- uls okkar íslendinga i brúðulistinni. -HK Nornin talar viö börnin Eins og sjá má eru brúöurnar í mismunandi stæröum. Nýr Sur- vivor meðal hryðju- verkamanna Þriðja syrpa darwinistaþátt- anna Survivor verður tekin upp í Afríku í sumar. Nú eru það ekki bara óhrein nærföt og matarskort- ur sem þátttakendur þurfa að hafa áhyggjur af, heldur líka mann- ræningjar og hryðjuverkamenn. Tökustaðurinn er þjóðgarður í Kenía og hafa menn nokkrar áhyggjur af ástandinu í landinu. Fyrir þremur árum var sendiráð Bandaríkjanna í Kenía sprengt í loft upp með þeim afleiðingum aö hundruð létust. Þá hefur pólitísk ofbeldi farið stigvaxandi í land- inu. Mark Burnett, framleiðandi Survivor, hefur engar áhyggjur af málinu. Hann hefur lagt aukið fé til öryggismála og hefur stuðning rikisins á bak við sig. Fulltrúar Bandaríkjastjómar hafa þó bent á að hryðjuverka- menn muni hugsanlega einblina á Amerikanana með mannrán eða launmorð í huga. Skráning í Sur- vivor stendur yfir. Börn úr grunnskólanum Jóhann Atli er i þriöju röö til vinstri í gulri Adidas-peysu, Halldóra skólastjóri til vinstri og Þórunn Borg Jónsdóttir kennari. Tónlistin blómstrar á Djúpavogi Tíu ára nemandi samdi skólasöng DV, DJUPAVQGI:_______________________ Nemendur í 1.-6. bekk grunnskól- ans frumfluttu nýjan skólasöng þeg- ar forseti íslands heimsótti skólann á dögunum. Skólasöngurinn, lag og ljóð, er eftir Jóhann Atla Hafliða- son, tíu ára nemanda í þriðja bekk, og verður söngurinn notaður við margvísleg tækifæri í framtiöinni. Halldóra Hafþórsdóttir, skólastjóri grunnskólans, segir að mikil gróska hafi verið í tónlistarnámi á Djúpa- vogi i vetur og þakkar það einkum tónlistarkennaranum, Svavari Sig- urðssyni, sem kennir söng, tón- mennt og á ýmis hljóðfæri. Nemend- ur 1.-6. bekkjar grunnskólans á Djúpavogi eru fjörutíu. -JI áf<ihf Aðalfundur Máka hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. júní 2001, kl. 14.30, í eldisstöð MÁKA hf. í Fljótum. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og hlutafélagalögum. 2. Tillaga um heimild til stjómar félagsins að auka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir kr. Enn fremur að stjóm félagsins verði falið að útboðsgengi hinna nýju hluta. 3. Önnur mál sem kunna að verða fram borin. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins ásamt ársreikningi munu liggja fyrir á skrifstofu félagsins, Freyjugötu 9, Sauðárkróki. Stjórn Máka hf., Sauðárkróki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.