Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 Fréttir I>V Hinn pólítíski kaleikur tekinn frá Hafrannsóknastofnun Arðbærara að geyma en grisja Nafn: Jóhann Sigurjónsson Staða: Forstjóri Hafrannsóknastofnunar Efni: Skýrsla stofnunarinnar um nytjastofna sjávar og aflahorfur fiskveiðiárið 2001/2002. Hafrannsóknastofnun hefur ofmetiö gríðarlega þorskstofninn við ísland. einn? Er hægt að treysta vísinda- mönnum Hafrannsóknastofnun- ar í ljósi tíðinda af þorskstofn- inum? „Það er hægt að treysta því að allt það góða starfslið sem hér er leggur sig fram til þess að ná há- marksárangri til að gegna því hlutverki sem okkur er ætlað. Við- fangsefnin eru hins vegar miserfið og flestar okkar rannsóknir eru háðar óvissu og duttlungum og breytingum í náttúrunni. Við bæt- ist að við þurfum að meta hegðun fiskveiðiflotans og áhrif hans á fiskistofnana og misjafnlega áreið- anleg gögn. Það er hægt að treysta okkar niðurstöðum með þeim fyr- irvara að við erum oft að glíma við stóra óvissuþætti. En ég tel ekki aö gagnrýnin hafi verið ómakleg eða óeðlileg í meginatriðum. Við höfum komist að niðurstöðu sem hefur valdið okkur vonbrigðum sem og fleirum i samfélaginu." Hvað er aflaregla og 30.000 tonna regla? „Aflaregla í þorskveiðum er vís- indalega fræðilega prófuð lang- tíma nýtingarstefna. Fyrir sex árum var hópi fiskifræöinga, hag- fræðinga og aðila úr atvinnugrein- inni falið að móta þessu stefnu sem tryggði til langframa sjálf- bæra nýtingu þorskstofnsins og tæki mið af hagkvæmni i atvinnu- greininni og að sveiflur í afla milli ára væru sem minnstar. Lögð var til 25% nýting á veiðistofni með 155.000 tonna „gólfi“ og þaö sam- þykkti ríkisstjórnin í maí 1995, þ.e. að stýra veiðum á grundvelli þessarar nýtingarstefnu. Þannig varð hlutverk Hafrannsóknastofn- unar nokkuö öðruvísi með tilliti til þorsksins því í staöinn fyrir að koma með tillögur um tiltekinn afla á komandi ári varð þetta stjórnvaldsákvörðun. Hafrann- sóknastofnun mælir því bara stofnstærðina. Þegar reglan var mótuð höfðu menn ekki lent í svona mikilli skekkju eins og nú. 30.000 tonna sveiflujöfnun var ekki með upphaflega, sem tryggir að aflinn breytist ekki um meira en 30.000 tonn miiii fiskveiðiára. Þeg- ar líða tekur á fiskveiðiárið kann að vera nauðsynlegt að vernda ungviði og þá verður gripið til skyndilokana vegna þess að stór hluti stofnsins er i þessum fjórum ungu árgöngum." Af hverju hefur Hafrann- sóknastofnun ekki skoðun á því hvað þorskkvótinn eigi að vera stór? „Meðan stjómvöld hafa lang- tíma nýtingareglu í gangi er það ekki hlutverk Hafrannsóknastofn- unar að koma með tillögu um afla- mark. Okkar hlutverk er að mæla stofnstærðina og spá fyrir um þró- unina i framtiðinni. Þessi póli- tiski kaleikur er tekinn af okkur.“ Þið teljið að nýliðun hafi brugðist. Er það bara ágiskun? „Það hefur valdið okkur miki- um áhyggjum að 10 ár í röð komu slakir árgangar. Hrygning hefur brugðist en nýliðun er fjöldi þriggja ára fiska því þá fer fiskur- inn að birtast í veiðinni. Það ger- ist alveg gríðarlega mikið frá klaki til þriggja ára fisks en eftir það fer óvinunum að fækka. Nú höfum viö fengið 3 árganga sem gefa okkur tilefni til bjartsýni á að geta orðiö meðalárgangar. Meðal- árgangur frá 1960 til 1996 var um 200 milljónir þriggja ára nýliða en fyrir tímabilið 1980 til 1996 er hann 120 milljónir en síðustu 4 ár er hann 170 til 184 milljónir." Er dánarstuðull í þorski eðli- legur? „Við reynum ekki að komast að því hvað deyr mikið af fiski á 1. og 2. ári, heldur hvað 3 ára nýliðar eru margir. Heildarafföllin í stofn- inum eru talin vera 18% í þorski að meðtalinni veiði og er mikill minnihluti af náttúrulegum völd- um. 20% er talið eölilegt svo veiðar hafa enn meiri áhrif á stofninn en við höfum verið að halda fram.“ Tímaraðgreining á að skila helmingi minni skekkjumörk- um. Er tímaraðgreining á fiski- stofnum aðferð sem má treysta betur en gömlu aðferðinni eða er það aðferð sem er flótti frá raunveruleikanum og aðeins slðasta hálmstráið til að breiða yfir ófullburða rannsóknir Haf- rannsóknastofnunarinnar? „Þegar við uppgvötuðum að við vorum ekki á réttri braut fengum við utanaðkomandi aðila til að fara yfir okkar gagnagrunna. Tímarað- greining stendur sig að öllu jöfnu betur og er notuð hjá Alþjóða haf- rannsóknaráðinu. Við erum ekki að flýja raunveruleikann." Meðan stjómvöld hafa langtíma nýtingareglu í gangi er það ekki hlutverk Hafrann- sóknastofnunar að koma með tillögu um aflamark. Okkar hlut- verk er að mæla stofn- stærðina og spá fyrir um þróunina i framtíð- inni. Þessi pólitíski kaleikur er tekinn af okkur. “ Af hverju er ekki leitað er- lendrar aðstoðar við mat á fiskistofnum til samanburðar við niðurstöður Hafrannsókna- stofnunar? „Við teljum okkur gera það með tímaraðgreiningu. Við tökum átt í mörgum vinnunefndum Alþjóða hafrannsóknaráðsins sem gefur sjálfstæða ráðgjöf. Við leituðum í fyrra til erlendra sérfræðinga utan hefðbundins umhverfis Hafrann- sóknaráðsins sem eru frá Norður- Ameríku og beita allt öðru vísi og óhefðbundnum aðferðum." Bæði forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra haft lýst áhuga á að rannsóknaraðferðir Hafró verði yfirfamar. Hvemig og af hverjum? „Þeirra áhyggjur eru skiljanleg- ar þar sem við erum með meira frávik en við viljum sjá í okkar niðurstöðum i okkar tíðindum til þjóðarinnar. Viö verðum að styrkja trúverðugleikann gagnvart okkur og þá tel ég það ágætis að- ferðafræði að kalla til utanaðkom- andi aðila. Við fógnum þeim, hverjir sem það verða." Hvar eru þessi 470 þúsund tonn af veiðistofni þorsks sem vantar frá mati stofnunarinnar frá árinu 1999? „Magnið er ekki svona mikið og væntanlega hefur þessi fiskur heldur ekki verið til. En þetta er óeðlilega mikið frávik. Við höfum verið með 15% skekkju í okkar stofnmati en við vorum með alvar- leg frávik upp úr 1980 og síðan 1990, í báðum tilfellum áttum við von á Grænlandsgöngum sem ekki sýndu sig og það var loðnubrestur upp úr 1980. Umhverfisskilyrði hafa verið að breytast allt norður í höf á síðustu árum og ástandið líkist meira því sem var á árunum 1920 til 1960. Sambandið milli afla á sóknareiningu og stofnstærðar er ekki línulegt svo við verðum að fara varlega þegar við erum að túlka aflabrögðin. Sambandið milli þyngdar þorsks og loðnugengdar var mjög afgerandi en hefur verið að rofna undanfarin ár. Því til staðfestingar bendi ég á að við mælum megnið af stofninum norð- vestan og vestan við landið en ekki fyrir austan eða suðaustan." Yfirheyrsla Geir A. Guðsteinsson blaöamaður Af hverju er hugmyndum um grisjun þorskstofnsins kastað út af borðinu umyrðalaust? „Vegna þess að það er mjög arð- bært að geyma ungan fisk í sjón- um. 3 til 4 ára fiskur þyngist um 80% og 4 til 5 ára fiskur um 50% og síðan hægar. Það er því gifur- lega arðsamt að bíða eftir því að fiskurinn fari að vaxa.“ Er mögulegt að þorskstofn- arnir við ísland séu fleiri en „Það er skilgreiningaratriði hvað er stofn í þessu sambandi en stofneiningar eða fjölskyldur eru án efa til staðar. Svo er breytileg- ur vaxtamunur milli landsvæða en erfðafræðirannsóknir okkar benda einnig til þess. Það er án efa hluti af náttúrulegum breyti- leika sem við erum að fást við ef stofnarnir eru fleiri en einn.“ Er frjáls sókn smábáta í stein- bít þeim stofni hættuleg? „Ég trúi því ekki að það verði alveg frjáls sókn. Steinbíturinn hefur verið í aflamarki og við lögðum til 13.000 tonna hámarks- afla. Það er mjög óheppilegt ef afl- inn fer mikið fram yfir það en steinbíturinn er fremur hægvaxta tegund.“ Af hverju er ekki haft samráð við sjómenn um mat á stofnin- um? „Það er ekki rétt því við byggj- um töluvert á upplýsingum sem frá þeim koma, s.s. aflaskýrslur fiskiskipa, og við erum í sambandi við þá á fundum og förum um borð. En það má gera meira." Er árangur togararallsins í takt við væntingar og kostnað? „Kostnaður er mikill og erfitt að meta hann á móti árangri, en hann er ótvíræður." Eru líkur á að aflahámark samkvæmt aflareglu lækki enn frekar á fiskveiðiárinu 2002/2003, t.d. niður í 160 þús- undtonn? „Samkvæmt þeim spám sem nú liggja fyrir þá mun stofnmatið samkvæmt núgildandi aflareglu gefa aflaheimildir upp á 180 þús- und tonn. Sveiflujöfnunin mun ekki taka gildi á næsta ári þar sem stofninn er vonandi aö hjarna við.“ Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: hkrist@ff.is Loka sjoppunni? Mörgum þótti Davíð Oddsson for- sætisráðherra nokkuð hógvær í um- mælum sínum um Hafrannsókna- stofnun í DV i gær. I heita pottinum minnast menn , djarfmannlegra | viðbragða ráðherr- ans þegar aðrar I stofnanir hafa bor- ið óþolandi tölur á I borð rikisstjórnar- innar. Þórður Friðjónsson þjóð- hagsstofustjóri' mátti t.d. sæta því að hans stofnun var hreinlega slegin af fyrir að segja það sem hann taldi heilagan sann- leika um efnahagsmálin. Menn velta því fyrir sér hvort orð Davíðs um að Hafró endurskoði grundvöll starf- semi sinnar feli hugsanlega í sér svipuð skilaboð til Jóhanns Sigur- jónssonar, forstjóra Hafrannsókna- stofnunar, um að búa sig undir að loka sjoppunni... Vondi kallinn Það er vandlifað hjá Áma M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í kjölfar svartrar skýrslu Hafrann- sóknastofnunar. Ráðherrann vildi gera sem best úr ■; öllu og gera góð- verk fyrir trillukarla í leið- inni. Tók hann því ákvörðun um að steinbítur yrði ekki settur í kvóta eins og til stóð í haust. Allir skyldu nú hafa leyfi til frjálsra veiða á „sladdanum". Smábátasjómenn eru hins vegar öskuvondir yfir gjörð- um ráðherrans. Nú geti togarar sleikt upp allan steinbít á hrygn- ingarslóð hans svo ekkert verði til skiptanna innan skamms tíma. Ákvörðun ráðherrans verði því til að gjöreyða steinbítsstofninum. - Já, það er sannarlega vandlifað í heimi ráðherranna ... í moldarflagi Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari þurftí að bíta í súra eplið eftir lands- leik íslands og Búlgaríu á miðviku- dagskvöldið. Eftir að eiga endalaus tækifæri til að. koma tuðrunni í markið stóðu I strákamir okk- ar uppi með I jafntefli og I máttu þakka fyrir að tapa I ekki leiknum undir lokin. Þar sem leikurinn var sýndur í sjónvarpi víða um heim þótti þó enn verra til af- spumar og léleg landkynning hversu hörmulegt ástandið var á Laugardals- vellinum. Þótti sumum fremur neyð- arlegt að sjá liðin bókstaflega eins og naut í moldarflagi og enn neyðarlegra þegar myndatökumenn Sjónvarpsins vora svo önnum kafnir við að fylgjast með einhverju allt öðru, að þeir gleymdu að fylgja leikmönnum eftir Allir á Ijónaveiðar! „Ég hef vissulega áhyggjur af fjölgun hvala hér við land en það eru ákveðin ljón í vegi fyrir því að við getum hafið hvalveiðar strax. Þeim verðum viö að ryðja úr vegi áður en hvalveið- ar geta hafist að nýju,“ segir Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra í svari við spumingu Inter- Seafood.com um hvað líði áformum ríkisstjórnar- innar um að hefja hvalveiðar að nýju. í heita pottinum þóttu þessi ummæli nokkuð skondin og menn velta fyrir sér hvað náttúruvernd- arsinnar segi nú. Ráðherra telji ákveðin ljón í veginum og þeim þurfi að ryðja úr vegi áður en hægt sé að hefja hvalveiðar að nýju. Sagt er aö hvalveiðimenn séu þegar famir aö hringja í ráðuneytið og spyrja um leyfi til ljónaveiða ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.