Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 22
26 ___________________________________FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 íslendingaþættir_________________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára_______________________ Valgeröur Emilsdóttir, Múlavegi 38, Seyðisfirði. 30 ára_______________________ Guörún Karitas Sölvadóttir, Hlíðargerði 25, Reykjavík. Gunnar Auöunsson, Vallarbraut 8, Seltjarnamesi. Sigríöur Fanney Björnsdóttir, Vallarbraut 13, Akranesi. Þóröur Kristjánsson, Hreðavatni, Borgarnesi. 75 ára_______________________ Guðbjörg H. Einarsdóttir. Hjallalundi 20, Akureyri. 70 ára_______________________ Kristján Sigtryggsson, Álfhólsvegi 147, Kópavogi. Rósa Arngrímsdóttir, Tunguvegi 10, Njarðvík. Þórdís Siguröardóttir, Merki, Borgarfirði. QO ára_______________________ Haraldur Árnason, Garöastræti 45, Reykjavík. Magnea Jónsdóttir, Nökkvavogi 58, Reykjavík. Ólafur Einarsson, Bjarnastöðum, Selfossi. Stefán Sigurösson, Laugarmýri, Varmahlið. Egir Axelsson, Kirkjugerði 9, Vogum. >0 ára_________________________ Guölaug Erlendsdóttir, Goöabraut 11, Dalvík. ólafur Árnason, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík. Rétur Ólafsson, Hjallabraut 2, Hafnarfiröi. Steingrímur Jóhannesson, Bleiksárhlíö 61, Eskifiröi. 40 ára___________________________ Aöalheiöur Erna Arnbjörnsdóttir, Ekrusmára 11, Kópavogi. Bjarnheiöur S. Bjarnadóttir, Reyrengi 7, Reykjavík. Dagný Magnea Haröardóttir, Snægili 4, Akureyri. Elín Árnadóttir, Hlíöarási 6a, Mosfellsbær. Guöný Hlín Friöriksdóttir, Eiöismýri 26, Seltjarnarnesi. Halldóra B. Brynjarsdóttir, Veghúsum 5, Reykjavík. Hákon Óli Guömundsson, Berjarima 25, Reykjavík. Hrönn Vilhelmsdóttir, Barónsstíg 59, Reykjavlk. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir, Dalseli 34, Reykjavlk. Ólafur Kristinn Guömundsson, Lindarbyggð 8, Mosfellsbær. Siguröur Kristinn Hjartarson, Hellisgötu 32, Hafnarfiröi. Smáauglýsingar Allt til alls ►I550 5000 mmmmKKmkí, i Hjalti Gestsson fyrrv. framkvæmdastjóri Búnaöarsambands Suðurlands Hjalti Gestsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, Reynivöllum 10, Sel- fossi, verður áttatíu og flmm ára á sunnudaginn. Starfsferill Hjalti fæddist á Hæli í Gnúpverja- hreppi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1938, lauk bú- fræðikandídatsprófí og framhalds- námi i búfjárrækt frá Landbúnaðar- háskólanum í Kaupmannahöfn 1938 og fór námsför til Bandaríkjanna 1959. Hjalti stundaði bústörf 1930-36 að einum vetri undanskildum er hann var við MA á Akureyri, var starfs- maður við Landökonomisk forsögs- laboratorium 1941-45 og ráðunautur í búfjárrækt og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands 1946-93. Hjalti var framkvæmdastjóri bændaskólanefndar í Skálholti 1945-50, kennari við framhaidsdeild- ina á Hvanneyri 1949-57, formaður fjárskiptanefndar Ámessýslu og Kjalamesþings 1951-54, var sýslu- nefndarmaður fyrir Selfoss 1958-70, þingfulltrúi Búnaðarsambands Suð- urlands á Búnaðarþingi 1965-86 aö einu ári undanskildu og hélt mán- aðar búnaðarnámskeið í Stóru- Sandvík á árunum 1951-55. Hjalti sat í stjórn og varastjórn Hótel Sögu í fjórtán ár, í stjórn Hús- stjómarskólans á Laugarvatni í tíu ár, í búfræðslunefnd bændaskól- anna í átta ár, í stjórn Grasköggla- verksmiðjunnar á Hvolsvelli í tólf ár og hefur starfað í fjölda milli- þinganefnda er fjallað hafa um byggða- og landbúnaðarmál. Fjölskylda Eiginkona Hjalta var Karen Marie Rotham Olesen, f. 9.2.1921, d. 21.3. 1990, íþrótta- og leikfimikenn- ari og húsmóðir. Hún var dóttir Ole Rotham Olesen og Dorthe Rotham Olesen, bænda i Danmörku. Börn Hjalta og Karenar Marie eru Margrét Hjaltadóttir, f. 1.9.1944, kennari í Kópavogi, gift Kristjáni H. Guðmundssyni, fyrrv. bæjarstjóra og eiga þau þrjú böm; Ólafur Hjalta- son, f. 2.4. 1948, verslunarmaður í Reykjavík, var áður kvæntur Sigur- línu Ásbergsdóttur sem lést 1983 og eignuðust þau þrjú börn en er nú kvæntur Steinunni Ingvarsdóttur hjúkrunarforstjóra og eiga þau tvö börn; Unnur Hjaltadóttir, f. 14.12. 1951, kennari í Reykjavik, gift Frið- riki Páli Jónssyni fréttastjóra og eiga þau þrjú börn; Gestur Hjalta- son, f. 22.10.1956, framkvæmdastjóri á Selfossi, kvæntur Sólveigu Ragn- heiði Kristinsdóttur kennara og eiga þau fjögur börn. Systkini Hjalta: Gísli, f. 6.5. 1907, d. 4.10.1984, safnvörður í Reykjavík; Einar, f. 15.10. 1908, d. 14.10. 1984, bóndi á Hæli; Ragnheiður, f. 23.5. 1910, d. 19.8. 1912; Steinþór, f. 31.5. 1913, bóndi á Hæli, oddviti og fyrrv. alþm.; Þorgeir, f. 3.11. 1914, læknir í Reykjavík; Ragnheiður, f. 7.2. 1918, d. 1997, húsfreyja á Ásólfsstöðum. Foreldrar Hjalta voru Gestur Ein- arsson, f. 2.6. 1880, d. 23.11. 1918, bóndi á Hæli, og Margrét Gísladótt- ir, f. 30.9.1885, d. 7.6.1969, húsfreyja. Ætt Bróðir Gests var Eiríkur alþm. Systir Gests var Ingigerður, amma Benedikts hrl., Ingimundar arki- tekts og Einars, forstjóra Sjóvár. Önnur systir Gests var Ragnhildur, móðuramma Páls Lýðssonar. Þriðja systir Gests var Sigríður, móðir Einars Sturlusonar óperusöngvara. Gestur var sonur Einars, b. á Hæli Gestssonar, b. á Hæli Gíslasonar, b. á Hæli Gamalíelssonar, bróður Jóns, afa Haralds Matthíassonar menntaskólakennara, föður Ólafs alþm.. Móðir Einars var Ingveldur Einarsdóttir, b. i Laxárdal, ættfoöur Laxárdalsættarinnar Jónssonar. Móðir Gests Einarssonar var Stein- unn, systir Guðrúnar, móður Guð- nýjar, móður Brynjólfs Bjarnason- ar, heimspekings og fyrrv. mennta- málaráðherra, en systir Guðnýjar var Torfhildur, langamma Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Stein- unn var dóttir Vigfúsar, sýslu- manns á Borðeyri, Thorarensen. Móðir Steinunnar var Guðrún, syst- ir Bjama Thorarensens, skálds og amtmanns. Margrét var dóttir Gísla, b. á Ás- um í Eystrihrepp Einarssonar, b. á Urriðafossi Einarssonar, b. þar Magnússonar, ættföður Urriða- fossættarinnar. Móðir Gísla var Guðrún, systir Vigfúsar, afa Grétars Fells rithöfundar. Annar bróðir Guðrúnar var Ófeigur, langafi Tryggva Ófeigssonar útgerðar- manns, afa Tryggva Pálssonar bankastjóra. Guðrún var dóttir Ófeigs, ríka á Fjalli á Skeiðum Vig- fússonar. Móðir Margrétar var Margrét ljósmóðir, dóttir Guðmundar, b. á Ásum Þormóðssonar og Margrétar Jónsdóttur, pr. á Klausturhólum, Jónssonar, pr. í Hruna, bróður Hannesar biskups, ættfóður Finsen- ættarinnar. Jón var sonur Finns biskups Jónssonar. Vinir og velunnarar Hjalta munu halda honum hóf að Hótel Selfossi á afmælisdaginn, sunnudaginn 10.6. og hefst samkoman kl. 19.30. Verð fyrir þriggja rétta hátíðarkvöldverð er kr. 2.500. Öllum sem vilja heiðra Hjalta er boðið að taka þátt í samkomunni og skrá sig á skrifstofu Búnaðarsam- bands Suðurlands í sima 482-1611 i síðasta lagi í dag, föstudaginn 8.6. Andlát Ágúst Hafberg f ramk væmdastj óri Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri lést á krabbameinsdeild Landspítal- ans þann 16.5. sl. Útfór hans fór fram á miðvikudaginn var. Starfsferill Ágúst fæddist í Reykjavík 30.6. 1927 en ólst upp í Haga í Gnúpverja- hreppi. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1949 og stundaði nám við laga- deild HÍ 1949-51. Ágúst var framkvæmdastjóri fólksflutningafyrirtækisins Land- leiða hf. frá stofnun, 1950, og lengst af sinn starfsferil. Jafnframt var hann framkvæmdastjóri ísarns hf frá stofnun 1954. Ágúst sinnti fjölda trúnaðar- starfa. Hann sat í stjóm Heimdallar, í stjóm Varðar, í stjóm fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna og síðustu árin í stjóm Samtaka eldri sjálfstæðis- manna. Þá sat hann í ýmsum ráöum og nefndum á vegum Sjálfstæðis- flokksins. Ágúst var um árabil formaður Fé- lags sérleyfishafa, var fram- kvæmdastjóri Reykjavíkursýning- arinnar 1962, sat í stjórn Bílgreina- sambandsins, í stjórn Sambands málm- og skipasmiða, í stjórn VSÍ, í stjórn Ferðamálaráðs og Ferðamála- sjóðs, í Endurhæfmgaráði og Skipu- lagsnefnd fólksflutninga og í stjóm flölda fyrirtækja. Fjölskylda Ágúst kvæntist 5.7. 1952 Árnheiði Guðnýju Guðmundsdóttur, f. 25.4. 1929, d. 28.11. 1986, húsmóður. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jó- hannes Guðmundsson, f. 30.10. 1897, d. 10.10.1982, og María Árnadóttir, f. 24.4. 1888, d. 11.1. 1981. Böm Ágústar og Árnheiðar eru Oddný Hafberg, f. 21.1. 1955, gift Hermanni Þórðarsyni, f. 10.9. 1955; Guðmundur Már Hafberg, f. 26.10. 1956, kvæntur Magneu Sverrisdótt- ur, f. 26.5. 1958; Ágúst Friðrik Haf- berg, f. 25.10. 1965, kvæntur Guð- nýju Hallgrímsdóttur, f. 8.7. 1964. Barnaböm Ágústs eru tíu talsins. Síðustu árin var Ágúst í sambúð með Sigurlaugu Magnúsdóttur, f. 11.6. 1938. Bróðir Ágústs var Einar Jens Friðriksson Hafberg, f. 8.8. 1919, d. 2.1. 1974. Hálfsystkini Ágústs eru Þorvald- ur Kristinn Friðriksson Hafberg, f. 19.7. 1932; Sveinn Friðriksson Haf- berg, f. 21.4. 1934, d. 25.5. 1981; Ingi- björg Friðriksdóttir Hafberg, f. 14.8. 1935; Ágústa Jóhanna Friðriksdóttir Hafberg, f. 14.4. 1937. Foreldrar Ágústar voru Friðrik Einarsson Hafberg, f. að Ráðagerðis- koti á Álftanesi 13.1. 1893, d. 2.8. 1966, og Ágústa Margrét Sigurðar- dóttir, f. að Hrepphólum í Hruna- mannahreppi 25.8.1891, d. 10.8. 1927. Andlát Guöbrandur Guömundsson sölumaöur, áður til heimilis I írabakka 8, lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi aö kvöldi mánud. 4.6. sl. Erna Valdís Halldórsdóttir, Gullengi 33, Reykjavík, lést á heimili slnu mánud. 4.6. Stefán Siggeir Þorsteinsson frá Norðfirði andaöist á Landspítalanum Fossvogi sunnud. 3.6. sl. Arnarr Þorri Jónsson, Fjölnisvegi 6, Reykjavlk, lést 2.6. á Borgarspítalanum. Útförin fer fram I kyrrþey að ósk Þorra. Merkir íslendingar Guðmundur Kamban rithöfundur fæddist í Litlabæ í Garðasókn á Álftanesi 8. júní 1888. Hann var sonur Jóns Hallgrímssonar, útvegsbónda þar, og k.h., Guðnýjar Jóns- dóttur. Bróðir Guðmundar var Gísli Jónsson, útgerðarmaður og alþm. Guðmundur lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1910 og las heimspeki og bókmenntir við Kaupmannahafnarhá- skóla og lagði hann stund á leiklist hjá Peter Jerndorff 1911-1914. Guðmundur bjó lengst af í Dan- mörku en fór auk þess til Englands og Þýskalands. Hann var kunnur fyrirles- ari í Danmörku og vinsæll upplesari. Þá starfaði hann sem leikstjóri og var sýn- ingastjóri viö Dagmar-leikhúsið, Folke- teatret og við Konunglega leikhúsið. Guömundur Kamban Guðmundur var í hópi þekktustu rithöfunda íslendinga á fyrri hluta 20.ustu aldar og með- al brautryðjenda í leikritagerð. Hann var einn fyrsti íslendingurinn sem gerði leiknar kvikmyndir. Þekktustu leikrit hans eru Hadda Padda, Marmari og Vér moröingjar. Þá samdi hann m.a. skáldsögurnar Ragnar Finnsson, Skál- holt, og Vítt sé ég land og fagurt. Hann var sæmdur prófessorsnafnbót 1934. Guðmundur var skotinn til bana af sveitarforingja í dönsku andspyrnu- hreyfingunni í Kaupmannahöfn í stríðslok eftir að hafa neitað að láta handtaka sig. Tilefni aðfarar að honum var óljós grunur um samúð með nasistum. Dönsk réttarrannsókn leiddi ekkert í ljós um slíka samúð né um frumkvæði að aðförinni. Jarðarfarir Geir Stefánsson stórkaupmaöur, Ljós- heimum 8, Reykjavík, veröur jarðsung- inn frá Dómkirkjunni 8.6. kl. 13.30. Eyjólfur Guömundsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, áöur Tunguvegi 2, veröur jarðsunginn frá Víöistaöakirkju föstud. 8.6. kl. 13.30. Guömundur Magnússon húsasmlöa- meistari, Bólstaöarhlíö 45, veröur jarð- sunginn frá Háteigskirkju 8.6. kl. 13.30. Leifur Anton Ólafsson, Njaröargötu 33, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Foss- vogskapellu föstud. 8.6. kl. 13.30. Karen Birna Erlendsdóttir, Engjaseli 70, Reykjavík, veröur jarösungin frá Selja- kirkju föstud. 8.6. kl. 13.30. Útför Ingibergs Grímssonar, fýrrv. verkstjóra, Langholtsvegi 155, Reykjavík, fer fram frá Langholtskirkju föstud. 8.6. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.