Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2001, Blaðsíða 7
7
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001
DV Fréttir
Stóri dagurinn í lífi Guðmanns og Hildar í Iðufelli 6:
Brúðarvöndurinn
fölnaði í kirkjunni
- blómabúðin neitar að endurgreiða að fuliu
Kildur Dögg og Guömann
Ætla ekki aö láta brúðarvöndinn varpa skugga á framtíðardrauma sína.
„Þetta átti aö vera stóri dagurinn í
lífi mínu og þá þurfti að fara svona,“
sagöi HOdur Dögg Guðmundsdóttir
sem gekk í heilagt hjónaband í Hóla-
og Fellakirkju á dögunum. Á leið inn
kirkjugólíið tók hún eftir þvi að brúð-
arvöndurinn fólnaði og var sem blóm-
in dræpust á staðnum. „Það var eins
og blómin hefðu fengið sýkingu. Það
kom brúnn hjúpur á kantana og þau
beygðu af. Það var vart talað um ann-
að í brúðkaupsveislunni," sagði Hild-
ur og undir orð hennar tekur eigin-
maður hennar, Guðmann Kristjáns-
son, sem lét það verða sitt fyrsta verk
að lokinni brúðkaupsnóttinni að hafa
samband við blómabúðina sem útbúið
hafði brúðarvöndinn:
„Eigandi blómabúðarinnar vildi
ekki endurgreiða mér vöndinn sem
kostaði um 15 þúsund krónur en bauð
mér þó fimm þúsund krónur í skaða-
bætur. En slíkt bætir ekki skaða sem
þennan. Brúðarvöndurinn hefur mik-
ið og táknrænt gildi fyrir okkur
bæði,“ sagði Guðmann.
Hildur Dögg var ekki hrifm af mót-
tökunum sem þau hjónin fengu í
blómabúðinni þegar þau mættu þar
með það sem eftir var að brúðarvend-
inum:
„Eigandi blómabúðarinnar sagði að
ekki væri von að samband okkar Guð-
manns entist ef við værum alltaf að
kvarta. Þetta sárnaði mér,“ sagði
Hildur
Eigandi umræddrar blómabúðar er
ekki sammála þeim hjónum og segb":
„Brúðarvöndurinn er sprelllifandi hér
inni í kæli hjá mér. Ég bauð brúðhjón-
unum endurgreiðslu að hluta en það
er nú þannig með sumt fólk að það
gerir meira mál úr hlutum en aðrir.“
Hildur Dögg og Guðmann ætla þó
ekki að láta þessi leiðindi setja svip á
framtíðaráform sín. Þau líta vonglöð
fram á veginn þar sem þau hafa kom-
ið sér fyrir í Iðufelli 6. Þau ætla ekki
að láta fóla brúðarvöndinn verða
hluta af hamingjudraumi þeirra
beggja.
-EIR
Háhyrningar og síldarhrygning viö Eyjar.
Keikó átti tíu
mínútna „fund“
1
| Keikó hefur sex sinnum átt náin
j samskipti við aðra háhyminga í ná-
j grenni við Vestmannaeyjar að und-
| anförnu. Lengsti „fundurinn" stóð
| yfir í mn tiu mínútur, að sögn Jeffs
| Fosters, yfirþjálfara hans.
Nú er mjög horft til þess að gert
er ráð fyrir að 40-50 háhymingar
muni safnast saman í fremur
grunnu vatni suður af Heimaey um
j miðjan júní þar sem síldin hrygnir.
| Þar er stuðst við rannsóknir frá síð-
j asta ári. Jeff segir að búist sé við að
1 hvalahópurinn muni halda til þarna
j meira og minna í 4-6 vikur.
„Við erum mjög bjartsýnir á að
Keikó muni aðlagast öðrum dýrum,
veðrið er að batna og við höfum þeg-
ar siglt um 300 kílómetra með hann.
Nú mun Keikó verða lengri og
lengri tíma úti á sjó og hann mun
aðlagast villtri náttúru æ meir. Þeg-
ar hann hittir aðra háhyrninga telj-
um við að hann hafi ekkert að ótt-
ast, heldur verið forvitinn og sýnt
áhuga. Þetta eru gáfuð dýr og lífið í
sjónum verður þægilegra fyrir hann
með hverjum deginum sem líður,“
sagði Jeff.
-Ótt
Tilfinningagreind
á Suðureyri
DVA1YND VALDIMAR HREIÐARSSON
Tilfinningagreind
Eyþór Eðvarðsson vinnusálfræðingur
fór oft mikinn í framsetningu sinni á
tilfinningagreind á Suðureyri um
helgina.
DV, SUÐUREYRI:
Á annan dag hvítasunnu stóð fisk-
iðjan íslandssaga fyrir fyrirlestri á
Suðureyri um tilfmningagreind. Þar
kynnti Eyþór Eðvarðsson vinnusál-
fræðingur hugtakið og tengdi það
ýmsum þáttum í lífi og starfi fólks.
Tilfmningagreind er ein tegund
greindar samkvæmt skilgreiningu
Gardners á vitsmunum fólks en skil-
greining hans hefur bylt hugmyndum
fólks um greind og færni. Miðar hin
nýja námskrá íslenska skólakerfisins
meðal annars við þær hugmyndir.
Kenningar Gardners hafa ekki síður
haft mikil áhrif á hugmyndir fólks
um velgengni í starfl og það hvernig
fyrirtækjum er stjómað.
Húsfyllir var á fyrirlestrinum.
Mjög góður rómur var gerður að máli
Eyþórs en hann er í hópi kraftmeiri
og skemmtilegri fyrirlesara. -VH
í-:
I
’
DV-MYND BRINK
löjuþjálfar þinga
Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um iðjuþjálfun sem haldin hefur verið á Islandi stendur nú yfir á Akureyri. Ráðstefnan er haldin
í tengsium við 25 ára afmæli löjuþjáifafélags ísiands og um helgina munu fyrstu iðjuþjálfarnir útskrifast frá Háskólanum á
Akureyri. Á ráðstefnunni eru hátt á annað hundrað þátttakendur og hana sækja margir heimskunnir fyrirlesarar í þessari
grein. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina „Iðja - heilsa - vellíðan. Frá setningu ráðstefnunnar á Akureyri í gær.
um
Verið velkomin á
9.-10. júní kl. 12-17
♦ Uppákomur báða dagana ♦ Hrikalegustu jeppar landsins
♦ Fjör fyrir börnin ♦ Goði grillar - Pepsí gýs
♦ Ekki missa af þessari gleði
ivar
gason hf.
®
Bflheimar