Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 DV Fréttir Ófremdarástand miðborgarinnar rætt í Ráðhúsinu: esaEsaE'--' Afgreiðslutíminn ekki lengur frjáls þarf að efla löggæslu, segir borgarstjóri DV-MYND HILMAR ÞÓR Ólæti og ofbeldi í miöborginni til umræöu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri boðaói til fundar í gær þar sem ástandið í miðbænum var rætt. „Viö höfum hugmyndir um aö setja endapunkt á afgreiðslutíma veitingahúsa, það er að afgreiðslu- tíminn verði ekki frjáls eins og verið hefur. Það er nauðsynlegt að koma eftirlegukindunum út úr miðbænum áður en dagur rís,“ sagöi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að loknum fjölmennum fundi í Ráðhús- inu í gær. Til fundarins var boðið fulltrúum lögreglu, miðborgarat- hvarfs, Þróunarfélags miðborgarinn- ar og veitingamönnum. Umfjöllunar- efni fundarins var ófremdarástand miðborgarinnar um helgar, sem ein- kennist af drykkjulátum, ofbeldi og flkniefnaneyslu. Borgarstjóri sagöi vandann þó ekki einvörðungu vegna hins frjálsa af- greiðslutíma veitingahúsa, heldur væri vandamálið margþætt. „Það má ekki gleyma því að lenging afgreiðslu- tímans á sínum tíma var viðbrögð við því hættuástandi sem var farið að skapast i borginni að nóttu til. Þessar aðgerðir skiluðu árangri og má jafn- framt benda á að unglingum undir lög- aldri hefur fækkað í miðbænum," sagði Ingibjörg Sólrún. Efling löggæslu er nauðsynleg að mati Ingibjargar Sólrúnar enda bendir hún á að nú séu 13 lögreglumenn á vakt í miðbænum en hafi verið 22 fyr- ir þremur árum. „Þetta er pólitískt úr- lausnarefni sem þarf að leysa.“ Þá kom fram á fundinum að úti- gangsfólki og geðfótluðum hefur fjölg- að í miðborginni. Borgarstjóri sagði þetta vissulega áhyggjuefni og hér væri um heilbrigðisvanda að ræða. Borgin væri búin að samþykkja að koma upp tveimur athvörfum fyrir þá sem eiga hvergi höfði sínu að að haila. Geir Jón Þórisson yflrlögregluþjónn sagði lögregluna vera að kortleggja ástand miðborgarinnar en mannaflinn væri ekki nægur. „Ástandið er orðið mjög slæmt og við munum bregðast strax við um helgina. Hugsanlega verð- um við að draga úr löggæslu annars staðar í borginni," sagði Geir Jón. Á fundinum var skipaður vinnuhóp- ur sem á að fara yfir stöðu mála og benda á leiðir til úrbóta. Vinnuhópn- um er gert að skila niðurstöðu að tveimur vikum liðnum. Þá liggur væntanlega fyrir hvort afgreiðslutíma veitingahúsa verður breytt. -aþ Tíö verkföll: Tilefni til að yfirfara vinnulag - segir Ari Edwald „Það er enginn vafi á því að verkfall þroskaþjáfa veldur mörg- um óþægindum og til þess er leik- urinn væntanlega gerður,“ sagöi Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, aðspurður um afstöðu vinnuveit- enda til langvarandi fjarvista fólks úr vinnu vegna yfir- standandi verkfalls þroskaþjálfa. Ari sagði að vakið hefði at- hygli í umræðunni um verkföll að undanfornu að verkfallsgleðin væri mest hjá hinu opinbera, eink- anlega þeim hópum í þjóðfélaginu þar sem verkfallið ylli viðkvæm- um hópum óþægindum, eins og hjá starfsfólki heilbrigðisstofnana og kennurum. Vandséð væri að verkfóllin væru að skila sér í betri kjörum. Almennt séð hefði hreyf- anleiki á vinnumarkaöi og sam- keppni um starfsfólk mest áhrif til kjarabóta. „Mér finnst að umfang verkfalla hjá hinu opinbera gefl tilefni til að fara yfir vinnulag á þeim sam- skiptum,“ sagði Ari. „Það vekur athygli hve ríki og sveitarfélög þurfa að semja frá grunni viö marga og smáa hópa um hluti sem eru meira eða minna sameiginleg- ir. Þá er íhugunarvert hvernig verkfallsréttur liggur hjá litlum fé- lögum án þess að opinberir aðilar hafi þá stöðu sem vinnuveitendur hafa á almennum vinnumarkaði, t.d. til verkbanna. Ríkið hlýtur aö hafa sömu meginstefnu um launa- breytingar gagnvart öllum hópum, nema almenn samstaða væri um leiöréttingar einstakra hópa miðað við aðra.“ -JSS Ari Edwald. Veðurklúbburinn á Dalvík: Spáin rættist upp á dag - bæjarstjórnin bauö til veislu * Sumarið kom til Reykjavíkur í gær og rættist þar með júníspá Veður- klúbbsins á Dalvík upp á dag. Sagt haíði verið frá spá klúbbsins i tveimur fréttum í DV, fyrst 6. júní og svo aftur 11. júni, en í báðum fréttunum stóð að „... sumarið kemur ekki af alvöru og þá með full- _ um dampi fýrr en 21. jum. Og það var gær. „í næstu viku reynum við að koma saman júlí- arií.. * D»lb* Veðurklúbburinn í góða veðrinu í gær. spanm, sagði Júlíus Júlíusson, talsmaður Veðurklúbbsins „Við ráðum í drauma, vinda, tungl og tilfinningar og skoðum gamlar dagbækur. Við spáum í allt ' nema gam- ir.“ í tilefni af kórréttri júní- spá ákvað bæj- arstjóm Dalvík- ur að bjóða með- limum Veður- klúbbsins til veislu í gær á dval- arheimili aldr- aðra, Dalbæ, en þar búa spámenn- imir sem eru tólf Áfram deilt um kaup Lyf javerslunar íslands á Frumafli: Stenst ekki lög - ákvöröun tekin þvert á ósk um hluthafafund, segir Lárus L. Blöndal „Við fáum ekki séð að sýslumaður hafi tekið á nokkurn hátt á þeim sjónar- | miðum sem við lögðum fram,“ segir Lárus L. Blöndal, stjómarmaður í Lyfjaverslun Islands hf„ sem óskaði ásamt fleiri hluthöfum eftir lög- banni á kaupum fyrirtækis- ins á Frumafli ehf. „Sýslumaður byggir niður- stöðu sína á að ágreiningur sé um verðmæti umræddra hluta- bréfa. Ágreiningurinn snýst bara ekki um það núna, heldur hvort ákvörðun stjórnar Lyfjaverslunar ís- lands hf. um kaup á Frumafli hafi verið lögmæt. Sem kunnugt er synjaði Sýslumað- urinn í Reykjavík á miðvikudag kröfu þeirra Aðalsteins Karlssonar, Guðmundar Birgissonar og Lárusar L. Blöndal, um að lagt yrði lögbann við því aö Lyfjaverslun íslands hf. gengi tU samninga um kaup á hluta- fé í Frumafli hf. Jón Steinar Gunn- laugsson, lögmaður þremenning- anna, vísaði málinu áfram til Héraðs- dóms Reykjavíkur. „Við væntum úr- skurðar dómsins fyr- ir 10. júlí,“ segir Lár- us L. Blöndal en þann dag verður hluthafa- fundur haldinn i fyr- irtækinu. Lyfjaverslun Is- lands sendi í fram- haldi tilkynningu tU Verðbréfaþings. Þar kemur fram að á stjórnarfundi i Lyfjaverslun íslands í fyrradag hafi verið ákveðið að ganga frá kaupum á Thorarensen Lyf ehf. og Frumafli hf. Vegna kaupanna hefur stjóm Lyfja- verslunar íslands gefið út nýtt hluta- fé að nafnvirði kr. 220.000.000 og telst það greitt við afhendingu hluta í framangreindum félögum. „Stjómarfundurinn sem tók ákvörðunina um kaupin á Frumafli var ekki löglega boðaður. Þá var búið að óska eftir því að fjaUað yrði um þetta mál á hluthafafundi. Eftir að sú krafa kom fram gat stjórnin ekki tek- ið ákvörðun í málinu áður en hlut- hafafundur er haldinn. Til er Hæstaréttardómur sem styð- ur þaö. Þetta eitt og sér hefði átt að duga til að sýslumaður samþykkti lögbannskröfuna. Hins vegar er ekki einu sinni fjallað um þetta í úrskurðin- um. Þá liggur það fyrir að ég var ekki boðaður á fundinn. Ég tel að ákvörðunin um kaupin standist einfaldlega ekki,“ segir Lárus L. Blöndal. Hann segist bjartsýnn á að þeir félag- ar nái fram sínu máli, enda hafi hann fulla trú á íslenska réttarkerf- inu. Grímur Karl Sæmundsen, stjórn- arformaður LÍ, sagðist í DV fyrir síð- ustu helgi vera mjög óhress og harma hvernig Lárus og Aðalsteinn Karlsson hefðu haldið á þessum mál- um. Þeir væm búnir að stórskaöa fé- lagið með því að fara meö alla þessa umræðu í fjölmiðla. Sú krafa hefði verið á félaginu að standa við gert samkomulag um þessi kaup eða að öðrum kosti að horfa fram á skaða- bótaskyldu vegna vanefnda. -HKr. Lárus L. Blöndal. Grímur Karl Sæmundsen. Höfuöiö aö veði Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, seg- ist tilbúinn að „ieggja höfuð sitt á höggstokk Ögmundar" um að hagsmunatengdir ráð- gjafar hafi komið að málum vegna samn- ings ráðuneytisins við Öldung. Það sé af og frá. Ögmundur Jónasson, þing- maður VG, varpar þessari spurningu fram í gær. - Fréttablaðið greindi frá. Svínaö á leiguliöa Umboðsmaður Alþingis segir land- búnaðarráðuneytið ekki hafa gætt vandaðra stjómsýsluhátta þegar það neitaði leigjanda ríkisjarðar um kaup á jörðinni vorið 1999 og vill að ráðu- neytið rétti hlut mannsins. Virkjun á Hellisheiöí Orkuveita Reykjavíkur áformar að ráðast í byggingu nýrrar jarðgufu- virkjunar á Hellisheiði fyrir um 12 milljarða króna. Búist er við að fyrsti áfangi þessarar virkjunar verði tilbú- inn eftir fiögur ár, eða 2005, með 40 megavatta framleiðslu. deCODE dalar aftur Eftir riflega fjórðungshækkun á hlutabréfum deCODE í gær lækkaði gengi bréfanna um 5,97% í dag. Loka- gengið var 8,5 dollarar á hlut en sveifl- aðist allt frá 7,7 til 8,68 dollara. Nýtt stjórnmálaafl Hugmynd er uppi meðal hóps manna sem giftir eru innflytjendum og svo meðal nýbúa sem þegar eru orðnir íslenskir ríkisborgarar um að stofna pólitiskan flokk. Flokkurinn er einnig hugsaður sem mótvægi við þá þjóðern- issinna sem hafa verið að láta heyra í sér að undanfómu. Þörf á umbótum Margrét Frí- mannsdóttir, þing- maður Samfylkingar- innar, telur þörf á að setja úrskurðarvald um afplánun með samfélagsþjónustu til dómstóla. Reglur um samfélagsþjónustu vom rýmkaðar á síðasta ári en Mar- grét vill endurbæta þaö þannig að stærri hluti sakbominga komi tO greina. - Fréttablaðið greindi frá. Bætur til smitaöra Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur falið Ríkislögmanni að sjá um uppgjör bóta til sjúklinga sem sýkst hafa af lifrar- bólgu C við blóðgjöf hér á landi fyrir október 1992. Skimun meðal blóðgjafa gegn lifrarbólgu C hófst hér á landi í september 1992. Þijú kjarnasvæöi Byggðanefnd Sam- bands íslenskra sveitarfélaga undir forystu Sigurgeirs Sigurðssonar leggur til að byggð verði upp 2-3 kjamasvæði á landsbyggðinni til mótvægis við höfuð- borgarsvæðið. Nefndin vill að eitt ráðuneyti fjalli um byggðamál i stað þriggja nú og 3 lánasjóðir renni í einn. Biskup skipi presta Biskup telur hugmynd kirkjumála- ráðheiTa um að biskup skipi framveg- is sóknarpresta en ekki ráðherra vera eðlilegt skref í samræmi við kirkjulög, en gefi þó tilefni til að hugleiða stöðu prestsembættisins í þjóðkirkjunni. Hafið látið hreinsa Talið er að hægt verði að nota haf- strauma til þess að hreinsa gróður- húsalofttegundir eins og koltvísýring þannig að umhverfmu stafi ekki hætta af. Hugmynd norskra vísindamanna er að dæla óæskilegum lofttegundum nið- ur á um 800 metra dýpi. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.