Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 DV 7 Fréttir Slökkviliðið fær nýjan/gamlan bíl sem dælir í hæstu hæðir frá götunni: Brýnt að byggja nýja slökkvistöð - segir slökkvistjórinn á Akranesi DV, AKRANESI:_____________ Slökkvilið Akraness fékk í vikunni nýj- an/gamlan slökkvibíl af- hentan. Bifreiðin er af gerðinni Scania 1977 og er hann keyptur frá slökkvi- liði í Svíþjóð sem notaði hann við æfingar og út- köll og ná dælur hans upp í 23 metra hæð. Bíllinn er keyrður 24 þúsund kiló- metra og kostaði um 3,6 milljónir króna. Nýr bíll af sams konar tegund kostar um 25 milljónir. Aðalástæðan fyrir því að slökkviliðið þurfti svona bíl er að bygginga- og skipulagsnefnd bæjar- ins setti sem skilyrði fyrir því að byggð yrðu 6 hæða háhýsi á Akranesi að slökkviliðið yrði að eiga bíl sem væri fær um að eiga við elda i slíkri hæð. Fyrsta háhýsið er nú risið. Slökkvilið Akraness mun i ágúst fyrir utan slökkvistöðina og sá nýi bætist i þann hóp þegar hann kemur. Má því segja að nýi bílinn sé á göt- unni. Jóhannes Engilbertsson, slökkvistjóri á Akranesi, segir að það sé brýnt hags- munamál að byggja nýja slökkvistöð því það gangi ekki að geyma nýja bíla fyrir utan slökkvistöðina óvarða fyrir veörum, vind- um og skemmdarvörgum. Bæjarráð Akranes hefur fjallaö um byggingu slökkvistöðar en ekki tekið ákvörðum um hvað verður gert, hvort keypt verður eldra húsnæði eða nýtt byggt en það mun kosta um 30 milljónir króna. Fram hafa komið hugmyndir um að byggja nýja slökkvistöð við hlið Rauða- krosshússins og yrði þá hægt að tengja saman slökkvilið, sjúkrabíla og lögreglu á sama stað. -DVÓ DV-MYND DANIEL V. ÓLAFSSON Öflugur bíll Jóhannes Engilbertsson slökkviliðsstjóri við nýja bílinn sem nær í hæstu hæðir og er á götunni fá annan bil sem verið er að smíða á Ólafsfirði, en sams konar bíll fer einnig á Grundarfjörð. í dag háttar svo til að á slökkvið- stöðinni eru fimm dyr og nýi bílinn og annar tankbHl verða að standa Börnin færðu bókasafninu gjöf DV.GRUNDARFIRÐI: I vikunni heimsóttu börnin á leikskólanum Sólvöllum bókasafnið í nýja húsnæðinu. Börnin komu ekki tómhent heldur færðu safninu að gjöf likan sem þau höfðu gert af styttunni Sýn, sem stendur við Grundarfjarðarkirkju. Gerð líkansins er liður í svoköll- uðu elstubarna-verkefni þar sem bömin fara út í bæ i leit að lista- verki og hjá þessum hópi varð stytt- an fyrir valinu. Um leið og þau unnu að gerð lík- ansins fræddust þau um listaverkið sem er minnisvarði um líf og störf sjómanna í Eyrarsveit og sýnir sjó- mannskonu sem horfir til hafs og bíður mannsins sins. Listaverkið er eftir Steinunni Þórarinsdóttur. -DVÓ/SHG DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Komu færandi hendi Á myndinni eru greiðugu krakkarnir í Grundarfirði, í efri röð f.v.: Ásta, Karen Anna, Sandra Rut, Snædís Birta, Maren Sif. Neðri röö f.v.: Markús, Jónas og Kristófer. Á bak viö afgreiðsluboröið er Sunna Njáls- dóttir bókasafnsvörður. Héraðslistamaður Borgarfjarðar 2001: Páll á Húsafelli hlaut heiðurinn DV, REYKHOLTI:____________________ Sveitarfélögin fjögur í Borgarfirði hafa sameiginlega i fyrsta sinn út- nefnt héraðslistamann Borgarfjarð- ar. Þennan titil hlaut listamaðurinn Páll Guðmundsson frá Húsafelli en auk þess 300 þúsund króna styrk. Pál þarf vart að kynna, því hann er löngu orðinn þekktur af verkum sínum bæði hér heima og erlendis. Páll stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1977-1981og á árunum 1985-1986 við Listaháskól- ann í Köln í Þýskalandi. Hann hef- ur haldið fjöldann allan af einkasýn- ingum auk samsýninga hér heima og erlendis. Á tímabili var hann svo öflugur að hann hélt þrjár einkasýn- ingar samtímis á jafnmörgum stöð- um á höfuðborgarsvæðinu. Þá minnast margir sýningar hans í DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Heiðurslistamaður Páll Guömundsson frá Húsafelli, héraðslistamaður Borgarfjarðar, ásamt Björgu Karitas Jónsdóttur, formanni fræðslu- og menningar- málanefndar Borgarbyggðar. Surtshelli í Hallmundarhrauni, sem var kynngimögnuð og einstæð að mati þeirra fjölmörgu sem lögðu á sig að arka yfir úfið hraunið. Páll opnaði um siðustu helgi sýn- ingu í húsnæði Heimskringlu í Reykholti sem hann kallar „Átt- hagatónar", nafnið kemur frá hljóö- færi sem er gert úr steinum og viði og er i kirkjunni. Sýning Páls stend- ur yfir i allt sumar og málverkin og skúlptúrar sem hann sýnir eru unn- in frá árinu 1981-2001. Þá var einnig opnuð í Safnahúsinu í Borgamesi sameiginleg yfirlitssýning á verkum Páls og Guðmundar Sigurðssonar í eigu Listasafns Borgarbyggðar. Guðmundur var við sama tækifæri og Páll valinn héraðslistamaður Borgarbyggðar árið 2001. -DVÓ DV • DCR PC6 Kr. 159.900 □ □DHaBcPoDoHTJBEiD „ J30D □ □ J3 □ □ □ u □ □ I • Stærð CBxHxDJ: 54x101x97 mm Pyngd: 450g • Canl Zeiss linsa • Mynd flaga 1 /4 upplausn BOO.QOO punktar • Fókuslengd miðað við 35 mm Ijósmyndavél: 1 :1 ,7-2,2 / 3,3- 33 mm / -42-420 mm • Ljósnæmni: □ Lux Super Ni^htshot • Sjalvirkur / handvirkur fókus • Macro • Snertiskjár • Pvermál linsu 3D mm • Backlight • Litauga: 0,44" C1,12 sm, 1 80,000 punktarD • Lita LCD Skjár: 2,5" C6,35 sm, 200,640 punktarD • DV út • Video/S-Video út • 1 20 x Digital Zoom • Innbyggð klippitölva Kr. 46.650 Memory Stick stafræn myndavél • 1,5" litaskjár 1,3 Megapixel Super HAD • Optical Viewfinder myndflaga , • Dagsetning B x digital zoom C3 x opticalD • Innbyggt flass JPEG/GIF og TIFF þjöppun • Hugbunaður fylgir Hámarksupplausn 1 2BOxSBO • LJSB tengibúnaður fylgir CSXGA3 Haitdycöm w i t DV • DCR TRV15 Kr. 116.600 ■■■ • Stærð CBxHxDD: 74x35x1 75 mm Pyngd: 650 g • Carl Zeiss linsa • Mynd flaga 1/4 upplausn BOO.OOO punktar • Fókuslengd miðað við 35 mm Ijósmyndavél: 1 :1 ,7-2.2 /3.3- 33 mm / 42-420 mm • Ljósnæmni: □ Lux Super Nightshot • Sjalvirkur / handvirkur fókus • Macro • Pvermál linsu 30 mm • Backlight • Litauga: 0,44" C1 ,1 2 sm, 1 BO.OQO punktarD • Lita LCO-skjór: 2,5" CB.35 sm 123,200 punktarD • OV út • Video/S-Video út • 1 20 x Oigital Zoom • Innbyggð klippitölva ACO • Hljómsýn • Ksupfélag Bongfirðinga • Laufið • Póllinn • Kaupfélag Húnvetninga Kaupfélag Skegfirðinga • Verslunin Hegri • Radíóvinnustofen • Radíonaust • Ljósgjafinn Turnbrasður • Tónspil • Kaupfélag Austur-Skaftfellssýslu • Árvinkinn • Eyjanadíó BT búðirnar • Hagkaup Smónatongi • Heimskringlan • Heimilistaeki • Kaliber -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.