Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001_______________________________________________ DV ____________________________Neytendur Löng bið eftir viðgerðum á Nokia-farsímum: Gott á grillið: Óþolandi ástand - skapað í krafti einokunar, segir Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum Undanfarið hefur verið töluvert um að haft sé samband við neyt- endasíðuna og kvartað yfir þjónustu Hátækni ehf. Fyrirtækið er með einkarétt á viðgerðum á Nokia-sím- um hér á landi en sú tegund síma er sú algengasta á markaðnum. Einna helst er kvartað yfir löngum af- greiðslutíma og þegar blaðamaður hringdi þangað í gær var sagt að biðtimi eftir viðgerð væri tæpar tvær vikur um þessar mundir. Einokun alltaf afleit „Það kemur mikið af kvörtunum til okkar vegna þjónustu þessa fyrir- tækis,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Einokun er alltaf afleit fyrir neyt- endur og ég hélt að einokun eins og þessi hefði átt að leggjast af með samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Ég trúi ekki, fyrr en ég tek á, að þetta verði látið viðgang- ast. Þarna er um að ræða einkaumboð á viðgerðum fyrir ákveðið vörumerki og vörumerkið þarf að líða fyrir þessa einokun." Að- spurður segir Jóhannes að Neytendasamtökin muni skoða til hvaða úrræða verði gripið verði ekki skjót breyting á starfsað- ferðum fyrirtækisins. „Ég reikna með að fyrirtækinu sem framleiðir þessa síma sé annt um söluna hér, þar sem við notum svo mikið af gemsum. Því kemur að sjálfsögðu til greina að snúa sér beint þangaö. Einnig kemur til Jóhannes Gunnarsson formaöur Neytenda- samtakanna. greina að kanna hvort aö svona einokun standist. Hægt er að grípa til að- gerða og ég segi: Ef ekki verður breyting mjög skjótt þá munum við grípa til aðgerða. Við telj- um að ástandið sé óþol- andi og það er óþolandi að þetta ástand sé skapað í krafti einokunar," segir Jóhannes. Ákvörðun Nokia „Biðtími eftir viðgerð á farsímum í Hátækni var að meðaltali 4-5 dagar fyrstu fjóra mánuði ársins en tölur fyrir maí og júní liggja ekki enn fyrir,“ segir Þórður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hátækni. „Biðtíminn hefur þó lengst frekar en hitt, þannig að meðalbiðtími verður lík- lega á bilinu 5-6 dagar þessa mán- uði. Þessar tölur eru sambærilegar við það sem gerist í löndunum í kringum okkur, t.d. er biðtími eftir farsímaviðgerð í Danmörku að með- altali ein vika samkvæmt könnun sem Hátækni gerði í síðustu viku. íslenskir neytendur gera miklar kröfur, sem er gott, og Hátækni mun leita allra ráða til að koma til móts við þeirra þarfir. Hátækni ehf. hefur ekkert um það að segja hver eða hverjir gera við farsíma á ís- landi, sú ákvörðun er algjörlega í höndum viðkomandi framleiðenda. Orð framkvæmdastjóra Neytenda- samtakanna um einokun eru því til- hæfulaus og meiðandi fyrir fyrir- tækið." -ÓSB Notkun farsíma við akstur: Samtölin sjálf hættuleg - því þau leiða athyglina frá akstrinum Samtöl í farsíma skapa hættu í umferðinni, hvort sem með þeim er handfrjáls búnaður eður ei. Þetta er niöurstaða rannsóknar sem bresk samtök á sviði heilsu létu gera fyrir sig og fjallað er um í danska blað- inu Politiken. Hópur sérfræð- inga sem vann að rannsókninni komst að því að þeir bílstjórar sem tala í síma við aksturinn eru í meiri hættu að lenda í slysi en aðrir. Og skiptir þá engu máli hvort notaður er handfrjáls búnaður því það er samtalið sjálft sem skapar hætt- una. Það tekur nefnilega athygl- ina frá akstrinum. í Bretlandi hefur farsímanotkun við akstur valdið a.m.k. íjórtán dauðaslys- um síðan 1994, en talið er að sú tala sé mun hærri í raun. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Eins og sagt var frá í DV fyrir skömmu sýndi bandarísk rannsókn fram á að fjórfóld hætta sé á því að öku- menn sem tala í síma við akstur lendi í umferðarslysi miðað við þá ökumenn sem ekki gera það. Neyt- endablaðið sagði frá þessari rann- sókn sem byggðist á þvi að sím- reikningar ökumanna sem lent höfðu í óhappi voru skoðaðir. I ljós kom að slysatíðni var 4,8 hjá þeim ökumönnum sem talað höfðu í síma allt að fimm mínútum fyrir umferð- arslys en meðalslysatíðnin var 1. Eins var slysatíðnin meiri hjá þeim sem luku símtali minnst 15 mínút- um áður en slysiö varð, eða 1,3. Slysatíðnin er því fjórum sinnum meiri hjá þeim sem töluðu í farsíma rétt áður eða um það bil sem slysið varð. Athygli vekur að hætta líður ekki hjá um leið og menn leggja frá sér símann heldur virðist minnka smám saman eftir því sem lengra liður frá síðasta símtali. -ÓSB Hunangs- og sojalegnar kjúklingabringur Samkvæmt veðurklúbbnum á Dalvík kemur sumarið af fullum dampi í dag. Hafi meðlimir klúbbs- ins rétt fyrir sér er rétt að nota tækifærið og hafa sumarlegan mat á boðstólum. Grillmatur fylgir góðu veðri hér á landi og því er hér upp- skrift að grilluðum hunangs- og sojalegnum kjúklingabringum. Upp- skriftin dugar fyrir fjóra. í uppskriftina þarf: 800 g beinlausar kjúklingabringur Kryddlögur 11/2 msk. sojasósa 2 msk. hunang 4 msk. franskt sinnep 3 msk. sítrónusafi 1/2 msk. salt 1/2 msk. nýmalaður pipar Meðlæti 1 eggaldin 2 maísstönglar Græn kryddjurtasósa 1 msk. kapers 1 msk. sýrðar agúrkur 1 msk. steinselja, fersk, söxuð 1/2 msk. kerfíll, ferskur, saxaður 1 dl majones salt og pipar eftir smekk Salat tómatar blaðsalat paprika Aðferð Blandið saman sojasósu, hunangi sinnepi og sítrónusafanum. Leggið kjúklingabringurnar í löginn í 15 mínútur, snúið öðru hvoru. Kryddið bringurnar með salti og pipar og grillið við meðalháan hita í 7-10 mínútur á hvorri hlið. (Athugið að sykurinn í hunanginu brennur auð- veldlega.) Penslið með matarolíu öðru hvoru. Skerið maísstönglana í u.þ.b. 2 cm þykka bita og grillsteik- ið með ásamt eggaldininu sem einnig er skorið í 1,5 cm sneiðar. Græn kryddjurtasósa Setjið allar kryddjurtir og græn- meti í matvinnsluvél og maukið, bragðbætiö með salti og pipar. Blandið majonesinu út í síðast. Meðlæti Græn kryddjurtasósa og brauð, salatblað með niðurskornum tómöt- um og paprikubitum. Úr Grillbók Hagkaups Handfrjáls búnaður Skiptar skoöanir eru um hvort slíkur búnaöur geri það gagn sem til er ætlast. Rannsóknir hafa sýnt aö þaö eru símtölin sjálf sem leiöa huga ökumanna frá akstrinum og valda slysum. Nýtt fyrirtæki í almenningssamgöngum: Strætó bs. hefur starfsemi - yfirtekur rekstur SVR og AV HJ0LAB0RÐ Fncom MEÐ SKUFFUM Strætó bs. heitir nýtt fyrirtæki sem eftir, 1. júlí nk. mun ætlað að sinna almenningssamgöngum á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtækið mun yfirtaka rekstur SVR og AV og er það í eigu allra sjö sveitarfélaganna á svæðinu. Markmiðið með stofnun Strætó bs. er að efla almennings- samgöngur, bæta þjónustu og auka hagkvæmni. Starfrækt verður eitt leiöarkerfi með einni gjaldskrá en gert er ráð fyrir nokkrum breyting- um á þeim þáttum. Innleitt verður nýtt hefldstætt leiðarkerfi á höfuð- borgarsvæðinu með betri tenging- um á mflli svæða auk þess sem stór- um vinnustöðum og skólum á svæð- inu verður þjónað betur. Breytt gjaldskrá Gjaldskráin mun breytast þannig að um sama fargjald verður að ræða, óháö því hvaðan er ferðast eða hvert, og skiptimiðar munu gilda alls staðar. Reynt verður að koma til móts við þá sem ferðast reglulega með strætó. Þannig lækk- ar verð á Græna kortinu úr 3.900 kr. í 3.700 kr. Einnig verður boðið upp á svokallað Guit kort en það er hálfsmánaðarkort. Á næstunni verður tekið upp sérstakt þriggja mánaða kort sem verður sérstak- Frá blaöamannafundi Strætó bs. Fyrirtækiö er í eigu sveitarfélaganna sjö á höfuöborgarsvæöinu og situr einn fulltrúi frá hverju þeirra í stjórn þess. lega sniðið að þörfum framhalds- skólanema. Þá verður tekið upp sér- stakt ungmennafargjald fyrir 12-18 ára, í stað unglingafargjaldsins sem nú gildir fyrir 12-15 ára. Þessi breyting er gerð til að vera í takt við breyttan sjálfræðisaldur. Aðrar verðbreytingar verða einnig gerðar og ýmist er um hækk- un eða lækkun að ræða á fargjöld- unum. Breytingarnar miða allar að því að gera almenningssamgöngur að hagstæðari kosti og auka þannig farþegafjölda. McoM-Plastbakkar fyrir öll uerkfæri Ármúll 17, IOB Reykjavík Síml: 533 1334 fax: 55B 0499 Öruggur staður fyrir FflCOM verkfærin, og allt á sinum stað! ..það sem fagmaðurinn notar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.