Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Qupperneq 11
11 FÖSTUDAGUR 22, JÚNÍ 2001_____________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd BALENO SUZUKI BÍLAR Skeifunni 17. Sími 568 51 00. ^ WAGON 4X4 - Fjölskyldubíllinn Meðaleyðsla 7,41 “ 1.875.000,- * 20.000,- * 30.000.- * Ef keypt eru 4 dekk Tékkneskar kýr í hættu Fyrsta kúariöutilfelliö hefur komiö upp í Tékklandi. Útflutt kúariða Talsmaður Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna lét hafa það eftir sér í gær að mikil hætta væri á að kúariðufaraldur gæti brotist út annars staðar en í Vestur-Evrópu. Landsvæði sem sér- staklega eru í hættu eru Austur- Evrópa, Asía og Mið-Austurlönd. Ástæðan fyrir hættunni er mikill innflutningur á fóðurmjöli unnu úr kjöti og beinum. Sérstaklega er talið að lönd í Austur-Evrópu séu í hættu. Þar hefur kjöt- og beinamjöl verið flutt inn frá vesturhluta Evópu frá því á níunda áratugnum. Nú þegar hefur fyrsta kúariðutil- fellið komið upp í Tékklandi. Haldin var alþjóðleg ráðstefna um kúariðu i París í seinustu viku. Nið- urstaða hennar var að þjóðir heims ættu ekki að sofna á verðinum gagnvart kúariðu, kæruleysi gæti orðið dýrkeypt. Meira en 30 þjóðir hafa hert regl- ur um eftirlit með kjötframleiðslu. Þ. á m. hafa þau bannað notkun á kjöt- og beinamjöli sem og innflutn- ing á lifandi nautgripum. A.m.k. helmingur þessara landa hefur einnig hert hreinlætiskröfur og eft- irlit með lifandi nautgripum. SUMARÚTSALAIII Dagana 25 júní -15 júlí JEPPADEKKÁ FRÁBÆRU VERÐI 235/85R16 245/75R16 265/75R16 285T75R16 Sendum um allt land. VISA/EURO til 36 mén. Vegmúla 2 Sími 588 9747 www.vdo.is Óeirðir brjótast Kínverjar og Rússar undirbúa tölvuhernað Háttsettur yfirmaður í njósna- þjónustu Bandaríkjanna tilkynnti þingi landsins að Rússar og Kínverj- ar væru að koma sér upp tækni til að beita tölvuhernaði gegn Banda- ríkjunum. Hann segir tölvuhernað geta valdið bandarísku efnahagslífi langvarandi skaða og hvetur stjórn- völd til að hefja þróunarvinnu á vörnum gegn vávaldinum þegar í stað. Talið er að tölvuhernaður sé næsta alda hernaðaráætlana í heim- inum. íranar sakaðir um sprengjutilræði Felgur 8" eða 10" 4stk Óeirðir brutust út á ný í gær í Belfast, höfuðborg Norður-Irlands. Lögregla segir að nokkrum byssu- skotum hafi verið skotið að henni án þess að hæfa neinn, auk þess sem bensínssprengjum og grjóti var kastað að lögreglumönnum. Lögregla svaraði ekki árásum að þessu sinni. Hún skaut plastkúlum að óeirðar- seggjum á miðvikudagskvöldið. Að sögn sjónarvotta voru óeirð- imar í gær mun rólegri heldur en óeirðirnar á miðvikudagskvöldið. Engu að síður slösuðust um 20 lög- reglumenn í átökum við óeirðar- seggi. Tala slasaðra lögreglumanna er því komin upp í 59 á þessum tveim dögum. Einnig var kveikt í skóla og nokkrum bílum. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishers- ins, IRA, sagði við blaðamenn að hann væri bjartsýnn á friðar- og af- Bjartsýnn þrátt fyrir ólæti Gerry Adams, leiötogi Sinn Fein, segist vera bjartsýnn þrátt fyrir óeiröirnar seinustu tvo daga, ástandiö sé betra nú en veriö hefur undanfarin ár. vopnunarviðræður milli fylkinga mótmælenda og kaþólikka þrátt fyr- ir þá spennu sem nú ríkir á Norður- írlandi. Hann segir að ástandið sé mun bjartara nú en það var í fyrra eða árið þar áður. Hann bætti við að ástandið væri ekki jafnslæmt og fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Friðarvið- ræður væru í fullum gangi og þok- uöust áfram og að árangur væri í sjónmáli. Óeirðirnar er taldar afleiðing spennu vegna afvopnunarviðræðna. Mótmælendum finnst IRA ekki standa sig sem skyldi. IRA hefur hleypt eftirlistmönnum í vopnabúr sitt. Hins vegar finnst mótmælend- um ekki nóg gert og vilja róttækari aðgerðir. Aðalkveikjan að óeirðunum er þó talin vera þegar kaþólskar skóla- stúlkur urðu fyrir aðkasti róttækra mótmælenda sem meinuðu þeim að komast úr skólanum. John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að írönsk yfirvöld hafi staðið að sprengjuárás á Khobar-turnana, ibúahverfi bandarískra hermanna í herstöð í Sádi-Arabíu, fyrir funm árum. 19 Bandaríkjamenn létust í tilræðinu og yfir 372 bandarískir borgarar særðust. Bandaríska alríkið stóð fyrir rannsókn á tilræðinu og var útkom- an kynnt í gær. Ákveöið hefur ver- ið aö sækja 13 Sáda og einn Líbana til saka fyrir árásina. Talið er að meðlimir Hizbollah-samtakanna hafi komið verknaðinum í fram- kvæmd undir handleiðslu íranskra stjórnvalda. Ashcroft dómsmálaráð- herra segir hryðjuverkastarfsemi Hizbollah hafa byrjað árið 1993 þeg- John Ashcroft Dómsmáiaráöherrann er óhræddur viö aö skella skuldinni á írana. ar samtökin hófu leit að hentugum bandarískum skotmörkum í Sádi- Arabíu. Árið 1995 hafi Khobar-tum- amir orðið fyrir valinu. Ættingjar fómarlamba sprengjuárásarinnar fögnuðu þegar ákærunar voru kynntar. „Þetta hafa verið fimm ár af hreinu helvíti og hvað sem ákær- um líður verður því ekki breytt,“ hafði BBC fréttastofan eftir ættingja fórnarlambs. Enginn hinna ákærðu er í höndum bandarískra yfirvalda en sumir þeirra munu verða fangels- aðir í öðrum ótilgreindum löndum. Stjórnmálaskýrendur segja póli- tískan þrýsting af hálfu Clinton- stjómarinnar hafa staðið í vegi fyr- ir því að íranar yrðu sakaðir um árásina, en stjórpin stefndi á þíðu í samskiptum við íran. Frumbyggi og uppgjafahermaður Kanadískur frumbyggi og uppgjafahermaöur úr Kóreustríöinu stendur hnarreistur fyrir framan minnismerki um fyrrver- andi hermenn af frumbyggjaættum. Þetta er eina minnismerki sinnar tegundar í Kanada og er tileinkaö frumbyggjum sem lögðu hönd á plóg í stríöum og friöargæslu sem Kanada hefur átt þátt í. aftur út í Belfast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.