Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Síða 20
24 * Tilvera FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 DV Sharon Stone ræðir pólitík Leikkonan Sharon Stone var á pólitísku nótunum í viðtali við bandaríska dagblaðið Washington Post. Hún sagðist styðja fullshugar ákvörðun öldungadeildarþing- mannsins Jims Jeffords um að yfir- gefa Repúblikanaflokkinn og ganga til liðs við demókrata. Með því töp- uðu repúblikanar meirihlutanum í hendur þeirra síðarnefndu. „Ég vildi gjaman taka í höndina á hon- um. Sannleikurinn hefur gjört hann frjálsan," sagði hún. Sharon var á dögunum veitt við- urkenningin Woman of Vision fyrir baráttu sína gegn alnæmisfaraldrin- um og vinnu sína fyrir heimilis- lausa. Jagger hittir módel í laumi Gamli rokkhundurinn Mick Jag- ger er ekki dauður úr öllum æðum. Hann á nú í „leynilegu" sambandi við stórmódelið Sophie Dahl og beit- ir öllum brögðum til að halda því sem slíku. Breska dagblaðinu The Sun hefur þó tekist að þefa þau uppi. Samkvæmt frásögn blaðsins lét Jagger bílstjóra sinn sækja stúlk- una og koma með hana í hljóðver til sín í Lundúnum. Ástæðan fyrir pukrinu ku vera sú að skötuhjúun- um er illa við að láta mynda sig. Sagan segir að Jagger hafi ráðist á kvenkynsljósmyndara sem stóð hann að því að halda í höndina á hinni fongulegu Sophie. Gönguleiöir Olkelduháls hefur upp á margt að bjóða - segir Þór Sigurjónsson verkfræðingur „Ölkelduháls ofan við Hveragerði er ákjósanlegur til útivistar. Ég mæli með gönguferð um Reykjadal upp á hálsinn og að Kattartjömum efri og neðri,“ segir Þór Sigurjóns- son, verkfræðingur og áhugamaður um útivist. Hann er nýkominn úr slíkri ferð, ásamt fjölskyldu og kunningjum. Meö rólegri göngu og laugarferð tók hún sjö klukkustund- ir. ölkelda finnst uppi á hálsinum eins og nafn hans bendir til en Þór segir lítið um rennandi vatn á svæð- inu. Hann ráðleggur fólki því að taka með sér minnst einn og hálfan lítra af drykk, ásamt hollum bita. Foss og flúðir Þór kveðst hafa ekið upp í gegn- um Hveragerði og skilið bílinn eftir á bílastæði við Rjúpnabrekkur. Það er þó ekki alveg vandalaust. „Rétt áður en komið er á planið er ekið yfir litla á og fólksbilar þurfa að fara gætilega," segir hann. Svo er haldið á brattann. „Maður byrjar i 100 m hæð og er kominn í um 250 m hæð eftir rúman kílómetra," segir Þór og heldur áfram: „Þegar þangað er komið blasir við mjög fallegur foss og flúðir í Reykjadalsánni - en bara á smákafla." Innst í Reykjadal, í þriggja km fjarlægð frá bílastæði, segir Þór komið að notalegri laug í náttúr- unni, um 40‘C heitri. Við hana greinist gönguleiðin á Ölkelduháls, til vesturs með fram Klambragili og Þór Sigurjónsson verkfræóingur „Ekki má gleyma að horfa í kring- um sig í gönguferöunum og njóta náttúrunnar“ t i L yitítfitfgiia/kr í lCJérSfi Bakpoki Katrín Á. Gísladóttir nr. 12550 Friðfinnur Sigurðsson nr. 17670 Sundtaska og bolur Jón Á. Hannesson nr. 15037 Reynir K. Sverrisson nr. 12545 Marín H. Magnúsdóttir nr. 17324 Kristjana Þrastardóttir nr. 15826 Bryndís E. Ross nr. 15452 Krakkaklúbbur DV og Kjörís óska vinningshöfum til hamingju.Vinningarnir verða sendir í pósti næstu daga. Þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. A Olkelduhálsi Kattartjörn neöri fram undan. Búrfell í Grímsnesi í baksýn. MYND ÞÓR til austurs hjá Dalskarðshnjúk. „Við völdum leiðina hjá Kiambragili. í gilinu eru stórskomir klettar sem gaman er að horfa niður á. I næstu ferð verður prófað að ganga upp sjálft gilið milli klettanna," segir hann. Mikil litadýrð í Reykjadal og á Ölkelduhálsi seg- ir Þór mikið um hveri. Því verði fólk aö kunna fótum sínum forráð, í orðsins fyllstu merkingu. Sérstak- lega þurfi að gæta þess að böm fari sér ekki að voða því sums staðar séu lítið áberandi göt í jarðvegsþekj- unni nálægt göngustígum. Hann bendir þó á að ekki megi gleymast að horfa í kring um sig og njóta náttúrunn- ar. „Á svæðinu er mikil litadýrð í jarðmyndunum og sérstakur gróð- ur,“ segir hann. Hæsti hluti gönguleiðarinnar er í um 350 m hæö. Þór kveðst, ásamt sínu fólki, hafa farið vestan viö Álftatjöm eft- ir lægð sem lítið sjáist úr. Stór- kostlegt útsýni opnist hins vegar þegar komið sé móts við Kattar- tjörn efri því þar halli landi nokk- uð bratt til norð- urs . „Það er afar fallegt að horfa um dalinn vestan við Lakahnúk og Hrómundartinda. Einnig yfir Þing- vallavatn og fjöll- in norðan við þaö. Kattartjöm neðri blasir líka við, dökkgræn á að líta með brattan hamravegg að austanverðu," segir hann og að- dáunin leynir sér ekki. Osýnilegur félagi Góður áningarstaður er á vestri bakka Kattartjarnar neðri, að sögn Þórs. „Þar er ágæt strönd og tilvalið að leyfa bömum að leika sér meðan þeir fullorðnu dæsa og bera saman lýsingar á fótaeymslum eða reyna að ræða eitthvað áhugaverðara," segir hann hlæjandi. „Hundur sem var með í för skemmti sér hvað best á þessum stað, kældi sig i vatns- borðinu og kallaðist á við ósýnileg- an félaga í hamrinum handan vatns- ins,“ bætir hann við. í bakaleiðinni er gengið að Katt- artjörn efri, austan við Áiftatjörn, og komið við í Dalaseli við Dal- skarðshnjúk, snyrtilegum skála í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Þór áminnir fólk um góða umgengni. „Það er sjálfsögð kurteisi að menn hirði sitt eigið sorp því öruggt er að næsti gestur hefur ekki áhuga á því.“ Úr Dalaseli liggur leiðin niöur í Reykjadalinn aftur og síðasti fróð- leiksmolinn frá Þór er: „Þá er um að gera að skella sér í laugina sem lýst var áðan. Það er mjög notalegt eftir gönguna." -Gun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.