Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001 Fréttir r>V Golfstraumur- inn aö veikjast - „engin teikn á lofti“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur Reykjanestá Golfstraumurínr ber hlýjan sjó að ströndum landslns og það verður byggilegra fyrir vikið. Samkvæmt rannsóknum norskra, færeyskra og skoskra vísinda- manna mun Golfstraumurinn hægja á sér og kólna á næstu árum og ára- tugum. Niðurstöðurnar vekja óneit- anlega ýmsar spumingar um lífs- skilyrði í og við landið. Eins og flestum er kunnugt ber Golfstraum- urinn hlýjan sjó að landinu og hef- ur mikil áhrif á lífsskilyrðin í hon- um. Dregur nlðurstöðurnar í efa Páll Bergþórsson veðurfræðingur dregur í efa að Golfstraumurinn sé að hægja á sér eins og erlendu sér- fræðingarnir halda fram í grein í tímaritinu Nature. „Mínar rann- sóknir benda í þveröfuga átt. Ég hef reyndar ekki fengið nógu ákveðnar fregnir af þessu máli en mér skilst að það sé verið að tala um að kaldi undirstraumurinn sem kemur að norðan sé að minnka og þess vegna hljóti hlýi straumurinn að minnka líka. Mínar rannsóknir á vindum sýna aftur á móti að því hlýrra sem er fyrir norðan okkur því meiri verður vindurinn sem ber Golfstrauminn hingað. Ég held því að þetta verði öfugt við það sem þeir segja. Það er rétt að ef Golfstraum- urinn minnkar þá hefur það mjög slæm áhrif í för með sér en ég hef aftur á móti litla trú á að það sé að gerast. Fyrir skömmu heyrði ég breskan haffræðing segja að það væru engin teikn á lofti sem bentu til þess að Golfstraumurinn hefði minnkað i seinni tíð og það kemur heim og saman við mínar rannsókn- ir.“ Þarf að stórefla rannsóknir Jón Ólafsson, prófessor i hafefna- fræði við Efnafræðiskor Háskóla ís- lands, segist ekki draga niðurstöð- urnar í efa. „Fræðimennirnir eru að lýsa afleiðingu en ekki orsök þess að Golfstraumurinn hafi verið að veikjast og þess vegna er minna flæði með botninum úr norðurhöf- um í suðurátt. Þetta er stórskala fyrirbrigði og menn hafa spáð þvi að hita- og seltuhringrás Norður- Atlantshafsins muni veikjast með vaxandi gróðurhúsaáhrifum. Ég get aftur á móti ekki spáð fyrir um hvaða áhrif það hefur hjá okkur, það fer eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.“ -Kip Dalabyggð: Sveitarstjóri segir upp Einar M. Mathiesen. Sveitarstjórinn í Dalabyggð, Einar M. Mathiesen, hef- ur sagt upp störfum og hyggst yfirgefa Dalamenn síðsum- ars. Uppsagnarbréf barst sveitarstjórn fyrir nokkrum dög- um. Þar segir sveit- arstjórinn að hann stefni á meistara- nám í stjórnsýslufræðum við Há- skóla íslands og kjósi því að láta af störfum. Einar er annar sveitar- stjórinn sem starfar í Dölum á þessu kjörtimabili. Sá fyrri, Stefán Jónsson, lét einnig af störfum eftir tiltölulega skamman tíma. Sigurður Rúnar Friðjónsson, odd- viti í Dalabyggð, sagði í samtali við DV i gær að á næstu dögum yrði auglýst eftir nýjum sveitarstjóra til starfa sem hefja þyrfti störf þann 1. september næstkomandi. -sbs Geitungabú Drottningarnar gera sér bú og verpa þar. Geitungar: Strætó bs. hækkar gjaldskrána: Ytir undir verðbólgu - segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Verðlaun til fastakúnna,“ segir stjórnarformaður „Þetta er stórpólitísk ákvörð- un. Allar svona hækkanir vega þungt í vísitölunni og ýta und- ir veröbólgu," segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann gagn- rýnir harðlega fargjaldahækk- un Strætó bs. sem tekur gildi nú um mánaðamótin eða á sama tíma og nýtt sameinað strætófyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu hefur starfsemi sína. Gjald fyrir hverja einstaka ferð með strætisvögnum hækkar úr 150 kr. í 200 kr. eða um þriðjung. Hver ein- stök ferö barna yngri en tólf ára hækkar úr 30 krónum í 50 eða um 66% og 20 miða kort öryrkja hækkar um sömu prósentu- tölu eða úr 600 kr. í 1.000. Mest hækka hins vegar 20 miða kort unglinga, verð á þeim hækkar um slétt 100%, fer úr 1.000 kr. i 2.000. Gjald fyrir Græna kort- ið svonefnda, sem veitir far- þegum ótakmarkaðan aðgang að strætisvögnum í einn mán- uð, lækkar hins vegar úr 3.900 í 3.700 kr. eða um 5%. „Mér fínnast þessar hækkanir mjög sérstakar i því viðkvæma efnahags- umhverfi sem við erum nú í. Verka- lýðshreyfing og stjórnvöld hafa hvatt til varkárni í efnahagsmálum en meirihlutinn í buigaiayóin daufheyrist. Hækkar fargjöldin eins og verðbólga sé komin í tveggja eða þriggja stafa tölu,“ segir Kjartan og segir fargjalda- hækkunina koma verst við börn, öryrkja og ellilífeyris- þega; þann hóp sem síst skyldi. Samgöngunefnd borgarinnar mun koma saman til fundar nú í morgunsárið og ætlaði Kjart- an að taka málið þar upp. Skúli Bjarnason, stjómarformaður Strætó bs., segir vegið meðaltal hækk- ananna nú vera um 10% en gjaldskrá strætisvagna hafi ekki hækkað í tvö ár. Á þessum tíma hafi kostnaður við ýmsa þætti 1 rekstri hækkað mun meira, svo sem trygging- ar, laun og olíu. „Við erum að hugsa gjaldskrána alveg upp á nýtt. Við lækkum til dæmis Græna kortið og bjóðum einnig upp á nýjan valkost, Gula kortið, sem gildir til tveggja vikna. Þannig erum við í raun að verðlauna okkar fastakúnna og reyna með því að fá fleiri farþega til okkar. Þá gildir nú einn skiptimiði fyrir ferð- ir á öllu höfuðborgarsvæöinu sem er hluti af áherslubreytingunum sem eiga að miða að því að íjölga farþegum hjá okkur," segir Skúli. -sbs Kjartan Magnússon. Skúli Bjarnason. Veðríð í kvöld Súld og rigning sunnanlands Austlæg eða breytileg átt, yfirleitt 5 til 8 m/s. Skýjað með köflum norðaustan til en skýjað og víöa súld eöa rigning á sunnan- og vestanverðu iandinu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. Sóiargangur og sjávarföll mmsm. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 24.03 24.58 Sólarupprás á morgun 02.58 01.34 Síðdegisflóð 20.45 01.18 Árdegisflóð á morgun 09.17 13.50 Skýrlngar á veöurtáknum J^VINDÁTT "^VINDSTYRKUR 1 metrum á sekúndu 10V-HITI 10° 'FHOST HEIÐSKÍRT o ö LETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ AISKÝJAO •...v : © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q & + = ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Hæg breytileg átt Breytileg átt og skýjað með köflum Hæg breytileg átt og skýjað meö köflum en víða dálítil rigning, einkum sunnan til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast suðvestan- og noröaustan til. Vindur:-~^ 3-8 m/s Hití 8° til 18° €>\ Fimmtu Vindur: 3-8 m/» Hiti 8° tii 18° Fostud MSb Vindur:''1-^'1 3-8 <n/» Híti 8° til 18° o Gert er ráð fyrlr hægrl breytllegri átt. Skýjað verður með köflum en dálítll rlgnlng austan tll. Hæg breytlleg átt blæs um landsmenn. Skýjað verður með köflum en dálítil rignlng austan tll. Austlæg átt verður ríkjandi. Dálítll rlgning á Suðvesturlandi en annars þurrt að kalla. Nokkrar tegundir finnast hér Þeir sem hafa saknað geitung- anna í sumar geta tekið gleði sína á ný því samkvæmt upplýsingum frá Halldóri Sverrissyni, sérfræðingi hjá Rannsóknastofnun landbúnað- arins, má búast við að þeir fari að láta á sér kræla í lok júlí og byrjun ágúst. Halldór segir að stærð stofns- ins ráðist af því hve mörg dýr lifi veturinn af og hversu mikið hafi verið um geitunga sumarið áður. „Það fer yfirleitt ekki að bera á þeim fyrr en líða fer á sumarið og þar sem frekar lítið var af geitung- um í fyrra er líklegt að það verði ekki mikið af þeim í ár.“ Halldór. segir að það finnist nokkrar tegund- ir í landinu en viðkoma þeirra sé misjöfn. „Annars vil ég helst ekki vera að fullyrða neitt um hvað það verður mikið um geitunga í ár, við sjáum það bara þegar líða fer á sum- arið og drottningarnar eru búnar að finna sér hreiður." -Kip AKUREYRI alskýjaö 9 BERGSSTAÐIR skýjaö 10 BOLUNGARVÍK léttskýjaö 14 EGILSSTAÐIR 14 KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK súld 10 RAUFARHÖFN léttskýjaö 7 REYKJAVÍK skýjaö 12 STÓRHÖFÐI alskýjaö 9 BERGEN alskýjaö 12 HELSINKI skýjaö 24 KAUPMANNAHÖFN skýjað 20 ÓSLÓ hálfskýjaö 26 STOKKHÓLMUR 23 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 17 ALGARVE heiöskírt 30 AMSTERDAM skýjað 22 BARCELONA heiöskírt 27 BERLÍN léttskýjaö 18 CHICAGO léttskýjaö 15 DUBLIN skýjaö 20 HALIFAX súld 17 FRANKFURT léttskýjaö 25 HAMBORG alskýjað 14 JAN MAYEN þoka í grennd 5 LONDON heiöskírt 25 LÚXEMBORG heiöskírt 25 MALLORCA heiðskírt 31 MONTREAL alskýjaö 17 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 9 NEW YORK skýjaö 20 ORLANDO þokumóöa 22 PARÍS léttskýjað 28 VÍN hálfskýjað 24 WASHINGTON skýjaö 18 WINNIPEG léttskýjaö 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.