Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Page 6
6 MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001 Fréttir Tilraun hjónanna á Tókastööum á A-Héraði hefur gengið framar vonum: Hafa ekki undan að framleiða fasana - kjötið m.a. selt í fasanaveislur á hótelum, fermingarveislur og matarklúbba „Viö höfum ekki undan aö fram- leiða fasana. Framleiðslan í ár hef- ur öll verið seld. Þetta hefur farið í veislur á hótelinu á Egilsstöðum, í fermingar, matarklúbba eða til ein- staklinga," segir Skúli Magnússon, fugla- og skógræktarbóndi á Tóka- stöðum á A-Héraði, í samtali við DV - frumkvöðull í fasanarækt á ís- landi sem er kominn á legg og þeg- ar farin að skila arði. Skúli segir að hann stefni einnig á að rækta fasana sem yrðu veiddir á landareign hans. Jörðina keyptu þau hjónin árið 1999 og er hún 3 þúsund hektarar að stærð. Þar er mikið um hreindýr, rjúpu og gæsir. „Ég held þetta muni gera sig,“ segir Anna Einarsdóttir, kona Skúla og horfir til reynslu vetrarins. Frumkvöölar í fasanarækt Þau hjón eru samhent í framleiösl- unni og bjartsýn enda hefur vel gengiö. ir þrjá til fjóra og kostar hann 3.500 krónur hjá Tókastaðabænd- um. Skúli og Anna voru með 120 varphænur í vetur og egg til sam- ræmis við það í útungunarvél. Einn hana þarf á hverjar 5-7 hænur. Nú eru hjónin með um 400 unga. Eftir 24 daga kemur ungi úr eggi. Unginn veröur fleygur á 10 dögum. Á þeim tíma fer nær öll næring i flugfjaðrirnar sem sjást þar sem Skúli handleikur hnoörann. Mjúk villibráö, dekkri en kjúklingur Hjónin stefna á að framleiða 4000-5000 fasana á ári - fugla sem vega gjarnan 1.350 grömm. Kven- fuglinn er heldur minni en han- inn. Uppskriftir eru flestar á þá leiö aö einn fugl er hugsaður fyr- En hvernig er fasanakjöt? „Jú, þetta var a.m.k. kónga- og keisarafæði," segir Skúli. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Kjötið er dekkra en kjúklingakjöt en ljósara en villiönd. Hvað bragðið varðar er skyldleiki við önd eða kalkún. „Ánnars má segja að þetta sé eitt tilbrigöið við fuglaflóruna," segir Anna. Það er endalaust hægt aö leika sér með þessa matreiðslu. Kjötið er mjúkt, fuglinn þarf að hanga og er ýmist reyttur eða hamflettur." Hjónin segja ræktunina hafa gengið framar vonum. Þau hafi farið á 10 daga námskeið í Sví- þjóð og hafi síðan prófað sig DV-MYNDIR GVA Gleöiglampi í augum Skúla Magnússonar fasanabónda Verkefniö er aö hepþnast. Hver fugl vegur um 1,3 kíió, er hugsaöur fyrir 3-4 fulloröna og kostar 3.500 krónur. Kjötiö var kónga- og keisarafæöi og er mjúkt kjöt. A Tókastöðum voru 120 varphænur í vetur. / dag eru 400 ungar - 100 þættust viö á fimmtudag. Þetta gengur vel. áfram samhliða ráðleggingum góðs fólks í Bretlandi og Skandi- navíu. Einnig hafi þau sótt fróð- leik um fasanaræktunina á Netið. Gestir komi og veiði fasana í skóginum Þegar DV var á ferð hjá hjón- unum í vikunni sögðust þau i raun engum hafa hleypt til að skoða fasanaræktunina enda sé fuglinn villtur og þarfnist næðis. Þau hafa gróðursett 6.700 trjáplöntur í landi sínu í tengsl- um við verkefnið Héraðsskógar og er áætlað aö 70 þúsund plönt- um til viðbótar verði plantað á árinu 2001. Framtíðin lítur því ekki illa út á Tókastöðum, skammt frá Egilsstöðum, þar sem menn geta séð fyrir sér að gestir komi og veiði fasana inni í rækt- uöum skógi. -Ótt Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á íslandi: „No such thing“ fékk fyrstu greiðsluna Valgeröur Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskipta- ráðherra, afhenti á fimmtudag fyrstu endur- greiðsluna á grundvelli laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmynda- gerðar á íslandi. Er það fyrirtæki á vegum ís- lensku kvikmyndasamsteypunn- ar sem heitir því ógnvekjandi nafni „Skrímsli ehf.“ sem fær endurgreiðslu á 12% af innlend- um framleiðslukostnaði kvik- myndarinnar „No Such Thing". Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndaframleiðandi tók við greiðslunni. Á sl. haustþingi mælti iðnaðar- og viðskiptaráðherra fyrir frum- varpi til laga um breytingu á lög- um nr. 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvik- myndagerðar á Is- landi. Frumvarp þetta var flutt vegna athuga- semda sem Eftir- litsstofnun EFTA haföi gert við til- tekin ákvæði í upphaflegu lögun- um. Á meðan upp- haflegu lögin voru til umfjöllunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA ákváðu ís- lensk stjórnvöld að ekki yrði um endurgreiöslur til kvikmynda- framleiðenda að ræða á grund- velli þeirra. Frumvarpið varð aö lögum á haustþingi og strax að því loknu var hafin vinna í ráðuneytinu við að endurskoða reglugerö með lög- unum þannig að unnt yrði að taka til efnislegrar meðhöndlunar þær umsóknir sem borist höfðu frá kvikmyndaframleiðendum um endurgreiöslur. Ný reglugerð var síðan gefin út snemma árs. -GG DV-MYNDIR W Kynngimögnuö Jónsmessunótt Fjöldi fólks tók þátt í Jónsmessugöngu i Kjarnaskógi sl. laugardagskvöld. Heiti potturinn Umsjón: Gylfi Kristjánsson netfang: gylfik@ff.is Þeir gulu gleypa... Það er gömul saga og ný að litlir kærleikar eru oft milli Þórsara og KA-manna á Akureyri. Á heimasíðu KA segir að ákvörðun félagsins að tilkynna þátttöku í næsta ís- landsmóti í handbolta meistaraflokks hljóti að verða Þórsurum fagnaðarefni. Ástæðan sé sú að ef Þór yrði eina handboltaliðið á Akureyri myndu leik- menn félagsins eðli- lega óttast mjög um stöður sínar. „Sú inn- rás þeirra gulu af brekkunni hefði orðið eins og þegar þorskur leggur undir sig rækjumið. Þeirri baráttu lýkur alltaf með því að sá guli gleyp- ir litlu rauðu verurnar og fer ekki fyrr en allt er búið,“ segir á heima- síðu KA. Þessi orð munu ekki hafa vakið sérstakan fögnuð hjá Þórsur- um eða aukið líkurnar á samein- ingu félaganna en kunnugir segja að Þorleifur Ananiasson sé höfundur ummælanna. Bitastæö kæra Siðanefnd blaðamannafélagsins hefur nú til meðhöndlunar kæru Palestínusamtakanna á hendur Ólafi Sigurðs- syni, fréttamanni hjá Sjónvarpinu. Það er í sjálfu sér ekki nýtt að frétta- menn séu kærðir en munurinn á þessu máli er og flestum öðrum er sá að kæran þykir „óvenju bita- stæð“ eins og maður kunnugur málinu orðaði það. Tekist er á um hVort Ólafur hafi brotið hlutleysis- reglur. Hann fór utan í boði ísraels og sendi nokkrar fréttir heim sem Palestinusamtökunum þykir hafa hampað mjög sjónarmiðum ísraela. Að tvennu ber að hyggja. Annars vegar efnistökum Ólafs og hins veg- ar hvort sérstaka aðgæslu þurfi í umfjöllun af þessu tagi þegar um boðsferð er að ræða ... Ekki gott aö éta undan sér Bæjarstjóri Akureyringa, Krist- ján Þór Júlíusson, hefur staðið sig með ágætum, ef marka má vinsæld- ir Sjálfstæðis- flokksins skv. skoðanakönnun- um. Kristján er menntaöur ís- lenskufræðingur en jafnframt skip- stjóri. Hann er því hvort tveggja með prýðilegt tungutak og ekki síður til- búinn til að takast á við stórsjó. Ónefndur skólastjóri hafði þó sam- band við heita pottinn og vildi gera athugasemd við nýleg ummæli bæj- arstjórans i DV. Þar var haft eftir Kristjáni að lítið væri orðið eftir af byggingarreitum i bænum og sagði hann að Akureyringar væru nánast búnir að éta allt undan sér en skólastjórinn benti á að það hefði aldrei þótt gott að menn lentu í þessu ... Ríkissaksóknari á villigötum Skiptar skoðanir eru um hvort ríkissaksóknari hafi gert rétt þegar hann kærði talsmann Félags þjóð- emissinna fyrir niðrandi ummæli í DV. Fjörleg um- ræða hefur m.a. orðið um þetta hjá netmiðlunum og eru flestir andvígir ákvörðuninni. Arnþór S. Sæv- arsson kvaddi sér hljóðs fyrir skömmu á strik.is og telur fjármun- um almennings illa varið. Hann seg- ir að lögsóttur maður eða ofsóttur, eins og viðkomandi líti eflaust á sig núna, sé líklegri til að berjast harð- ar á móti en ella. „Hræddur maður skammast sín en sá ofsótti sér sig sem píslarvott skoðana sinna," segir Arnþór og telur málshöfðunina vatn á myllu þjóðernissinna ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.