Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Qupperneq 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 DV Skotbardagar við landa- mæri ísraels og Líbanon Mikill órói hefur veriö á átaka- svæöum fyrir botni Miðjarðarhafs yfir helgina, þ.á m. hefur ísraelsher skotið á skotmörk í Líbanon. Á fóstudaginn skutu meðlimir úr skæruliðasamtökum Hizbollah sprengjum frá bækistöðvum sínum í Líbanon að tveimur landamæra- stöðvum ísraela. Einn hermaður særðist í árásinni. ísraelar svöruðu fyrir sig i gær þegar herþotur skutu á loft- varnarstöð á vegum sýrlenska hers- ins viö landamæri ísraels og Lí- banon. Samkvæmt fréttum særðust þrír í árásinni, einn líbanskur hermaður og tveir sýrlenskir. Israelar halda því fram að sprengjuárásin á föstu- dag hafi verið gerð með leyfi sýr- ienska hersins. Samtök Hizbollah svöruðu árásinni með skotárásum á stöðvar ísraelska hersins meðfram landa- mærunum. Varnarmálaráðherra Israels, Binyamin Ben-Eliezer, svaraði að- spurður að ekki væri hætta á að þessar skærur gætu þróast út í alls- Sprengjurnar yfirfarnar Tveir ísraelskir hermenn gera sprengikúlur reiðubúnar í landamærastöð viö landamæri ísraels og Líbanon í gær. herjar stríð. Hann telur að þau lönd sem liggja kringum ísrael eigi það sameiginlegt að vilja ekki draga Mið-austurlönd inn í eitt allsherjar stríð, ekki einu sinni Sýrland. Einn 15 ára palestínskur drengur lést af skotsárum sem hann hlaut á föstudaginn. Hann var skotinn þeg- ar hópur palestínskra ungmenna kastaði grjóti að ísraelskum her- mönnum. I gær felldi ísraelsher fimm Palestínumenn til viðbótar. Tveir létust í skotbardaga eftir að her- menn komu að þeim við að koma fyrir sprengju nærri ísraelskri her- stöð á Vesturbakkanum. Samkvæmt fréttum frá fréttastofu Reuter féllu þrir í viðbót þegar ísraelsk herþyrla skaut á bíl þeirra. Samkvæmt palestínskum embættismönnum voru þeir allir þrir meðlimir Jihad- samtakanna. Sami embættismaður sagði þessa árás sýna fram á það að Sharon hafi engan áhuga á vopnahléi því er Bandaríkjastjórn kom í gegn og stendur enn þrátt fyrir áframhald- andi átök. Svíþjóö: Eldur í ferju Eldur kom upp í sænskri ferju í gærkvöldi á leið til Trelleborg í Sví- þjóð frá þýsku hafnarborginni Sassnitz. 237 farþegar voru um borð í ferj- unni, sem er rekin af Scandline, en engan sakaði. Ferjan var stödd um 25 sjómílur suðaustur af Sviðþjóð þegar eldur kom upp í vélarrúminu. Áhöfn skipsins tókst að hefta útbreiðlsu eldsins með því að loka vélarrúm- inu. Ferjan átti síðan að sigla til næstu hafnar annaðhvort með eigin vélarafli eða í togi. Mikill viðbúnaöur var vegna elds- ins. 10 skip og nokkrar þyrlur voru i viðbragðsstöðu ef rýma þyrfti ferj- una en til þess kom ekki. Verktakar, útgerðarmenn, bændur og aðrir VÍR “yrí" LYFTUR tæki og vélar Höfum ávallt á lager ýmsar gerðir víra. ■ Stálvír ■ Kranavír • Riðfrír vír Göngum frá endum í samræmi við óskir kaupenda. • Netagerð Jóns Holbergssonar ehf Hjallahraun 11, 220 Hafnarfjörður sími: 555 4949 Sveittir og olíubornir I tyrkneskri glímu Hópur fílelfdra tyrkneskra glímukappa fylgist álengdar með átökum félaga sinna á áriegu móti i hefðbundinni tyrk- neskri glímu sem fram fór í gær. Glíman heitir Kirkpinar og virðist svipa til grísk-rómverskrar fiölbragðaglímu. í Kirkpin- ar eru keppendur smurðir í olíu sem gerir öll tök mun erfiðari. Rúmlega 900 manns tóku þátt í mótinu. Átök eftir friðsama helgi í Makedóníu Stjórnarher Makedóníu rauf frið- sama helgi með stórskotaliðs- og þyrluárásum á svæði í haldi al- banskra skæruliða í gærkvöldi. Eng- ar fréttir bárust af mannfaUi eftir átökin. Að sögn vitna heyrðist vélbyssu- skothrið í kringum þorp í fjaUshlíð- um við bæinn Tetovo, hvar skærulið- ar ráða ríkjum. Auk þess var faU- byssum skotið að fjaUaþorpunum. Einnig sást til tveggja Mi-24-her- þyrlna fljúga í áttina að þorpinu Radusa, rétt við landamæri Makedóníu og Kosovo. Skömmu síð- ar kváðu við 10 sprengingar. Radusa er á valdi skæruliða Albana og mik- ið hefur verið um bardaga í kringum þorpið síðan átök þjóðarbrotana hófust fyrir íjórum mánuðum. Átökin í gær hófust aðeins örfáum Blóöþyrstir hermenn? Makedónskur hermaður bendir hér á að hann kallar sig vampíru. klukkustundum eftir að James Pardew, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjastjómar, lenti í Makedón- íu tU að vinna að lausn í deilum þjóð- arbrotanna tveggja. Pardew, sem vinna mun með Francois Leotard, sendifulltrúa Evrópusambandsins, hvatti leiðtoga samsteypustjórnar Makedóníu, sem i sitja bæði fuUtrúar meirihluta Slava og minnihluta Al- bana, til að stöðva ofbeldið og hefla viðræður þegar í stað. Hann sagði að pólitísk lausn væri eina lausnin til að koma í veg fyrir að átökin leystust upp í aUsherjar borgarastyrjöld. Vestræn stjórnvöld hafa gagnrýnt albanska skæruliða fyrir að nota vopnaða baráttu til að ná fram mark- miðum sínum. Þau hafa einnig gagn- rýnt makedónsk stjórnvöld fyrir hörð viðbrögö. Móðgaöi samflokksmenn Michael Ancram, frambjóðandi til leiðtoga íhalds- flokksins breska, hefur ásakaö keppi- naut sinn, Kenneth Clarke, um að hafa móðgað samflokks- menn sína með um- mælum þess efnis að flokkurinn þyrfti að takast á við sársaukafuUar staðreyndir um flokkinn undir stjórn WiUiams Hague undanfarin fjögur ár. Átta þúsund strandaðir Verkfall rútubílstjóra á sólar- strandareyjunni Mallorca olli því að um 8000 manns voru strandaglópar á flugvellinum í Parma. Ástæðan er sú að flugi hefur verið seinkað vegna skorts á fólksflutningum til og frá flugvellinum. VerkfaUið náði einnig til eyjanna Ibiza og Menorca sem liggja nærri MaUorca. Úti um Kyoto-sáttmálann Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, og George W. Bush Bandaríkjaforseti hittust um helg- ina. Deilumál þjóðanna fengu enga lausn. Japan hefur hins vegar ákveðið að fylgja Bandaríkjunum í að samþykkja ekki Kyoto-sáttmál- ann. Það gott sem gerir út af við sáttmálann. Olíuframleiðsla sú sama AðUdarríki OPEC hafa ákveðið að auka ekki olíuframleiðslu þrátt fyrir að írak hætti sínum út- flutningi. Cheney ferskur Talskona vara- forseta Bandaríkj- anna, Dick Cheney, sagði fjölmiðlum í gær að Cheney liði vel eftir aðgerð þar sem hjartagangráð- ur var settur i hann. Búist var við Cheney í vinnu í dag. írak gagnrýnir framsal Yfirvöld i trak sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem framsal júgóslavneskra yfirvalda á Slobodan Milosevic er fordæmt á þeim for- sendum að raunverulegir stríðs- glæpamenn eins og Ariel Sharon gangi lausum hala. 11 falla í átökum 11 stjórnarhermenn í Yemen féUu í skotbardaga við hermenn ættbálka á föstudaginn. Pinochet á spítala Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð- isherra Chile, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í gærdag vegna vandamála tengdum blóðþrýst- ingi. Pinochet þjáist einnig af elliglöpum og sykursýki og hefur fengið tvö slög. Hvetur til friðarviðræðna Jóhannes Páll páfi II hvatti í gær- dag stríðandi fylkingar stjómvalda og skæruliða Tamíla á Srí Lanka til að hefja friðarviðræður og binda enda á nærri tveggja áratuga vopn- aðar erjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.