Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 DV 37 Hátíð á Hólum: Ráðherra mætti við útskrift reiðkenn- ara DV, SKAGAFIRÐI: ~ „Þetta kom svo sannarlega á óvart. Ég átti ekki von á að ná tveimur verðlaunagripum fyrir ár- angurinn í prófunum," sagði Þór- arinn Eymundsson frá Saurbæ í Skagafirði eftir að hann útskrifað- ist sem reiðkennari frá Hólum í Hjaltadal á dögunum. Þórarinn var einn sex nemenda sem luku reið- kennaraprófi í vor og varð hæstur með 8,7 í einkunn og fékk til eign- ar verðlaunagrip frá Morgunblað- inu. Hann fékk einnig afhentan farandgrip frá Landssambandi hestamanna fyrir að ná hæstu ein- kunn fyrir reiðkennslu 9,0. Þá fékk Guðmar Þór Pétursson úr Reykja- vík veglegan farandgrip frá versl- uninni Ástund en hann hlaut hæstu einkunn fyrir reiðmennsku 8,4. Það var mikið um dýrðir á Hólum í tilefni af útskrift reiðkennaranna. Landbúnaðarráðherra og forsvars- menn hestamennsku i landinu voru mættir á staðinn í afbragðsgóðu veðri. Þeir og aðrir gestir urðu vitni að frábærri sýningu reiðkennara- efnanna sem vakti verulega athygli viðstaddra. Kennsla á reiðkennara- braut hófst eftir áramótin og voru aðalkennarar þeir Eyjólfur ísólfsson og Anton Níelsson og fengu þeir blóm frá nemendum við lokaathöfn- ina. Einnig var Atli Guðmundsson eina viku i hverjum mánuði og kenndi á Hólum. Þetta var í fjórða skiptið sem reiðkennslubraut er starfrækt við Hólaskóla. -ÖÞ DV-MYND ÖRN ÞÖRARINSSON Tveir ánægöir viö útskrift Guömar Þór Pétursson til vinstri meö Ástundarhestinn og Þórarinn Eymundsson meö farandgrip frá Landssambandi hestamanna og Morgunblaösstyttuna. Heimsskauts- löndin unaðs- legu í Gimli I gær, á þjóðhátíðardegi Kanada, var sýningin Heimsskautslöndin unaðslegu: Arfleifö Vilhjálms Stef- ánssonar opnuð í New Iceland Heritage Museum í Gimli í Mani- toba. Við opnunina fluttu meðal annars ávörp dr. Jón Haukur Ingi- mundarson frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Neil Bardal, kjör- ræðismaður íslands í Gimli. Gimli er fyrsti viðkomustaður sýningar- innar erlendis en á næstu árum verður hún sett upp víðar í Kanada, og einnig 1 Bandaríkjunum, Dan- mörku og Finnlandi. Sýningin er samstarfsverkefni Stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar og Dartmouth- háskóla í Hanover, New Hampshire í Bandaríkjunum. Tilvera Útskriftarhópur Snyrtiskóla íslands Birna Pála Rúnarsdóttir, Berglind Kristjánsdóttir, Bryndís Guömundsdóttir og Hulda Rún Rúnarsdóttir. Snyrtiskóli íslands er eini einkarekni snyrtiskólinn á landinu. Hann hefur hlotiö viöurkenningu frá menntamálaráöuneytinu og Lánasjóöur íslenskra námsmanna lánar fyrir náminu. Til sölu er 46 fermetra sumarbústaður ásamt 2,6 ha eignarlóð við Gíslholtsvatn í Holta- og Landsveit. Aðeins um 1 klst. akstur frá Reykjavík. Dásamlegt útsýni, sem ekkert jafnast á við, yfir Gíslholtsvatn og fjallahringinn, Heklu og Eyjafjallajökul. Mikil gróðursæld, hundruð hárra trjáa, þinglýstur veiðiréttur er í Gíslholtsvatni að þeim hluta er tilheyrir landstærð. Ágæt silungs- og bleikjuveiði er í Gíslholtsvatni. Tryggðu þér þennan bústað og njóttu náttúrunnar í faðmi fjölskyldunnar.Verð 5,8 millj.Fasteignasalan Bakki, SelfossiSími 482-4000 Smáauglýsing ÍDV ER FYRSTA SKREFID... Hringdu núna í síma 5505000 eða skráðu inn smáauglýsíngu á WÍSÍI". SllflJttfíÍí Við auglýstum sófann og unnumferðfyrir tvo til London!!! I SUMAR DRÖCUM VIÐ ÚT GLÆSILEGA VINNINGA í HVERRI VIKU ' Ferðir tH Loncton með tagfargjaldaBttgféiagintj Go ' Grundiq útvarpsklukka frá Sjóm/arpsmiðstóðinni ' Oli/mpus stafraen myndavél frá Bræðrunum Ormsson • United ferúatækí frá Sjónvarpsmidstöðmni ' Tasco kikir frá Sjonvarpsmiðstóðinni ' OUjmpus díktafónn frá Sjónvarpsmiðstöðinni ' Beko 21 tommu sjónvarp med nikam, textavarpi og veggfestingu frá Brxðrunum Ormsson Sjónvarpsmiðstöðin t • ximi m mi • muji

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.