Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Síða 23
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 I>V Tilvera Hyundai Accent Lsi Tilb.: 740.000 verö: 890.000 27 m Sylvester Stallone 55 ára Hasarmyndahetj- an Sylvester Stallone er afmælisbarn dags- ins. Stallone, sem á að baki 55 kvikmynd- ir, öðlaðist frægð þegar hann lék hnefaleikakappann Rocky. í kjölfarið fylgdu fjórar framhaldsmyndir. Þá er ekki síður fræg persóna John Rambo en Stallone lék Rambo í þremur kvik- myndum. Stallone hefur ávallt verið vinsælt viðfangsefni í slúðurblöðum enda lifað fjölbreyttu ástarlífi. Núver- andi eiginkona hans er Jennifer Fla- vin og eiga þau eina dóttur. Gildir fyrlr iaugardaginn 7. júlí Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: ! Dagurinn verður mjög ánægjulegur og þú eyðir honum með fólki sem þér líður vel með. Happatölur þínar eru 4, 15 og 27. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Það gerist eitthvað í I dag sem kemur af stað óvenjulegri atburðarás en það er ekki víst að þú takir eftir þvi fyrr en seinna. Hrúturinn I2í C^l góðvild frá i i viuuiaiim þú mátt eigi Hrúturinn (21. mars-]9. anríll: Þú færð kjörið tæki- I færi til að sýna vænt- umþykju þína i verki í dag. Einnig mætirðu góðvild frá öðrum og færð hjálp sem þú þarfnast. Nautld 120. apríl-20. mai): Þú gætir þurft að leið- rétta misskilning sem kom upp alls ekki fyr- ir löngu og þér ætti að vera það létt. Happatölur þínar eru 8, 19 og 23. Tvíburarnir (2\. mai-21. iúníi: Næstu dagar gætu orð- ’ ið nokkuð fjölbreyti- legir og þú veist ef til vill ekki alltaf hverju þú mátt eiga von á. Kvöldið verð- ur rólegt. Krabbinn (22. iúní-22. iúiii: Þú verður líklega I nokkuð óþolinmóður fyrri hluta dagsins og verður að gæta þess að i þinni. Notaðu kvöldið til að slappa af. Liónlð (23. iúlí- 22. áeústl: Einhver breyting verð- ur á sambandi þínu við ákveðna mann- eskju. Haltu gagnrýni fyrir sjálfan þig þar sem fólk gæti tekið hana óþarflega nærri sér. IVIevlan (23. ágúst-22. sept.l: Þú gætir lent í erfið- /tvft leikum með að sann- ^^V^ifcfæra fólk um það sem ' r þér finnst og þú mætir einhvérri andstöðu við hugmynd- ir þínar. Vogin (23. sept-23. okt.): Fyrri hluti dagsins verður óvenjulegur að einhverju leyti en kvöldið verður mjög rólegt og þú nærð góðu sambandi við ástvini þína. Sporðdreki (24. okt.-21. nðv.): Sjálfstraust þitt er ekki í hámarki fyrri t hluta dagsins en þú ] verður sjálfsöruggari og ánægðari eftir þvi sem líður á daginn. VilKIII UJ. St Ý rólegt og þ Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: Þetta er ekki dagur fyrir áhættu. Reyndu að halda þig við þá hluti sem þú þekkir. Dagurinn verður ánægjulegur með tiliiti til vina og ættingja. (22. des-lð. jgn,): Vinur þinn sækist eftir félagsskap þínum í dag. Ef þú ert mjög upptekinn skaltu láta hann vita af því í stað þess að láta bíða eftir þér. Steingeltin Fimmtugur Þröstur Karlsson, verslunarstjóri í Samkaupum Þröstur Karlsson, verslunarstjóri í Samkaupum Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ, Bugðu- tanga 3, Mosfellsbæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þröstur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Samvinnuskólanum að Bifröst á ár- unum 1971-1973. Þröstur vann við verslunarstörf hjá Kaupfélagi S- Borgfirðinga og Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi á árunum 1967-1971. Þá vann hann hjá SÍS og Samvinnutryggingum 1973-1976 og 1978-1986. Þröstur var sölumaður hjá Fasteignaþjónustunni 1976-1978 og starfaði hjá Hugbúnaðarhúsinu hf. 1986-1992. Frá 1994 hefur Þröstur verið verslunarstjóri í Samkaups- verslunum hjá Kaupfélagi Suður- nesja og Samkaupum hf. Þröstur var fulltrúi starfsmanna í stjórn SíS 1982-1984 og formaður Starfsmannafélags Sambandsins 1980-1982. Hann hefur verið í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar frá 1994. Þröst- ur átti sæti í stjórn Sorpu bs. frá 1994-1998 og í stjórn byggingar- nefndar Borgarholtsskóla 1994-2000. Þröstur hefur setið í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1998 og nú síðast í stjórn Strætó bs. frá stofnun 2001. Þröstur sat i stjórn Hestamanna- félagsins Harðar í Mosfellsbæ í fjölda ára og hefur verið Formaður landliðsnefndar Landsambands hestamanna frá árinu 1998. Fjölskylda Þann 22. nóvember 1975 giftist Þröstur, Önnu Hjálmdísi Gísladótt- ur skrifstofumanni, f. 13. mars 1954 á Bíldudal, sem ólst upp á Hofi á Kjalarnesi hjá fósturforeldrum, þeim Herði Hjálmarssyni og Aðal- björgu Jónsdóttur. Foreldrar Önnu Hjálmdísar eru Gísli Ólafsson og Hildur Hjálmarsdóttir. Börn Þrastar og Önnu Hjálmsdís- ar eru: 1) Gísli, fæddur 15. október 1980, húsasmíðanemi; 2) Kristinn, fæddur 3. nóvember 1982, tölvu- fræðinemi; 3) Nína, fædd 12. desem- ber 1985, nemi. Bróðir Þrastar er Már Karlsson, fæddur 27. september 1947, verk- fræðingur, búsettur í Mosfellsbæ. Foreldrar Þrastar eru Karl Helga- son kennari, fæddur 3. janúar 1914, búsettur í Kópavogi, og Jónína Björnsdóttir, fædd 16. júlí 1922, hús- móðir, búsett í Reykjavík. Þau bjuggu lengst af á Akranesi. Þröstur tekur á móti ættingjum og vinum í félagsheimilinu Hlégarði 1 Mosfellsbæ í dag, milli kl. 18 og 21, og eru allir velkomnir að gleðjast með honum og fjölskyldu hans. Fjölmenni í Ólafsvík í frábæru veöri skemmti fjöldi manns sér vel á Færeyskum dögum. DV-MYNDIR: PSJ Frábærir Færeyskir dagar í Majorkablíðu í Ólafsvík: Sjö þúsund sóttu hátíðina DV, ölafsvTkT Um síðustu helgi voru Færeyskir dagar á Ólafsvlk en það er í fjórða skiptið sem þeir eru haldnir þar. Dagskráin hófst á föstudag- inn með fótboltakappleik á milli bama frá Færeyjum og Ólafsvík og úrslitin urðu að hætti góðra vina, hvort lið skoraði eitt mark. Um kvöldið var menningar- kvöld á Hótel Höfða þar sem Hjálmar Ámason alþingis- maður flutti ýmsan fróðleik um Færeyjar. Þá sungu tveir færeyskir söngvarar, þau Nikkolína Jakobsen og Erling Berg, nokkur lög viö undirleik Regin. Kynnir var Magnús Stefánsson alþingis- maöur. Föstudagurinn endaði með bryggjuballi, sem mik- ill mannfjöldi sótti, og flug- eldasýningu. Á laugardag- inn hófst hátfðin með ávarpi bæjarstjórans í Vest- manna í Færeyjum, Gunn Joensen, og Kristins Jónas- sonar, bæjarstjóra í Snæ- fellsbæ, en á milli þessara bæjarfélaga er vinabæjar- samband. Framkvæmd þessarar hátíðar er í höndum þriggja færeyskra fjöld- skyldna sem búa í Ölafsvík og Tveir prestar Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í ólafsvík, og færeyski presturinn, Inga Paulsen Dam, sem þjónar vinabæ Ólafsvíkur, Vestmanna. færöi bæjarstjóri og Ásbjörn Ótt- enda arsson, forseti bæjarstjórnar, þeim fram. gjafir og þakkaöi þeim fyrir þetta frábæra framtak. Þar á eft- ir hófst söngur kirkjukórs Vestmanna en í honum eru 60 stúlkur. Margskon- ar dagskrá hófst svo á stór- um palli, sem gerður hafði verið og stóð hún í þrjá tíma. Stórdansleikur var í Félagsheimilinu Klifi þar sem færeyska hljómsveitin Twilight lék fyrir dansi. Dagskráin hófst á sunnu- dag með fjölmennri úti- messu sem sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur í Ólafsvík, og sr. Inga Poul- sen Dam, sóknarprestur í Vestmanna, sáu um. Færeyskum dögum lauk svo með skemmtisiglingu út á Ólafsvík. Frábært veð- ur var í Ólafsvík alla helg- ina, hreint Majorkaveður sem kallaö er, og stemning- in eftir því. Útimarkaöur var í gangi, sýningar voru á færeyskum munum, dorgkeppni fyrir börn, golf, færeyskur matur og einnig fór fram íslandsmót í mótorkross. Talið er að 7000 manns hafi verið í Ólafsvík þegar mest var og allir skemmtu sér mjög vel fór hátíðin sérstaklega vel -PSJ. RS-412 Nýskr. 04.2000, 3 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 23 þ. Nýskr. 09.1998,4 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 61 þ. Skoda OctaviaWagon Glxi Verö: 1.290.000_____________ PO-158 Nýskr. 07.1999, 5 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 25 þ. Nýskr. 06.1999,5 dyra, 5 gíra, grár, ekinn 45 þ. Hyundai Starex Verð: 1.690.000 SM-092 úrval af góðum notuðum bílum í síma 575 1230 # Grjóthálsi I bilaland.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.