Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Side 24
28
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001
Tilvera
DV
lí f Lö
E F T I P. V I N N U
Gunnar og Njáll
Nýr söngleikur verður frumflutt-
ur 1 Sögusetrinu á Hvolsvelli í
kvöld. Hann heitir Gunnar á Hlíð-
arenda (Gunnar - the hero) og er
byggður á lagaflokki Jóns Laxdals
við ljóðabálk Guðmundar Guð-
mundssonar. Ævi Gunnars er rak-
in í tali og tónum og fornar hetjur
Brennu-Njáls sögu vaktar til lífs
með hjálp leikhússtækni. Borðhald
hefst klukkan 19, en hetjurnar stíga
á svið um klukkan 20.15.
Fundir
■ FREYSTEINN SIGMUNDS I NOR-
RÆNA HUSINU Freysteinn Sig-
mundsson, forstöðumaður Norrænu
eldfjallamiöstöövarinnar, heldur fyrir-
lestur í dag í Norræna húsinu um
jaröfræöl íslenskrar náttúru með
sérstakri áherslu á íslenskt eldfjalla-
landslag. Fyrirlesturinn hefst klukkan
13.30 og lýkur kl. 15. Að honum
loknum svarar Freysteinn spurning-
um viðstaddra. Fyrirlesturinn verður
fluttur á dönsku og er liöur í tyrir-
lestraröðinni Menning, mál og sam-
félag.
Leikhús
■ MEÐ VIFH) I LUKUNUM Leikritiö
Meö vífiö í lúkunum eftir Ray Coon-
ey verður sýnt í kvöld klukkan 20 á
Stóra sviöl Borgarleikhússins. Leik-
stjóri er Þór Tulinius og þýðandi Árnl
Ibsen.
■ FRÖKEN JÚLÍA - ENN OG AFTUR
ALVEG OÐ Leikritið Fröken Júlía -
enn og aftur alveg óö verður sýnt í
Smiöjunni, Sölvhólsgötu, í kvöld
klukkan 23.30.
Opnanir
■ RAGNAA
VINBARNUM
Myndlistarkonan
Ragna hefur
opnað sýningu
á nýjum
olíumálverkum á
Vínbarnum við
Kirkjutorg í
Reykjavík.
■ UÓSMYND-
IR A SKRIÐU-
KLAUSTRI
Kanadíski Ijós-
myndarinn Arni
Haraldsson sýnir Ijósmyndir frá sex
löndum í Gailerí Klaustri aö
Skriðuklaustri. Þær sýna borgar-
landslag og arkitektúr,frá miðri 20.
öld. Arni er fæddur á íslandi en flutti
ungur til Kanada.
Landsbyggðin
I LJÓÐAKVOLD í DAVÍDSHÚSI
Ljóöakvöld verður í Davíöshúsi í
kvöld og hefst kl. 20.30. Þar verður
dagskrá úr Davíðsljóöum,sem ber
yfirskriftina Meö útþrá - í útlegö -
Utan garös.
■ BUBBI í GRINDAVÍK Bubbi
Morthens heldur tónleika í
veitingastaönum Sjávarperlunni
Grindavík í kvöld kl. 23.00.
■ EINAR ÖRN Á ÍSAFIRÐI Trú-
badorinn Einar Orn ætlar aö bjóöa
ísfirðingum ubP á almennilega tóna
á Eyrinni ísafiröi í kvöld.
■ MILLARNIR I EYJUM Milljóna-
mæringarnir með Páli Oskari og
Bjarna Ara taka sveifluna í Höllinnl í
Eyjum í kvöld.
Gönguleiðir
1)5 , ..
Hraunin sunnan við Straumsvík:
Staður sem vert er að skoða
- segir Katrín Óladóttir
„Þegar keyrt er á 90 kílómetra
hraða eftir Keflavíkurveginum,
fram hjá Straumsvík, hvarflar ör-
ugglega að fáum að gaman geti
verið að fá sér göngutúr með
ströndinni og að það sé yfirleitt
hægt. En ef maður gefur sér tíma
til að skoða þetta svæði nánar
kemur ýmislegt spennandi í ljós,“
segir Katrín Óladóttir, ráðningar-
stjóri hjá Pricewaterhouse-
Coopers. Katrín býr í Hafnarfirði
fara um og hægt sé að velja sér
lengri eða skemmri leiðir, eftir
því sem hugurinn girnist. „Þarna
ber margt fyrir augu sem minnir
á liðna tíð,“ segir Katrín og lýsir
því fúslega nánar. „Það eru til
dæmis gömul bæjarhús frá síð-
ustu öld og tóftir fleiri býla. Svo
eru upphlaðnir brunnar og gamlir
tvöfaldir grjótgarðar sem hafa ver-
ið vandlega hlaðnir á sínum tima.
Einnig er þar gamalt kvíaból, fjár-
Margt býr í hrauninu
„Þangaö er hægt aö fara oftar en einu sinni án þess aö komast yfir allt þaö
sem vert er aö skoöa, “ segir Katrín.
og er stolt af sínum heimabæ.
„Það er yndislegt að búa í bæ sem
státar af fallegu bæjarstæði og
býður upp á þægilegar gönguleið-
ir. í hrauninu sem umlykur Hafn-
arfjörð hafa verið lagðir ótal fall-
egir göngustígar og merkingar
verið settar upp sem auðvelda
fólki að þekkja ýmis kennileiti."
Víða í nágrenninu segir hún
áhugaverða staði sem stutt sé að
heimsækja og einn af þeim
einmitt hraunin við Straumsvík.
„Þangað er hægt að fara oftar en
einu sinni án þess að komast yfir
allt það sem vert er að skoða,“ seg-
ir hún.
Margt sem ber vltnl um
mannlíf fyrri ára
Best segir Katrín að leggja bíln-
um í nágrenni við Listamiðstöð-
ina Straum, myndarlega byggingu
rétt sunnan við Straumsvík, og
hefja gönguferðina þar. Hún nefn-
ir gamlar gönguleiðir og stíga í
hraununum sem þægilegt sé að
rétt og fleira sem ber vitni um bú-
skap og mannlíf fyrri ára.“
Fjaran og skeljarnar
Katrín segir merkilegar
ferskvatnstjarnir vera í hraunun-
um. Einstök náttúrufyrirbæri sem
ekki eigi sína líka, hvorki hér-
lendis né erlendis - svo vitaö sé.
Fjaran er eitt af því sem gerir
svæðið heillandi, að sögn Katrín-
ar. „Það er alltaf spennandi að
koma niður í fjöru, ég tala nú ekki
um þegar tekst að finna skeljar og
kuðunga. Þá verður maður aftur
barn i anda,“ segir hún. Aðspurð
um gróðurfar í hrauninu segir
hún það að mestu klætt mosa en
fjölskrúðugur gróður leynist þar
líka. „Lynggróður er mjög algeng-
ur, til dæmis beitilyng og kræki-
og bláberjalyng. Svo sér maður
fallega burkna vaxa í hraun-
sprungum, burnirót og maríu-
stakk víða og ekki spillir lyktin af
blóðberginu," segir hún og brosir
dreymandi.
DV-MVNDIR HARI
Katrín tekur til gönguskóna
Fátt finnst henni betra eftir erilsaman clag en aö fá sérgóöan göngutúr.
Snæfellsjökull blasir við
Katrín hefur ekki lokið sínum
náttúrulýsingum því útsýnið er
eftir og hún er greinilega stödd í
hraununum í góðu veðri á fallegu
vor- og sumarkvöldi. „Ekki má
gleyma að líta til Snæfellsjökuls í
kvöldsólinni. Það er dásamlega
fallegt og hver verður ekki róman-
tískur á slíkri stund,“ segir hún
og bætir við: „Það þarf ekki alltaf
að leita langt að góðum
útivistarsvæðum. Þau eru
fjölmörg rétt við bæjardyrnar.
Fátt er meira slakandi eftir
erilsaman dag en að fá sér góðan
göngutúr."
-Gun
Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vfsl.ls
Hrúðurinn
Amarklettur
Langiklettur
Gönguleiðir Siqurðarhæð
við Straumsvík
Straumur
Kúarétt
í vandræðum
vegna sukklífis
Virgintónlistarútgáfan hefur lát-
ið loka heimasíðu poppstjörnunn-
ar Billie Piper tímabundið. Ástæð-
an er, að sögn breska blaðsins The
Sun, að hún hefur lifað hamlausu
sukklífi með kærasta sínum og lít-
ið einbeitt sér að tónlistarferlin-
um. Blaðið hefur eftir innanbúðar-
manni hjá Virgin að fyrirtækið
hafi litla trú á áframhaldandi ferli
Piper og vilji ekki eyða meiri pen-
ing í að koma henni á framfæri. Á
heimasíðu Piper, www.billiep-
iper.com, koma skilaboð þess efnis
að verið sé aö endurbyggja heima-
síðuna og því sé hún lokuð. Þá seg-
ir aö Piper sé upptekin við að taka
upp lög á nýja plötu sína. Orðróm-
urinn segir hins vegar að hún hafi
ítrekað svikist um að vinna að
plötunni og útgáfan sé að fá sig
fullsadda.