Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2001, Síða 9
9 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 _________________________________________________________________________________ X>V Fréttir Samband meðalþyngdar þorsks og loðnumagns hefur ruglast: Uppbygging þorskstofnsins ekki samkvæmt áætlun - en hrun stofnsins kemur ekki til greina Stofninn ekki í útrýmingarhættu Uppbygging þorskstofnsins hefur ekki gengiö eftir meö þeim hætti sem ætl- ast var til en Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræöingur segir aö hrun stofnsins komi ekki til greina. Einar Júlíusson, dósent við sjávar- útvegsdeild Háskólans á Akureyri, seg- ir í DV á miðvikudag að framreikning- ar sem aflaregla þorskstofns byggi á séu fráleitir þar sem þorskstofn næsta árs hafi verið ofmetinn og sóknin í hann vanmetin undantekningar- laust sl. 22 ár. í ástandsskýrslu Hafró sé stofhinn að stækka, líka þegar stofnmæl- ingin sýni að hann sé að minnka. Ein- ar spyr hver beri ábyrgð á þeirri vit- leysu. 240 þúsund tonna sókn í þorskstofninn hér við land sé allt of mikil, fimmfóld kjörsókn, útrýmingar- sókn. Hún sé viðurstyggileg villi- mennska, hámark heimskunnar og efnahagslegt sjálfsmorð. Hafrann- sóknastofnun verði að fmna reiknivill- una, leiðrétta stofnreikningana og draga aflamarkstillögu sina til baka. Annars blasi hrun þorskstofnsins við. Leyfilegur heildarafli þorsks á fisk- veiðiárinu 2001/2002 er 190.000 tonn. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun, segir það ljóst að miðað við upplýsingar tveggja síðustu ára virðist uppbygging þorsk- stofnsins ekki hafa gengið eftir með þeim hætti sem ætlast var til og búist var við. Hjálmar segir það ansi djúpt í árina tekið að segja að stofninn sé kominn í útrýmingarhættu en hann hafi hins vegar ekki kynnt sér nægjan- lega vel útreikninga Einars en fljótt á litið fari hann ekki rétt með opinberar tölur, sem birst hafa m.a. í skýrslu Haf- rannsóknastofnunar, og einnig að hægt sé að leika sér með tölur að vild. „Það hefur sitthvað verið að gerast í umhverfmu og hafmu á sl. þremur árum og áhrifin frá Atlantssjó hafa aukist mikið en hann er selturikari og hlýrri fyrir sunnan land en sést hefur síðan fýrir 1965. Þessara áhrifa gætir einnig fyrir norðan og austan land. Öll skil á mótum kalds og hlýs sjávar fær- ast fjær og verða ógreinilegri, fiskur verður dreifðari, og tegund eins og þorskur heldur sig meira upp í sjó. Viö það minnkar veiðanleikinn. Það hefur einnig haft áhrif á hegðunarmynstur tegunda að það nána samband sem verið hefur milli meðalþyngdar aldurs- flokka í þorskstofninum og loðnu- magns ruglast. Það hefúr passað mjög iila sl. tvö ár. Fimm til átta ára þorsk- ur er því léttari en búist var við miðað Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræöingur. Goði stefnir í greiðslustöðvun: Heimamenn á Hellu vilja kaupa stórgripasláturhúsið Goði mun á næstu dögum fara fram á greiðslustöðvun til að rétta reksturinn af eftir að kjötvinnsla fyrirtækins var seld norður til Ak- ureyrar til Norðlenska. Fullyrt er að fyrirtækið sé ekki að fara í gjald- þrot. Aðalfundur Goða var haldinn síðdegis á miðvikudag. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri félags- ins, sagði aöspurður að allar rekstr- arforsendur yrðu endurskoðaðar og með hvaða hætti hægt væri að bjóða þá sláturstarfsemi sem fyrir- huguð væri. Goði hyggst ekki kaupa kjöt af bændum en bjóða slátrun sauðfjár í verktöku. Þar er nú lítil sem engin starfsemi þar sem bænd- ur treysta sér almennt ekki til að leggja inn sauðfé til slátrunar án þess að fá greitt fyrir kjötinnleggið. Eftir að starfsemi kjötvinnslunnar er farin norður verður um helming- DV-MYND BRINK Goöi fundar Frá aöalfundi Goöa í Reykjavík í gær. ur starfsmanna eftir hjá Goða, þ.e. sá starfsmannafjöldi sem er þar utan sauðfjársláturtíðar. Óli Már Aronsson, oddviti Rang- árvallahrepps, segir að rekstur Goða sé í mikilli lægð og fyrirtæk- inu veiti ekki af að selja eignir til að grynna á skuldum. Sveitarstjórn Rangárvallahrepps hefur gert fyrir- spurn um það hvort stórgripaslátur- hús Goða á Hellu væri til sölu og hvatt til þess að það verði selt, hafi einhverjir áhuga. „Það er verið að þreifa á einhverj- um aðilum um að sameinast um kaupin en það er okkur hér gríðar- lega mikilvægt að það verði rekið áfram. Það hefur verið rekið hér í 35 ár og er aö veita um 15 manns at- vinnu og ef það hættir starfsemi til viðbótar við þær hugmyndir um að kjúklingabúið Reykjagarður fari í Mosfellsbæ er þessi staða okkur ekki mjög hugnanleg. Búnaðarbank- inn er með eignarhald á Reykja- garði og er að skoða málið. Það er einnig leiðinleg tilhugsun ef ekki verður neitt stórgripasláturhús á Suðurlandi, þar sem 40% af allri mjólkurframleiðslu landsmanna er,“ segir oddviti Rangárvalla- hrepps. -GG við gott ástand loðnustofnsins sömu ár auk þess sem dreifmg loðnunnar hefur einnig breyst. Þetta er þó ekkert hrun í meðalþyngd en ekkert bendir til þess að þorskstofninn sé lítill, þá þyrfti hann minna að éta þó aðgengi hans hafi minnkað að loðnu. Hrun þorskstofnsins kemur því ekki til greina og þetta ástand var þekkt um langt árabil fram að 1965 frá því um 1920 en um miðjan sjöunda áratuginn fór haflð að kólna mjög mikið. Sú kóln- um hrakti m.a. norsku síldina héðan. Ef menn lenda í þeirri stöðu að telja að stofh sem verið er að reyna að byggja upp sé á öfugri leið, þá á að gera eitt- hvað í þeim málum og ekki ýta þeim upplýsingum til hliðar sem ómarktæk- um. Og það er verið að taka á þessum málum,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur. -GG BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík og Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, varðandi lóðina nr. 38 við Suðurhlíð í Fossvogi (fyrrum lóð Landgræðslusjóðs). í samræmi við 1. mgr. 21. gr. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi og Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, varðandi lóðina nr. 38 við Suðurhlíð í Fossvogi (fyrrum lóð Landgræðslusjóðs). Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir að landnotkun lóðarinnar breytist úr stofnanasvæði í íbúðasvæði. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að núverandi byggingar á lóðinni verði fjarlægðar. Lóðin stækki lítillega í austur og suður og henni verði skipt upp í tvær lóðir. Á vestari Ióðinni verði ekki heimilt að byggja en á austari lóðinni verði heimilt að byggja um 5100fm íbúðarhús með um 50 íbúðum auk bílakjallara. Húsið verði á allt að þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 20. júlí til 17. ágúst 2001. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og koma með ábendingar og gera athugasemdir við þær. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 31. ágúst 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 20. júlí 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda: Ósáttur við skoðun framkvæmda- stjórans á sauðfjárræktinni Aðalsteinn Jónsson á Klausturseli á Jökifldal, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sá enga ástæðu til þess að sitja að- alfund Goða; hafði raunar ekki haft mikinn áhuga á því þar sem framkvæmda- stjórinn, Kristinn Þór Geirsson, haföi verið með skitkast að undanfömu út í sauðfjárræktina, og jafn- vel sagt að það væri gjald- þrota atvinnugrein. Áhætta fyrir- tækisins væri fólgin í því kaupa af- urðir af sauöfjárbændum og þurfa Aðalsteinn Jóns- son, bóndi á Klausturseli. að borga fyrir það. Þarf að borga með sauð- fjárræktinni í dag? „Framkvæmdastjórinn gaf það nú ekki í skyn held- ur að þetta væri taprekstur sem ekki væri hægt að eiga endalaust viðskipti við. Það undrar mig ekki að bændur forðist að slátra hjá fyrir- tæki, og það aðeins í verk- töku, ef þetta er almennt viðhorf forsvarsmanna þess til sauðfjárræktarinnar," segir Að- alsteinn Jónsson. -GG Skemmtistaður Strandgötu 53 Stórdansleikur * föstudags- og laugardagskvöld Hin frábæra hljómsveit Þúsöld T Tökum að okkur veislur fyrir ýmis tiiefni (hópa og fyrirtæki) - stórir og litlir veislusalir. r r i Odd-vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Simi 462 6020 • GSM 867 4069

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.