Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001
x>v
Fréttir
Bann við innflutningi á grænlenskum hreindýrum vegna hundaæðis:
Vilja skjaldbökur í
stað hreindýra
- sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps undrast synjun yfirdýralæknis
Steindór
Sigurösson
og Erum að skoða
að þetta í fullri al-
vöru.
Yfirdýralæknir
hefur synjað I
beiðni Stefáns H. |
Magnússonar,
hreindýrabónda á I
Grænlandi, en
Stefán hafði óskað
eftir því að fá leyfi |
til að flytja hrein-
dýr frá Grænlandi
og hafa þau á Mel-
rakkasléttu
einnig að fá
flytja hreindýr frá
Austurlandi til
Melrakkasléttu.
Stefán sendi erindið á sínum
tíma til sveitarstjórnar Öxarfjarö-
arhrepps sem tók það fyrir á ein-
um af fundum sínum. Þar var
ákveðið að leita umsagnar yfir-
dýralæknis og hann hefur nú
kveðið upp sinn úrskurð og hafnar
erindinu.
„Það kemur í sjálfu sér ekki á
óvart að því skuli vera hafnað að
flytja hreindýr frá Austurlandi
vegna hættu á að riðuveiki berist
milli landshluta. Hins vegar átti ég
ekki von á því að eitthvað væri
því til fyrirstöðu að flytja hingað
dýr frá Grænlandi þar sem engir
dýrasjúkdómar geisa,“ segir Stein-
dór Sigurðsson, sveitarstjóri Öxar-
fjarðarhrepps, en yfirdýralæknir
synjaði um innflutning hreindýr-
anna vegna hættu á hundaæði.
í Öxarfirði hafa menn verið að
velta fleiru fyrir sér en hreindýra-
rækt og DV skýrði frá því á dögun-
um að þar um slóðir hefði komið
til umræðu í fullri alvöru aö
kanna möguleika á skjaldböku-
eldi. „Atvinnuþróunarfélagið er að
skoða þetta mál fyrir okkur af
fullri alvöru. Til þess að þetta eldi
geti gengið hjá okkur er alveg ljóst
að byggja þyrfti yfir starfsemina
vegna veðursfarlegra aðstæðna en
við höfum einn hlut sem getur
vegið þungt í þessu og það er næg-
ur heitur sjór. Margir hafa haldið
að þetta væri grín hjá okkur en
við erum að skoða þetta í fullri al-
vöru,“ segi Steindór.
-gk
Hafnað
Yfirdýralæknir hefur hafnað beiðni Stefáns Hrafns Magnússonar, hreindýra-
bónda í Isortoq á Grænlandi, um að hann fái að flytja hreindýr frá Grænlandi
til að koma fyrir á Melrakkasléttu.
Hjónavígsla ásatrúarmanna við Landmannalaugar:
Uppsagnir hjá Goða:
Ferskar afurðir
vilja sláturhús
Goði hefur sagt upp öllu starfsfólki
fyrirtækisins í Búðardal og á Hvamms-
tanga vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem
fyrirtækið er komið í, þ.e. farið hefur
verið fram á greiðslustöðvun. 15 starfs-
menn eru i Búðardal og 20 á Hvamms-
tanga. Gríðarleg eftirspum er á sama
tíma eftir slátrun hjá Ferskum afurðum
á Hvammstanga og að sögn Hjalta Jós-
efssonar framkvæmdastjóra er ekki
hægt að sinna fleiri sláturbeiðnum fyrr
en í nóvember. Ferskar afurðir hafa
óskað eftir þvi formlega við Goða að
taka sláturhús Goða á leigu en í samtali
við kaupfélagsstjóra Kaupfélags Vestur-
Húnvetninga, Bjöm Elísson, nýverið i
DV taldi hann það af og frá að samið
yrði við Ferskar afurðir.
Sveitarstjóm Dalabyggðar hefur átt í
viðræðum við Sláturfélag Suðurlands
um að taka þátt i rekstri sláturhúss
Goða i Búðardal. Þeir vilja leigja eða
kaupa sláturhúsið en sveitarstjóri Dala-
byggðar, Einar Mathiesen, segir stjórn-
endur Goða hafl hafnað viðræðum.
Hann telur að Goði sé í raun gjaldþrota.
Formaður Landssamtaka sauðftár-
bænda, Aðalsteinn Jónsson, í Klaustur-
seli á Jökuldal, hefur sagt að ekki hægt
að sætta sig við tilboð Goða til bænda
um greiðslur fyrir sláturfénað. Hann
segir að þeir bændur sem neyðist til að
ganga að tilboðinu sæti alvarlegum
búsifjum. -GG
Brotinn allsherjargoði
Fæturnir gáfu sig í fjallshlíöinni enda goöinn orðinn rúmlega hundrað kíló.
Allsherjargoðinn fótbrotnaði
- ætladi aö klífa fjall um miðja nótt meö Hollywood-fólki
Jörmundur Ingi, allsherjargoði
ásatrúarmanna, fótbrotnaði illa i
brúðkaupsveislu við Landmanna-
laugar aðfaranótt síðastliðins
sunnudags en allsherjargoðinn var
þá nýbúinn að gefa saman í hjóna-
band kanadískan kvikmyndaleik-
stjóra sem starfar í Hollywood og
heitmey hans. Varð uppi fótur og
fit í veislunni þegar ljóst varð að
goðinn væri brotinn.
„Ég hringbrotnaði um ökklann
og má ekki stíga í fótinn í einar
þrjár vikur,“ sagöi Jörmundur
Ingi í gær þar sem hann dvaldi í
góðu yfirlæti hjá Helgu móður
sinni í Árbæjarhverfinu. „Þetta
vildi þannig til að þegar leið á
brúðkaupsveisluna vildu veislu-
gestir hlaupa upp á næsta fjall í
næturkyrrðinni og taldi ég það
hinn besta kost enda við öll búin
að skála vel í dýrum veigum. Ferð-
in upp gekk vel en á leiðinni niður
skrikaði mér hins vegar fótur með
þeim afleiðingum sem fyrr getur,"
sagði Jörmundur Ingi sem allt i
einu lá í miðri fjallshlíðinni, langt
frá mannabústöðum, brotinn í
hópi brúðkaupsgesta sem flestir
komu frá Hollywood. Lögðust
menn á eitt við að bera allsherjar-
goðann niður fjallið þar sem for-
eldrar brúðgumans tóku við hon-
um og óku til byggða. Var Jör-
mundur kominn á slysadeild i
Reykjavík um morgunmál:
„Þetta var hin skemmtilegasta
veisla og ég er viss um að gestir
héldu áfram að skemmta sér fram
eftir nóttu þó ég væri farinn brotinn
á brott. Þetta var skemmtilegt fólk
og veitingarnar líka; grillað lamba-
kjöt, rauðvín og viskí eins og hver
vildi hafa. Orsök óhappsins tel ég þó
vera þá staðreynd að ég er orðinn
rúmlega hundrað kíló og fæturnir
hafa einfaldlega ekki þolað byrðina
í brattri fjallshlíðinni en þarna er
hallinn um 45 gráður," sagði Jör-
mundur allsherjargoði sem vonast
eftir að verða orðinn góður fyrir
næsta brúðkaup útlendinga ut-
andyra en það er í næsta mánuði.
Jörmundur Ingi er 61 árs.
-EIR
Allt ólöglegt
Utanríkisráð-
herra, Halidór Ás-
grímsson, segir að
allt sem fram fór á
ráðstefnu Alþjóða
hvalveiðiráðsins i
London sé ólöglegt
og að forseti ráð-
stefnunnar láti sem
íslenski fulltrúinn sé ekki meðlimur
í ráðinu.
Skýringar ófullnægjandi
Stjórn Verðbréfaþings telur sig
ekki hafa fengið fullnægjandi skýr-
ingar íslandssima á breytingum á af-
komu fyrirtækisins tæpum tveimur
mánuðum eftir að fyrirtækið bauð út
hlutafé. Síðdegis í gær ákvað stjórnin
að óska eftir nákvæmari upplýsing-
um hjá Íslandssíma.
Vilja miðbæjardeild
Sjálfstæðismenn lögðu fram til-
lögu á borgarráðsfundi í gær um
stofnun sérstakrar miðbæjardeildar
sem sinni eftirliti í miðborginni um
helgar. Deildin myndi vera í sam-
vinnu við lögreglu.
Hálendið tekjulind
Carl F. Steinitz, prófessor við
landslagsarkitektadeild Harvard-há-
skóla, segir landslag á miðhálend-
inu mestu náttúruverðmæti lands-
ins og að það gæti orðið helsta
tekjulind íslendinga í framtíðinni. -
RÚV greindi frá.
Yfirlýsing ráðherra
Árni M.
Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra sendi
erlendum fjölmiðl-
um fréttatilkynn-
ingu í gær þar sem
hann fjallar um
fréttir alþjóðlegu
fréttastofanna
Reuters og AP þess efnis að Islend-
ingar séu við það að hefja hvalveið-
ar. Segir ráöherra að tímasetning
hvalveiða hafi ekki verið ákveðin.
Ættleiðingarsamkomulag
Formlegt samkomulag um ættleið-
ingar íslendinga á kínverskum börn-
um hefur verið staðfest milli íslands
og Kínverska alþýðulýðveldisins.
Eldur í Hvaleyrarskóla
Slökkvilið var kallað að Hvaleyr-
arskóla í Hafnarfirði á tólfta tíman-
um í gærkvöld. Eldur logaði í
veggrennu og glugga utandyra.
Reykræsta þurfti nokkrar skólastof-
ur en slökkvistarf gekk greiðlega.
Heimilar tilraun
Björn Bjarnason
menntamálaráð-
herra hefur heimil-
að bæjarstjórn Mos-
fellsbæjar að gera
tilraun með nýtt
stjórnunarform
með stjórnun-
arteymi þriggja
stjórnenda í Lágafellsskóla í Mos-
fellsbæ til næstu þriggja ára frá og
með skólaárinu 2001-2002.
Festist í spili
Skipverji á netabát slasaðist á
miðunum úti við Snæfellsnes þegar
hann festist í spili. Hann var fluttur
að Amarstapa þar sem læknir tók á
móti honum. Meiðsl hans reyndust
ekki alvarleg.
Haldið til haga
Rangt var farið með nafn Odd-
bjargar Sigurðardóttur, Langholts-
vegi 14, Reykjavík, í jarðarfarar-
fregn í blaðinu í gær. Hún verður
jarðsungin frá Mosfellskirkju á
morgun, fimmtudaginn 26. júlí, kl.
13.30. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum. -HKr./aþ