Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 DV Utlönd Vopnahlé í molum í Makedóníu: Æstur múgur ræðst Sól og öiyggisfilma. Sandblástursfilmur ---^--------- IJrval - gott í hægindastólinn GIÓIHF Dalbrekku 22 • Kópavogi sími 544 5770 Ekki varð við neitt ráðið í Makedóníu þegar albanskir upp- reisnarmenn gerðu allsherjarárás á varðstöðvar lögreglunnar og múgur fór um með árásum á sendiráð og bifreiðar í höfuðborginni Skopje. Landið er réttnefnd púðurtunna og er ástandið orðið slíkt að Bandarík- in hafa leyft hluta af sendiráðsfólki sínu að snúa aftur heim. Jafnframt var bandarískum borgurum ráðið frá því að heimsækja Makedóníu. í gær brutust út harðvítugir bar- dagar milli makedónska hersins og uppreisnarmanna af albönskum uppruna, þriðja daginn í röð frá því vopnahlé var komið á fyrir 20 dög- um. Stríðandi fylkingar skiptust á sprengjuvörpuárásum, stórskota- liðsárásum og vélbyssuhríð. Al- bönsku uppreisnarmennirnir hafa náð valdi á stórum hluta Norður- og Vestur-Makedóníu, þar sem stærsti hluti albanska minnihlutans býr. Þeir færðu enn út umráðasvæði sitt í gær. Viðbrögð Makedóníustjórnar við framgangi uppreisnarmannanna eru þau að kenna Nató um hvernig kom- ið er. Stjórnvöld sökuðu í gær Atlantshafsbandalagið um að hafa veitt uppreisnarmönnunum aðstoð í baráttu þeirra. „Nató er vinur óvina okkar,“ sagði Antonio Milosovski, talsmaður Makedóníustjórnar, í gær. Reiöi gegn Vesturlöndum Makedóníumaður beinir reiði sinni að bifreið Sameinuðu þjóöanna í höfuð- borginni Skopje í gær. Makedóníustjórn ýfði upp í þjóðernissinnuðum slövum meö því að saka Nató um að veita albönskum uppreisnarmönnum beinan stuðning í baráttunni gegn Makedóníuher. Hann sagði Francois Leotard, erind- reka Evrópusambandsins, og James Pardew, erindreka Bandaríkjanna, starfa með skæruliðunum og veita þeim beinan stuðning. Nató átti að sjá um að afvopna Albanana þegar friðarsamkomulag hefði verið undir- ritað, en ekki hefur komið til þess. í kjölfar ásakananna braust út reiðialda gegn Nató í höfuðborg- inni Skopje. Æstur múgur réðst á sendiráð Bandaríkjanna, Þýska- lands og Bretlands og braut rúður. Auk þess voru unnar skemmdir á McDonalds-veitingastað og borinn var eldur að bifreiðum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Óeirð- irnar komu eftir mótmæli slav- neskra þorpsbúa sem hafa flúið heimili sín vegna landvinninga al- banskra uppreisnarmanna. Mót- mælin hófust fyrir utan þinghúsið í Skopje en eftir að þjóðernissinnar gengu til liðs við þær fór allt úr böndunum. Bandaríski herinn er í viðbragsstöðu á flugvellinum i Skopje vegna ástandsins. Banda- ríkjamenn hvöttu borgara sína til að láta sem minnst bera á sér í Makedóníu. Þeim er ráðlagt að forð- ast samsöfnuð fólks og breyta ferða- venjum sínum til að verða ekki fyr- ir reiði Makedóníumanna. Diplómatar hafa áhyggjur af þjóð- ernissinnaðri stefnu Makedóníu- stjórnar í málefnum albanska minnihlutans. Hún hefur neitað friðartillögum vestrænna samninga- manna sem gefa Albönum aukin réttindi, meðal annars að albanska verði viðurkennd sem opinbert tungumál. Mörgum Makedón- íumönnum þykir vegið að sjálfs- mynd áratugsgamals ríkisins með því að viðurkenna albönsku. ■ Stórminnkar sólarhita • Gerir sólabirtuna mildari og þægilegri • Útilokar nánast útfjólubláa geisia og upplitun • Eykur öryggi i fárviðrum og jarðskjálftum ■ Eykur öiyggi gegn innbrotum • Brunavarnarstuðull er F15 • Einangrar gegn kulda, hita og hávaða ■ Glerið verður 300% sterkara • Minnkar hættu á glerflisum í andlit • Gerir bílinn/húsið glæsilegra á sendiráð í Skopje Búfénaöi bjargaö Pakistanskur maður ber hér kindina sína á öruggan stað eftir miklar rigningar í Punjab-héraði. Á aðeins 3 klukkutímum mældist 90 millímetra úrhelli í Lahore, höfuðborg héraðsins. Regnið lamaði samgöngur víða, auk þess sem veggir húsa hrundu. Ekki fréttist af neinu manntjóni vegna rigningarinnar. Færeyskur almenningur stöðvar lagasetningu Hörð mótmæli færeysks almenn- ings hafa neytt lögþingsmenn lands- ins að draga til baka nýtt lífeyris- sjóðskerfi til handa landstjórnar- mönnum, núverandi og fyrrverandi, og þingmönnum. Kerfið var sam- þykkt á lokadögum þingsins í maí fyrir sumarhlé. Samkvæmt því fá stjórnmálamenn sem setið hafa á lögþingi og í landstjórn um 300.000 islenskar krónur á mánuði eftir að 67 ára aldri er náð. Einnig er kerfið afturvirkt fyrir stjórnmálamenn allt aftur til 1951. Almenningur heyrði af lífeyrissjóðskerfmu í sjónvarps- þætti. Mikil óánægja greip um sig með- al almennings og fór undirskrifta- söfnun af stað. Þátttaka var afar góð og skrifuðu 20.000 manns af 47.000 íbúum Færeyja undir. Leiðtogar landstjórnarinnar, Högni Hoydal og Helena Dam, hafa tilkynnt að vegna mikillar andstöðu verði lögunum ekki hrint í fram- kvæmd. JT r A Islandi Þýsk úrvalsvara Lím-prentpappír í örkum 50 x 70 sm. Lím-prentfolíur í örkum 70 x 100 sm, Fást einnig í rúllum. PVC-folíur í mörgum litum. Serifloor gólffolía, sérhönnuð fyrir auglýsingaiðnaðinn. Allar lausnir í límmiðum fyrir laser- og tölvuprentara afgreiddar með skömmum fyrirvara. Gæðavara - gæðaverð Leitið upplýsinga ^)ásvík EHF Lindarseli 15,109 Reykjavík ■ S: 5771015 - 8959402 ■ Fax: 5771017

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.