Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 24
28 Tilvera MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 DV lí f iö E F 1 I R V I N N U Allt sem sýnist í Deiglunni í Deiglunm á Akureyri stendur yfir sýningin Allt sem sýnist. Þar eru þrír útskriftamemar frá Akl-listaháskólanum i Hollandi sem sýna verk sín. Þeir heita Magnús Helgason, Þuríður Kristjánsdóttir og Lilja Hauksdóttir. Sýningin stendur til 5. ágúst. POPP ■ RUNK OG APPARAT A INGOLFS- TORGI Hljómsveitimar Runk og Apparat Organ Quartet munu spila á tónleikum á Ingólfstorgi í dag. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og spilar hvor hljómsveit í u.þ.b. 45 mínútur. Sýningar I KLUKKUSYNING A EYRARBAKKA I boröstofu Hússlns á Eyrarbakka stendur yfir sýningin Tikk tikk takk takk. Frá Bakkaúrum til Borgundarhólmsklukku. Þar getur aö líta klukkur og úr frá ýmsum tímum. ■ NJÁLUSÝNING Á HVOLSVELLI I Sögusetrinu á Hvolsvelli er Njálusýnlng opin allt sumariö. Þar er líka Kaupfélagssafniö, sýning um sögu kaupfélagsverslunar a Suöurlandi. ■ JÓI Á HÓLNUM í EYJUM Jóhann Friöfinnsson, kaupmaöur, bæjarstjóri og safnstjóri Byggöasafns m.m. býöur fólki á heimili sitt á Hólnum og veitir því andlega og líkamlega hressingu. ■ JÓKLASÝNING Á HÓFN í Sindrabæ á Höfn er Jöklasýning . Hún fjallar um Vatnajökul og nábýliö við hann. ■ EYSTEINN OG RÍKARÐUR Á PJUPAVOGI I Löngubúö á Djúpavogl er ráöherrastofa Eysteins Jonssonar til sýnins og einnig safn tileinkaö Ríkaröi Jónssyni listamanni. ■ BÍLAR OG TÆKI í KÓLDUKINN Samgönguminjasafniö á Ystafelli í Köldukinn, Þingeyjarsýslu er fullt af samgöngutækjum. Sýningin heitir Á feöinni í heila öld. ■ GALDRASÝNING Á HÓLMAVÍK Galdrasýningin á Hólmavík á Ströndum er safn,muna og fróöleiks um galdrafáriö á Islandi. Myndlist I AUSTFIRSKU MEISTARARNIR A SKRIÐUKLAUSTRI Austfirsku meistararnir er sýning á Skriöuklaustri í Rjótsdal. Þar eru listaverk eftir Svavar Guönason, Jóhannes S. Kjarval, og fleiri snillinga. ■ RAGNAR PÁLL í LÓNKOTI Ragnar Páll Einarsson listmálari sýnir nú verk sín í Gallerí Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafriöi. Þar eru landslagsmyndir úr Skagafiröi. ■ DRÓFN í KAFFI KRÚS í Kaffi Krús á Selfossi stendur yfir sýning á verkum eftir Dröfn Guömundsdóttur. Síöustu forvöð ■ RAGNA I VINBARNUM Málverkaýningu Rögnu á Vínbarnum viö Kirkjustræti í Reykjavík lýkur á morgun, 26. júlí. ■ JONNA Á CAFÉ KARÓLÍNU Speglasýningu Jonnu á Café Karolínu á Akureyri lýkur 27. júlí. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Refahúsið orðið að glæsilegu hesthúsi Nytt hesthus a Hofi a Höfðaströnd: Til hamingju Símon Gestsson á Barði, t.v.r færöi Elsu og Jóhanni blómvönd við opnun hússins. DV-MYND ÖRN Hesthúsiö á Hofi Húsið er fallegt bæði aö utan og innan. MYND SÁF Maður Irfandi MYND SÁF Nýtískulegt og hentugt Tvær austanstíur meö fóðurtrogin úti til áfyllingar. St j örnusýning Verslunarskólans „Reyndar er mér sagt að við frumsýningu á Wake Me Up í Loftkastalanum hafi perur í búningsherbergjum undir salnum brotnað, svo hressilega stöppuðu frum- sýningargestir í gólfið. Sennilega var menningarelítan ekki þar, eða er þetta bara sýning sem gerir alla sem hana sjá óða af hrifningu?“ Það var stór dagur hjá hjónun- um Jóhanni Friðgeirssyni og Elsu Stefánsdóttur og börnum þeirra á Hofi á Höfðaströnd fyrir skömmu þegar tekið var í notkun glæsilegt hesthús sem rúmar þrjátíu og tvo hesta. Einnig er í því snyrting, kaffistofa og áhaldageymsla og í suðurendanum er fóðurgeymsla. Húsið var upphaflega byggt sem refahús árið 1986 en aðeins notað sem slíkt í fjögur ár. Breytingar á húsinu hófust fyrir liðlega ári og er það nú orðið afar nýtískulegt hesthús. Alls eru í því 20 rúmgóð- ar stíur með fram útveggjum en í miðju er breiður gangur. Flórar eru með fram útveggjum og í þeim flórsköfukerfl. Innréttingin er norsk og allur frágangur hinn vandaðasti. Sérstaklega vakti fóð- uraðstaðan athygli gesta sem skoðuðu húsið. Á gólfinu hjá hrossunum er torf og spænir ofan á því. Torfið mun vera nýjung hér á landi en er talsvert notað erlend- is og þar fékk Jóhann bóndi hug- myndina. Hann sagði að ef torfið reyndist ekki sem skyldi væri auðvelt aö moka þvi út og setja Jón Baldvin hóf á dögunum við- talsþátt í Kastljósi á því að hrósa Wake Me Up, skólasýningu Verslun- arskólans í Borgarleikhúsinu. Það sem er nógu gott fyrir Jón Baldvin er nógu gott fyrir mig. Ég brá mér því í leikhús. Það var ekki til að draga úr mér kjark að höfundur leikritsins er Hallgrímur Helgason, en leikrit hans, Skáldanótt, lokkaði mig í leikhús eftir flmm ára hlé. Ég hafði hætt að mæta í íslenskt leik- hús eftir að hafa hvað eftir annað orðið fyrir þvi að hléið reyndist há- punktur leiksýningarinnar. Ekkert leiðist mér meir en að láta mér leiðast í fjölmenni, og það var einmitt það sem hvarflaði að mér að kynni að gerast þegar ég settist inn í þéttsetið Borgarleikhúsið. Þar sá ég fyrir einhverjum mánuðum Blúndur og blásýru og leið miklar kvalir. Á þessari sýningu skemmti ég mér hins vegar svo vel að ég var næstum því vonsvikin þegar hléið kom. Þá hafði salurinn ekki bara klappað á eftir hverju söngatriði heldur einnig blístrað. Um leið og áhorfendur voru komnir i sæti sin eftir hlé og ljósin voru slökkt hófu þeir að klappa og blístra, eins og þeir gerðu með reglulegu millibili allt til loka. Við gerðum ekki betur á þrjú-sýningun- um í gamla daga. Aldrei hef ég séð menningarelítuna fagna á þennan hátt á frumsýningum en hún er náttúrlega bjánalega bæld og svo meðvituð að hún kann ekki við að sýna logandi hrifningu. Reyndar er mér sagt að við frumsýningu á Wake Me Up í Loftkastalanum hafi perur í búningsherbergjum undir salnum brotnað, svo hressilega stöppuðu frumsýningargestir í gólf- ið. Sennilega var menningarelítan ekki þar, eða er þetta bara sýning sem gerir alla sem hana sjá óða af hrifningu? Þessi salur kunni sér sannarlega ekki læti af tómri kæti. Leikgleði þessa unga fólks var líka bráðsmit- eitthvað annað í staöinn. Að sögn þeirra Elsu og Jóhanns mun þetta nýja hús gerbreyta allri aðstöðu hvað varðar tamningar á búinu en þau hafa rekið hrossabú á Hofi undanfarna tvo áratugi. Síðustu ár hafa þau einnig boðið upp á ferðir á hestum og hefur talsvert verið sótt í þá þjónustu. Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína að Hofi daginn sem húsiö var opnað til að samfagna heimilis- fólkinu með þennan mikla áfanga. -ÖÞ. andi. Aðalleikarinn, Þorvaldur Dav- íð Kristjánsson, er greinilega mikill hæfileikamaður og félagar hans á sviðinu stóðu sig einnig vel. Þótt ekki sé hér pláss til að nefna mörg nöfn er rétt að geta Sigríðar Bald- ursdóttur sem lék fullu ömmuna af dásamlegri kómískri innlifun. Há- punkturinn (og þar erum við Jón Baldvin enn sammála) var þegar Valdimar Kristjónsson söng Ég elska menn. Frábær flutningur sem hefði sómt sér á Broadway. Eftir þann söng ætlaði allt um koll að keyra. Lögin reyndust mér reyndar sum hver erfið á þessari sýningu. Öll frá árinu 1984 en aðalpersónan var stödd á því ári í tilraun til að leið- rétta líf foreldra sinna. Það hefði hentað mínum smekk mun betur ef drengurinn hefði tekið að sér að leiðrétta líf langömmu og langafa. Þá hefði ég fengið lög frá 1938 og get- að sungið með. En þótt lagavalið væri ekki allt við mitt hæfi gátu leikararnir sannarlega sungið. Og svo voru dansatriðin frábærlega út- færð og ljósasýningar tilþrifamikl- ar. Þetta var óvenjulega metnaðar- full og fagmannlega unnin sýning. Leikstjórinn, Gunnar Helgason, hef- ur náð öllu því besta úr sínu fólki. Hann má sannarlega vera stoltur, eins og allir aðrir aðstandendur. Þegar maður gekk út að sýningu lokinni fannst manni að Verslunar- skólinn væri Leiklistarskóli ís- lands. Stjörnusýning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.