Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 DV Jeffrey Archer Safnaöi miklum fjármunum fyrir landflótta Kúrda. Scotland Yard rannsakar afdrif peninganna. Sakaður um að stela úr söfnun Scotland Yard rannsakar nú hvort Jeffrey Archer, sem nú situr í fangelsi fyrir að bera ljúgvitni og hindra framgang réttvísinnar, hafl stolið fé úr söfnun sem hann stóð fyrir. Archer kom á fót söfnuninni Simple Truth fyrir kúrdíska flótta- menn eftir Persaflóastríðið 1991. Há- punktur söfnunarinnar var tónleik- ar Sting og Paul Simon á Wembley. Nicholson barónessa, fyrrverandi varaformaður íhaldsflokksins, segir að nánast ekkert af 57 milljónum punda sem safnað var hafi náð til kúrdískra flóttamanna. Hún sendi Scotland Yard bréf þess efnis og í kjölfarið hófst rannsókn á málinu. Óopinber ævisagnaritari Archer segir hann líklega ekki hafa stolið fjármunum heldur ýkt upphæðina sem safnaðist. Sprengdi óvart sjálfa sig Talið er að meðlimur basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA hafi óvart sprengt sjálfan sig í loft upp í ferðamannabænum Torrevieja í gær. Bærinn, sem heimsóttur er af Þjóðverjum, Englendingum og Norðmönnum, er við Miðjarðar- hafsströnd Spánar. Glerbrot feyktust í sundlaug við sprenginguna, með þeim afleiðing- um að 7 slösuðust, þar af 4 börn. Sprengingin varð 22 ára konu að bana á heimili hennar. Annar grun- aður meðlimur ETA flúði af vett- vangi. Frá því ETA hóf baráttu sina hafa 33 grunaðir meðlimir samtakanna sprengt sjálfa sig í loft upp, þar af 4 í bifreið sinni í borginni Bilbao. Geöshræring Palestínskar konur tiggja ekki á til- finnlngum sínum á sorgarstundu. 11 ára skotinn og 18 ára myrtur Palestínsk yfirvöld afhentu sund- urskotið lík 18 ára Israelsmanns. Honum var rænt á næturþeli á mánudaginn eftir að hafa heimsótt félaga sinn. í jarðarfor á Gazasvæðinu hróp- aði meðlimur palestínsku Fatah- samtakanna í kalltæki að undirsam- tök Fatah hefðu staðið að morðinu. Annars staðar á Gazasvæðinu var palestínskur strákur skotinn í bringuna þegar hann kastaði grjóti i ísraelska hermenn. Hann lifir enn. Ný ríkisstjórn í Júgóslavíu Þing Júgóslavíu samþykkti í gær nýja ríkisstjórn sem samansett er úr sömu flokkum og stóðu að ríkis- stjórninni sem sagði af sér vegna framsals Milosevic, fyrrverandi for- seta landsins. Nýr forsætisráðherra landsins er Dragisa Pesic og var fjármálaráð- herra í fyrri ríkisstjórn. Pesic sagði að meðal þess sem ríkisstjórn hans þyrfti að takast á við væri að endur- skipuleggja og tryggja ríkjasam- band Serbíu og Svartfjallalands. Þessi lönd eru þau einu sem eftir eru af ríkjasambandinu Júgóslaviu. Samstarf þeirra hefur verið stirt undanfarin ár. Fyrsta skrefið til að tryggja sambandið er sami fjöldi ráðherra frá hvoru ríki, auk þess sem allir ráðherrar eru fylgjandi áframhaldandi ríkjasambandi. Pesic leggur einnig mikla áherslu á að koma Júgóslavíu inn í samfé- lag þjóðanna eftir einangrunartíma- bil undir stjórn Milosevic. Til þess Dragisa Pesic Telur Evrópusambandsaðild vera framtíöarmarkmiö Júgóslavíu. að takast það ætlar Pesic að vinna að því að opna landið meira. Lang- tímamarkmið Pesic og samstarfs- manna hans er að vinna að inn- göngu Júgóslavíu í Evrópusam- bandið. Pesic lýsti því yfir að júgóslavnesk yfirvöld myndu koma á samstarfi við stríðsglæpadómstól- inn í Haag. Flokkar og fylgjendur sambands- slita í Svartfjallalandi vilja að hald- in verði þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandsslit. Þeir eiga ekki full- trúa á júgóslavneska þinginu þar sem þeir ákváðu að sniðganga þing- kosningar á síðasta ári. Talið er að stjórnvöld á Vesturlöndum vilji ekki heyra talað um slíkt. Ástæðan er að ef Svartfjallaland slítur sig frá Júgóslavíu geti það aukið baráttu þjóðarbrota á Balkanskaganum fyr- ir sjálfstæði, eins og Serba í Bosníu og Albana í Makedóníu. Slíkt gæti endað í meira blóðbaði á Balkanskaganum. Indíáni í læknisskoðun Hvítur læknir skoðar ungan amerískan frumbyggja á verndarsvæöi indíána á Pine Ridge í Suöur-Dakota í Bandaríkjun- um. Rannsóknir hafa leitt I Ijós að meira en helmingur frumbyggja yfir 45 ára aldri er sykursjúkur. Kyrrsetulífi verndar- svæöanna og gegndarlausu framboöi á sykurríkum mat er kennt um. Wahid óskar Mega- wati velfarnaðar Abdurrahman Wahid, fyrrver- andi forseti Indónesíu sem ekki vill yfirgefa forsetahöllina, óskaði í gær eftirmanni sínum, Megawati Sukarnoputri, alls hins besta í að reyna að stjórna landinu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Indónesíu heimsótti Wahid í höllina í gær og ræddi við hann. Hann seg- ir Wahid hafa sætt sig við staðreynd sögunnar og óskaði Megawati vel- farnaðar í að höndla stöðuna. For- setinn fyrrverandi hefur hírst í for- setahöllinni frá því hann var rekinn fyrir vanhæfni á mánudag. Talið er að hann muni yfirgefa höllina á morgun þar sem hann fer til Banda- ríkjanna i læknisskoðun. Það blæs byrlega fyrir Megawati í upphafi forsetaferils hennar. Rétt Megawati Sukarnoputri Fær stuöning Alþjóöabankans. „Indónesía mun blómstra undir hennar stjórn, “ segir bankinn. eins og Wahid fyrir rúmum tveimur árum kemst hún til valda með þvi að varpa spilltum valdhafa af stóli. Megawati hefur hlotið viðurkenn- ingu allra helstu ríkja heims og í morgun lýsti Alþjóðabankinn því yfir að Indónesía myndi blómstra undir stjórn hennar. Bankinn hyggst rúmlega tvöfalda stuðning sinn við landið, að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum. Strax er farið að berjast um brauðmolana eftir fall Wahids. Ágreiningur stjórnmálamanna um hver eigi að vera eftirmaður Megawati á varaforsetastóli ógnar samstarfi þeirra flokka sem komu Wahid frá völdum. Megawati mun tilnefna ráðherra sína innan nokk- urra daga. Stuttar fréttir Landtökur samþykktar I ávarpi sínu við opnun þings hélt Robert Mugabe, for- seti Zimbabwe, að stefna hans að leyfa svörtum íbúum landsins að taka land af hvítum bændum væri við- urkennd um heim allan sem réttlát og skiljanleg stefna. Meiri loftslagsdeilur David Anderson, umhverfisráð- herra Kanada, telur að Kanada og Evrópusambandið eigi enn eftir að deila um framkvæmd loftslags- hreinsunar þrátt fyrir samþykkt Kyoto-sáttmálans. Stærstu rottuveiðarnar Nýja-Sjáland hefur komið fyrir 120 tonnum af agni og 20 rottufóng- urum á eyju við suðurheimskautið í mestu rottuveiðum sem þekkjast. Atlantis lent Geimskutlan Atlantis lenti heilu og höldnu seint í gærkvöld eftir 13 daga ferð að alþjóðlegu geimstöð- inni. Fresta þurfti upphaflegri lend- ingu um einn dag vegna slæms veð- urs. Klónun manna bönnuð Fulltrúadeild bandaríska þings- ins samþykkti í gær víðtækt bann við klónun á mönnum þrátt fyrir mótmæli demókrata. Endurskoðun á orðalagi hemaðar- áætlunar 21. aldar- innar fyrir banda- ríska herinn gæti þýtt niðurskurð í herafla á erlendri grund og minni út- gjöld. Þegar Bush Bandaríkjaforseti tók við embætti lofaði hann að nútímavæða banda- riska herinn fyrir 21. öldina. Vændiskonur kyrrsettar irönsk yfirvöld hafa safnað sam- an 500 vændiskonum í borginni Mashhad þeim til verndar á meðan fjöldamorðingi sem drepur konur gengur laus. Hann hefur myrt 17 í borginni fram að þessu. Mikil pressa er á lögreglu að leysa málið. Njósnari sendur heim Li Shaomin, bandarískum ríkis- borgara og háskóla- kennara, var í gær vísað úr landi af kín- verskum yfirvöldum. Shaomin var fund- inn sekur um njósn- ir. Bandarísk stjórn- völd hafa brugðist illa við 10 ára dómum fyrir njósnir yfir tveim kín- versk-bandarískum einstaklingum. Afhausun fyrir morð Yfirvöld i Sádi-Arabíu hálshjuggu i gær innlendan mann og annan súdanskan sinn fyrir hvort morðið. Aftökur í Sádi-Arabíu eru orðnar 61 á þessu ári. Fjölmenn mótmæli Tugir þúsunda þrömmuðu um götur borga og bæja á Ítalíu og mót- mæltu friðsamlega óþarfa hörku lögreglu gegn mótmælendum í Genúa um helgina þar sem einn mótmælandi var skotinn. Herinn burt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.