Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 13
13
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001
DV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning
Urnsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttrr
Dauðleiður á „bók-
menntalegum“ texta
Smásagnasafnið Jag menar nu
eftir hinn unga Mats Kolmisoppi
fékk ótrúlega góða dóma í stóru
blöðunum í Svíþjóð þegar það kom
út í apríl, svo góða að höfundinum
sjálfum stóð ekki á sama.
Mats er staddur í Reykjavík
þessa dagana og ætlar ekki heim
íyrr en annan ágúst. Hann er hér
vegna þess að hann fékk styrk frá
sænska rithöfundasambandinu til
þess að hnýsast svolítið eftir því
sem ungir íslenskir höfundar eru
að gera en hann er ekki skuldbund-
inn til þess að skrifa eitt eða neitt
á meðan hann dvelur hér. Svo ætl-
ar hann auðvitað að skoða landið.
Áður hefur Mats komist í kynni
við íslenska rithöfunda þar sem
hann hitti Auði Jónsdóttur og Guð-
rúnu Evu Mínervudóttur 1 höf-
undasmiðju í Svíþjóð fyrir
nokkrum vikum. Einnig kom hann
hingað á síðasta ári ásamt fleiri
ungum sænskum höfundum á veg-
um nokkurs konar rithöfundaskóla
sem hann stundaði nám við í
Gautaborg. Þá hitti hann Andra
Snæ Magnason, Sjón, Braga Ólafs-
son og Sigurbjörgu Þrastardóttur
og ber þeim vel söguna. Hann virð-
ist líka vera vel að sér um íslensk-
ar bókmenntir og nefnir strax þrjá
þegar hann er beðinn að nefna ein-
hverja höfunda sem hann hefur
heillast af: Kristín Ómarsdóttir,
Einar Már Guðmundsson og Hall-
dór Laxness. Nema hvað.
Þyrsti í eitthvaö nýtt
Mats segist hafa skrifað frá því
hann var fimmtán ára og þá hafl
hann reynt að skrifa villtan prósa
og kveðskap sem líktist helst ljóð-
um Majakovskis.
„En í áranna rás fór ég að skrifa
meira og meira „fótógrafiskt" og smáatriðin yfir-
keyrðu allt,“ segir hann. „Ég skrifaði t.d. stutta
skáldsögu þar sem nákvæmlega ekkert gerðist.
Persónurnar sátu bara í íbúð sinni og þegar þær
fóru út var sögumaður enn þar inni og lýsti öllu
sem fyrir augu bar meðan hann beið þess að þær
eitthvað nýtt og frábrugðið.
Sögurnar í Jag meriar nu eru smá-
sögur...
„Ja, það er sagt, en ég er ekki svo
viss um að sögurnar séu hefðbundnar
smásögur þar eð þær hafa ekki upp-
haf, miðju og endi eftir forskriftinni.
Þær eru tengdar innbyrðis, persón-
urnar bera svip hver af annarri og
mest byggjast þær á flæði tungumáls-
ins. Jag menar nu er ekki skáldsaga
og ekki smásögur heldur einhvers
staðar þar mitt á milli.“
Nei, hættið nú alveg!
„Dómarnir voru að visu misjafnir,"
segir Mats til þess að reyna að draga
úr æsingi blaðamanns sem spyr hann
um glæstar viðtökur verksins þegar
það kom út í Sviþjóð.
„Þeir sem skrifuðu dóma í „minni
blöðin" virtust ekkert botna í hvað ég
var að fara og afgreiddu bókina sem
algert rugl. Það var til dæmis snúið
út úr titlinum með því að skrifa í fyr-
irsögn „Jag menar nu - jag ságer bu!“
til þess að undirstrika að ég hefði
ekkert til málanna að leggja,“ segir
Mats og hlær. „En í Dagens Nyheter
og Sænska Dagblaðinu fékk bókin lof-
samlega dóma, svo ekki sé meira
sagt.“
Hvað fannst þér um það?
„Auðvitað vildi ég að fólki líkaði
bókin en mér fannst of mikill hama-
gangur í fjölmiðlunum til þess að ég
gæti tekið það alvarlega. Á stundum
langaöi mig að segja: Nei, hættið nú
alveg!“
Finnst þér kannski eins og það sé
ætlast til of mikils af þér í framtíð-
inni?
„Nei, alls ekki. Enda er ég ekkert
að skrifa núna og finnst ég alls ekki
skuldbundinn til þess. Kannski er ég
bara að biða eftir sams konar spreng-
ingu og varð þegar ég þreyttist á smáatriðastíln-
um - þegar ég varð svo yfir mig leiður að það
varð bókstaflega lífsnauðsyn að finna upp á ein-
hverju nýju. En ég gæti þurft að bíða í svolítinn
tíma,“ segir hinn ungi Mats Kolmisoppi að lok-
um.
Mats Kolmisoppi rithöfundur
Þeir sem skrifuöu dóma í „minni blööin“ virtust ekkert botna í hvaö ég var að
fara og afgreiddu bókina sem algert rugl. Þaö var til dæmis snúið út úr titlinum
með því að skrifa í fyrirsögn „Jag menar nu - jag ságer bu!“ til þess að undir-
strika aö ég hefði ekkert til málanna að leggja. En í Dagens Nyheter og Sænska
Dagþlaöinu fékk bókin lofsamlega dóma, svo ekki sé meira sagt. “
kæmu inn aftur. Þetta var ógeðslega leiðinlegt en
hafði bókmenntalegt yfirbragð," segir Mats og
hlær. Aldrei sendi Mats þessar sögur sínar til út-
gefenda en segir að sögurnar í Jag menar nu hafi
sprottið af því að hann var orðinn dauðleiður á
því að skrifa „bókmenntalegan" texta og þyrsti í
Sagna- og skemmtipottur Forlagsins
Nú er orðið ljóst hvaða bækur Forlagið
sendir frá sér um næstu jól. Endurútgáfa á
Önnu eftir Guðberg Bergsson kemur á
markað, ísak Harðarson sendir frá sér nýja
skáldsögu og Stefán Máni færir sig frá Máli
og menningu og gefur út skáldsögu frá For-
laginu. Ekki er þá allt upp talið. Það er
stefna útgáfustjórans, Kristjáns B. Jónas-
sonar( að Forlagið sendi á hverju ári nokkr-
ar bækur eftir nýja höfunda. Þetta árið
sendir Jón Atli Jónasson, útvarpsmaðiu' á
X-inu, frá sér smásagnasafh og annar nýr
höfundur er með bók í vinnslu fyrir Forlag-
ið en þar sem verkinu er ekki lokið vill
Kristján ekki nefna nafn höfundar, lætur
sér nægja að segja að bókin sé samtíamá-
deila á góðærisárin. Saga athafnamanns af
yngri kynslóðinni sem kenni lesendum
hvernig á að græða peninga, traðka á ná-
unganum, ljúga og svindla og hafa gaman af
öllu saman.
Menningin í Skagafirði og
hallærisleg Lopez
Þegar Kristján er spurður um útgáfu-
stefnu Forlagsins svarar hann: „Um síðustu
helgi fór ég í stóðrekstur norður í Skaga-
fjörð. Það var mjög menningarleg reisa því
þar heyrði ég öll nýjustu kvæðin eftir Sig-
urð Hansen í Djúpadal flutt í réttu um-
hverfi. Sérstaklega var magnað að heyra
Steinþór í Kýrholti fara með kynngimagn-
aða drápu um fegurð heiðalandanna og líf
dalbúans. Svo heyrði ég fjölmörg kvæði eft-
ir þann ágæta son sólarinnar, Guðmund
Inga Kristjánsson, en engin þeirra hafði ég heyrt
áður og kom á óvart hve fyndinn hann var. Það var
enginn að þvæla neitt um um dauða ljóðsins og og
æsa sig yfir því af hverju krakkarnir væru ekki að
skrifa ljóð eða kynnu ekki að fara með stuðla og höf-
uðstafi. Menn voru bara að hafa gaman af þessu.
Daginn eftir þessa miklu menningarferð var ég
ar Jennifer Lopez og fannst það svolítið hall-
ærislegt: Svona er menningarstarf nú á dögum.
Það er stöðugt stuð í öllum höfuðáttum, and-
stæður sem rekast á. Stefna mín er að gera
þennan árekstur eins þokkafullan, flottan og
æsandi og mögulegt er.“
Að skemmta sér og
skemmta öðrum
„Þess vegna finnst mér það svo gaman að
geta teflt saman jafn ólíkum höfundum og Bata-
ille og ísaki Harðarsyni og þess vegna er ég svo
spenntur fyrir bók sem kemur út hjá Forlaginu
fyrir jólin og fjallar um sögu Álftagerðisbræðra
sem Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður á
Mogganum, ritar. Þetta er bók um síðustu al-
þýðulistamennina, menn sem eru aldir upp við
söng og syngja af því þeim finnst gaman að
syngja en ekki vegna þess að þeir ætla að kom-
ast á samning hjá plöfufyrirtæki t London. Hún
rímar siðan við aðra tónlistarbók sem For-
lagið gefur út um næstu jól, Rokkað á síðustu
öld eftir Dr. Gunna sem er stórglæsileg bók um
sögu rokks og popps og stuðs á 20. öld, skreytt
fjölda mynda. Áðalsmerki hennr er sú skoðun
bókarhöfundar að þegar skrifað sé um rokk
verði textinn líka að rokka. Þetta er saga
rokksins en um leið sagan af fólkinu sem hefur
gaman af rokki, frásagnir af því sniðuga og
fyndna og skemmtilega en líka tragíska sem
komið hefur upp á í bransanum í þessum
rúmu fjörutíu árum sem rokk hefur verið hér
við lýði.
Ég vil að Forlagið hræri í þessum víðfeðma
sagna- og skemmtipotti sem samtímamenning-
in er. Þess vegna er það markviss stefna að ekki
færri en tveir til þrír nýir höfundar séu gefnir út á
hverju ári, hvort heldur í skáldverkaflokki eða í
hópi bóka „almenns eðlis" eins og þetta heitir í
Bókatíðindum. Ég vil að lesendur skemmti sér og
fari svo út að lestri loknum og skemmti öðrurn."
-KB
Kristján B. Jónasson, útgáfustjóri Forlagsins
„Svona er menningarstarf nú á dögum. Þaö er stöðugt stuð í öllum
höfuðáttum, andstæður sem rekast á. Stefna mín er að gera þenn-
an árekstur eins þokkafullan, flottan og æsandi og mögulegt er. “
kominn á kontórinn að lesa yfir þýðingu á Sögu
augans eftir George Bataille. Þetta er næsta bókin í
þeirri ágætu Tekknólambsseríu sem Forlagið hóf að
gefa út á síðasta ári og þrátt fyrir að hafa komið út
á ofanverðri síðustu öld hristir þessi bók enn upp í
manni með sínu róttæka hugarfari og bersögli. Um
kvöldið horfði ég svo á nýjasta músíkvídeóið henn-
Jöklasnobb
Islendinga
Óhætt er að segja
að Hallgrímur
Helgason fari á
kostum í danska
Weekendavisen en
þar birtist um síð-
ustu helgi grein eft-
ir hann sem ber
heitið Turen gár til
Island. Hallgrímur
kemur víða við, fjallar um landið,
náttúru þess, þjóðfélag og stjórnkerfi.
Greinin er bráðfyndin, djörf og
fjörug. Mesta athygli vekur sennilega
hálendiskafli greinarinnar sem er í
mótsögn við rómantíska náttúrusýn
fjölmargra íslendinga. Hallgrímur
segir:
„Sannleikurinn er hinsvegar sá að
hálendi íslands er hundleiðinlegt.
Þarna er ekkert að sjá nema ljót eld-
fjöll, úrill hraun og sanda sem aðeins
hörðustu mínímalistar hafa gaman
af. Árnar eru moldbrúnar af jökla-
skít, fossarnir eins og illa lyktandi
niðurfóll og hin frægu jökulsárgljúfur
lítið annað en risavaxin opin holræsi.
Á þessum auðnum vaxa ekki nema
allra mestu þverhausarnir í plöntu-
ríkinu og einu fuglarnir sem sjást
þarna eru þeir sem hafa orðið fyrir
alvarlegu einelti niðrá fjörðunum:
Bæklaðir mávar og blindir hrafnar,
kannski einn nefbrotinn lundi eða
samkynhneigður spói. Fyrir utan þá
er í raun ekkert merkilegt aö sjá
þarna nema nokkrar fallegar virkjan-
ir og tvo, þrjá jökla sem eru reyndar
orðnir svo góðir með sig af öllum
opnumyndunum sem þeir eru búnir
að fá af sér í Die Zeit og Welt am
Sonntag að maður getur ekki einu
sinni gert þeim það að horfa á þá.
Hvað er líka svona merkilegt við
jökla? Þetta eru bara einhverjir grút-
skítugir íshlunkar, ofmetnar risaeðl-
ur frá ísöldinni sem leið, stafa engu
frá sér nema kulda, öllum til óþurftar
og mættu helst bráðna sem fyrst. En
það má víst ekki. Bráðum verða
þýsku jöklanördarnir búnir að stofna
félag með slagorðinu „verndum
jöklana!" í ætt við okkar innlenda
slagorð „verndum hálendið!" Samt
eru nú jöklar bara frosið vatn. En það
er semsagt allt í lagi að helmingurinn
af hálendinu fari undir frosið vatn þó
enginn megi hugsa til þess að það fari
undir venjulegt vatn.“
Ofdýrkun
Laxness
Hallgrímur held-
ur áfram og víkur
nú að viðhorfum
Halldórs Laxness til
náttúrunnar:
„Jöklasnobb Is-
lendinga verður víst
að skrifast á nóbels-
skáldið okkar Hall-
dór Kiljan Laxness.
Hann átti það til að fara yfir strikið í
ofdýrkun á islenskri náttúru sem
samkvæmt honum var „ofar hverri
kröfu“ (hvað sem það nú þýðir) og bjó
í raun til hina þjóðernissinnuðu nátt-
úrudýrkun sem á einkennilegan hátt
var ætíð tengd sósíalisma og enn er
ekki með öllu dauð. Hún var eigin-
lega tilbrigði við stalíníska kenningu:
„Sósíalismi í einu landi sem er feg-
ursta land í heimi“. Formúlan var
þessi: Einn fjörusteinn í flæðarmáli
íslands er dýrmætari en allt
Hollywood. Það tók ekki að fjara und-
an þessari kenningu fyrr en
Hollywood gerði myndina „Rom-
ancing the Stone“ og nú er reyndar
búið að selja þennan umrædda stein.
Það var kvikmyndamógúll frá L.A.
sem keypti hann, og allan fjörðinn að
auki.
„Þar sem jökulinn ber við loft... þar
ríkir fegurðin ein“ er frægasta Lax-
ness-tilvitnunin og var þegar í stað
tattúveruð yfir þvera þjóðarbringuna
sem síðan hefur verið barin af nátt-
úruverndandi þjóðemissinnum allar
götur síðan. Sannleikurinn er hins-
vegar sá að þar sem jökulinn ber við
loft rikir fyrst og fremst kuldi."
Þeim sem vilja lesa þessa bráð-
skemmtilegu grein Hallgríms í heild
sinni er bent á heimasíöu hans:
www.birtingur.is/hallgrimurhelga-
son -KB