Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 23
27 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 DV Tilvera Matt Le Blanc 34 ára „Ungu“ vinirnir í samnefndri sjón- varpsseríu eldast eins og aðrir og í dag verður Matt le Blanc, sem leikur hinn treggáfaða og atvinnulausa leik- ara, Joey, 34 ára. Le Blanc fæddist í Massachusetts og er lærður smiður. Hann komst í sjónvarpið út á útlitið en hann var og er enn vinsæl ljcs- myndafyrirsæta. Sambýliskona hans heitir Melissa McKnight og hann hef- ur áhuga á fallhlífarstökki, kappakstri og ljósmyndun. Stjörnuspá & Happatölur Tvíburarnlr (2 : Gildir fyrir fimmtudaginn 26. júlí Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.>: I Þú ert ekki vel upp- lagður í dag og ættir ef hægt er að láta öll erf- ið verkefiii bíða. Þess í stað ættir þú að gera eitthvað uppbyggjandi. Fiskarnlr (19. febr.-20, marsl: Gamli draumurinn Iþinn virðist um það bil að rætast. Þetta verður á margvíslegan hátt sérstakur gleðidagur hjá þér. Happatölur þínar eru 9,13 og 28. Hrúturlnn (21. mars-19. april): Upplýsingar sem þú færð reynast þér gagnslitlar. Þú verður að fara á stúfana sjálf- ur og kynna þér málin ítarlega. Happatölur þínar eru 14, 18 og 26. Nautlð (20. apríl-20. maíl: Þú kemst að því hve mikilvægt það er að halda góðu sambandi við þína nánustu. Fé- lagslifið er með liflegra móti. Happatölur þínar eru 3, 12 og 28. Tvíburarnir (21. maí-2i, iúni): Þú færð einkennilegar "fréttir af fjarlægum vini þínum og þær gætu valdið þér áhyggTum sem reynast þó alveg ástæðulausar. Krabblnn (22. iúní-22. iúií): Velgengni þinni virð- I ast engin takmörk sett. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur heppnast. ■ ekki laust við að ýmsum þykir nóg um. Llónlð (23. iúli- 22. áeúst): Sérviska þín getur gengið of langt stund- um og gert þér erfitt fyrir á ýmsum sviðum. Þú þarft að taka ákvörðun án þess að hugsa þig um. Mevlan (23. áeúst-22. sept.i: /w Þú ættir ekki að vera of langrækinn við vini j*þína. Það leiðir ekkert ' I af sér nema leiðindi fyrir alla aðila. Þetta er nokkuð sem þú ræður vel við. Vogln (23. sept.-23. okt.l: S Þú nýtur þess að eiga Oy stund í ró og næði með \f fjölskyldunni og sinna r f eigin hugarefnum. Vinir þínir koma þér rækilega á óvart. Sporðdrekl (24. okt.-21. nóv.l: Ef þú þarft að skila af þér ákveðnu verki er jfyrri hluti dagsins bestur til þess að Ijúka þeim málum. Kvöldið ættir þú að nota í eigin þágu. Bogamaður (22. nóv.-21, des.l: .Greinilegt er að þú ert rá réttri leið varðandi w stefhu sem þú tókst i' fyrir nokkru. Von bráðar ferðu að sjá árangur erfið- is þins. Stelngeitln (22. des-19. ian,): ^ * Þú kynnist áhuga- \æÍ verðri persónu sem á * JT\ eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Bjartari tímar eru fraundan. Happatölur eru 6, 9 og 34. Ætla að vera áberandi Krakkarnir í Götuleikhúsinu í óöaönn aö æfa fyrir uppákomuna á morgun. Borgarlífið: Var úr tísku en vissi það ekki Leikarinn John Travolta, sem reis upp frá dauðum í skemmtibransanum með kvikmyndinni Pulp Fiction, við- urkennir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu „ókúl“ hann var orðinn. Travolta varð ein af skær- ustu stjörnum heimsins þegar hann lék í vinsælum dansmyndum í lok 8. áratugarins og byrjun þess 9. í viðtali við breska blaðið Sunday Times segist hann ekki hafa vitað hversu lágt stjama hans hafi verið á lofti þegar hann talaði fyrir lítinn dreng í Look Who’s Talking. Mótleikkona hans, Kirstie Alley, lét hafa eftir sér að hann hefði verið algerlega blindur á þessa staðreynd. Nú er Travolta hins vegar kominn á loft á ný og finnst ekkert skemmtilegra en að leika. Toyota Rav 4, 4/99, 43.000 km, 5 dyra, ssk. samlæsingar, rafdr. rúður., rafdr. speglar, líknarbelgir og krókur. Verð 1.890.000. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is Götuleikhúsið með læti Krakkarnir í götuleikhúsinu verða með síðustu uppákomu sína í sumar á Laugavegi í dag. Agnar Pét- ursson „altmúligmann“ segir að Götuleikhúsiö sé hópur ungs fólks á aldrinum sautján til tuttugu og fimm ára sem vinnur að því tvo mánuði á ári að skemmta fólki. „Götuleikhúsiö starfar á vegum Hins hússins og ÍTR. í sumar störf- uðu níu manns hjá leikhúsinu auk leikstjóra. Við vorum t.d. með atriði 17. júní og um daginn klæddum við okkur upp eins og svartir englar og ötuðumst i fólk niðri á Laugavegi.“ Agnar segir að í dag ætli Götu- leikhúsið að vera með allsherjar húllumhæ á Laugaveginum og alla leiö niður á Lækjartorg. „Dagskráin byrjar upp úr tvö og við ætlum að vera frekar áberandi í búningum og með læti.“ -Klp Lunga - listahátíð ungs fólks á Austurlandi Markmiðið að kveikja neistann Lunga - listahátíð ungs fólks á Aust- urlandi, var haldin í annað sinn um síð- ustu helgi á Seyðisfirði. Að sögn þeirra sem þátt tóku í hátíðinni heppnaðist hún fullkomlega þó veðrið hefði mátt vera betra. Áhugi var mikill og ekki vantaði fjölbreytnina hjá þátttakendum sem voru um tvö hundruð talsins. Há- tíðin, sem er liður í listahátíðinni Á seyði, hefur að markmiði að kveikja neistann. Unnið var í hinum ýmsu lista- smiðjum undir stjórn landskunnra listamanna. Þátttakendur komu alls staðar að af landinu og voru nokkru fleiri en í fyrra. Auk menningarinnar Suörænn dans voru skemmtamr og yoru hljómsveit- Suðræn/f tónar hljómu0u á írnar Soldogg og Botnleðja aberandi á _ ___. . , . beim vettvansi Seyöisfiröi og islenskur dansan peim vettvangi sýn/r hvaö í honum býr. Kominn í afvötnun Ellirokkbelgirnir í Metallica hafa þurft að setja upptökur á nýrri plötu á ís. Ástæðan er skyndileg ákvörðun hins 38 ára söngvara, James Hetfield, að leggjast inn á ónefnda afvötnunar- stöð. í fréttatilkynningu frá plötufyrir- tæki sveitarinnar segir að Hetfield hafi ákveðið að leggjast inn, m.a. til að losa sig undan áfengisflkn. Lengd dvalarinnar er ekki ákveðin en er sögð verða jafn löng og þörf þykir. Á heimasíðu hljómsveitarinnar er sagt að öllum skyldum hljómsveitarinnar hafi verið frestað. NY NAM www.ttsi.is TÖLVUTÆKNISKÓLI ÍSLANDS DV-MYNDIR KARÖLÍNA Veggjakrot Ungir listamenn fengu tækifæri til aö sýna hæfileika sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.