Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 Skoðun I>V Frá Hæstarétti. Nýir vendir sópa best Drekkurðu mikið vatn? Helga Friðriksdóttir nemi: Alveg nóg, svona 2-3 glös á dag en ég drekk frekar djús. Steingeröur Friöriksdóttir nemi: Já, mér finnst vatn mjög gott. Hildur Guðmundsdóttir nemi: Nei, ég drekk frekar gos heldur en vatn. Pétur Jónsson nemi: Vatn er uppáhaldsdrykkurinn minn. Ég drekk ekki mikiö gos og þess háttar. Einar Elí Magnússon auglýsingahönnuður: Já, er þaö ekki meginuppistaöa Coca Cola-drykkjarins. Frances Harber, vinnur í ameríska sendiráðinu: Nei, ég ætti aö drekka meira af vatni, drekk oftast kaffi og þaö er ekki nógu gott. Sigurður skrlfar: Ég er iðnaðarmaður og hef unnið mikið í lausamennsku fyrir ýmsa framkvæmdamenn, ríka sem fá- tæka. Reynsla mín af því er sú að hinir efnaminni eru gegnumgang- andi heiðarlegri, þ.e þeir borga sín- ar skuldir frekar en þeir efnameiri. Stundum hef ég lent í því að þurfa setja reikning i innheimtu til lögmanna, en það geri ég aðeins með ófúsum vilja. Virðisaukaskatt, tekjuskatt og önnur gjöld er ég skuldbundinn að greiða innan langs tíma frá útgáfu reiknings óháð framgangi innheimtu umrædds reiknings. Þar af leiðandi er það grundvallaratriði fyrir mig að fá reikninga greidda áður en að því kemur. Vond þjónusta lögmanna Það gerir mig dapran þegar ég set reikning í innheimtu hjá lögmanni, að þá fæ ég ekki kvittun fyrir mót- töku gagna, og er sama hversu íjár- hagslega og tilfinningalega þessi gögn skipta mig máli. Mér er aldrei sagt hver möguleg framganga máls- ins verði i réttarkerfinu, hvorki 110658-3719 skrifar. í ljósi atburða varðandi Árna Johnsen hefur mér orðið hugsað til þessara svokölluðu biðlauna, sem mér skilst að séu sex mánaða laun. Skýtur ekki skökku við að nefndur þingmaður, sem viðurkennt hefur þjófnað frá skattgreiðendum þjóðar- innar, fái biðlaun? Að mínu viti þykir mér þingmað- urinn vera búinn að fyrirgera rétti sínum til þessara launa. Með öðrum orðum þá á ekki að „verölauna" fyr- „Innan langs tíma er mér sagt að greiða inn á inn- heimtureikning lögmanns- ins og sagt að hafa samband eftir ákveðinn tíma sem vill verða hjákátlegt í meira lagi því viðkomandi lögmaður virðist á þessum tímapunkti að kafna i verkefnum, fund- um og flakki. varðandi tímalengd rié kostnað. Allt sem mér er sagt er að hvert mál sé sérstakt og að mitt mál sé sérstak- lega sérstakt. Innan langs tíma er mér sagt að greiða inn á innheimtu- reikning lögmannsins og sagt að hafa samband eftir ákveðinn tíma sem vill verða hjákátlegt í meira lagi því viðkomandi lögmaður virð- ist á þessum tímapunkti að kafna í verkefnum, fundum og flakki. Þegar ég loks næ sambandi við hann þá er mér ekkert sagt um gang málsins enda ekki mitt mál, þótt ég hafi nú talið mig vera ráða viðkomandi lög- mann í vinnu. „Stjórnmálaflokkarnir eiga skilyrðislaust að opna sitt bókhald svo sjá megi hvort hagsmunapot þingmanna komi fram í styrkjum til flokkanna á kostnað ál- mennings. “ ir þjófnað meö slíkum biðlauna- greiðslum. Opnum bókhald stjórn- málaflokkanna. Hvernig væri að lögmenn væru skikkaðir til að hafa verðskrá á inn- heimtu með útfærðri tímalengd á hverjum þætti fyrir sig í líkingu við landakort, þ.e með vegalengdum milli tiltekinna punkta og kostnað milli þeirra? Ég tel eðlilegt og sjálfsagt að mér sé sagt frá gangi minn mála. Ég veit ekki hvaða stjórnmála- maður gæti kannski komið með kröfu um jafnsjálfsagða þjónustu sem þessa? Líklega enginn í dag en kannski að ungir lögmenn, grimmir við sjálfa sig, og ákveðnir í að verða þessu þjóðfélagi til gagns. Ég efa stórlega að ég sé eina manneskjan í þessum fúla pytti. Það mætti opna innheimtustofu þar sem viðskiptavinurinn fær þá þjónustu sem hér hefur verið útlist- uð, þar sem innheimtunni er komið í fastar skorður og geta þá sleppt persónulegu masi við viðskiptavin- inn sem er öllum kostnaðarsamt og tímafrekt og ætti því að reyna að halda í lágmarki með skipulegum vinnubrögðum. Ef ég kæmist í sam- band við slíka aðila myndi ég ef til vill geta stundað eigin vinnu af meiri elju og ánægju, mér og öðrum til gagns og gleði. í framhaldi af þessu eiga stjóm- málaflokkarnir skilyrðislaust að opna sitt bókhald svo sjá megi hvort hagsmunapot þingmanna komi fram í styrkjum til flokkanna á kostnað almennings. Sem dæmi má nefna að verkefnum hefur verið út- hlutað án útboða til ístaks. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið ein- hvern styrk út á það? Mér þætti vænt um það að for- menn þingflokkanna sæju sóma sinn í því að svara þessari fyrir- spurn minni. Hefur Sjálfstæðisflokk- urinn eitthvað að fela? Garri Mikilvæg stofnun Einhver mikilvægasta alþjóðastofnun sem ís- lendngar eru aðilar að er Alþjóða hvalveiðiráðið og einhver mikilvægasta alþjóðastofnunin sem íslendingar eru ekki aðilar að er Alþjóða hval- veiðiráðið. Ef þess fullyrðing hljómar einkenni- lega þá er það ekki vegna þess að sá sem les sé skrýtin(n). Það er vegna þess að Alþjóða hval- veiðiráöiö er skrýtið. íslendingar reyndu af öll- um kröftum að komast inn í þessa merku stofn- un á ný í fyrradag en um helmingur aðildarríkja hafnaði því en hinn helmingurinn vildi endilega fá okkur inn. Við eru því eiginlega að hálfu leyti inni í ráð- inu sem fullgildir aðilar og að hálfu leyti eru við úti, en fáum að sækja fundi sem áheymarfulltrú- ar. Þegar síðan greidd eru atkvæði á fundinum þá greiða Islendingar atkvæði og aðildarþjóðir halda tvöfalt bókhald þar sem annars vegar eru niðurstöður án íslands og hins vegar niðurstöð- ur með íslandi. Við eru því eiginlega hvorki í ráðinu né fyrir utan það og erum eiginlega hvorki áhrifalausir um störf þess né höfum við þar áhrif. Eðlilega kann þetta að hljóma nokkuð sér- kennilega en engu að síður er ljóst að Alþjóða hvalveiðiráðið er mikilvæg Alþjóðastofnun sem íslendingar verða að vera með í og senda fjöl- mennar sendinefndir utan þegar hún heldur fund. Ekkert að marka Ámi Mathiesen sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir i DV í gær að uppákoman á fundi Hvalveiði- ráðsins í fyrradag sýndi að það væri ekkert að marka neitt sem samþykkt væri í ráðinu. Þar skipti menn engu hvað væri rétt og hvað væri rangt. Garri gat ekki skilið þetta á annan hátt en að þama væru í raun eintómir blábjánar og of- stækismenn. Áður hafði komið í ljós að á fund- um Alþjóða hvalveiðiráðsins skiptu vísindalegar staðreyndir engu og nú kæmi í ljós að lögfræði væri ekki í hávegum höfð og menn gerðu ein- faldlega bara það sem þeim sýndist. Garra skilst þó að Alþjóða hvalveiðiráðið sé slík merkisstofn- un að hagsmunum íslendinga væri stefnt í voða ef við tækjum ekki þátt í starfi hennar með fjöl- mennum og lærðum sendinefndum. Hvaiveiðar f raun skiptir það ekki sköpum fyrir hugsan- legar hvalveiöar okkar hvort við erum í Alþjóða hvalveiðiráðinu eða ekki. Hins vegar gæti það skipt sköpum varðandi vísindaveiöar (í atvinnu- skyni?) að vera þar, en eins og Ámi Matt hefur bent á þá stendur ekkert til aö fara að hefja hvalveiðar eða vísindaveiðar á næstunni. Það þarf að taka alveg sérstaka ákvörðun um hvort við viljum fara í veiðar og eftir því sem næst verður komist þá er sú ákvörðun ekki nema að mjög litlu leyti háö því hvað menn segja hjá Hvalveiðiráðinu. Engu að síður er mjög brýnt að íslendingar taki þátt í störfum Hvalveiðiráðsins, þetta er jú svo merk stofnun og mikilvæg fyrir hagsmuni íslands. Þess vegna fagnar Garri því að íslendingar skuli þó að minnsta kosti vera hálfir inni og hálfir utan þessa merka ráðs, því hver veit hvað yrði um hagsmuni fslands ef við værum ekki á fundum sem engu skipta fyrir hvalveiðar okkar og þar sem ekki er _ að marka neitt sem neinn segir?! G3ITI Umbúdalausar skoðanir Helga hringdi: Ég hlustaði um helgina á nýja út- varpsstöð, Steríó 895. Þar mátti heyra Sverri Stormsker ræða við Hannes Hólm- stein Gissurarson. Þetta var gott spjall hjá þeim fé- lögum og það er alltof sjaldan nú- orðið sem maður heyrir viðtal við viðmælanda sem hefur skoðanir og er tilbúinn að tjá þær umbúðalaust. Sumir gætu haldið því fram að Hannes hafi tjáð sig fullopinskátt og mér hefur lengi þótt skrýtið hvers vegna Jón leyfir Hannesi að tala svona um sig og flkniefnin án þess að gera nokkuð í þvi. Hannes Hólmsteinn. Útihátíðir - eru sjaldnast jafnsaklausar og af er látiö. Útihátíðir hættu- legar ungmennum Jórm_hringdÞ Ár hvert heyrast sorglegar sögur af ungmennum sem hafa lent í hrakningum um verslunarmanna- helgina. Ungum stúlkum er nauðg- að, alvarlegar likamsárasir virðast æ algengari og þau eru ófá ung- mennin sem verða Bakkusi að bráð þessa helgi. Ég vil hvetja foreldra til að hugsa sig tvisvar um áður en bömunum er hleypt á útihátíðir um verslunarmannahelgina. Útihátíðir eru sjaldnast jafnsaklausar og af er látið og það er skylda okkar að gæta hagsmuna bama okkar. Lærum af reynslunni og reynum að forða unga fólkinu frá því að upplifa at- burði sem gætu haft áhrif til hins verra á þau. Umhverfisráð- herra í réttum gír Sigurjón skrifar: Ég sá Siv Frið- leifsdóttur um- hverfisráðherra undir stýri fyrir nokkrum dögum á Toyota Prius sem er án efa umhverf- isvænasti bíll sem til er hér á landi. Mér skilst að hún hafi þennan bíl til prófunar í nokkra mánuði en hann eyðir ekki nema 5 lítrum á hundraðið og mengar helmingi minna en aðrir bensínbílar vegna sniðugrar hönn- unar. Það er alltaf gaman að sjá þeg- ar stjórnmálamenn sýna gott for- dæmi í stað þess að tala bara um hvað aðrir eigi að gera. Ríkið banni áfenga drykki Auðunn skrifar: Nú verð ég að stöðva þessa vit- leysisþvagbunu líkt og Þór þegar hann grýtti Gjálp. Umræðan um af- greiðslutíma skemmtistaða er sí- felld og leggja þar margir orð í belg. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum yfirsést þeim lausnin á þessu mikla böli samtímans sem hamagangur í miðbænum vissulega er. Hún er einfaldlega sú að ríkið banni áfenga drykki og fari með framleiðslu þeirra, innflutning, sölu og neyslu sem um önnur fikniefni væri að ræða. Burt með Bakkus! Siv Friöleifsdóttir. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 ReyKfavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.