Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 8
8
Viðskipti__________
Umsjón: Víðskiptablaðiö
Tap Talentu-Hátækni
185 milljónir króna
Talenta-Hátækni
Aö undanförnu hefur sjóöurinn tekiö þátt í samrunaferli hjá nokkrum fyrirtækjum, þar á meöal samruna Aco sem sam-
einaöist Tæknivali undir heitinu Aco-Tæknival. Myndin er tekin þegar Tæknival flutti í nýtt húsnæöi.
Heildartap Talentu-Hátækni
nam um 185 milljónum króna á
fyrri helmingi ársins. Innleyst tap
Talentu-Hátækni á fyrstu sex mán-
uðum ársins 2001 var um 3,7 millj-
ónir króna og óinnleyst gengistap
180,9 milljónir króna. Tapið má
rekja til lækkana á gengi skráðra
fyrirtækja sjóðsins, Columbus IT
Partner og Aco-Tæknivals, auk
þess að í ljósi markaðsaðstæðna
var ákveðið að færa niður bókfært
virði óskráðra eigna sjóðsins.
Heildareignir félagsins námu
1.065 milljónum króna 30. júní
2001. Eigið fé nam 994 milljónum
króna samkvæmt efnahagsreikn-
ingi og hlutabréfaeign 967 milljón-
um króna.
Talenta-Hátækni fjárfesti í flmm
fyrirtækjum á fyrstu sex mánuð-
um ársins fyrir 175 milljónir
króna. Eitt nýtt fyrirtæki bættist í
eignasafn sjóðsins en það er Flug-
búnaður ehf. Aðrar fjárfestingar
komu til vegna aukningar hluta-
fjár í fyrirtækjum sem fyrir voru í
eignasafni sjóðsins en þau eru
Halló-Frjáls fjarskipti, HSC, Col-
umbus IT Partner A/S og GoPro
Landsteinar Group.
Eitt af meginmarkmiðum sjóðs-
ins er að vera virkur í stjórnun og
stefnumörkun fyrirtækja sem
hann á hlut í. Að undanförnu hef-
ur sjóðurinn tekið þátt í samruna-
ferli hjá þremur fyrirtækjum í
eignasafninu. Þessi fyrirtæki eru
Aco, sem sameinaðist Tæknivali
undir heitinu Aco-Tæknival, Álit,
sem sameinaðist þremur öðrum
fyrirtækjum undir heitinu Anza,
og Bestun og Ráðgjöf, sem samein-
aðist Mímisbrunni undir heitinu
Aðgerðagreining. Væntir Talenta-
Hátækni þess að félögin standi nú
sterkari eftir og möguleikar þeirra
til vaxtar hafi aukist.
Þrátt fyrir miklar sveiflur á
gengi tæknifyrirtækja undanfarin
misseri hefur sjóðurinn mikla trú
á eignasafninu og mun hann vinna
áfram með fyrirtækjunum að
stefnumörkun og framkvæmd
þeirrar vinnu. Einnig mun sjóður-
inn leggja aukna áherslu á sam-
starf við erlenda og innlenda fjár-
festa sem geta staðið að baki fyrir-
tækjunum við flármögnun, útrás
og sameiningar.
Nýtt reikningakerfi
Norðurorka, sameinað orkufyrir-
tæki Akureyringa, og Vigor ehf.,
dótturfyrirtæki TölvuMynda hf.,
hafa undirritað samning um upp-
setningu á nýju orkureikningakerfi
Vigors - ORKU.
Orka er nýr hugbúnaður fyrir
orkuveitur. Meðal helstu hluta kerf-
isins eru reikningagerð, innheimtu-
ReylcjavíkuriDorg
Borgarskipulag
A
KÓPAVOGSBÆR
Auglýsing um afgreiðslu borgarráðs Reykjavíkur
og bæjarráðs Kópavogs á deiliskipulagstillögu af
hluta Fossvogsdals, svokallaðri Fossvogsmýri.
í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla borgarráðs Reykjavíkur og bæjarráðs
Kópavogs á deiliskipulagstillögu af hluta Fossvogsdals, svokallaðri Fossvogsmýri.
Bæjarráð Kópavogs samþykkti tillöguna þann 27. febrúar 2001 og borgarráð
Reykjavíkur þann 10. apríl sl. Deiliskipulagstillagan var auglýst til kynningarfrá 28.
desember 2000 til 25 janúar sl. með athugasemdafresti til 8. febrúar 2001. Tvær
athugasemdir bárust við kynningu tillögunnar. Ekki þótti tilefni til að breyta
tillögunni vegna þeirra og var hún því samþykkt óbreytt. Umsögn um
athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um
afgreiðslu málsins. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoóunar og gerði
stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um gildistöku þess yrði birt í B-deild
Stjórnartíðinda (birtist 29. júní sl. og öðlaðist deiliskipulagið þá gildi).
Nánari upplýsingar eða gögn um framangreinda skipulagsáætlun og afgreiðslu
hennar er hægt að nálgast á skrifstofu Borgarskipulags Reykjavíkur að Borgartúni
3, Reykjavík eða á skrifstofu Bæjarskipulags Kópavogs að Fannborg 6, Kópavogi.
Bæjarskipulag Kópavogs og
Borgarskipulag Reykjavíkur,
25. júlí 2001.
eftirlit, viðskiptamannatengsl,
mæla- og tækjakerfi og heimlagna-
kerfi svo nokkuð sé nefnt. Fram-
kvæmdir við innleiðingu nýja kerf-
isins eru þegar hafnar hjá Norður-
orku og verður Orka gangsett í lok
ágúst.
Orka kemur í stað eldra kerfis,
Akurs, sem Rafveita Akureyrar og
Hita- og vatnsveita Akureyrar hafa
notað undanfarin ár. Veruleg hag-
ræðing hlýst af innleiðingu Orku,
að því er fram kemur í tilkynningu
frá fyrirtækinu. Nú verður öll
reikningagerð Norðurorku, fyrir
heitt vatn, kalt vatn og rafmagn,
sameinuð í einu reikningakerfi í
stað þriggja aðskilinna vinnslukerfa
áður.
Orka hefur verið þróuð undanfar-
in ár í samvinnu starfsmanna
Vigors ehf., Orkuveitu Reykjavíkur
og Orkubús Vestflarða. Þrettán
orkuveitur nota Orku í dag.
Lucent
Technologies segir
upp 15-20.000
starfsmönnum
Lucent Technologies hefur til-
kynnt að það hyggist segja upp
15-20.000 starfsmönnum og bætist
sú tala við þá starfsmenn sem þegar
hefur verið sagt upp. Einnig hyggst
fyrirtækið skera niður annan kostn-
að að upphæð 2 milljarða dollara til
að snúa rekstri fyrirtækisins við og
skila hagnaði á næsta ári.
Lucent hefur einnig tilkynnt um
að ársflórðungslegt uppgjör fyrir-
tækisins sýni að tekjur hafa fallið
um nær 21% frá sama tímabili í
fyrra og að tapið hafi verið meira en
flestir sérfræðingar á Wall Street
höfðu talið.
MIDVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001
I>V
m .rln'Jih&jiX' k HEILDARVIÐSKIPTI 1800 m.kr.
Hlutabréf 500 m.kr.
| Spariskírteini 700 m.kr.
i MEST VIÐSKIPTI
1 0 Búnaðarbankinn 236 m.kr.
, | Olíufélagið 40 m.kr.
| 0 Landsbankinn 27 m.kr.
MESTA HÆKKUN
i 0 Eimskip 6,4%
i 0 Flugleiöir 3,4%
i 0Tryggingamiðstöðin 3,1%
MESTA LÆKKUN
0 Kögun 25%
0 Opin kerfi 16,7%
0OIÍS 14%
ÚRVALSVÍSITALAN 1036 stig
- Breyting O 0,04 %
25.07.2001 kl. 9.15
KAUP SALA
iBfejpollar 101,040 101,560
i IsSá Pund 143,550 144,290
:l*fiKan. dollar 65,700 66,110
SSlpönsk kr. 11,8620 11,9270
rtte*l Norsk kr 11,0160 11,0770
iEJSsænsk kr. 9,4690 9,5210
:HHfí. mark 14,8464 14,9357
i_L*Fra. franki 13,4571 13,5380
UjBelg. franki 2,1882 2,2014
TuT Sviss. franki 58,6200 58,9400
C3hoII. gyllini 40,0565 40,2972
Þýskt mark 45,1332 45,4044
ji fiít. líra 0,04559 0,04586
bST 'flust. sch. 6,4150 6,4536
i Port. escudo 0,4403 0,4429
i_jSpá. peseti 0,5305 0,5337
il * ÍJap. yen 0,81190 0,81680
B lírskt pund 112,083 112,757
SDR 127,0000 127,7700
[ g§ECU 88,2729 88,8034
Smáauglýsingar
bílar og farartæki
húsnæði
markaðstorgið
atvinna
einkamál
550 5000