Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Náttúruverndarmenn efast um íslenska ákvæðið í Kyoto-bókuninni: Útblástur fyrir milljarða - íslenska ákvæðið talið 1,8 milljarða virði - fátt kemur í veg fyrir samþykkt Þaö mun ráðast á fóstu- —— dag hvort íslendingar skrifa undir Kyotobókunina og slást þar með í hóp ríkja sem ákveðið hafa að takmarka hjá sér losun gróðurhúsaloftteg- unda eða hvort þeir gera það ekki og standa utan hinnar sögulegu samstöðu sem náðst hefur ásamt Bandaríkjunum. Það sem mun ráða úrslitum er afgreiðsla hins svokallaða „íslenska ákvæðis" en í stjóm- arsáttmála ríkisstjómarinnar er skýrt kveðið á um að þetta ákvæði sé forsenda þess að íslendingar geti gerst aðilar að Kyoto-bók- uninni. Á 6. aðildarrikjaþingi * Loftslagssamnings Samein- uðu þjóðanna sem nú stendur yfir i Bonn - þar sem búið er að ná heildarsamkomulagi um öll stóru málin - er verið að ganga frá minni málum og málum sem áður hafði verið gengið frá í undimefndum. Þar á meðal er hið margum- rædda íslenska ákvæði sem væntanlega mun fara í gegn á fóstudag eins og áður segir. En hvert er þetta íslenska ákvæði sem náttúmvemdar- menn hafa sagt að sé 1,8 millj- arða króna virði? íslenska ákvæðið íslenska ákvæðið hefúr tekið nokkrum breytingum frá því það kom fyrst fram og hafa fuiltrúar íslands í viðræðum um það slipað það til og þróað þannig að auðveldara sé fyrir aðrar þjóð- ir að samþykkja það. I því formi sem ákvæðið liggur nú fyrir aðildarríkjaþing- inu i Bonn eru eftirfar- andi atriði mikilvægust: Koltvíoxíðlosun C02 frá nýrri stóriðju, sem hefur starfsemi eftir 1990 og leið- ir til meira en 5% aukn- ingar í losun á fyrsta skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar 2008-2012, verði undan- þegin losunarskuldbind- ingum bókunarinnar. Ákvæðið gerir ráð fyrir að þetta nái aðeins til smáríkja, þ.e. ríkja sem losuðu minna en 0,05% af heildarlosun iðnríkj- anna 1990. Jafnframt em þama sett viðbótar- skilyrði. M.a. er gerð krafa um notkun end- umýjanlegrar orku, að notkun hennar leiði til samdráttar í losun, að besta fáanlega tækni sé notuð og að bestu umhverfisvenjur séu viðhafðar í fram- leiðslunni. Árlegt há- mark er þó sett á þá losun sem hægt er að taka út fyrir sviga í samkvæmt þessu ákvæði og er það 1,6 milljónir tonna af gróðurhúsaloftteg- undum. Verðmætur útblástur Heimildir til auk- innar losunar gróöurhúsaloftteg- unda eru að verða að mikl- um verðmæt- um. For- senda samþykkt- ar Siv Friðleifs- dóttir segir þetta ákvæði algera for- sendu fyrir því að við íslendingar getum tekið þátt í þessu samstarfi því losun héðan hafi verið hlut- fallslega lítil og ein stór fram- kvæmd gæti sett allt bókhald á annan endann. „Þannig gæti bygg- ing eins álvers þýtt um 20% aukn- ingu losunar miðað við 1990 vegna þess að þetta vegur hlutfallslega svo þungt hjá okkur. Á sama tíma gæti þessi sama framkvæmd ekki þýtt aukn- ingu upp á nema brot úr prósenti hjá stærri ríkjum," segir Siv. Hún segir að séu öll skilyrði ákvæðisins fyrir hendi, sem þau muni verða hér á landi, gefist kostur á að halda þessari tilteknu aukn- ingu utan bókhalds sem sé mikið sann- gimismál. Þá sé í raun verið að fram- leiða vistvænan málm sem álið óneitan- lega sé í ljósi þess að það er notað til að létta samgöngutæki, og þar með minnka bruna þeirra, með vistvænum orkugjöf- um og með vistvænstu aðferðum sem fyrir hendi séu. Hinn kosturinn væri að stofnsetja slík álver í þróunarlöndun- um, t.d., og framleiða ál á óvistvænan hátt með margfóidum útblæstri. Is- lenska ákvæðið styrkir því heildar- markmið Kyoto-bókunarinnar, segir ráðherra. Afram 1 stóriðja Aðspurð um hvað þetta muni 1 þýða nákvæmlega hér heima segir Siv að þá þyrfti ekki að hætta við áform um að stækka álver og að hægt yrði að fara í uppbyggingu nýrra álvera sem veriö hafa til skoðunar, sam- hliða því að taka þátt í k Kyoto-bókuninni. Um- 3 hverfisráðherra segir ,: vaxandi skilning á sjón- armiðum íslands á al- þjóðavettvangi og mikið verk hafi verið unnið við undirbúning þess. Þannig hafi stjórnvöld hér heima t.d. fljótlega gert sér grein fyrir því að bindingarmál yrðu eitt af stóru málunum og því hafi veriö fiárfest í þekkingu og mannskap á þvi sviði og ísland hafi getað miðl- að málum þar vegna þess í is- JSP lensku sendinefndinni hafi verið sérfræðiþekking á heimsmæli- kvarða á þessu sviði. Ráðherrann er þar ekki síst að vísa til þekkingar HaÚdórs Þorgeirssonar, formanns ís- lensku sendinefndarinnar. Og allt hef- ur þetta skilað árangri að mati ráðherr- ans. „Nú spyrja menn úti sig að því hvaða réttlæti sé í því að hafna þessu ákvæði og þar með samstarfi við það land sem notar mest af endumýjan- legum orkugjöfúm í heiminum í dag, eða 67%, land sem var búið að skipta að mestu úr olíukyndingu árið 1990 og er til fýrirmyndar í umhverfismálum mið- að við flest önnur ríki. Hvaða réttlæti sé í því að meina slíku ríki að nýta sína endumýjanlegu orkugjafa til að byggja Innlent fréttaljós mmmmmmmmmmmmmmmmmmmjmmmmmmmmmmmmmsaima.:- Birgir Guömundsson fréttastjóri upp stóriðju sem myndi menga mun minna en ef hún væri byggð annars staðar? Menn sjá að slíkt væri hreinlega órökrænt," segir Siv Friðleifsdóttir. Mikil aukning En það em ekki allir jafn hressir með framvindu mála og Náttúruvemdarsam- tök Islands og raunar hafa fleiri aðilar iýst yfir andstöðu við íslenska ákvæðið og talið að ísland þyrfti ekki á slíkri sér- meðferð að halda. Stóriðjan verði að taka ábyrgð á eigin losun vilji hún koma hingað og Island eigi ekki að stilla sér upp með þróunarlöndunum hvað þetta varðar. „ísienska ákvæðið þýðir að ísland mun trúlega geta aukið heild- arlosun sína á gróðurhúsaloftegunum um allt að 75% miðað við 1990,“ segir Ámi Finnsson, formaður Náttúmvemd- arsamtaka íslands. Þá vísar hann til þess að íslenska ákvæðið þýði aukningu upp á 55%. Kyoto-sam- komulagið sjálft fel- ur í sér heimild upp á 10% og svo hefur íslenska sendinefndin samið um mögu- leika á aukinni los- um vegna gagnað- gerða með bind- ingu með land- græðslu upp á önn- ur 10%. I túlkun Árna og annarra náttúrusamtaka- manna er með þessu ákvæði verið að skapa svigrúm fyrir áliðnaðinn á Is- landi, sérstaklega nýjar framleiðsluein- ingar sem ekki em látnar taka neina ábyrgð á sinni losun. Ákvæðið, eins og það er núna, felur i sér heimild til 1,6 milljóna tonna aukningar i losun á C02 á ári eins og áður segir. Áma Finnssyni þykir þetta hátt þak. „Þetta er vissulega skárra en það var fyrst í Argentínu 1998 þegar ekkert þak var á þessari losun. En í ljósi þess að mjög ólíklegt er að ís- lenska ákvæðinu verði hafnað í heild sinni úr þessu þá hefði maður vonað að þetta þak yrði sett mun neðar þvi þegar matsskýrsla fyrir álver á Reyðarfirði er skoðuð er ekki gert ráð fyrir neinum mótvægisaðgerðum vegna losunar gróð- urhúsalofttegunda. Áliðnaðurinn í heiminum getur fiárfest i þróunarlönd- um og þarf þá ekki að fá undanþágu frá Kyoto-bókuninni og það sem við íslend- ingar erum í raun að biðja um er að vera í sömu stöðu, að biðja um þessa undan- þágu fyrir áliðnaðinn," segir Ámi. 18 milljónir dollara Hann bendir á að nú þegar séu menn famir að setja tölur á verðmæti útblást- urskvóta enda fyrirsjáanlegt að losunin eigi eftir að ganga kaupum og sölum á markaði. Þau verðmæti sem hér sé þvi verið að búa til handa álfyrirtækjum geti verið veruleg. „Miðað við það verð sem BP gerir ráð fyrir má áætla að und- anþágan sem íslendingar em að fá þama með íslenska ákvæðinu (1,6 milj- ónir tonna) sé um 18 milljóna dollara virði á ári (rúmlega 1,8 milljarðar kr.). Reyðarál er að biðja um 710 þúsund tonna losun sem gæti þá samkvæmt þessu numið um 8 miljónum dollara. Þetta em náttúrlega ölmusur sem við eigum ekki að biðja um. Ég hefði haldið að Reyðarál og Norsk Hydro, sem stær- ir sig af mjög framsækinni umhverfis- stefnu, ættu aö geta lagt eitthvað af mörkum á móti þeirri losun sem frá þeim kemur,“ segir Ámi. Hann varpar því fram sem hugsanlegum möguleika að framlag Reyðaráls gæti numið þeim 10% sem Islendingar geta fengið í gegn- um bindinguna - en Ámi segir ljóst að það verði gríðarlega dýrt og mikið mál að Qármagna alla þá landgræðslu sem þar um ræðir. „Hvers vegna ætti sá kostnaður að koma eingöngu niður á skattborgumnum?" spyr Ámi Finnsson. Árni Finnsson Landgræðsla íslendingar hafa tryggt sér rétt til aukins útblásturs ef þeir ná ákveönum markmiöum í bindingu gróðurhúsaloftteg- unda gegnum landgræðslu. LL, Umsjón: Birgir Guðmundsson Hækkaður í tign I heita pottinum hafa menn verið að ræða um þá breytingu sem orðið hefur á samfélaginu í kjölfar Árnamál- anna og eru flest- ir sammála um að stjómsýslan og opinbert siðferði muni batna mikið. En það er fleira sem hefur breyst samkvæmt því sem hvíslað er í pottinum. Nú mun sölumaðurinn í BYKO, sem gerði athugasemdirnar við viðskipti Árna Johnsens á sínum tíma, heldur hafa fengið uppreisn æru frá því sem var um tíma að minnsta kosti. Fullyrt er í pottinum að hann sé kominn með sérstaka skrifstofu út af fyrir sig, sem er nokkuð sem hann hafði ekki fyrr, hann hafi sem sé hækkað í tign við þetta ævintýri allt. Það þykir pottverjum gleðileg tíðindi enda maðurinn löngu orðinn þjóð- hetja með margar tilnefningar til orðunefndar um að honum verði veitt fálkaorðan viö fyrsta tæki- færi... Menn Ingu Jónu plotta Árnamálið hefur haft sín áhrif í pólitíkinni þótt það sé kannski ekki með beinum hætti. Þannig munu nokkrir stuðningsmenn Ingu Jónu Þórð- ardóttur tfi áfram- haldandi forustu fyrir sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík hafa viðrað þá skoðun í góðum hópi að þó svo að Björn Bjarnason hafi kannski ekki borið ábyrgð á Áma Johnsen þá standi ýmsir angar málsins upp á menntamálaráðherrann. Það aftur veiki pólitíska stöðu hans verulega sem aftur er sagt mæla gegn því að Björn spreyti sig á þvi að sækjast eftir forustuhlutverki í borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Segja þessir ágætu sjálf- stæðismenn því ótækt að Björn fari að rugga Reykjavíkurbátnum með því að bjóða sig fram í prófkjöri gegn sitjandi foringja, Ingu Jónu Þórðardóttur... Já, já, nei, nei I pottinum skoða menn pólitísku vefina af mikilli. vandvirkni og taka gjaman þátt | í skoðanakönnun- um sem þar birt- ast. Pottverjar I lentu þó i miklum hrakningum í gær þegar þeir hugðust ] taka þátt i at- kvæðagreiðslu á vef reykvískra framsóknarmanna, Hriflu. Þar er aö finna eftirfarandi spurningu: „Er spillingarmál það sem tengt er Árna Johnsen eingöngu bundið Árna sem persónu eða á draga fram ábyrgð Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra og Sjálfstæðisflokksins í málinu?“ Síðan eru gefnir tveir svarmöguleikar, ,já“ og „nei“. I pottinum þykja þetta ansi framsókn- arlegir möguleikar en framsókn var jú eitt sinn sögð opin í báða enda og segja , já, já og nei, nei“ við öllum spurningum. Ekki er ljóst hvort menn eru að játa því að Ámi beri ábyrgð eða Bjöm þegar klikkað er við ,já“-valkostinn, en það virðist ekki hafa komið í veg fyrir að menn greiddu atkvæði - og til gamans má geta þess að 60% hafa sagt já en 40% hafa sagt nei!! ... Friðjón á förum Frést hefur í heita pottinum að einhver hreyfing kunni að verða á f sýslumönnum á næstunni. Þannig ! er því haldið fram að Friðjón Guð- röðarson, hinn lit- skrúðugi sýslumað- ur Rangæinga, hafi í hyggju að láta af störfum um áramótin...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.