Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2001, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 DV 29 EI X. ciisdv.ii - á i .kudegi Ölfusárbrúin Verður bráðum innanbæjarbrú. Ný brú yfir Ölfusá Tekið hefur verið frá nýtt vega- stæði rétt ofan við Selfoss sem mundi beina umferðinni á þjóð- vegi eitt fram hjá bænum og yfir nýja brú á Ölfusá gegnt Laugar- dælum. „Það eru skiptar skoðanir um þetta hér í bænum. Þjónustuaðilar vilja endilega hafa gömlu brúna áfram enda myndum við missa stóran hluta af umferðinni úr bænum ef nýja brúin yrði byggð,“ segir Jón Guðbjörnsson, bæjar- tæknifræðingur í Árborg. „Þetta er aðeins liður í þeirri viðleitni að færa umferð úr þéttbýli en ég er jafnviss um að þjónustan sem er hér til staðar myndi elta veginn." Gamla brúin kæmi þó til með að standa áfram sem innanbæjar- brú en sú nýja byggð yfir Ölfusá á efri eyjunni sem margir kannast við í ánni. Kvenlíkami í San Diego Súsanna Svavarsdóttir hefur verið búsett í San Diego í Kali- fomíu frá því í upphafi árs og vinnur þar við þýðingar á stór- virkinu Líffræði kvenllkamans. Um er að ræða 500 síðna doðr- ant sem farið hefur sigurför um heiminn og er nokkurs konar al- fræðibók um leyndustu kima kvenlíkamans. Bókin kemur út um næstu jól á vegum Iðunnar. Súsanna Þýðir líkamann. Óvænt tíska Selfoss er að komast í tísku. Ásókn í lóðir og kaup á húsnæði á staðnum er því- líkt að elstu menn muna ekki annað eins: „Við erum að komast í tisku,“ sagði aldinn Sel- fyssingur sem hálft lífið hefur reynt að komast úr bænum og til Reykjavíkur - án árangurs. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs fjölgaði Selfyssingum um 61 og er það miklum mun meiri fjölgim en á sama tíma í fyrra. Alls bjuggu 4640 fbúar á Selfossi við síðasta manntal. Þeir eru fleiri nú og fjölgar. Selfyssingur Einn af mörgum. Leiðrétting Ekki er rétt að nakta veðurfrétta- konan hér til hliðar komi störfum Alþingis á nokkurn hátt við. Allar tilraunir til að bendla þetta tvennt saman ber aö harma. -EIR A MIÐVIKUDEGI Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar í sumarfríi: Neyðaróp að sumri - skjólstæðingar lepja hjálparlaust dauðann úr skel Helstu stoðir og styttur þeirra sem minna mega sín í samfélaginu eru í sumarfríi samtímis þannig að skjólstæöingar þeirra lepja hjálpar- laust dauðann úr skel á meðan. Eða svo segja þeir sjálfir og kvarta sár- an yfir þvl að Mæðrastyrksnefnd og Mæðrastyrksnefnd - að vetri. félaginu sé svo slæmt sem raun ber vitni. Við reynum þó að sinna neyðar- tilvikum og erum alltaf að því,“ segir Ásgerður og gefur upp farsíma sinn sem er 897 1016. Þar svarar Ásgerður þegar allt um þrýtur hjá öðrum. Mæðrastyrksnefnd - að sumri. Hjálparstarf kirkjunnar skuli loka dyrum sínum samtímis yfir sumar- tímann. Sumarið sem helvíti „Ég er með 90 þúsund krónur á mán- uði og þarf að greiða 70 þúsund í húsa- leigu. Þá á ég eftir að borga barnapöss- un og lifa fyrir afganginn. Ég get þetta ekki hjálparlaust," segir tveggja barna einstæð móðir sem reitt hefur sig á Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar. Sumarið er henni sem hel- víti: „Sá tími sem veitir flestum gleði nema mér og öðrum sem eru i mínum sporum," segir móðirin sem ein fárra hlakkar til vetrarins. Þá getur hún fengið vetrarhjálp. Sumarhjálpin liggur hins vegar ekki á lausu. Hjálparstarf kirkjunnar verður opn- að aftur 7. ágúst en MæðrastyrksneM lokaði í byrjun júlí og hefur ekki starf að nýju fyrr en 12. september. Ásgerð- ur Flosadóttir, formaður nefndarinnar, stendur þó neyðarvaktina: „Starf okkar er unniö í sjálfboða- vinnu sem frægt er og við verðum að fá okkar frí eins og aðrir. En það er að sjálfsögðu mjög leitt að ástandið í sam- Brauðbiti á atómöid Þó svo að Mæðrastyrksnefnd sé í raun orðin hluti af þeim úrræðum sem opinberir aðilar beita í samfélagshjálp hefur konunum 1 Mæðrastyrksnefnd ekki tekist að fá framlög ríkisins til nefndarinnar hækkuð. Mæðrastyrks- nefnd fær nú 400 þúsund krónur á ári f opinberan styrk og fátt bendir til þess að það framlag verði aukið á næstunni. Nefndinni hefur þó tekist að ná samn- ingum við Mjólkursamsöluna, Myllu- brauð og Ömmubakstur sem láta brot af framleiðsluvörum sínum renna til þeirra sem eru í neyð. Við hveija út- hlutun er biðröð langt út úr dyrum hjá Mæðrastyrksnefnd þar sem fólk stend- ur i von um að fá í það minnsta jógúrt, mjólk og brauðbita í Reykjavík i upp- hafi 21. aldar. Stefán Axel dv^ynd e.ól. Skálar í ódýrasta bjór á íslandi í hjarta Reykjavíkur. Áfengi á „Við seldum hundrað þúsund lítra af bjór í fyrra og það gerir okk- ur kleift að hafa verðið svona lágt,“ segir Stefán Axel Stefánsson, veit- ingamaður í Nelly’s á horni Banka- strætis og Þingholtsstrætis sem sel- ur hálfpott af bjór á 250 krónur. Samkeppnisaðilar hans bjóða sama magn af bjór á 500 krónur. „Við erum stórir í innkaupum, seljum meira magn og lækkum eigin álagn- ingu. Þetta er hægt ef menn vilja og geta.“ Auk Nelly’s rekur Stefán Axel Þjóðleikhúskjallarann, Jóa risa í hálfvirði Breiðholtinu og Rauða ljónið á Sel- tjarnarnesi. Han kaupir inn fyrir alla staðina samtímis og keyrir verðið svo niður á Nelly’s, viö- skiptavinum til mikillar ánægju. Erlendir farandverkamenn eru áberandi í gestahópnum á Nelly’s enda eini staðurinn á íslandi sem býður þann daglega mjöð sem þeir eru vanir að innbyrða á verði sem þeir kannast við úr heimahögum sínum. Á Nelly’s tala menn pólsku og júgóslavnesku í bland við ís- lensku og andrúmsloftið alþjóðlegt. Verðið líka. Háttar í hita Sjónvarpssstöðin PoppTíví hefur kom- ið sér upp veður- stofu og fengið ljósku úr Hafnar- firði til að flytja fréttimar. Veður- fréttirnar eru í þætt- inum 70 mínútur og eru í boði Tuborg- bjórfyrirtækisins. Það er Margrét Hild- ur Guðmundsdóttir sem flytur áhorfend- um veðurfréttirnar og klæðir sig eftir ......... veðri. Er stefnt af því að ef verði mjög heitt í veðri þá fari Margrét Hildur úr að ofan. Ef verður ofsa- Veöurfréttakonan Margrét Hildur hélt sig í hlýra- bolnum í fyrsta þætti enda veð- ur aðeins skaplegt. heitt fer hún úr öllu. Eða þaö er stefna sjónvarpsstöðvar- innar sem vonast eftir auknu áhorfi fyrir bragðið. í fyrsta veðurfrétta- tíma Margrétar Hildar var hitastigið 10-15 stig þannig að hún hélt sig í hlýra- bol og háttaði hvergi. Margrét Hildur er dóttir Guðmundar Árna Stefánssonar, fyrrum heilbrigðisráðherra, bæjar- stjóra og núverandi varaforseta Al- þingis. Kom, sá og sigraði á Landsmóti ungmennafélaganna: t Stafsetningarkóngurinn - klikkaði á sjöundadagsaðventistum Stefán Jónsson gerði sér lítið fyrir og skundaði á Landsmót ungmennafé- laganna á Egilsstöðum og sigraði í stafsetningar- keppninni sem var geysi- hörð. Stefán, sem er á þrí- tugsaldri, hefur ekki áður tekið virkan þátt í starfi ungmennafélag- anna en stóðst ekki mátið þegar hann frétti af staf- setningarkeppninni enda þaulvanur prófarkalesari þó hann starfi sem forritari núna. „Þama voru um 30 keppendur og sýndist mér kynjaskiptingin vera jöfn. Prófið var býsna strembið en ég sigraði þó með 46 stigum af 50 mögulegum,” sagði Stefán þegar hann sneri aftur til höfuðborgarinnar með gullmedaliu um hálsinn. - Á hveiju klikkaðir „Ég fékk ekki að sjá úrlausnina en ég veit að mér brást bogalistin þegar skrifa átti sjö- undadagsaðventistar. Ég skrifaði það í þremur oröum en það á að vera í einu.“ - En á ekki að vera stórt ess í upphafinu? „Nei, ekki frekar en í gyðingur eða ^ indíáni.” Stafsetningarkeppnin á Landsmóti ungmennafélaganna tók klukkustund en það var hópur húsmæðra af Suður- landi sem veitti Stefáni harðasta keppni. En tókst ekki að leggja hann. Stefán stafsetningarkóngur 46 stig af 50 mögulegum. Útsalan öll dv-myno e.ól . Útsölunni er lokiö og eftir standa ginurnar naktar. Heima situr fólkið í fötunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.